Þjóðviljinn - 11.12.1981, Blaðsíða 19
|\yj Hritigið í sínta 81333 kl. 9-5
l/^Nl alla virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum
Vegna fyrirspurnar sem
birtist hér i blaðinu i gær varö-
andi innritunarreglur á dag-
heimili borgarinnar o.fl.
höföum viö samband viö Berg
Felixsson, framkvæmdastjóra
dagvistarstofnana Reykja-
vikurborgar. Spurningar S.Þ.
voru reyndar nokkuð yfirgrips-
miklar, m.a. drap S.Þ. á þaö
hvers vegna reglurnar eru eins
og þær eru. Svarið við þvi
sækjum við eftir helgina, en hér
koma upplýsingarnar frá Bergi
Felixssyni
Spurning 1:
Reglur um innritun á dag-
fra
lesendum
Vegna fyrirspuma um dagheimili
heimili R-borgar eru á þessa
leiö:
1. Viömiöunarhlutfalliö, miöað
við aðstæður foreldar er: ein-
stæðir foreldrar 60%, háskóla-
stúdentar 16%, aðrir námsmenn
10%, giftir foreldrar eða sam-
býlisfólk 10% og erfiöar
heimilisaðstæöur og fóstrur 4%.
Spurning 2:
Leggja skal fram vottorð um
lögheimili i Reykjavfk.
Spuring 3:
Um það hvaða námsmenn
gangi „fyrir visast til svars við
spurningu nr. 1.
Spurning 4:
Greiðslur vegna dagvistunar
eru ákveðnar af gjaldskrár-
nefnd Menntamálaráöuneytis,
og er upphæðin nú kr. 715 fyrir
einstæðar mæður og námsfólk,
en kr. 930 fyrir gift fólk og fólk i
sambúð.
Spurning 5:
Sá háttur hefur verið hafður
á, að dagheimilin loka i einn
mánuð á sumrin vegna sumar-
leyfa starfsfólks. Bergur sagði,
að ef taka ætti upp annan hátt,
ylli það miklum tilkostnaði, sem
stjórn dagvistuna og félags-
málaráð hefðu ekki ráð á nú.
Sumarleyfistiminn er breyti-
legur eftir dagheimilum og
reynt er að fá pláss fyrir þau
börn, sem lenda I vandræöum, á
öðrum heimilum meðan á
sumarleyfi stendur.
Þessar reglur tóku gildi 29.
janúar á þessu ári. Félagsmála-
ráð Reykjavikurborgar semur
þær og endurskoöar. Tilefni
skrifaog spurninga S.Þ. var að
reglunar eru aö mati S.Þ. ekki
sniðnar eftir þörfum giftra
reykviskra, útivinnandi mæðra
(blaðamaður vonar aö hér sé
rétt með farið, S.Þ.). Við
munum leita álits einhvers úr
Félagsmálaráði borgarinnar
eftir helgina, en vonum að þetta
upplýsi S.Þ. um málið að sinni.
as
kís* lítte.
£int»3íOAi v±r Ms*
v*r gó* k/5*
hún^mmveidé í &iérei
lítlu fugl&n* hún
hét bt±odðt.og
tafíi oq horfrí £
Barnahornid
Eva ólafsdóttir 8 ára,
sendi okkur myndina af
Bröndu og meðfylgjandi
sögu af kisunni Bröndu.
Föstudagur II. desember 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 19
PISTILL
eftir Þórberg
Útvarp
kl. 11.00
í þættinum „Að fortíð
skal hyggja" verður
lesið úr bók Þórbergs
Þórðarsonar: Pistilinn
skrifar, sem kom út árið
1933. Bókin geymir rit-
gerðir, greinar og
bréfaskriftir skáldsins.
Þðrberg Þórðarson þarf
vart að kynna Islenskum út-
varpshlusténdum. En til frek-
ari glöggvunar skal hér getið
þess helsta, sem skáldið
fékkst viö.
