Þjóðviljinn - 11.12.1981, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 11.12.1981, Blaðsíða 3
Mál og menning: Slgurður A. áritar bók sína í dag milli 4 og 6 1 dag, föstudaginn 11. desember, ári tar S igur ður A. Magniisson rithöfundur bók sina „Möskvar morgundags- ins” i bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18, milli kl. 16 og 18. Verðlaunatillaga Hallgrims Tryggvasonar. j Félag bóka- ! gerðar- mannaeign- ast merki Hallgrimur Tryggvason, | setjari i Blaðaprenti hlaut ■ fyrstu verðlaun i hugmynda- | samkeppni um merki fyrir I Félag bókagerðarmanna. | Alls bárust 21 tillögur um ■ merki frá 18 mönnum sem ■ allir nema einn eru lærðir bókagerðarmenn. Verðlaun Hallgrims nema ■ 5 þúsund krónum, en önnur Iverðlaun, sem Þorbergur Kristinsson Utlitsteiknari hjá Hilmi hf hlaut nema 2 I þúsund krónum . Þriðju verð- I laun, 1 þúsund krónur hlaut | Hjörtur Guðnason offsetljós- ■ myndari hjá Prentmynda- I stofunni hf. Freyja á Suðureyri Kosin ný stjóm Eins og flestum mun i fersku minni keypti Sam- bandið, ásamt Suöureyrar- hreppi og Kaupfélagi ts- firðinga, Fiskiðjuna Freyju hf. á Suðureyri i haust, — og varð af mikill úlfaþytur, einskonar „Freyjufár”. A aðalfundi, sem haldinn var fyrir nokkru, var fyrir- tækinu kosin ný stjórn og skipa hana: Hafþór Helga- son, kaupfélagsstj. á Isa- firði, formaður, Eðvarð Sturluson, oddviti á Suður- eyri, varaformaður, Gestur Kristinsson á Suðureyri, Öskar Kristjánsson á Suður- eyri og Kjartan P. Kjartans- son, frkvst. Reykjavik. Hefur samvinnuhreyfingin þar með tekið við rekstri Freyju hf. Framkvæmdastjóri Fisk- iðjunnar Freyju hefur verið ráðinn B jarni Thors, en hann hefur m.a. starfað hjá Vinnumálasambandi sam- vinnufélaganna. —mhg Föstudagur 11. desember 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 S Islenskir námsmenn í Kaupmannahöfn: Friðarhreyfmg stofnuð Þann 15. nóvember siðastliðinn var haldinn stofnfundur Friðar- hreyfingar tslenskra Náms- manna i Kaupmannahöfn. Hreyfingin starfar hvorki i > anda ákveðinnar stjórnmála- stefnu né stjórnmálaflokks. Markmið hreyfingarinnar er aö stuðla að friði og afvopnun. Hreyfingin styður kröfuna um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd. I þvi felst m.a. að gerður verði al- þjóðasamningur um að engin kjarnorkuvopn verði varðveitt á umráðasvæði Finnlands, Alands- eyja, Sviþjóðar, Norgegs, Dan- merkur, Færeyja, Islands og Grænlands, ennfremur að umferð með kjarorkuvopn um ofangreind svæði verði bönnuð og að löndin skuldbindi sig aö gegna ekki beinu eða óbeinu hlutverki i kjarnorkuvigbúnaði. Hreyfingin litur svo á að herstöðvarnar á Islandi gegni ótviræðu hlutverki i kjarnorkuvopnaneti Bandarikj- anna og mun vinna gegn veru þeirra. Hreyfingin hafnar út- þenslustefnu stórveldanna og ihlutun þeirra i málefni annarra þjóða, samanber t.d. innrás Sovétrikjanna i Afganistan og ihlutun Bandarikjanna i málefni Mið- og Suður-Ameriku. Hreyfingin mun vinna að mark- miðum sinum i anda ákvæða stofnsamþykktar Sameinuðu þjóðanna um frið og samþykkta 10. aukaþings S.