Þjóðviljinn - 31.12.1981, Side 23

Þjóðviljinn - 31.12.1981, Side 23
Fimmtudagur 31. desember 1981. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 23 íslandsmeistaramótinu i sundi sem fram fór i sundhöll Reykja- vikur snemma i april. Jón Páll Sigmarsson geröi sér litið fyrir og setti Evrópumet i réttstöðulyftu i flokki 125 kg. kraftlyftingamanna. 1 bikarkeppninni i handknatt- leik unnu Þróttarar HK og Vik- ingar Fram i undanúrslitum og þvi var ljóst að þessi tvö lið myndu leika saman til úrslita. Úrslitaleiknum lauk með naumum sigri Þróttar, 21:20. Glæsilegu keppnistimabili hjá Þrótturum var lokið. t C-keppni körfuknattleiks- landsliða byrjuðu íslendingar á þvi að sigra Skota 82:69 og þótti það vel af sér vikið. I næsta leik voru Alsirmenn teknir i karphúsið 72:70 urðu lokatölur. 1 Kallott — keppninni i sundi setti Ingólfur Gissurarson þrjú tslandsmet en engu að siður varð tsland i neðsta sæti. Jón Páll Sigmarsson hélt upp- teknum hætti og setti nýtt Ev- rópumet i réttstöðulyftu á móti i Borgarnesi. Norðurlandamót unglinga i lyftingum var haldið i Noregi og þar krækti iandinn sér i tvenn bronsverðlaun. Verðlaunahaf- arnir voru Þorkell Þórisson og Haraldur ólafsson. 1 C-keppninni i körfuknattleik höfnuðu Islendingar i 2. sæti i sinum riðli og munaði engu að landanum tækist að krækja sér i sæti i B-keppninni. Maí Kraftlyftingamót Isiands var haldið i' Laugardalshöllinni snemma imaimánuðiog að sjálf- sögðu settu þeir Skúli Óskarsson og Jón Páll Ingimarsson svip sinn á mótið. Skúli gerði sér t.d. litið fyrir og setti Norðuriandamat. Ásgeir til Bayern MUnchen Frá V-Þýskalandi bárust þær fréttir að Asgeir Sigurvinsson væri á leið til Bayem Miinchen. Asgeir hafði i heil 8 ár verið hjá belgiska liðinu Standard Liege og svo sannarlega gert garöinn frægan. Var þegar orðinn stór- karl á evrópska visu. t upphafi leitaði FC Köln til Asgeirs en þá greip Óli Höness inn I málin og Asgeirgerði samning við Bayern. I siðasta leik sinum með Standard Liege, úrslitaleiknum i belgisku bikarkeppninni, meiddist Asgeir illa á fæti og háði það honum langt fram eftir sumri. íslandsmötið i knattspyrnu hófst með leik ÍBV og Fram á gamla Melavellinum. Jafntefli varð, 1:1. Þá unnu KR-ingar FH 2:0. Guðmundur Haraldsson knatt- spyrnudómari var sæmdur æðsta heiðursmerki FIFA. Aðeir.s Hannes Þ. Sigurðsson haföi hlotið þetta heiðursmerki áður. t Islandsmótinu unnu Eyja- menn Þór 4:1 og Valur vann KR 3:0. Seinni part maimánaðar skrif- aði Pétur Pétursson undir samn- ing við hið þekkta belgiska lið, Anderlecht. Fylkir varð Reykjavikurmeist- ari i knattspyrnu. t Bratislava léku tslendingar gegn Tékkum i 3. riöli undanrása HM i knatt- spyrnu. Tékkar unnu stórsigur, 6:1, þegar skammt var til leiks- loka varstaðan 2: LMagnús Bergs skoraöi mark islenska liðsins. Júní Siguröur T. Sigurösson setti nýtt tslandsmet i stangarstökki á E.Ó.P. —mótinu á Melavellinum. Hann stökk 5 metra slétta. t tslandsmótinu i knattspyrnu sýndu Vikingar hvers megnugir þeir eru og unnu Val 3:2. FH-ing- ar töpuðu á hinn bóginn stört fyrir KA, 1:5. Leikurinn fór fram á Akureyri. snemma i leiknum og Tékkar jöfnuðu þegar u.