Þjóðviljinn - 11.12.1981, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 11.12.1981, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 11. desember 1981 UOWIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjódfrelsis btgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Kitstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraidsson, Kjartan Ólafsson. Fréttastjórí: Álfheiður Ingadóttir. Umsjónarmaöur sunnudagsblaös: Guöjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiðslustjóri: Valþór Hlööversson. Blaöamenn: Auöur Styrkársdóttir, Magnús H. Gislason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Kristinsson. iþrótta- og skákfréttamaöur: Helgi Ólafsson. Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir-Guöjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir:Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Ilandrita- og prófarkalestur: Elias Mar, Trausti Einarsson. Auglýsingar: Hildur Ragnars, Sigriður Hanna Sigurbjörns- dóttir. Skrifstofa: Guörún Gúðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristin Pétursdóttir. Simavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Húsmóöir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bilstjóri: Sigrún Bárðardóttir. innheimtumenn:Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmunds- son. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Sföumúla 6, Reykjavik, simi 81333 Prentun: Blaöaprent hf. Verjum samningana • I þeirri ríkisstjórn sem nú situr hefur samstarf yfirleitt verið gott, og góður samstarfsandi ríkjandi. Þessu var ólíkt farið í ríkisstjórn Ölafs Jóhannesson- ar, sem hér sat 1978—1979 þar sem menn urðu að sitja undir vopnum allan tímann vegna stöðugra sprengju- tilburða kratanna innan stjórnarinnar og í f jölmiðl- um. q Allt það sprengjufár kratabroddanna kom þeim að lokum sjálfum í koll, — þeir sprengdu sjálfa sig í loft upp og hafa ekki borið sitt barr síðan. • Auðvitað hafa fjöldamörg deilumál komið upp innan núverandi ríkisstjórnar, en menn hafa sýnt vilja til að leysa þau. Menn hafa varast að hlaupa með deilumál í fjölmiðla á frumstigi. Fyrst hafa málin verið sett í nefnd og reynt að jafna ágreininginn og býsna oft hef ur tekist að f inna samkomulagsleið. Með þessum hætti verður að vinna, eigi ein ríkisstjórn að geta orðið farsæl. • Á þetta er minnst hér til aðvörunar vegna þess að í gær lætur Tómas Árnason, viðskiptaráðherra sig hafa það, að veitast í málgagni Framsóknarf lokksins með mjög ómaklegum hætti að samstarfsaðilum sínum í ríkisstjórn. • Tómas Árnason heldur því fram, að innan ríkis- stjórnarinnar hafi ekki náðst samkomulag um ein- hverjar tillögur hans um frekari aðgerðir gegn verð- bólgu fyrr á þessu ári. Þessu er ekki hægt að láta ómótmælt. Við könnumst ekki við, að nokkrum tillög- um frá Tómasi Árnasyni um ráðstafanir gegn verð- bólgu hafi verið hafnað innan ríkisstjórnarinnar nú í haust eða vetur — nema ef nefna á kvak einstakra Framsóknarmanna um skerðingu verðbóta á almenn- um launum. • Við ætlum reyndar ekki að munnhöggvast við Tómas Árnason um þau ef ni svo f ráleitt sem það er að heimta nú stríð við verkalýðshreyf inguna um nýgerða kjarasamninga hennar. Og það er reyndar rétt að taka skýrt fram, að enn sem komið er, þá hefur Fram- sóknarf lokkurinn sem slíkur ekki haft uppi neinar til- lögur um að hrófla við forsendum nýgerðara kjara- samninga. Hitt kann stundum að vera nauðsynlegt að gera greinarmun á Tómasi Árnasyni og Framsóknar- f lokknum. • l glímunni við verðbólguna eru verkefnin mörg. Sum þau veigamestu eru í höndum viðskiptaráðu- neytisins, þar á meðal allt sem snýr að innf lutnings- versluninni