Þ. um af- vopnunarmál. Starfið mun einkum felast i að afla og miðla upplýsingum um hernaðar um- svif Bandarikjanna og Sovétrikj- anna á Islandi og i hafinu um- kring, vekja athygli á afleið- ingum kjarnorkustriðs/ slyss og tengja starf Islenskra friðar- hreyfinga við starf annarra Evrópskra friðarhreyfinga. Eins og kunnugt er hefur starf- semi Evrópskra friðarhreyfinga eflst mjög mikið á siðustu árum. Æ fleiri hafa lagst gegn hömlu- lausu kjarnorkuvopnakapphlaupi stórveldanna sem stefnt hefur að þvi að gera Evrópu að vigvelli i „takmarkaðri” kjarnorkustyrj- öld. Fréttaflutningur á lslandi hefur oft á tiðum verið mjög vill- andi. Hefur verið látið að þvi liggja að hér væri um að ræða einlita hjörð Sovétsinnaðra sauða og einfeldninga. Þvi fer viðs fjarri. Fjölmörg ólik samtök mynda þessa hreyfingu. Hafa þau það eitt sameiginlegt að vinna að friði og gegn hverskyns kjarn- orkuvigbúnaði. Framarlega i þessari baráttu hafa verið hópar innan kirkjunnar, náttúru- verndarsamtök, samtök kvenna, verkalýðsfélög og aðrir þverpóli- tiskir hópar. Einnig hafa fjöl- margir stjórnmálaflokkar, bæði til hægri og vinstri, tekið þátt i þessari baráttu. Islenskir námsmenn i Kaup- mannahöfn telja brýna þörf á þvi að tengja lsland við þessar hreyf- ingar og að málefnaleg umræða og upplýsingamiðlun komi i stað þröngra pólitiskra flokkadrátta. Friðarhreyfing Islenskra Náms- manna i Kaupmannahöfn mun vinna að framgangi þessa máls. Þeir sem hafa áhuga á að hafa samband við hreyfinguna geta snúið sér til: Friðarhreyfing Islenskra Náms- manna i Kaupmannahöfn, Hús Jóns Sigurðssonar Ostervoldgade 12 st. 1350 Köbenhavn K Danmark. M4iADCR Má ég fá svona? Ljósm. gel. Frjálst framtak að draga saman seglin? Færrí tölublöð en stærri á næsta ári segir framkvæmdastjórinn Jóhann Briem „Það eru alltaf einhverjar breytingar hjá okkur frá ári til árs. Við gefum út 8 blöð eða titla, en stefnan hjá okkur næsta ár verður sú að gefa út færri blöð en stærri annan hvern mánuð,” sagði Jóhann Briem hjá Frjálsu framtaki, er hann varinntur eftir þvi hvort einhver samdráttur yrði i útgáfu þeirra á næsta ári. „Við erum eitt stærsta fyrir- tækið i landinu i prentiðnaði og höfum kostað kapps við að vinna sem mest sjálfir okkar blöð, bæði hvað varðar gerð auglýsinga og þess háttar. Auglýsingagerð okkar er með stærstu auglýsinga- gerðum i landinu og framleiðum við langmest af þeim auglýsing- um, sem notaðar eru i okkar timarit. Við höfum haítsamvinnu við auglýsendur um gerð auglýsinganna og reynum að koma á framfæri ýmsum tækni- legum upplýsingum varðandi þá vöru, sem auglýst er. Breytingarnar hjá fyrirtækinu eru sem sagt þær að við erum að laga okkur að markaðinum, ætlunineraðgera blöðin sérhæfð- ari hvert á sinum vettvangi. Iðn- aðarblaðið er t.d. eina blaðið sem hér er gefið út og fjallar um tækninýjungar. Ætlunin er sú að hafa blöðin efnismeiri hvert ein- tak, vanda betur til útgáfunnar og þrengja efnið og þróa til sérhæf- ingar sagði Jóhann að lokum. Svkr Akureyrarprestakall: Sr. Þórhallur hlaut kosningu Atkvæðin veðurteppt í Grímsey i gær voru á biskupsstofu talin atkvaÆi i prestkonsingum