Þjóðviljinn - 26.11.1981, Side 15

Þjóðviljinn - 26.11.1981, Side 15
ffrá El Hringiö í síma 81333 kl. 9-5 alla virka daga, eða skrifiö Þjóðviljanum lesendum ísland — Svíþjóð ólafur Guðmundsson skrifar: Hernaðarstórveldið Sovét- rikin varð uppvist að þvi um daginn að stunda njósnir við strendur Sviþjóöar með kaf- bát. Sviar geröu að sjálfsögðu viðeigandi ráðstafanir þegar upp um njósnirnar komst: sænski herinn kom á staðinn, skipstjórinn yfirheyrður og skipið skoðaö skv. fréttum. Það er ekkert nýtt að stórveldi stundi njósnir — eða að uppum þær komist — heldur er þaö umfang málsins (kafbátur uppi landsteinum) sem gerir það mikilvægt. Hér má minna á persónunjósnir bandariska sendiráðsins á Islandi um fólk sem talið er til vinstri. En við- brögð við slikum uppákomum eru alveg furöulega misjöfn. Við rannsóknir á kafbátnum kemur i ljós aö hann er með tundurskeyti meö kjarna- oddum og mikilvægi málsins margfaldast: „011 Sviþjóð stendur nú á öndinni yfir þessum upplýsingum sem fengust viö geislamælingar og rannsóknir á bátnum um siðustu helgi.” (Mbl. 6/11.). Hér er komiö að lexiunni sem við Islendingar getum lært af. Sviar virðast gera sér fulla grein fyrir þýöingu þess að kjarnorkusprengjur stórvelda liggi við landsteinana og hvilik ógn það er sænsku þjóðinni — og hefði ekki skipt máli hér hvort áhöfn bátsins væri rúss- nesku- eða enskumælandi. Enda eru umræður um það i Sviþjóö nú, hvaö sé hægt að gera til að Eystrasaltið verði ekki aö kjarnorkupytt hernaöarbandalaganna tveggja, sem þaö er á góðri leið meö að verða. Hvað okkur varöar er hér á landi herstöð með flugvélar sem geta borið kjarnorkuvopn — en stjórnvöld hafa ekki séö ástæöu til að rannsaka hvort i stöðinni séu geymd kjarn- orkuvopn. Og nú opinberar Haig utanrikisráðherra USA það, sem reyndar allir vissu sem vildu vita, að vel komi til greina að nota slik vopn i hug- sanlegri styrjöld i Evrópu. Sviar hafa oröiö áþreifan- lega varir við ógn kjarnorku- sprengjunnar og sænska þjóðin er i miklu uppnámi að sögn Morgunblaðsins. tslendingar, sem hýsa e.t.v. Gisli i Þrastahlið skrifar: Aö vera friðarsinni þykir mjög fjarstæðukennd skoðun um þessar mundir og aö starfa aö þeim málum með erlendum skoðanabræðrum flokkast undir landráð. Með þetta i huga er eftirfarandi visa gerð: Páll Heiöar er nú aftur byrj- aöur hjá Útvarpinu, viö mis- jafna hrifningu hlustenda, eins og bert er af cftirfarandi bréfkorni: „Við sátum hér saman nokkrir félagar og ræddum um útvarpiö. Var þvi, eins og kjarnorkusprengjur hér á landi, sjá ekki einu sinni ástæöu til að kanna hvort svo er. tslendingar eru i NATO — öflugasta kjarnorkuveldi á jörðinni — og finnst þaö sjálf- sagt mál. tsland er mikilvægur hlekkur i þessu veldi og er þvi hernaðarlega ógnandi gagn- vart andstæðingnum — Sovét- rikjunum — ef til styrjaldar kemur. Hvernig skyldu Sovét- menn svara ef Haig sæi ástæöu til að senda á þá kjarn- orkusprengju i „viövörunar- skyni”? Hvernig stendur á þessum feikilega mun á isiensku og sænsku þjóöinni? Ólafur Guömundsson. Til bræöraþjóöa beriö heift — betra er strið en friður — stóru letri standi greypt: styrjöld sé meö yöur. gengur, ýmislegt til foráttu fundið en þó margt skrifaö tekjumegin. Um fátt voru menn alveg á einu máli nema þaö, að öllum leiddist Páll Heiöar. Undir þessum um- ræðum fæddust eftirgreindar visur: i aldir vér lifðum i álögum nauöa, þvi ullu nornirnar reiðar. Menn sultu og rotnuöu i Svartadauöa, — — og svo kom Páll Heiöar. Ó, þvi skal nú ennþá þjóöin min liöa og þjást i þvi báli aö vakna hvern morgun til martraðar þeirrar, sem er maliö i Páli?”