Þjóðviljinn - 11.12.1981, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 11.12.1981, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 11. desember 1981 1 r Erlendur Jónsson, líffræðingur: Mengun frá áliðnaði Mynd 2: Flúormagn frá álverinu í Straumsvik. Hreinsitæki voru sett upp 1976. Punktarnir 1977—1980 sýna áætlaða flúormengun, ef engin hreinsitæki hcföu veriö sett upp, en punktarnir fram aö þvi sýna áætlaöa flúormengun samkvæmt heimild töflu I en strikaöa linan fyrir 1977—1980 sýnir áætlaða flúor- mengun, ef hreinsitækin minnka flúormengun um 98%. „Hjúpur dóu i hrönnum i Borgar- firöi norðariega, en silungur i vötnum á Tvidægru og vestur um Dali”. A þessa leið segir Jón Espólin frá Heklugosinu 1693 i Lýsingu sinni en hún er ein af elstu heim- ildum um áhrif flúoreitrunar á lifverur. Flúoreitrun, sem er einn af fylgifiskum eldsumbrota, hefur herjað i landinu gegnum ellefu alda búsetu landsmanna. Dý*keypt reynsla af flúoreitr- unim i búfénaði og I islensku lif- riki yfirleitt virðist þó litið hafa kennt okkur. Gerðir eru samningar við erlent fyrirtæki um að stofna dótturfyrirtæki i landinu i áliðnaði, Isal, en ál- vinnslu fylgir umfangsmikil flúormengun. Siðar var leyft að auka framleiðsluafköst og menn tala I fullri plvöru um stofnun fleiri álvinnslufyrirtækja. Ég vil þess vegna með þessari grein út- skýra hvernig álvinnsla fer fram, hvaða mengunarvaldar verða til i áliðnaði og hvert ástand mengunarvarna er á tslandi i dag. Álvinnsla Við álvinnslu er beitt raforku til að ljúfa súrál (áloxið) I frum- eindir sinar, ál og súrefni. Þetta kallast rafgreining, og til þess að hún geti átt sér' stað verður súrálið að vera bráð- ið. Súrál bráðnar fyrst við 2072*C, svo þessi hluti framleiðsl- unnar er orkufrekur. Talsveröa orku hefur verið unnt að spara með þeirri uppgötvun, að súrá) blandað með flúorsamböndum (þ.e. kryolit o.fl.) bráðnar við 970* C. Sá böggull fylgir þó skammrifi, að orkusparnaðurinn leiðir til flúormengunar. Alvinnslan fer fram I raf- greiningarkerjum við 1000*C hitastig. Botn kerjanna er þakinn kolablokkum, sem mynda bak- skaut við rafgreininguna. Súrál-flúorblöndu er hellt ofan i kerin, þar sem hún bráðnar. Ofan i blönduna er difið forskautum, sem einnig eru úr kolamassa. Þegar rafstraumi er hleypt á skautin, klýfur hann súrálið i frumeindir sinar, ál sem safnast fyrir á botn kersins og súrefni sem rýkur upp úr kerinu. Kolaskautin brenna smám saman upp við hitann i kerjunum og mynda vatnsgufu, koldioxið og brennisteinsdioxið. Hluti kola- skautanna nær þó ekki að brenna heldur myndar tjöruefni, sem berast frá kerjunum. Við hina gifurlegu hitamyndun I kerjunum og myndun lofttegunda rjúka flúorsamböndin upp frá kerjun- um. (Sjá yfirlitsmynd). Mengunarvaldar frá áliðnaði Alverksmiðjan i Straumsvik starfaði fram til 1976 án mengunarvarna við álkerin. Frá álkerjum af þessari gerð kom mengun á hvert framleitt áltonn sem lýst skal með töflunni hér að > neðan og er miðað við að engin hreinsitæki séu tengd við álkerin. mengun. Heilbrigðisyfirvöld i ál- iðnaðarlöndum höfðu, þegar taflan var gerð, ekki fengið óræk gögn um krabbameinsvaldandi