og bönkunum. Ætli menn að halda verð- bólgunni í skef jum á næsta ári, þá þarf ekki síst að grípa á þessum þáttum, vaxtamálunum, sjóðum Seðlabankans, innflutningsversluninni og viðskipta- lífinu yfirleitt. Á miklu veltur að innan ríkisstjórnar- innar takist góð samvinna í þeim ef num um skref sem um munar. Áfram Tómas Tómas Árnason vill halda I I niðurtalningunni áfram: I ' „Niðurtalningin felst ■ J annars í þvi öllu i senn aö I I lækka skatta og vexti, skeröa I verðbætur á laun, verölag til I 1 bænda og fiskverð, gæta ■ J mikils aðhalds i verðlags- I I málum, peninga- og fjár- I I málum og skrá gengi krón- I 1 unnar þannig að hægt sé aö ■ J reka útflutningsatvinnuveg- I I ina.” Fint. Það er búið að I I „skeröa verðbætur á laun” I ■ meö þvi að ölafslögin taka ■ | gildi um áramót, eftir að * , hafa verið óvirk, sl. ár. Þau J ■ skerða verðbætur 1. mars I I n.k. Og þá er að snúa sér að I I öllu hinu, Tómas! Og ekki • , gleyma endurskipulagningu J i innflutningsverslunarinnar! :Áfengisböliö : I ekki nýtt „Islendingar kalla það ■ ■ ekki óhreinindi, þó að eitt- I I hvað af hárum sé I mat, og I | jafnvel þótt lýs fylgi með, I , enda er þetta lúsug þjóð. ■ • Komist þeir i öl, drekka þeir I ■ meðan eitthvaö er aö hafa, I I og svoþaulsetnir eru þeir við I , drykkinn, að húsfreyjurnar 1 ■ verða að hafa kollur til taks, I I ef til þeirra þarfa að gripa, I I þvi að íslendingar að I I drykkju gefa sér ekki tima til ■ ■ þess að standa upp og vikja I sér frá.”— tJr bók Gories I I Peerse — Hamborg 1561, og I , öldinni sextándu sem Iðunn gefur út. Rimaö á • Takist að færa verðlagið niður, þá dregur sjálf- krafa úr verðbótagreiðslum á laun, en verðbólgan verður aldrei læknuð í stríði við verkalýðshreyfing- una. • ( viðtali, sem Þjóðviljinn átti við Svavar Gestsson, formann Alþýðubandalagsins vegna ummæla Tómas- ar, segir Svavar m.a.: • „Ég tel þetta viðtal við Tómas Árnason gefa al- ranga mynd af staðreyndum efnahagsmálanna og það er mjög alvarlegt að ritari Framsóknarflokksins skuli stíga fram á sviðið með þessum hætti þar sem núverandi ríkisstjórn hefur jafnan reynt að leysa skoðanaágreining á vettvangi ríkisstjórnarinnar sjálfrar en ekki með blaðaskrifum". í viðtalinu við Þjóðviljann, sem birt er í dag ber Svavar Gestsson til baka þá fullyrðingu Tómasar, að tillögum hans um frekari aðgerðir gegn verðbólgunni hafi verið hafnað innan ríkisstjórnarinnar. Svavar minnir á að nú sé unnið að mótun tillagna um efnahagsmál og verð- bólguvandann í nefnd þriggja ráðherra, en þeir eru Gunnar Thoroddsen, Svavar Gestsson og Steingrímur Hermannsson. • i þessu viðtali við Svavar er enn einu sinni tekið fram, aðaf hálfu Alþýðubandalagsins geti ekki verið á dagskrá að hrófla við forsendum nýgerðra kjara- samninga Alþýðusambandsins. Jafnframt minnir Svavar á, að ríkisstjórnin verði hins vegar að ráða fram úr vanda efnahagsmálanna i samræmi við stjórnarsáttmálann og í samvinnu við verkalýðs- hreyfinguna. k. 16, öld „Þótt sálmar Guðbrands biskups taki yfirleitt fram þeim sálmum þeirra biskupa þriggja, sem gefið hafa út sálma- eða söngbækur, fer þvi fjarri, að þeir uppfylli þær kröfur sem hann sjálfur setur fram i formála sinum. Margir eru sálmarnir skothendir mjög, og viða eru i þeim rimleysur, mállýti, áherzlubrengl og báglegt orðafar. Til dæmis rimar þar „trúlofuð” á móti „Davið” og „sins” á móti „mann- kynsins.” — tlr sömu bók. Lúðvik Jösepsson 1 samtalsbók ólafs Ragnars- sonar og Gunnars Thoroddsen er m.a. f jallað um þjóðstjórnar- viðræður Geirs Hallgrimssonar i janúar 1980, sem að sögn Gunnars voru aðeins yfirvarp þvi i' raun hafi Geir byrjað á að