Þjóðviljinn - 06.01.1982, Page 1

Þjóðviljinn - 06.01.1982, Page 1
Kísiliðjan við Mývatn UÚÐVIUINN Miðvikudagur 6. ianúar 1982 — 2. tbl. 47. árg. Um 7 míljóna halli í fyrra Gjaldeyrisdeildir bankanna lokaöar áfram Stjórnin vill gengis- og fiskverðsákvörðun saman Mikill þrýstingur úr öllum landshlutum á ákvördun fiskverðs Allt stendur fast í fisk- verðsdeilunni og horfur eru á þvi að gjaldeyris- deildir bankanna verði lokaðar þar til greiðist úr með fiskverðsákvörðun. Á fundi sínum í gær ákvað rikisstjórnin að afgreiða ekki tillögu stjórnar Seðla- bankans um 10% gengis- fellingu fyrr en í tenglsum við fiskverðsákvörðunina. Á næstu dögum mun koma til f jöldaatvinnuleysis vegna stöðvunar fiski- skipaf lotans. Svavar Gestsson félagsmálaráð- herra hefur farið þess á leit að mánaðarlegri at- vinnuleysisskráningu verði flýtt/ þannig að fyrir liggi eftir næstu helgi á hve mörgum vinnslustöðvunin í fiskiðnaðinum bitnar. Samkvæmt fréttum sem Þjóö- viljinn aflaöi sér i gær eykst nú þrýstingur á stjórnvöld og aðila að fiskverösákvörðun dag frá degi og kröfur berast úr öllum landsf jórðungum um skjóta ákvörðun fiskverðs. Rikisstjórnin lagði um áramótin fram tillögu um lausn fiskverðsmálsins i verð- lagsráöi sjávarútvegsins, og telja ráðherrar að fulltrúar sjómanna, útgerðarmanna og fiskvinnsl- unnar i ráðinu hafi ekki komið fram með neinar gagntillögur sem greitt geti fyrir ákvörðun. Jafnmikið beri i milli i hug- myndum þessara aðila sem fyrr, og varla greiðist úr meðan út- gerðin vill halda oliugjaldi óbreyttu eða hækka það, en sjó- menn fella það niður aö fullu, út- gerðin telji sig þurfa 23% hækkun fiskverðs og fiskvinnslan 15% gengisfellingar o.s.frv. Þaö er hald manna að það - ástand sem nú er að skapast, stöðvun gjaldeyrisafgreiðslna og stórfellt atvinnuelysi um allt land geti ekki staðið lengi. Annaðhvort þokist i samkomulagsátt i verð- lagsráði sjávarútvegsins á næstu dögum, þannig að ákvöröun geti legið fyrir um næstu helgi, eöa að þrýstingur aukist enn á aö gripið verði til annarra ráða. _________ —ekh Sjá baksíðu SiguröurÞórarinsson jaröfræöingur héR erindi og sýndi litskyggnur á 15-móti norrænna jaröfræðinga, sem haldlð er honum til heiðurs hér á landi. Ljósm. eik. - „Samkvæmt athugun, sem gerð var fyrr i vetur er reiknað meö að hallinn verði um 7 miljónir króna hjá Kisiliðjunni árið 1981,” sagði Hákon Björnsson framkvæmda- stjóri i samtaii við blaðið. „Þessi tala er ekki endanleg, en hún fer nærri þvi að vera rétt. Erfiðleikarnir hjá fyrirtækinu stafa fyrst og fremst af þvi að framleiðslan er seld á Evrópu- markaöi og greidd i Evrópumynt og þróun gengis islensku krón- unnar miðað við þessa gjaldmiðla hefur verið óhagstæð. Framleiðslugeta Kisiliðjunnar er 24.000 tonn af kisilgúr á ári, en framleidd voru 20.600 tn. siðast- liðið ár og af þvi magni eru 20.200 tonn seld. Framleiðslumag'fiið hefur markast af sölumögu- leikum á hverjum tima. Reiknaö er með að auka framleiðsluna þetta ár, þvi heldur viröist bjartara með sölu, verðið fer hækkandi á markaöinum, þaö fylgir