þ.b. 10 minútur voru til leiksloka. Hetja islenska liðsins var tvimælalaust Guð- mundur Baldursson markvörður sem sýndi snilldartakta i mark- inu. Október Valur lék i upphafi október- mánaðar við ensku meistarana Aston Villa. Villa vann báða leik- ina,á Laugardalsvellinum, 2:0 og á Villa Park 5:0. Bikarmeistarar Þróttar léku sinn fyrsta Evrópuleik gegn norsku bikarmeisturunum KIF. Þróttur vann báða leikina þann fyrri 24:21 og hinn siðari 18:16. A milli leikja léku þeir gegn Viking- um i tslandsmótinu og unnu Vik- ingar eftir æsispennandi leik 18:16. Jafntefli viö Wales Islendingar léku sinn siðasta leik i HM gegn Wales og var leikið á heimavelli Walesbúa. úrslitin komu mjög á óvart þvi jafntefli varð 2:2. Allir islensku leikmenn- irnir stóðu sig frábærlega vel en hæst ber þó leik Asgeirs Sigur- vinssonarsem skoraði bæði mörk islenska liðsins, hið siðara eitt það glæsilegasta sem hann helur skorað i langan tima. Það bar til tiðinda i Islandsmót- inu i handknattleik að Vikingar sem leikið höfðu 29 leiki i röö án taps urðu að lúta i lægra haldi fyrir Valsmönnum. 1 æsispenn- andi leik sigruðu Valsmenn með 19 mörkum gegn 16. tslenska landsliðið hélt i lok mánaðarins til Tékkóslóvakiu með þátttöku i handknattleiks- móti i huga. Varð það litil frægð- arför. Nóvember Þeir félagar Jón Páll Sigmars- son og Skúli úskarsson stóðu sig frábærlega vel á heimsmeistana móti kraftlyltingamanna sem haldið var i Kalkútta á lndlandi. Jón Páll krækli sér i silfurverö- laun i sinum þyngdarílokki en Skúli fékk bronsið. Raunar fékk Jón upphaílega aðeins bronsverð- laun en þar sem sillurhafinn hafði tekið of stóran skammt af lyfjum voru verðlaunin dæmd af honum og Jón fékk silfriö sent i pósti. ís- lenska landsliöiö i handknattleik tapaði fyrir þvi norska 20:21 og kom það nokkuð á óvart þvi ung- lingalandsliðiö haföi deginum áð- ur burstað norska liðiö. Vikingar duttu út úr Evrópu- keppninni i handknattleik. Þeir töpuðu báðum leikjunum með einsmarks mun, hér heima 14:15 og úti 22:23. Seinni leikurinn var sögulegur þvi Vikingar höfðu lengst af mikið forskot og þvi um ieið góða möguleika til áfram- halds i EM meistaraliða. Desember Afbragðs góð frammistaöa is- lenska UL-liðsins i Portúgal vakti mikla athygli. lsland hafnaði i 5. sæti en sakir misskilnings varö- andi reglugerð keppninnar var leikur um 3. sætið hafður af is- lenska liðinu. Eðvarð Þ. Eðvarðs- sonogGuðrúnFema Agústsdóttir náðu afbragðsgóðum árangri á NM — unglinga i Danmörku i sundi. Á milli jóla og nýárs fóru fram þrir landsleikir við Dani. Is- land vann fyrsta ieikinn 25:23. Danir unnu þann næsta 24:23 en i siöasta leik þjóðanna unnu ts- lendingar ótrúlegan yfirburða- sigur, 32:21. tslenska landsliðið i körfu- kanttleik lék þrjá leiki við Hol- lendinga en tapaði þeim öllum. Er þá lokið samantekt þessari og eins og geíur að skilja hefur einungis verið stiklað á stóru, ýmsu sleppt og annað fengið meiri pressu en e.t.v. efni hafa staöið til. Mark Islendinga gegn Tékkum á Laugardalsvellinum veröur staðreynd. Pétur Ormslev, sem skoraði markið og Arnór Guðjoh.isen búa sig undir að fagna. Sigurður T. Sigurösson. Setti glæsilegt tslandsmet I stangarstökki, stökk 5.20 metra. Óskar Jakobsson náði aldeilis frábærum árangri á innanfélags- móti tR. Hann kastaði þá kringlu 62,92 metra. Eitt besta afrek árs- ins. Valsmenn efndu til þess