Skáldið fæddist að Hala i
Suðursveit árið 1888. Hann
stundaði nám i lýöskóla
Asgrims Magnússonar i
Reykjavik 1908—09, i 1. bekk
Kennaraskóla Islands
1909—10. öreglulegur nem-
andi við H.t. 1913—16. Tvö
námskeiö tók skáldiö hjá sira
Andreo Che i talkennslu i
esperanto, Hollandi 1931. Fékk
Þdrbergur Þórðarson, rit-
höfundur i Reykjavik,
1906-1975.
kennsluréttindi i talkúnstinni.
Háseti á skútu 1906 og 1909.
Kokkur á skútu 1907 og 1908 —
auk þess kolaburður, timbur-
burður, skolpræsagerö og
kúskvinna á þessum árum.
Vegavinna 1909—12, einnig á
sildarplani 1912. Kennari i is-
lensku við Iðnskólann
1919— 25, Verslunarskólann
1920— 25 og Gagnfræðaskólann
I Rvk. 1928—31. Rithöfundur i
Reykjavik frá árinu 1906 til
dd.
(Úr Islenskir samtiðarmenn)
Vetrarferð um Lappland
Lappland er ákaflega forvitnilegt land og siðir Lappa (eða Sama
eins og þeir heita vist núna) koma okkur oft einkennilega fyrir
sjónir. Margt er nú breytt frá árinu 1931, þegar unga stúlkan frá
London var þar á ferö, og því forvitnilegt að kynnast frásögn
hennar.
Útvarp
kl. 22.35
I kvöid byrjar Kjartan
Ragnars sendiráðunautur að
lesa þýðingu sina á sögunni
„Vetrarferö um Lappland”.
eftir Olive Murray Chapman.
Alls veröa lestrarnir 16—17 og
munu veröa á föstudags-,
laugardags- og sunnudags-
kvöldum.
Bókin segir frá ferð höfund-
ar um Lappland árið 1931, en
höfundurinn var þá ung stúlka
og bjó i London. Segir frá
ferðum hennar til Noregs og
Sviþjóöar og þeim raunum
sem hún lenti i viö að komast
tii fyrirheitna landsins, en
feröaskrifstofur i Noregi og
Sviþjóð vildu ekkert fyrir
þessa ungu stúlku gera, sem
ætlaöi að æða út i þvilika vit-
leysu.
Kjartan Ragnars þýddi bók-
ina og les. Hún hefur ekki
komið út hér á landi.
Breskur
húmor
um Adólf
Hitler
Útvarp
kl. 22.25
Bíómyndin í kvöld
heitir Ég átti þátt i falli
Hitlers (Adolf Hitler —
My Part in His Down-
fall). Þetta er bresk
mynd frá árinu 1972 og
sjónvarpið segir hana
„gamanmynd".
Leikstjóri myndarinnar er
Norman Cohen og með aðal-
hlutverk fara Jim Dale, Spike
Milligan og Arthur Lowe.
Myndin segir frá nokkrum ná-
ungum sem fara i herinn
(væntanlega þann breska),
þegar Hitler ræðst inn i Pól-
land (voru það ekki Þjóð-
verjar? Mig minnir, að Hitler
hafi haldið sig i Þýskalandi).
Gamaniö byrjar þegar tromp-
ettleikarinn Spike Milligan fer
Sjónvarpiö segir i kynningu
sinni með myndinni að Hitler
hafi ráðist inn i Pólland. Það
finnst okkur skrýtin sögu-
skoðun, svo ekki sé meira
sagt. Hitler hélt áfram að orna
sér við arininn i Arnarhreiðri
þótt þýskir hermenn héldu inn
í Póiland.
i læknisskoðun. Þýðandi er
Kristmann Eiðsson.
Ekki fundum við þessarar
myndar getiö i nokkurri kvik-
myndaheimild — hvorki lof né
last. Þótt eitthvað segi okkur
að betra sé nú að gera eitthvaö
annað i kvöld, þá skal auö-
vitað ekki dæma myndina;
óséða. Góða skemmtun (von-
andi).