verðbólgunni i viðskipta- löndunum, þó það raskist aftur eitthvað vegna óhagstæörar gengisþróunar. Það er þvi gert ráð fyrir betri afkomu þetta ár vegna aukinnar framleiðslu og meira jafnvægis á milli dollars og Evrópugjaldmiðla. Aukiö fram- leiðslumagn á að gefa auknar tekjur i fyrir verksmiðjúna, þvi aukið framleiðsumagn og til- kostnaður haldast ekki i hendur,” sagði Hákon Björnsson. Við Kisliliðjuna við Mývatn starfa að jafnaði um 80 manns. —Svkr. 250 norrænir jarðfræðingar í Reyk javík Nú er haldið hér á landi 15. mót norrænna jarðfræöinga i tilcfni sjötugsafmælis dr. Sigurðar Þórarinssonar jarðfræðings á föstudaginn keraur. Mótið sækja um 250 þátttakendur frá öllum Norðurlöndunum og munu þeir ræöa hin ýmsu sviö jaröfræði. Mót norrænna jarðfræöinga eru haldin annað hvert ár og er þetta i fyrsta skipti, sem slikt mót er haldið hér. 1 mótsbyrjun i gær- morgun hélt afmælisbarnið dr. Sigurður Þórarinsson erindi um islensk eldfjöll, fjallaði um ólika gerð þeirra, staðsetningu þeirra og afleiöingar eldgosa fyrr og nú og hvernig þjóðin hefði lært að búa viö ángang elds og isa. Mikill fjöldi erinda verður fluttur á ráðstefnu þessari, munu þar bæði innlendir og erlendir fræðimenn leggja sitt af mörkum, en ráðstefnan stendur til föstu- dagsins 8. janúar. —Svkr. jHlaup í Skaftá ■ I Beið eftir þessu, segir Sigurjón Rist I„Ég hef beðið eftir þessu hlaupi. Skaftá hefur hlaupið , sem næst annað hvert ár og oft hef ég verið þarna að mæla hlaupin á gamlársdag,” sagði Sigurjón Rist vatnamælinga- maður þegar við töluðum við hann i gærkvöldi, en i morgun ■ ætlaöi hann að halda af stað Iaustur til aö mæla hlaupið sem hófst i Skaftá i gær. , „Það er reyndar hugsanlegt Iaö isinn i ánni hafi tafið hlaupið eitthvað, en venjulega nær það hámarki á þriðja degi. Upptökin , eru i Ketilsigi norðvestur af I Grimsvötnum. Það sem er sér- stakt við þetta hlaup erað nú er traustur og mikill skammdegis- is yfir ánni og mikil hætta á að upp hlaðist isstiflur sem svo bresta og mynda harða og ill- skeytta toppa. Það er þvi vont að fá hlaupáþessum timaofani svona mikla frostakafla. í slik- um tilvikum hafa hlaupin stund- um valdið talsverðum skemmd- um hjá bændum.” „Erekki erfitt að mæla vatns- magnið i ánni þegar hún er að mestu undir is?” Jú.enég áþama ýmismið og mæla sem ég get gengið aö og þannig á að vera hægt að mæla þetta með nokkurri nákvæmni.” „En þaö eru ekki likur á að vötn i nágrenni Skaftár fylgi i kjölfarið?” „Nei.ogþegarmenn töldu sig finna brennisteinslykt frá Heklu, var ég strax sannfærður um að nú væri hlaup i Skaftá og hvergi annars staðar,” sagöi Sigurjón aö lokum. Mikill jakaburður var i' ánni i gærkvöldi og var talið að vatns- boröið hefði þá hækkað um 1.60 m. Varnargarðar eru þó gadd- freðnir og ekki taldar likur á að þeir gefi sig, svo fremur áin flæði ekki yfir þá. þs Eldstöðvar og háhitasvæði sem valdiö hafa jökulhlaupum á sögulegum I tima eru hér auðkennd með punktum. Svörtu flekkirnir sýna jökulhlaup. f (Sig. Þórarinsson 1977).

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.