Þjóðviljinn - 11.12.1981, Blaðsíða 5
Stjóm Mitterrands
Föstudagur 11. desember 1981*ÞJÓÐV1LJINN — SIÐA 5
Hvað hefur þegar
breyst í franskri
utannklsstefnu?
Mitterrand tekur viö af Giscard: annar skilningur i sambúöarmálum
austurs-vesturs og noröurs-suöurs.
innanlands hefur margt
breyst í Frakklandi síðan
sósía listastjórn Mitter-
rands tók við völdum.
Utanríkisstef nan hefur
einnig breyst með þeim
hætti/ að Frakkar sýnast
núna eiga meiri samleið
með Bandaríkjunum að því
er varar samskipti austur
og vesturs en á tímum
hægristjórna# en hinsvegar
eiga í meiri árekstrum við
þau sömu Bandaríki út af
málum þróunarríkja.
Þetta þykir mörgum
þversagnarkennt.
Utanrikisráðherra Mitter-
rands, Cheysson, hefur fært utan-
rikisstefnu stórnarinnar i þá for-
múlu, að Frakkar krefjist fyrst og
fremst sjálfstæöis fyrir sig og
aðra, og þar með vilji þeir sýna
samstöðu með rikjum þriðja
heimsins. Ekki endilega af
óeigingjörnum eöa rómatiskum
hvötum heldur af hyggjindum
sem I hag koma. Það er haft eftir
Mitterrand forseta að ,,sá sem
hjálpar þriðja heiminum hjálpar
sér sjálfum.”
Þversögn?
I nýlegri grein eftir Parisar-
fréttaritara Information, Merete
Soussan, er lögð nokkur áhersla á
það, að sjálfstæðiskrafan hafi
verið grunvallaratriði i utanrikis-
stefnu Frakklands allt frá dögum
de Gaulle — og að Mitterrand
haldi áfram á sömu braut. 1 þvi
ljósi beri að skoða það, að Mitter-
rand vill halda áfram sjálf-
stæðum kjarnorkuvigbúnaði
Frakka. De Gaulle var maðurinn
á bak við „opnun i austurátt”,
maður bættrar sambúðar við
Sovétrikin og gerði sér mjög far
um að tryggja sjálfstæði Frakk-
lands gagvart Bandarikjunum.
Mitterrand hefur hinsvegar færst
nær Bandarikjunum i Nató-
málum og eldflaugaamálum og
sambúðFrakka viö Moskvu hefur
kólnað að sama skapi.
Soussan telur ekkiað hér sé um
grundvallarmismun á stefnu
Gaullista og Mitterrands að ræða.
Báöir vilji forðast aö lenda i of
nánu bandalagi viö þaö risaveldi
sem sterkast er hernaöarlega
hverju sinni. Og þá hafi Mitter-
rand skipt um áherslur vegna
þess að hann telji Sovétrikin öfl-
ugri nú en þau voru á dögum de
Gaulle.
Sjálfstæðis-
krafan útfærð?
En sjálfstæðiskrafan snýr ekki
aðeins að Frökkum sjálfum, hún
visar ekki sist til landa þriðja
heimsins. Þar hafa Frakkar sett
sér það markmið að stuðla að
reyna aö koma i veg fyrir að ein-
stök riki dragist inn i vitahring
árekstra austur og vesturs, gefist
upp fyrir nauðhyggju hernaðar-
FRETTASKÝRING
blakka risaveldanna. Þegar
Frakkar, segir Soussan, leggja
annarsvegar áherslu á tengsl sin
við Nató, en viðurkenna hins-
vegar með mjög áberandi hætti
frelsishreyfinguna i E1 Salvador
og lenda þar með i vissum
árekstrum við Bandarikin, þá er
ekki um þversögn að ræða.
Endanlegt markmiö er það, að
gera bæði Frakka og þjóðir þriðja
heimsins sem óháðastar bæði
bandariskum og sovéskum hags-
munum.
