Þjóðviljinn - 11.12.1981, Blaðsíða 14
14 SÍDA r- ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 11. desember 1981
Cr kennslustund I öldungadeild Menntaskólans viö Hamrahliö. Ljósm. —eik
Aldís Guðmundsdóttir, kennari skrifar:
Stöðvast öldunga-
deildimar?
Þvi miður er á þessari stundu
útlit fyrir að svo verði. Astæðan
fyrir þvi er sú að deilur hafa risið
um launagreiðslur til kennara i
framhaldsskólum þar sem
öldungadeildir eru starfræktar.
Kennarar I nýstofnuðum
öldungadeildum, sem flestar eru
utan Reykjavikur, hafa ekki notið
sömu kjara og starfsbræður
þeirra i Menntaskólanum við
Hamrahliö og á Akureyri. Til að
jafna þann mun hefur fjármála-
ráöherra sagt upp eldri samningi
og gert nýjan við stjórn og hags-
munanefnd Hins islenska
kennarafélags sem miðar að þvi
að lækka laun fastráðinna
kennara frá þvi sem verið hefur.
Þessum samningi og gerræðis-
legum vinnubrögðum stjórnar og
hagsmunanefndar H.I.K. hafa
kennarar allra framhaldsskól-
anna mótmælt enda var samning-
urinn undirritaður án samráös
við féiagsmenn og i algerri and-
stööu við allar fyrri ályktanir
þeirra. Kennarar viðurkenna
ekki slikan samning og munu ekki
ráða sig til starfa við öldunga-
deildir á grundvelli hans.
En hver er þörfin fyrir öldunga-
deildir? Fyrsta öldungadeildin
tók til starfa i Menntaskólanum
við Hamrahlið árið 1972 og varð
hún strax mjög vinsæl, á annað
hundrað nemendur létu skrá sig i
hana þegar i upphafi. Búist var
við að smátt og smátt dærgi úr
fjölda nema, vinsældirnar væru
mestar fyrst meðan verið væri að
fullnægja þörfum eldra fólks sem
ekki hafði haft tækifæri til
menntunar i æsku. En reyndin
hefur orðið önnur, nemendum
fjölgar með hverju árinu og nú er
svo komið að öldungadeildir eru
starfræktar við átta framhalds-
skóla, vitt og breitt um landið. A
þessu hausti eru hátt i tvö þúsund
nemendur við nám i öldunga-
deildum, sú fjölmennasta með 680
nemendur og þær fámennustu
með um lOOnemendur. Sem dæmi
má nefna að öldungadeild Fjöl-
brautaskólans á Selfossi, sem tók
við að smátt og smátt drægi Ur
til starfa á þessu hausti, er 101
nemandi. Ef svipaður fjöldi inn-
ritast næstu ár má gera ráð fyrir
um 3-400 nemendum við deildina
aðf jórum árum liðnum. Af þessu
eina dæmi má sjá að þörfin fyrir
nám af þessu tagi er engu minni
úti á landsbyggðinni en i Reykja-
vik. Aðrar landsbyggðadeildir
eru á Akranesi, Akureyri, Isa-
firði, Sauðárkróki og Suður-
nesjum. Auk áðurgreindra deilda
varstofnuð öldungadeild við Fjöl-
brautaskólann i Breiðholti við
siðustu áramót og eru 366 nem-
endur i henni nú í haust.
1 öllum þessum skólum hafa
kennarar undirritað yfirlýsingu
um að þeir taki ekki að sér störf i
öldungadeild á grundvelli þess
samnings sem undirritaður var 6.
nóv. siðastliðinn þvert ofan i vilja
þeirra.
Frá 1976-1980 var i gildi
samningur um launagreiðslur til
fastráðinna kennara I öldunga-
deildum M.H. og M.A. þar sem
hver kennslustund i öldungadeild
teist iafngilda 1.6 kennslustund-
Félagsfundur
verður haldinn i Vörubilstjórafélaginu
Þrótti laugardaginn 12. desember 1981 kl.