fiska eftir samstarfi við Ltóvik Jósepsson og Alþýðubanda- lagið. „Vinnubrögð þau sem Geir Hallgrimsson hafði við til- raunir sinar, þóttu i meira lagi óvenjuleg og voru gagnrýnd bæði af flokksbræðrum hans og áhrifamönnum i öðrum flokkum. Hann hafði tekið við umboðinu 28. desember, en hóf ekki formlegar viðræður við hina flokkana fyrr en 8. janúar, og þá „könnunarviðræður” en ekki stjórnarmyndunarvið- ræður. Ég minnist þess, að reyndur þingmaður sagði við mig um þetta leyti, að það væri eins- dæmi að maður, sem hefði haft umboð forseta til stjórnar- myndunar i hálfa aðra viku, hefði enn ekki lagt fram drög að málefnasamningi þeirrar stjómar, sem hann hefði hug á að mynda, eða hafið formlegar stjómarmyndunarviðræður. Gunnar Thoroddsen Dulatfullu drögin En svo gerðist það á fundinum 8. janúar með formönnum flokkanna, að Geir lagði fram drög, sem hann tók þó skýrt fram, að væru hvorki sin né komin frá þingflokki eða mið- stjórn Sjálfstæðisflokksins. Þegar i ljós kom, aö enginn fannst faðirinn að þessum dularfullu drögum, skrifaði Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri Timans, forystugrein blað sitt og kallaði þetta „tiilögur Mr. X” Isamræmi við kunnar leyni- lögreglusögur. Mörgum þingmönnum Sjálf- stæðisflokksins likaði illa ýmis- legt i þessum tillögum. Þar var meðal annars gengið i gegn mikilvægu grundvallaratriði i stefnu Sjálfstæðisflokksins: Gert var ráð fyrir, að rfkis- sjóður yrði með verulegum haila á árinu 1980. Það hafði alltaf verið stefna flokksins, að rikisbúskapur skyldi vera halla- iaus. Eftir fund flokksformanna, sem ég gat um hér á undan voru settir tveir menn frá hverjum flokki til þess að ræða og skoða nánar þetta plagg „Mr. X”. Vaföist tunga um tönn Hér látum við staðar num® i beinni tilvitnun úr bókinni Gunnar Thoroddsen og spillum ekki ánægju væntanlegra les- enda með þvi að ljósta upp hver sé ,,Mr. X” að mati Gunnars Thoroddsen. Hinsvegar fær klippari ekki staðist að minnast á forkostulegt atriði sem dr. Gunnar heldur til haga i þessari frásögn, og ber striðni Sighvats Björgvinssonar jafn gott vitni og ráðaleysi Sjálfstæðisflokks- ins á þessum tima. ÞeirK jartan og Sighvatur, sem voru full- trúar Alþýðuflokksins i umræðum um hið „dularfulla blóm i draumi”formanns Sjálf- stæöisftokksins spurðu fulltnia Sjálfstæðisflokksins, hvort Sjálfstæðisflokkurinn væri til- búinn að fallast á drög Mr. X, ef Alþýðuflokkurinn samþykkti þau af sinni hálfu. Fulltrúum Sjálfstæðisflokksins varðist þá tunga um tönn.segir Gunnar, og Kváðust ekki geta svarað því. Dr. Gunnar segir að þingmenn hafi hent gaman að þessu og fundist furðulega staðið að þess- ari svonefndu „stjornarmynd- unar”-tilraun. Finnst Mr, X? Þannig er sagan af Mr. X. En þó að hann komist á kreik og finnist kringum næstu áramót er ekki vist að það stoði. Efna- hagstillögur hans gætu stuðlað að enn meiri klofningi i röðum Sjálfstæðismanna. —ekh klíppt Lýst eftir Mr, X Þórarinn Þórarinsson rit- stjóri Timans gerist andstæð- ingi sínum hjálplegur i' neyð og lýsir eftir Mr. X og biður hann að hafa tafarlaust samband við formann eöa varaformann Sjálfstæðisflokksins.Augljóstsé aö Sjálfstæðisflokkurinn þurfi nú ekki siður á Mr. X að halda en i ársbyrjun 1980, þegar hann leysti vanda Geirs Hallgrims- sonar. Sjálfstæðisflokkurinn geti ekki haldið áfram að ræða efnahagsmál nema að hafa til- lögur, en það geti hinsvegar verið Sjálfstæðisflokknum til af- sökunar að hann viti ekki hver dularfulli maðurinn var, sem lagði tillögurnar i lófa Geirs Hallgrimssonar. Geir Ilallgrimsson Einsdœmi i vinnubrögðum 09 skoríð

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.