Þjóðviljinn - 06.01.1982, Page 11
Mi&vikudagur 6. janúar 1982. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11
iþróttir(7H íþróttir
Borötennis:
Landsliðið
til Færeyja
Evrópukeppnin á Jersey 6-7. febrúar
Enska knattspyman
islenskir bor&tennismenn halda
til Færeyja um helgina og leika
þar landsleiki I A-flokki og ung-
lingaflokki karla. Leikiö ver&ur á
sunnudag, 10. janúar, en lands-
li&smennirnir eru þó ekki
væntanlegir heim fyrr en þann 13.
Islendingar og Færeyingar
hafa leikiö 8 A-landsleiki i borö-
tennis. Þar af hafa Islendingar
unnið 7, eini sigur Færeyinga
vannst áriö 1973 en samskipti
þjóöanna i þessari iþrótt hófust
1971. Siðast mættust þær á
Evrópumeistaramótinu i Bern
1980 og vann tsland þá 6-2.
1 unglingaílokki er hætt við
þungum róöri hjá islensku piltun-
um þarsem þeir færeysku virðast
i nokkurri sókn. Skemmst er að
minnast siðustu viðureignar ung-
lingaliðanna i Mosfellssveit 1979
þar sem Færeyingar sigruðu 6-3.
Leikmenn islenska liðsins eru
þessir: A-landsleikir og Ul-lands-
leikir i svigum:
A-landsliö: Bjarni Kristjánsson
UMFK (7-7), Tómas Sölvason KR
(1-5) og Kristján Jónasson Vik-
ingi (0-5).
Ul-landsliö: Björgvin Björgvins-
son KR (1-4), Friðrik Berndsen
Vikingi (0-0) og Kristján Viðar
Haraldsson HSÞ (0-0).
Ýmis gamalkunnug nöfn vant-
ar i hópinn en nokkrir af sterk-
ustu borðtennismönnum iandsins
gáfu ekki kost á sér vegna prófa.
Leikurinn fer fram i nýju og
glæsilegu iþróttahúsi á Tvöreyri á
Suðurey. Fararstjóri er Birkir
Þór Gunnarsson.
Helgina 6.-7. febrúar nk. tekur
islenska landsliðið þátt i 3. deild
Evrópukeppninnar og verður
leikið á Ermarsundseynni
Jersey.
VS
ÓLAFUR H. JÓNSSON skorar eitt fjögurra marka sinna gegn Val f gærkvöldi. Mynd: — gel.
MÖRK VILLA
NOTTINGHAM
Ipswich á toppinn og West Ham steinlá á Anfield
Englandsmeistarar Aston Villa
rifu sig heldur betur upp úr meö-
almennskunni sem hefur ein-
kennt li&iö i vetur þegar liöiö sigr-
a&i Notts County meö 6 mörkum
gegn engu i bikarkeppninni og
þaö i Nottingham. Notts County
vann Aston Villa á Viila Park
fyrsta leikdag 1. deildarinnar i
haust svo þessi sigur varö enn
sætari fyrir vikiö. David Geddis,
sem fá tækifæri hefur fengiö i
framlinu Villa, siöan hann var
keyptur frá Ipswich, geröi sér lit-
X
staöan
iö fyrir og skora&i þrjú mark-
anna. Villa mætir sigurvegaran-
um úr leik Peterborough og
Bristol City i 4. umferö bikar-
keppninnar.
Úrslit leikja i gærkvöldi:
Enski bikarinn
Notts C-Aston Villa 0:6
Brighton-Barnet 3:1
Shrewsbury-Port Vale 1:0
Millwall-Grimsby 1:6
Gillingham-Oldham 2:1
Barnsley-Blackpool 0:2
1. deild
Ipswich-Birmingham 3:2
Liverpool-WestHam 3:0
Ipswich komst i hann krappan á
heimavelli gegn Birmingham eft-
ir að hafa komist i 3:0 með mörk-
um frá Paul Mariner 2 og Alan
Brazil. Tony Van Mierlo og
Kevan Broadhurst minnkuöu
muninn i siðari hálfleiknum og 10
min, fyrir leikslok varði mark-
vöröur Ipswich, Paul Cooper,
glæsilega frá Frank Worthington.
Liverpool vann loks á heima-
velli og þá steinlá West Ham.
Terry McDermott og Ron Whelan
skoruðu i fyrri hálfleik og Kenny
Daglish bætti þvi þriöja viö i þeim
siöari.
VS
ISLAND VANN
tsland vann Portúgal i lands-
leik i körfuknattleik i gærkvöldi
73:71. Leikiö var I Borgarnesi og
tókst ekki aö fá frekari upplýsing-
ar áöur en blaöiö fór i prentun I
gærkvöldi en greinilegt er aö
Borgarnes er rétti staöurinn til aö
leika landsleiki i körfuknattleik.