2. e.h.
Fundarefni:
1. Tillaga um kjör heiðursfélaga.
2. Samningarnir.
3. Önnur mál.
Stjornin
Pipulagningamenn
Vantar pipulagningarmenn i vinnu.
Mikil vinna.
Stálafi svf.
Smiðshöfða 6
Simi 85955.
um í almennri menntaskóla-
kennslu. Eftir að öldungadeildum
fjölgaði i dreifbýli sagði fjár-
málaráðherra þessum samningi
upp og virðist sem mönnum hafi
siðan ýmist verið greidd laun
eftir honum (t.d. gildir það um
kennara i M.H.) eða þeim hafi
verið greidd lægri laun (einkum I
dreifbýli).
Hér er komið að kjarna þeirra
deilna sem risið hafa milli fjár-
málaráöuneytis og kennara.
Ráðuneytið telur ófært að greiða
kennurum i dreifbýli, sem oft
hafa færri nemendur, sömu laun
og starfsbræörum þeirra i M.H.
og M.A. Við slikt geta kennarar
ekki sætt sig þvi þar með er verið
að mismuna þeim kennurum sem
ráða sig til starfa I dreifbýlinu, oft
við erfiðar aðstæður. Auk þess
eru kennarar sem reynslu hafa af
öldungadeildarkennslu sammála
um að stærð hópa hefur fjarska
litil áhrif á vinnu kennarans
(fyrir utan verkefnayfirferð en sú
vinna er greidd sérstaklega).
Sömuleiðis er það regla að hópar
eru stærstir i byrjunaráföngum
kennslugreina, áföngum sem
flestir nemendur þurfa að taka.
Eftir þvi sem lengra er komið i
námsgrein fækkar nemendum en
undirbúningsvinna kennarans
eykst.
Margvisleg rök má færa að þvi
að öldungadeildarkennsla sé met-
in hærra við launagreiðslur en
dagskólakennsla og þarf vart að
tiunda þau hér. Þó má benda á
nokkur atriði: óþægilegan vinnu-
tima (kvöld- og helgarkennsla),
færri kennslustundir i hverri
námsgrein i öldungadeild (1 á
móti 2 i dagskóla) sem krefst mun
meiri skipulagsvinnu og verk-
efnagerðar af kennarans hálfu,
oftast þurfa kennarar að gera sér
aukaferð vegna örfárra kennslu-
stunda og loks þarf að hafa i huga
að öldungar gera mun meiri kröf-
ur til kennara bæði vegna þess að
þeir hafa misjafnan undirbúning
og vegna hinnar hröðu yfirferðar.
A þessari stundu virðast öld-
ungadeildamálin komin i algjöra
sjálfheldu og ef ekkert verður að
gert er fyrirsjáanlegt aö engar
öldungadeildir verði starfandi
eftir áramótin 1981-82. Það þarf
vart að lýsa þvi hvilikan vanda
þetta skapar þeim nemendum
sem stundaö hafa nám i öldunga-
deildum og eru sumir komnir að
námslokum. Lausn málsins hlýt-
ur hins vegar að feiast i þvi i) að
ailir öldungadeildakennarar fái
sömu laun fyrir sina vinnu, ii) að
launakjör veröi ekki lakari en i
samningnum frá 1976 og iii) að
hópastæöir hafi ekki áhrif á
launagreiðslur.
Að endingu vil ég beina þeirri
spurningu til fjármálaráöherra
og yfirstjórnar menntamála
hvort það sé raunverulegur á-
setningur þeirra að menntunar-
þörf þessa stóra hóps manna
verði ekki fullnægt?
Reykjavik 3. des. 1981
Aldis Guðmundsdóttir
kennariíM.H.
