Þjóðviljinn - 11.12.1981, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 11.12.1981, Blaðsíða 2
2 SIÐA— ÞJÓPVILJINNi Föstudagur 11. desember 1981 KÆRLEIKSHEIMILIÐ VÍðtalíd Ekki fletta! Frá Hótel Esju: „Komdu og skoðaðu. ” Forsvarsmenn Hótels Esju og blaðafulltrúi Flugleiöa kynna frétta- mönnum starfsemina. Ljósm.: —gel. Næstu helgar verður mikið um dýröir á Hótei Esju, ekki sist Esjubergi, á fyrstu hæð hótels- ins. Verða þar matarkynningar af ýmsu tagi og skemmtikraftar koma fram. Og samkvæmt hefð veröur glöggið góða og pipar- kökur á boðstólum á aðvent- unni. A Esjubergi verður fjölbreytt úrval rétta ásamt þeirri lipru þjónustu, sem gert hefur garð- inn frægan. Barnahornið, þar sem yngri kynslóðin unir sér við leiki og leikföng, nýtur vinsælda og þjóðakvöldin, sem fram hafa farið undanfarið, verið fjölsótt. Um þessar mundir skemmta skoskir listamenn að Esjubergi og i Skálafelli á niundu hæð Esju. Munu þeir skemmta gestum fyrstu vikuna i desem- ber. SS matarkynning Sunnudaginn 6. des. kynnir Sláturfélag Suðurlands margs- konar jólarétti á Esjubergi. Matarkynning stendur allan daginn. Barnakór Tónlistar- skólans kemur i heimsókn og syngur jólalög. Ný þjónustufyrirtækí á Esju Nú standa yfir miklar breyt- ingar á fyrstu og annarri hæð Hótels Esju. Austurhluti fyrstu hæðar verður innréttaður fyrir ýmiss konar þjónustu og skapast nú aðstaða fyrir rakarastofu og ýmsar smærri verslanir. Þá verður inngangi hótelsins breytt og rými gesta- móttöku stóraukið. — A annarri haéð hótelsins stendur einnig yfir endurhönnun og þegar breytingum á sölum þar er lokið, stórbatnar aðstaða þar til samkomuhalds af ýmsu tagi, svo og til ráðstefnuhalds. Brúðkaupsnótt í svítunni Skálafell á 9. hæð hótelsins er vinsæll samkomustaður og jafnan mannmargt þar á kvöld- in. Einnig eru þar oft haldin sið- degishóf: afmælis- og giftinga- veislur. Nú hefur Einar Olgeirs- son, hótelstjóri, ákveðið að brúðhjónum, sem halda gift- ingahóf sitt í Skálafelli, verði boðin ókeypis gisting i hinni stóru og vel búnu svitu hótelsins á áttundu hæö. —mhg Rætt við Jóhann Þóri Jónsson, hug- myndasmið helgar- skákmótanna: „Lengi má útfæra hug- myndina” Jóhann Þórir Jónsson Um þessa helgi fer fram á Höfn f Hornafirði 12. helgar- skákmót tímaritsins Skákar. Mót þessi hófust snemmsumars 1980 og hafa siðan farið sem logi um akur. Viðkomustaðir hafa verið i Keflavik, Borgarnesi, isafirði, Bolungarvik, Húsavik, Akureyri, Neskaupsstað, Vest- mannaeyjum, Vik i Mýrdal, Grimsey, Hellissandi og nú er staðnæmst við á Höfn. Þátttak- endur hafa ekki einasta verið bestu skákmenn landsins, allir sem vettlingi geta valdið á við- komandi stað og peði leikið hafa veriö drifnir i baráttuna. Sigur- vegarar þessara móta hafa vitaskuld veriö mýmargir, bæði konur og karlar, en ótviræðasti sigurvegari þessara móta hlýt- ur að teljast Jóhann Þórir Jóns- son, sem einn góðan veðurdag fékk þá flugu i höfuðið að glæða skáklif tslendinga meiri vidd, með þeim árangri sem orðið hefur. Hann var spurður hvern- ig mót þessi komust úr burðar- liðnum: „Nú það er fyrst frá þvi að