Þjóðviljinn - 31.12.1981, Qupperneq 13
Fimmtudagur 31. desember 1981. ÞJÓÐVILJINN
SIÐA 13
hægt aö taka hluta byggingar-
innar i notkun á hausti komanda
en fullbyggö mun álman rilma
172 langlegusjúklinga.
Uppúr áramótum tekur svo til
starfa i- Hvitabandinu gamla
hjúkrunardeild fyrir heilabilaöa
langlegusjúklinga.
Spyrjum fatlaða
Feröaþjónusta fatlaöra sem
borgin yfirtók og jók viö hefur
nú fjóra bila til umráöa. bessi
þjónusta þykir sjálfsögö í dag
enda mikiö notuö en hana verö-
ur enn aö efla og leitast viö meö
þeim hætti aö rjúfa eins og kost-
ur er einangrun faltaðra.
A þvi sviöi eru allt of mörg
verkefni óunnin. bó hefur nokk-
uö fleira veriö aö gert en áöur-
nefnd feröaþjónusta.
Kjarvalsstaöir hafa veriö
gerðir aögengilegir fötluöu fólki
og unniö er að breytingum i
Laugardalshöllinni. Fláar hafa
veriö settar i gangstéttarbrúnir
til aö auövelda umferð hjóla-
stóla og barnavagna. Biöskýliö
nýja á Hlemmi er einnig aö-
gengilegt fötluöu fólki.
Sundlaug er aö risa viö Grens-
ásdeild Borgarspitalans og
borgarstjórn hefur ákveöið að
gefa öryrkjabandalaginu þrjár
miljónir króna til byggingar
verndaös vinnustaöar viö Há-
tún. Bilastæöi hafa veriö sér-
merkt eftir ábendingum frá
fulltrúum fatlaöra og bygginga-
meistara var úthlutaö lóöum til
aö byggja sölufbúðir sem veröa
sérstaklega hannaöar meö þarf-
ir fatlaöra i huga.
Já, það má spyrja alla
Man nokkur lengur aö fyrir
fjórum árum var enginn úti-
markaöur i Reykjavik og Bern-
höftstorfan var brunarúst i niö-
urniöslu? Gamli miöbærinn var
óttalega dauflegur og yfirleitt
fátt fólk á ferli utan verslunar-
tima. Ellefu reisuleg timburhús
viö Hatlærisplan höföu veriö
dæmd til niöurrifs eins og svo
mörg önnur á undan þeim.
Yfirbragö borgarinnar hefur
vissulega tekiö stakkaskiptum
og þaö á fjölmörgum sviöum.
Skiöalandiö I Bláfjöllum hefur
veriö bætt verulega og komið
þar upp veglegum skála til þæg-
inda og öryggis fyrir skiöaiök-
endur. Skiöabrekka hefur verið
gerð i Vatnsendahæöinni fyrir
börn og byrjendur og þar er ó-
keypis i lyftu. Ishokkivöllur var
malbikaöur á gamla Melavell-
inum, glæsileg útisundlaug tek-
in I notkun i Breiðholti, Sund-
höllinn öll endurbætt og bygging
nýrra búningsklefa viö sund-
laugina i Laugardal er komin
vel af staö. Unniö er aö hönnun
skautahallar i Laugardal, og
auglýst hefur veriö samkeppni
um nýtt iþróttasvæöi f Mjódd-
inni i Breiðholti.
Starfsmenn fyrirtækja borg-
arinnar eiga nú aðild aö stjórn-
un þeirra, strætisvagnafloti
borgarinnar hefur veriö endur-
nýjaöur, tveir nýir togarar hafa
veriö keptir til Bæjarútgeröar-
innar, aöstaða til frystingar þar
stórbætt og skólanemum er
tryggö atvinna á sumrum.
Sett hafa verið upp gang-
brautarljós viða um borgina til
öryggis gangandi vegfarendum
og gerð undirganga undir Breið-
holtsbraut er aö ljúka. Reyk-
viskur listamaöur hlýtur nú ár-
lega starfslaun, bygging Borg-
arleikhúss er loks komin af staö
og settar hafa verið reglur um
úthlutun lóöa þannig aö Reyk-
vikingar þurfa nú engum að
knékrjúpa til aö njóta þeirra
eðlilegu réttinda aö fá bygging-
arlóö.
Þó fjögur ár séu ekki langur
timi i' mótun byggðar þá hafa
undanfarin ár vissulega breytt
miklu I Reykjavik. Þaö er gam-
an aö horfa yfir liöin ár og full á-
stæöa til aö horfa með bjartsýni
til komandi tima.
Með ánægju þakka ég Reyk-
vikingum öllum samstarfiö á
liönum árum og óska þeim vel-
farnaöar á hinu nýja ári. Og
vissulega vænti ég öflugs stuðn-
ings þeirra viö aö halda áfram
þvi starfi og þeirri uppbyggingu
sem verið hefur I gangi á þessu
kjörtímabili.
Þaö skiptir máli hverjir ráöa
ferð i Reykjavik.
Sigurjón Pétursson
Útisundlaugin viö Fjölbrautaskólann I Breiðholti,
577 ný dagvistunarpláss hafa bæst viö I Reykjavlk.