Kveðja til horfins fculltrúa
íslenskrar bændamenningar
lón Elnarsson
Fæddur Fæddur 12.10. 1892 —
Dáinn 21.11. 1981
Laugardaginn 21. nóvember fór
Jón Einarsson, fyrrum böndi á
Kálfsskinni á Árskógsströnd
gegnum hliðið miili lifs og dauða,
sem við þurfum öll aö eanga.
Ekki voru kynni min af Jóni það
náinaðég fái með vissu dæmt um
hve þungbær þessi siðustu spor
hans voru en hef litla ástæðu til að
ætla að þau væru honum þyngri
en lúins manns til hvildar eftir
góðan dag.
Starfsævin var löng. Jón var
fæddur 12. okt. 1892. A ytra borði
mun æviskeið hans litt hafa verið
frábrugðið þvi sem gerðist meðal
þúsunda annarra samferðamanna
frá þessum tima. Þeir gátu i
byrjun lifshlaups sins ekki sett
markið hærra en svo, að verða
færir um að útvega þeim, er
væru i þeirra forsjá, lifsnauð-
synjar, sem dygðu tilað halda lifi
og koma ungviði til þroska. Töldu
það enda blessun mikla að vera
þó færir um það jafnhliða þvi', að
afla sér hlýhugar og virðingar
annara i þeirri verðmætaskap-
andi sveit, sem þjóðin öll á lif sitt
að þakka. Það tökst honum lika
og mun þjóðinni gott að kynnast
og draga íærdóma af lifi og starfi
þeirra karla og kvenna sem háðu
linnulaust og miskunnarlaust ii'fs-
■ strið fyrir framtið þjóðarinnar, i
sönnustu merkingu þess
orðs,—og i upphafi með tvær
hendur tómar. Og þvi fyrr sem
við skiljum og metum baráttu
þessa fólks, þvi betra, þvi fyrr en
varir getur sá ti'mikomið á ný að
hver sá, sem á brýnustu lifsnauð-
synjar fyrir sig og sina tryggar
eitthvað inn i framtiðina, megi
telja sig sælan. Þetta var mark-
mið alls þorra manna fæddra á
Islandi og er enn hjá yfirgnæfandi
meirihluta alls mannkyns. Óttinn
við að reynast ekki fær um að
standast þetta lifspróf hefur verið
svipa á alla þá, sem færir voru
Tilkynning til
söluskattsgreiðenda
Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á
þvi, að gjalddagi söluskatts fyrir nóvem-
bermánuð er 15. desember. Ber þá að
skila skattinum til innheimtumanna rikis-
sjóðs ásamt söluskattsskýrslu i þririti.
Fjármálaráðuneytið,
8. desember 1981.
um að bera ábyrgð áður fyrr og er
enn þá á besta hluta mannkyns-
ins.
Jón Einarsson lagði sig allan
fram við að standast þetta próf
frá æsku til elli.
Honum tókst með tveim eigin-
konum að samherjum, að lyfta
fjölskyldu úr örbirgðarstöðu á
kotum i' góðbændastöðu, ávinna
sér traust og álit samfélags sins,
verða elskaður og virtur ættfaðir,
vera tekinn til fyrirmyndar af
sinum mörgu afkomendum, geta
dáið i þeirri vissu að hafa aldrei,
vitandi vits, brugðist trúnaðar-
trausti nokkurs manns.
Hvaða lifssigur betri getur
nokkur maður unnið hér á jörðu?
EinarPetersen.
fff FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
\ |P Vonarstræti 4 - Sími 25500
Félagsstarf aldraðra í Reykjavik
Arlegur jólafagnaöur verður haldinn á
Hótel Sögu n.k. laugardag, 12.12. kl. 14.00
á Hótel Sögu.
Fjölbreytt dagskrá
Veitingar
Félagsmálastofnun Reykjavikurborgar
.• Blikkiðjan
Asgarfti 7, Garöabæ
önnumst þakrennusmiöi og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmíöi.
Gerum föst verötilboö.
SÍMI 53468