i Akur- eyrarprestaka lli. A kjörskrá voru 6.403, atkvæði greiddu 4.020. Séra Þórhallur Höskuldsson á Möðruvöllum hlaut 2206 atkvæði og lögmæta kosningu. Séra Jón Aðalsteinn Baldvinsson, Staðar- felli, hlaut 1786 atkvæði, auðir seðlar voru 27, ógildur 1. Enn hefur ekki verið talið i Glerársókn þar sem atkvæði hafa ekki borist frá Grimsey vegna óveðurs. Séra Bernharður Guðmundsson, á skrifstofu biskups sagði í gær aðfyrirkomu- lag talningar i prestkonsingum væri áreiðanlega miðað við gömlu landpóstana, en ekki nú- timasamgöngur. Akvæði eru um það að ekki meigi telja nema á einum stað, á skrifstofu biskups i Reykjavik, þannig að talning heima i héraði eins og t.d. i alþingiskosningum er ekki leyfi- leg. Þá verða að liða fimm dagar frá kjördegi áður en talning er hafin. Séra Bernharður sagði að nokkur óánægja hefði einnig verið með það að utankjörstaðakosning er ekki leyft, þannig að sjómenn eða fólk sem þarf að fara á sjúkrahús eða i burtu i nokkra daga hefur ekki tækifæri til að neyta atkvæðisréttar sins. Laga- breytingu þarf til að breyta þessu að sögn séra Bernharðs. Sýna kvikmynd um Landmannaleitir i dag.föstudaginn Il.desember gengst Rangæingafélagið i Reykjavik fyrir sýningu á kvik- mynd Guðlaugs Tryggva Karls- sonar um Landmannaleitir. Tvær sýningar eru fyrirhugaðar i dag. kl. 17 og kl. 22 i félagsheimili Fóst bræðra við Langholtsveg 109—111. Myndin er hálfs annars tima löng og flytur Arni Böðvars- son, cand. mag. formálsorð. I myndinni, sem er heimilda- mynd, er smölum fyigt eftir dag frá degi, frá þvi þeir leggja upp i byggð á hestum sinum og þar til safnið er réttað i Landréttum viku siðar. Milli 20 og 30 manns taka þátt i' smöluninni með 50—60 hesta. Á fyrsta degi er farið i Land- mannalaugar, en siðan leitað svæðið þar i kring. Eftir þriggja daga smölun er haldið að Land- mannahelli og sá hluti afréttarins smalaöur. Eftir tvo daga við Hellinn er safnið rekið niður i Sölvahraun, Sauðleysur, Valafell, og svæðið austan Heklu smalað. S®asta daginn er féð svo rekið milli Þjórsar og Rangár niður i Landréttir á brún Tungnaár- hraunflæmisins við Ytri-Rangá. Hluti framafréttarins hvarf undir ösku sumarið 1980 eftir að myndin var tekin en litadýrð Landmannaafrétar er rómuð. Formaður Rangæingafélagsins er Alfreð Arnason liffræðingur og eru félagsmenn þess um 400. Félagið hefur um átta ára skeið gefið út félagsblaðið „Gljúfra- búa” og er ritstjóri þess Árni Böðvarsson, cand. mag. Þá starfar á vegum félagsins kór Guðlaugur Tryggvi Karlsson sem Sigurður Danielsson stjórnar i vetur, bridgedeild og spila klúbbureru einnig innan vébanda félagsins svo og sérstök kvenna- deild. Kvennadeildin hefur m.a. boðið öllum gömlum Rangæ- ingum i Reykjavik til kaffi- drykkju og samfunda i félags- heimilinu I Bústaðakirkju. ! Forseta I boðið til I j Bretlands j I Forseta Islands hefur , • verið boðið i opinbera heim- ■ IsókntilBretlandsánæstaári I og er ráðgert að Vigdis Finn- | bogadóttir þiggi boðið ■ • 17.—19. febrúar næst kom- i andi. I---------------------1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.