Þjóðviljinn - 31.12.1981, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 31.12.1981, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 31. desember 1981. Sigurjón Pétursson skrifar um áramót: Nýja æskulýðsmifistööin Arsel í Arbæjarhverfi. Áramót hafa löngum verið nýtt til þess að staldra við, horfa til baka og hyggja fram á veg. Við upphaf ársins 1982 er sérstök ástæða til að skyggnast til baka, á því ári lýkur kjörtímabili sveitarstjórna í landinu og nýjar verða valdar. Fjögur ár eru ekki langur tími í mótun byggðar. Eitt kjörtímabil vinstri manna má ekki bera saman við tugi kjör- tímabila Sjálfstæðis- flokksins og setja þar jafnaðarmerki á milli. En við lok fyrsta kjör- tímabils vinstri manna í Reykjavík þá er ástæða til að líta yfir farinn veg og gæta að hvort það skiptir máli hverjir ráða ferð í Reykjavík. Aö hvaöa leyti er Reykjavik ársins 1982 frábrugöin þeirri Reykjavik sem heilsaöi nýjum meirihluta 1978? Spyrjum litlu börnin. A þessu timabili hefur bæst viö rými fyrir 577 börn á dag- vistarheimilum i borginni og fylgt er áætlun um aö fullnægja allri þörf fyrir dagvistarpláss á áratug. Strax í upphafi kjörtimabils- ins voru dagvistarheimilin opn- uö þroskaheftum börnum. Þaö var sjálfsagt réttlætismál sem viö framkvæmdum auövitaö og nú hefur veriö bundiö I lög. Dag- mæörakerfiö hefur veriö sam- einaö dagheimilakerfinu og nú um áramótin veröur gæslu- vallakerfiö einnig tekiö undir sömu stjórn. Tnnra starf dagvistarheimil- anna hefur tekiö miklum stakkaskiptum og þau hafa nú á aö skipa sérhæföu starfsliöi, tal- kennurum og sálfræöingum. Teknar hafa veriö i notkun á þessu timabili þrjár glæsilegar æskulýösmiöstöövar þar sem unglingar og aörir geta sinnt hinum fjölbreytilegustu áhuga- efnum meö aöstoö og leiöbein- ingum áhugasams starfsfólks. Samvinna skóla og æskulýös- ráös um tómstundastörf fyrir skólanema hefur veriö efld og skilar góöum árangri. Allir unglingar ættu nú aö geta fundiö eitthvaö viö sitt hæfi I tómstundum. Spyrjum aldraða Tvö dvalarheimili fyrir aldr- aöa hafa veriö tekin i notkun á þessu timabili viö Lönguhlíö og Dalbraut. 1 byggingu er dvalarheimili meö hjúkrunardeild viö Snorra- braut, sem veröur fullgert á vori komanda. A árinu 1982 veröur hafin bygging á dvalar- og hjúkrunar- heimili i Seljahverfi sem mun rúma 100—170 manns. Tómstundastarf aldraöra hef- ur veriö eflt og er nú þróttmikið og vel sótt. Dagvistun fyrir aldraöa hefur veriö tekin upp viö Dalbraut og er sú þjónusta vel notuö. Þvl miður bera ekki allir ell- ina jafn vel og þeir sem dveljast á aöurnefndum stofnunum, og fyrir þeirra þörfum þarf lika aö sjá. Bygging B-álmu Borgar- spítalans er þar stærsta verk- efniö. Húsiö er nú uppsteypt og vinna I fullum gangi viö innan- hússfrágang. Fáist nægilegt fé úr opinberum sjóöum veröur Frá opnun dagdeildarinnar viö Dalbraut i haust.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.