. Úr öskunni í eldinn Vlsa frá friðarsinna Barnahornió Þessi mynd heitir: ,/Með nefið niðri í öllu" og hana teiknaði Ditta Styrkársdóttir Fimmtudagur 26. nóvember 1981 ÞJÓÐVILJINN — StDA 15 Um húsbyggingar og fleira Jjjfc Útvarp kl. 11.00 Sigmar Armannsson og Sveinn Hannesson hafa um- sjón með þættinum Iðnaðar- mál, sem er á dagskrá út- varpsins i dag kl. 11.00. Þar munu þeir fjalla um nýja skýrslu Rannsóknaráös rikis- ins um þróun byggingar- iðnaöar. Sigmar sagöi okkur, að þeir myndu fá Gunnar S. Björns- son, formann Meistarasam- bands byggingamanna, i út- varpssal til að ræða skýrsl- una, en hann var formaður nefndar þeirrar, sem samdi skýrsluna á vegum Rann- sóknaráösins. t þættinum munu þeir félagar taka fyrir þá gagnrýni á skipulagsmál sveitarfélaga, sem finna má i skýrslunni og gagnrýni á ákvæöistaxta i byggingariön- aði. Þá munu þeir einnig vikja að þvi hvort einhverra breyt- inga sé að vænta i markaðs- hlutdeild byggingarefna, og aöferöa svo sem hvort verk- smiðjuframleidd hús eigi ein- hvern hljómgrunn hér á landi, og einnig vikja aö fjármögnun atvinnu- og ibúöarhúsnæðis, en i skýrslunni kemur fram nokkuö hörð gagnrýni á þann hátt, sem menn ’.afa oröið að hafa á um útvegun þaks yfir höfuðið hér á landi. Sigmar Armannsson er lög- fræðingur Landssambands iðnaðarmanna, en Sveinn Hannesson er hagdeildarstjóri Iönaöarbankans. REISAN eftir Steingrim Sigurðsson 1 útvarpi kl. 20.05 les Stein- grimur Sigurösson smásögu eftir sig er nefnist „Reisan.” Smásögu þessa skrifaði höf- undur fyrir nokkrum árum, en hefur endursamið og unnið hana. Steingrimur sagði að sagan fjallaði um hin hörðu og óskráðu lög, sem gilda i mannlegum félagsskap. Sögu- sviðið er firðirnir og hálendið á Austurlandi. Aö sögn höf- undar er mórall sá umdeildur, sem kemur fram i sögunni. Útvarp %/!#■ kl. 20.05 Steingrimur Sigurðsson les smásögu sina kl. 20.05 i kvöld. Leikrit vikunnar: t kvöld kl. 21.10 verður flutt leikritið „Vist ertu skáld, Kristófer”. Er það eftir Björn-Erik Höijer. Leikurinn lýsir gráum, regnþrungnum degi i hvers- dagslifi fátækra hjóna. Hann er farandsali, og þaö selst litið i svona leiðindaveöri. En hann á sér innri heim sem léttir honum lifið. Og hann á þvi að venjast að mæta skilningi og umburðarlyndi hjá konu sinni. Tilveran verður honum þvi ekki óbærileg. Björn-Erik Höijer er fæddur i Malmberget i Lapplandi árið 1907. Fyrsta bók hans, smásagnasafnið „GrStt berg” kom út 1940. A næstu árum komu fleiri bækur, bæði smásögur og skáldsögur, og skömmu fyrir 1950 fór Höijer einnig aö skrifa leikrit sem vöktu fljótt athygli. Seinni árin hefur hann sent frá sér efnismiklar skáldsögur og frásagnir og þar reifar hann hin margvislegustu vandamái i þjóðfélaginu. Helgi Skúlason leikstýrir leik- riti vikunnar „Vist eru skáld, Kristófer.” Otvarpiö hefur áður fiutt eftir hann „Fjallalækinn” 1977. Þýðingu annaðist Þorsteinn ö. Stephensen, en leikstjóri er Helgi Skúlason. Með hlutverkin fara Þorsteinn 0. Stephensen, Helga Valtýs- dóttir, Gisli Halldórsson, Helga Bachmann og Guðmundur Pálsson. Leikritiö var áður flutt 1965. Þaö er 50 minútna langt. Stefán Baldursson flytur formálsorö. Útvarp kl. 21.10 Víst ertu skáld, Kristófer

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.