Sem fyrr segir hefur sambúðin
við Sovétrikin kólnað. Þetta
kemur m.a. fram i þvi, að
Frakkar munu ekki efna til
fundar æðstu manna rikjanna
meðan sovéskur her er i Afga-
nistan —og þar með hefur Mitter-
rand rofiðhefð árlegra funda sem
Pompidou kom á. Mitterrand
hefur og gagnrýnt harðlega upp-
setningu sovéskra SS-20 eld-
flaugna, eins og kunnugt er. Aftur
á móti segir Cheysson utanrikis-
ráðherra að samskipti við Sovét-
rikin á sviði viðskipta og tækni
haldi áfram með „eðlilegum
hætti”.
Þriðji heimurinn
Ef að þessar breyttu áherslur
Frakka i málum sem lúta að
samskiptum austurs og vesturs
mega teljast Bandarikjunum
hagstæðar, verður ekki hið sama
sagt um afstöðuna til þróunar-
rikjanna. Þegar Frakkar vilja
telja fátækt og vanþróun höfuö-
ástæðu átaka I þessum löndum og
virka aðstoð við þriðja heiminn
bestu lækninguna á háskalegu
ástandi, þá sér stjórn Reagans
ekki annað en ihlutun Sovét-
manna eða Kúbumanna. Frakkar
hafa gerst talsmenn nýrrar skip-
unar efnahagsmála i heiminum
sem fylgt gæti i kjölfar viðræðna
„norðurs og suðurs” — en ráða-
menn Bandarikjanna eru afar
tregir til viðbragða i þessum
málum og sýnast ekki hafa hug-
ann við annaö en stundarhags-'
muni.
Þessi óliku viðhorf koma m.a.
fram i mjög ólikri afstöðu Frakka
og Bandarikjanna til þess sem er
að gerast i Mið-Ameriku og þá
einkum i E1 Salvador. Frakkar
reyna að sannfæra Bandarikja-
menn um það, að ef þeir hafi ekki
önnur svör til þjóðfrelsishreyf-
inga en að þær séu handbendi
Kúbumanna og Moskvumanna,
þá séu þeir um leið að fjölga
bandamönnum þeirra sömu
Kúbumanna og sovéskra I álf-
unni. Þetta uppeldisstarf gengur
ekki vel, og er þá skammt að
minnast reiðilegra ummæla
Haigs utanrikisráðherra um
viðurkenningu Frakka og Mexi-
kana á vinstrifylkingunni i E1
Salvador.
Sjálfsmynd
Það sem hér er tiundað er ber-,
sýnilega saman sett af höfundi,
sem litur hvaöeina sem Mitter-
rand gerir meö velvild og leyfir
sér t.d. ekki að gagnrýna ýmsa
vafasama þætti eins og mikla
vopnasölu Frakka, sem ekkert lát
er á — og fer lítt fyrir þvi að
vandað sé val á viöskiptavinum.
Engu að siöur er þeási samantekt
fróðleg heimild a.m.k. um það
franskir ráðamenn telja sig vera
aö starfa um þessar mundir.
áb tók saman.
Blaðberabíó
I kröppum leik
Æsispennandi mynd í litum og
með ísl. texta
í Regnboganum, laugardag kl. 1
e.h.
Góða skemmtun!
uommuNN
SfÐUMULA S. SU1U1333
, ÍSLENSK
BOKAMENNIIÍG
ER VERÐMÆTI æIíIó-
ÍBiiMlllul
iniiin
BÆKUR MENNINGARSJOÐS ^BSSMISS*
THORKILD HANSEN |
^aga
JENS MUNK
Bókin lýsir á eftirminnilegan hátt svaðilförum Jens Munks í norðurhöfum
svo og aldarandanum í Danmörku um 1600. Þetta er sú bók Thorkilds
Hansen sem náð hefur mestri útbreiöslu og gerði hann að einum virtasta
höfundi Norðurlanda.
ÍSLENSKIR NÁTTÚRUFRÆÐINGAR
Átján þættir og ritgerðir um brautryðjendur íslenskra náttúruvísinda og
jafnframt innsýn í sögu þess tímabils.
SAGA REYKJAVÍKURSKÓLA
Skólalífið í Lærðaskóianum 1904—1946.
BÓKAÚTGÁFA MENNINGARSJÓÐS
OG ÞJÓÐVINAFÉLAGSINS
Skálholtsstíg 7 — Reykjavík