ALAN BRAZIL skoraöi eitt
marka lpswich i gærkvöldi en
þá vann liö hans Birmingham i
annaö sinn meö sömu marka-
tölu, 3:2, á fjórum dögum.
Handbolti:
Staöan i 1. deild karla á Is-
landsmótinu i handknattleik er nú
þessi:
FH 7 6 0 1 181:159 12
Vikingur 7 5 0 2 153:126 10
KR 7 5 0 2 152:142 10
Þróttur 7 5 0 2 155:147 10
Valur 7 3 0 4 124:121 6
HK 6 1 0 5 109:130 2
KA 7 1 0 6 137:163 2
Fram 6 1 0 5 126:155 2
Þrefalt
hjá Fylki
Um helgina fór fram i
Laugardalshöllinni Reykja-
vikurmót i innanhússknatt-
spyrnu og var leikið i öilum
flokkum. Sigurvegari i
meistaraflokki var Valur,
eftir sigur á Víkingi i úrslita-
leik, 6-5. Fylkir vann 2. og 3.
flokk, Valur 4. flokk, Fram 5.
flokk og Fylkir 6. flokk. Ar-
bæjarliöiö var þvl sigursæl-
ast á mótinu, sigraöi i þrem-
ur flokkum.
Skipbrot hjá Val!
Þróttur skoraði sjö gegn einu lokamínúturnar og vann örugglega
Siggi Sveins og félagar i Þrótti
fóru illa meö Valsmenn siöustu 13
minúturnar i leik li&anna i 1. deild
Islandsmótsins i handknattleik i
gærkvöldi. Brynjar Har&arson
jafna&i fyrir Val, 17:17, 13. min.
fyrir leikslok og allt stefndi i
spennandi lokakafla. Þróttarar
voru þó á ööru máli og skoruðu
næstu 6 mörkin, Valsmenn skor-
uðu hins vegar ekki sitt 18 mark
fyrr en minútu fyrir leikslok.
Fjórða tap þeirra í sjö leikjum á
islandsmótinu og óliklegt aö HIiö-
arendaliöiö blandi sér i baráttuna
um tslandsmeistaratitilinn i ár.
Lengi vel benti fátt til þess að
slikur munur skildi liöin i leiks-
lok. Valur náöi strax forystunni,
komst i 3:1 og 6:3og Þróttur náði
ekki að jafna fyrr en á 22. min.,
7:7 með þrumufleyg Sigurðar.
Siöan náöi Þróttur aö komast yfir
og leiddi i hálfleik 12:10.
Siguröur Sveins kom Þrótti i
13:10 i upphafi siðari hálfleiks en
siban jafnaðist leikurinn á ný.
Þróttur leiddi jafnan meö einu til
Þróttur-Valur 24:18
tveimur mörkum þar til Brynjar
jafnaði 17:17. A lokakaflanum
hrundi allt hjá Val og Þróttarar
gengu á lagið eins og áður er lýst.
Þungavigtarskytturnar voru
farnar að lýjast og vörn Þróttar
varöi hvaö eftir annaö skot
þeirra. Hraöaupphlaup fylgdu yf-
irleitt i kjölfariö og Jón Gunnars-
son i Valsmarkinu átti þá viö of-
urefli aö etja. Lokatölurnar siöan
24:18.
Leikur Þróttar var langt frá þvi
aö vera gallalaus og framan af
voru sóknaraðgerðir liösins frem-
ur fálmkenndar. Greinilegt aö
fjarvera Páls Ólafssonar háöi
þvi. Siguröur Sveins tviefldist viö
mótlætið og skoraöi hvaö eftir
annaö með þrumuskotum eins og
honum einum er lagiö. Virtist þá
sama hvaöa Valsmaöur gætti
hans, Siggi reif sig ávallt lausan
Ólafur H. Jónsson og Gunnar
Gunnarsson léku einnig vel,
Gunnar einkum i fyrri hálfleik en
siöan dró af honum.
Hjá Val vantar meiri lipurö og
fjölbreytni i sóknarleikinn. Ab-
eins Brynjar er i réttum þyngdar-
flokki af skyttunum og Þróttarar
gættu Steindórs og Theódórs svo
vel að þeir nánast hurfu i leikn-
um.
Mörk Þróttar: Siguröur 9,
Gunnar 6, Ólafur 4, Jón Viöar Sig-
urðsson 3, Jens Jensson og Lárus
Lárusson 1 hvor. Mörk Vals:
Brynjar 5, Þorbjörn 5, Jón Pétur
4, Friörik Jóhannesson 2, Stein-
dór Gunnarsson og Gunnar Lúö-
viksson 1 hvor.
VS
I