efni I tjörumengun frá álkerjum. Það er fyrst undir lok áttunda áratugsins sem þau gögn liggja fyrir. A mynd 2 er sýnt samhengið milli framleiðslu áls á Islandi og magns flúorlofts sem myndast hjá Isal og berst frá álverinu yfir landið. Það er augljóst að flúormeng- unin hefur vaxið samkvæmt þessu jöfnum skrefum með framleiðsluaukningu Isalog fram að þvi að hreinsitækin voru sett upp barst þessi mengun beint út i vinnusali verksmiðjunnar og þaðan út i umhverfi hennar. Orsakir og afleiðingar álmengunar (A) Brennisteinsdioxiö: Brennisteinsdioxið, SO2, er af mörgum talið valda mestu um loftmengun Evrópu i dag. SO2 myndast viðbruna nær allrar oliu og kolaeldsneytis. Þetta efni er þess vegna fastur fylgikvilli iðnaðarþjóðfélagsins. Mengun frá áliðnaði vegna brennisteins- diósiðmyndunar er þvi miður að- eins dropi i hafið. En dropi þó. Brennisteinsdioxiðið hvarfast i háloftunum við vatnssameindir loftsins og myndast þá brenni- steinssýra, sem rignir niður, oft viðsfjarri upphafsstað meng- unarinnar. Brennisteinssýran veldur tæringu og skemmdum á mannvirkjum og listaverkum og raskar ferskvatni oft verulega vegna súrnunar þess. Mengunin lýsir sér vel i sýrustigi regn- vatns. A mynd 3 er sýnt hvernig sýrustig regnvatns á Islandi hefur breyst 1956-66, þannig að myndin sýnir ekki brennisteins- dioxið-áhrif álvinnslu Alusuisse á Islandi, heldur aðeins aðflutta mengun frá iðnrikjunum til landsins. Þvi lægra sem pH-gildið er, þeim mun súrara er vatnið. Afleiðingar súrnunarinnar á lif- rikið eru margvislegar. Nýlegar rannsóknir á silungsvötnum i Noregi hafa meðal annars leitt i ljós að við sýrustig 6 (pH-gildi 6) snarfækkar fæðutegundum sil- ungs og við sýrustig kringum 4.7 hafa fæðuskilyrði silungsins brostið. (B) Flúormengun: Hér að framan var þvi lýst hvernig unnt er að ná orkusparnaði i álfram- ieiðsu með notkun flúorsam- banda. Eituráhrif flúors á lífver- ur eru þó þekkt frá sautjándu öidinni eins og tilvitnunin i Jón Espólin i upphafi greinarinnar sannar. Óneitanlega eru hin beinu áhrif flúors á manneskjuna mest ógnvekjandi og skal nú vikið að þeim. Fldor berst hverri fullorðinni manneskju daglega með fæðunni frá 0.5 mg. til 1.5 mg. Fullyrt er að flúor i mjög litlu magni sé likamanum beinlinis nauðsyn- legt. Til dæmis er talið, að fldor- innihalds vatns um 0,7-1.2 mgF/I i venjulegu drykkjarvatni hafi já- mgF/1 fer kalkhrúður að myndast á tönnum og við 8-10 mg flúor á hvern litra drykkjarvatns (F/l) koma fram alvarlegar tannskemmdir. Á íslandi hafa skapast vegna eldsumbrota ákjósanlegustu að- stæður til að rannsaka og stað- festa eituráhrif flúors. Lang- timaáhrif vegna of mikillar inn- töku fldors eru lika vel þekkt. Sjúkdómseinkenni hjá fólki verða áþekkt þeim sem við þekkjum hjá skepnum sem fengið hafa of mikið flúor i sig I kjölfar eldgosa. Sjúkdómurinn kallast gaddur og einkenni hans eru: afmyndun beina og i kjölfar hennar jafnvel lömun, tannskemmdir og skert nýrnastarfsemi. Nýlegar læknis- fræðilegar rannsóknir i Japan hafa bent til sambands milli. flúorinntöku og magakrabba. Innöndun fldorlofts veldur auk fyrrnefndra sjúkdómseinkenna erfiðleikum með andardrátt og sýkingum i öndunarfærum. Flóorloftið veldur einnig aukinni tiðni maga- og þarmsýkinga. (C) Tjöruefni: Tjöruefni myndast eins og áður segir við ó- fullkominn bruna kolaskauta ál- kerja I áliðnaði á Islandi. 