sem kallað var, stjörnuleikur Asgeirs Sigurvinssonar. Stjörnulið Asgeirs lék gegn Val og lauk leiknum með jafntefli 2:2 en Vals- menn sigruðu siðan i vitaspyrnu- keppni. Ásgeir lék ekki með sök- um meiösla en mikla athygli vakti hið gifurlega auglýsinga- flóð. t 1. deildinni tóku Vikingar mikla forystu. Eftir 8 umferðir höfðu þeir hlotið 13 stig en næsta lið var Breiðablik með 9 stig, að visu með einum leik minna. A EM i golfi hafnaði tsland i 12. sæti og Vikingar styrktu stöðu sina með þvi að sigra KR 2:1. Þeir höföu að loknum 9 leikjum hlotið 15 stig. Blikamir komu næsdr með 13 stig. Dregiö var i Evrópukeppninni i knattspyrnu. Isiandsmeistarar Vals duttu svo sannarlega i lukkupottinn þegar þeir drógu Englandsmeistara Aston Villa. Fram fékk irska liðiö Dundalk og Vikingar fengu Bordeaux. Valsmenn lögöu Vikinga að velli i tslandsmótinu. Úrslitin uröu 3:1 og þar sem Valsmenn voru búnir að spjara sig vel i undangengnum leikjum komust þeir i efsta sætið ásamt Viking- um. Landsmót UMFl var haldið á Akureyri og fór i alla staöi vel fram. Mesta athygli vakti Jó- hannes Hjálmarsson sem setti hvert heimsmetið á fætur öðru i flokki öldunga. Ágúst Ragnar ólafsson varö tslands- meistari i golfi og Erlendur Valdimarsson kom sem snöggv- ast til keppni á ný. Hann keppti i kringlukasti á meistaramótinu i frjálsum iþróttum. Þá var þjálíari KR-inga Man- fred Stevens rekinn frá lélaginu og við tók Guðmundur Pétursson, gamalreyndur landsliðsmaöur úr KR. Einar Vilhjálmsson gerði sér litið fyrir og setti nýtt tslandsmet i spjótkasti, kastaði 81,23 metra. Einar er sonur Vilhjálms Einars- sonar, silfurhafans frá Mel- b,ourne 1956. Manchester City kom hingaö til landsog lék við úrvalslið KSI. Hið fræga enska lið vann 2:1, en Lár- us Guðmundsson skoraði mark islenska liðsins. IBK og 1B1 tryggðu sér rétt til að leika i 1. deild næsta ár. íslend- ingar töpuðu illa fyrir Dönum á Idrettspariíen, 0:3. tBV og Fram unnu sér rétt til úrslitaleiks i bikarkeppni KSt. Sigurður T. Sigurðsson setti glæsilegt tslandsmet i stangar- stökki, stökk 5,20 metra. September Akveöiðvar aö bandariska iiðið New York Cosmos kæmi til ts- lands og léki við Val. Talið var liklegt að bæði Pele og George Best gætu tekið þátt i leiknum en ekkert varð úr. tslendingar endurtóku alrekið frá Izmir. Þeir unnu Tyrki i 3. riðli undanrása HM. Leikið var á Laugardalsvellinum og uröu úr- slitin 2:0. Lárus Guömundsson og Atli Eðvaldsson skoruðu mörk is- lenska liðsins. Vikingar íslandsmeist- arar Vikingar uröu tslandsmeistar- ar i knattspyrnu fyrir árið 1981. Þeir unnu siðasta leik sinn sem vargegn KR og urðu lokatölur 2:- 0. Markakóngar i 1. deildinni urðu þeir Sigurlás Þorleifsson og Lár- us Guömundsson. tslensku liðin sem tóku þátt i Evrópukeppnum i knattspyrnu áttu við ramman reip að draga. Fram vann irska liðið Dundalk i fyrri leik liðanna en þeim seinni tapaði liðið stórt. Vikingar töpuöu fy rir Bordeaux, 4:0 i bæði skiptin. Ragnar Ólafsson var valinn i Evrópuúrvalið i golfi. tslendingar geröu jafntefli við Tékka i undanrásum heimsmeist- arakeppninnar. Lokatölur uröu 1:1 og munaði litlu að i'slenska liö- ið næði að vinna sigur. Pétur Ormslev skoraði fyrir tsland

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.