segja að mörg undanfarin ár hefur verið kvartað sáran und- an þvi af skákáhugamönnum út i landsbyggðinni hversu illa væri búið að skákmönnum þar með tilliti til keppni við okkar bestu skákmenn. Það vár ein- hverntimann farið út i það að halda Skákþing tslands úti á landi en eftirtekjan varð rýr og allt fór i sama farið aftur. Mér varð það svo á að skrifa um þessi mál i timaritið Skák og benda á handhægar leiðir til að halda mót úti á landi. Þessum skrifum var beint til Skáksam- bands Islands en þegar ég svo hitti menn á götu var ég einfald- lega beðinn um að sýna fram á að hægt væri að halda þessi mót. Ég dreif upp eitt slikt i Keflavik, sem sumir sögðu aö yrði eina helgarmótið. Nú er búið að halda ellefu og það tólfta fer fram um helgina á Höfn i Horna firði. Að framansögðu er til- gangur mótanna augljós. Nú er verið að ýja þvi að mér hvort ekki sé hægt að flytja aðra menningarstarfsemi i leiðinni, þannig aö með skákinni væri t.d. hægt að flytja tónlist og ann- aö þess háttar. Það ætti að vera einfalt mál. Fjárhagslega hafa mótin komið út með óvissu tapi. Ég hef boðið nokkrum af bestu skákmönnum landsins til leiks og þar koma mestu útgjöldin, fargjöld, matur og gisting. Ofan á þetta bætist svo óheyrilegur simakostnaður. Að meðaltali tapa ég um eitt þúsund krónum á hverju móti, en hagnaður kemur fram i aukinni tölu áskrifenda að timaritinu Skák svo og auglýsingu. Vinnulaun reikna ég mér ekki. Það má lengi útfæra hug- myndina af mótum þessum. Þannig hefur verið rætt um að halda a.m.k. þrjú skákmót með þátttöku erlendra meistara i tengslum við alþjóðlega skák- mótið sem haldið verður i Reykjavik i byrjun næsta árs. Þau gætu gefið alþjóðleg stig, og áfanga i alþjóðlega titla. Ég hef veriö að ræða málin við hina og þessa og undirtektir góöar.”hól Friðryk og Björgvin í NEFS í kvöld Hljómsveitin Friðryk: Tryggvi HBbner, gitar, Pétur Hjaltested, hljómborð, Pálmi Gunnarsson, bassiog söngur, Sigurður Karlsson, trommur. Nú fer hver að verða siðastur til aö mæta i klúbb NEFS viö Hringbraut þvi honum verður lokað innan skamms. Þykir tón- listarunnendum það súrt i broti en klúbburinn er eini eftirlifandi hljómleikaklúbbur sinnar teg- undar á landinu. En ekki er öll nótt úti enn þvi i kvöld, föstudagskvöldið 12. des- ember leika i klúbbi NEFS hljómsveitin Friöryk ásamt gitarleikaranum Björgvini Gislasyni. Stendur rokkið fram til 23.30. Allir rokkunnendur og velunnarar lifandi tónlistar eru hvattir til að þyrpast i Félags- stofnun i kvöld. Laerum vel umferSarreglurnar Q&indindis/élág ékum&nná Danskt jólakvöld Sunnudagskvöldið 13. des. verður danskt jólakvöld á Esju- bergi. Jafnframt verður sérstök ostakynning á vegum Osta- og smjörsölunnar i Reykjavik. Barnakór úr Kópavogi kemur i heimsókn og syngur aðventu- og jólalög. Esjuberg verður að vanda fagurlega skreytt á aðventunni og um jólin. Graham Smith fiðluleikari og Jónas Þórir munu skemmta gestum á Esju- bergi og i Skálafelli sunnudaga i des. og annan dag jóla. Þannig niun aðventustemmningin rikja að Hótel Esju.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.