1 tjöru- efnunum eru svonefnd fjölhringja kolvetnissambönd (PAH), sem er samheiti mismunandi efna sem myndast við ófullkominn bruna kola, oliu og annarra lifrænna efna. Hluti þessara efna hefur til- hneigingu til að loða við rykagnir og þéttast um þær og það er ein- mitt þessi hluti efnanna sem reynst hefur virkastur krabba- meinsvaldur meðal þeirra. Það á svo sennilega rætur að rekja til þess, að rykagnirnar sem berast niður i öndunarfærin haldast þar við i lengri tima en lofttegundir áður en liffærunum tekst að losa sig við þær. Efnin fá þannig langan tima til að valda skemmd- um. Lungnakrabbamein er án vafa sú afleiðing tjörumengunar sem mestan ugg vekur. Arið 1977 var haldin ráðstefna i Stokkhólmi á Karolinska insti- tútinu um samband krabba- meinstilfella og áðurnefndra efna. 1 ályktun ráðstefnunnar segir meðal annars I lauslegri þýðingu minni: „Talið er fullsýnt að loftmengun I þéttbýli ásamt reykingum valdi um 5-10 lungnakrabbameinstil- fellum á hverja 100.000 ibúa ár- lega.” Skaðleg loftmengun var meðal annars talin úrgangsefni bruna eldsneytis og i vissum tilvikum loftmengun frá iðnaði. 1 Hannover i V-Þýskalandi var haldin önnur ráðstefna um sama efni tveimur árum siðar. Var á þessari ráðstefnu tekið ennþá sterkara til orða um hættuna eins og eftirfarandi ágrip af lokaorð- um ráðstefnunnar ber með sér: 1. Fjölhringja kolvetnissam- bönd eru tvimælalaust valdur að lungnakrabba við tjöru- mengun. 2. Núverandi þekking bendir ein- dregið til að stóraukna tiðni lungnakrabba undanfarin 25 ár megi rekja til aukinnar innönd- unar fjölhringja kolvetnissam- banda. 3. Mikilvægi reykinga (sem valda lungnakrabba: höf.) berenn að undirstrika auk þess sem draga veröur úr mengun af völdum fjölhringja kolvetnissambanda af fremsta megni.” I framhaldi af þessu er rétt að geta niðurstaðna af læknisfræði- legum rannsóknum i Bandarikj- unum, Kanada og Sovétrikjunum, sem benda til óvenjulega hárrar tiðni lungnakrabbameins meðal starfsmanna i áliðjuverum, koks- og gasverum og þeirra sem vinna við malbikun. Allar þessar starfs- stéttir verða fyrir tjörumengun við störf sin. I C"iþjóð hafa verið gerðar rannsóknir á tjörumengun frá eina sænska álverinu (staðsett i Sundsvall). Frá þessu álveri, sem hefur 80 þúsund tonna afkastagetu, berast 19,7 tonn af krabbameinsvaldandi kolvetnissamböndum árlega. En álker þessarar verksmiðju eru ekki af sömu gerð og álkerin i Straumsvik, þannig að vafasamt Tafla 1: MengunarvaIdar við álframleiðslu Mengunarvaldur: Mengun á hvert framleitt áltonn Ibs/áltonn kg/áltonn Brennisteinsdioxið 27 Flúorlofttegundir (F) 12 Flúor (fastefni) 8 Flúormagn alls (loftteg + fast) ... 46 20 Heildarmagn fastra efna 42 Heimild: R.E. Iversen (1973) Journal of Metals, s. 19-23. Taflan lýsir vel menguninni frá kvæð áhrif á tahnheilsuna, en áliðnaði að undanskilinni tjöru- strax við flúormagn um 2,0-3.0

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.