Þjóðviljinn - 09.01.1982, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 09.01.1982, Qupperneq 4
4 SiÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 9.—10. janúar 1982 stjórnmál á sunnudegí Þegar ég nú hefi tekiö mér stöðu nokkuð til hliðar við þau störf, sem unnin eru á Alþingi og i rikisstjórn, en þó þannig, að ég get fylgst meö þvi sem er að ger- ast, kemur mér i hug, aö augljós- lega færist mjög i vöxt áhrifavald allskonar sérfræðinga og fræði- legra ráöunauta, varöandi flestar stjórnvalda- ák varöanir. Að visu er þaö rétt, að áhrifa- vald sérfræðinga fór vaxandi á þeim árum, sem ég sat á Alþingi. Mest varð vald slikra „sérfræö- inga” á sviði gengismála og i glimunni við veröbólguna marg- umtöluðu. Það var sérfræðinga- valdið, sem innleiddi gengislækk- unarstefnuna, sem upp var tekin um 1950 með tilkomu Benjamins Eirikssonar. Frá þeim tima hefir hver gengislækkunin dunið yfir á eftir annarri s.l. 30 ár, meö til- heyrandi afleiöingum i veröþró- unarmálum. En sérfræöingavaldiö var lengst af ekki eins áhrifam ikið og það er nU, þegar um var að ræða stefnumörkun i atvinnumálum, félagsmálum, kaupgjaldsmálum, eða rekstri þjóöarbUsins almennt séð. Akvarðanir voru þá teknar Ut frá póiitiskum stefnumiöum. Um þau stefnumið deildu flokkar og menn, enda markmiöiö, sem að var stefnt mismunandi. Þegar ég hugleiði ofurvald „sérfræðinganna” sem nU er orð- ið, kemur mér i hug, hvernig farið hefði meö ýmsar þær ákvarðanir, sem teknar voru og sem siðan hafa haft hvað mest áhrif á þróun okkar þjóöfélags. Hvernig hefði t.d. farið um ákvarðanir nýsköpunarstjórnar- innar 1944 um ráöstöfun á gjald- eyrissjóði þjóðarinnar til kaupa á nýjum fiskiskipaflota og til stór- framkvæmda i fiskiönaöi og á ýmsum öðrum sviöum? Hvaöskyldu „sérfræðingarnir” hafa sagt um þá ákvörðun? Ætli þeir hefðu ekki sagt, svipaö og nU, aö ekki megi „ganga á gjaldeyr- isvarasjóð þjóðarinnar”? Senni- lega heföu þeir tekið undir þá til- lögu sem fram kom, að rétt væri að eiga peningana og ávaxta þá á erlendum markaði. Og hvað hefðu „sérfræöingar” sagt um þá ofdirfsku aö ákveöa Utfærslu fiskveiöilandhelginnar I 12 milur 1958, þegar flestar áhrifamestu þjóðir i heiminum böröust hatrammlega gegn 12 milna landhelgi? Og hvað hefði „sérfræðin” sagt um þá ákvörðun aö færa land- helgina Ut i 50 milur 1972, þegar allar voldugustu þjóðir heimsins töldu slikt ólöglegt? í þessum málum var spurning- in ekki um „sérfræðilegt álit” á gildandi reglum, heldur um það að stefna með festu að settu marki, sem talið var póiitiskt réttmætt og nauösynlegt. Og hver heföi þróun kaup- gjaldsmála oröið á liönum 20—30 árum, ef „sérfræöingar” hefðu átt að reikna Ut getu atvinnu- rekstursins og almenna stöðu þjóðarbúsins? Akvarðanir um kaupgjaldsmál, tryggingamál og ýmiskonar réttindamál voru teknar til þess að breyta þjóðfélaginu. Aðrir þættir þjóðfélagskerfisins urðu að breytast til aðlögunar hinum nýju aðstæðum. Engin tölva og engin sérfræði gat sagt fyrirfram um það aö hvaða marki rétt væri að stefna i þessum málum. Mennt er máttur Við íslendingar höfum lengi þráð góða menntun og trUaö þvi að mennt væri máttur. Við höfum fyrir löngu kastað þeirri kenningu „að bókvitið yrði ekki i askana látiö”. Við höfum litið með lotrángu til þeirra sem voru hámenntaöir. Og vissulega hefir menntunin fært okkur framfarir og undur- samlega tækni á mörgum sviö- um. Tölvan er táknræn um þessa undratækni, hUn sem getur leyst af hendi Utreikninga á örskömm- um tlma, sem áöur tók hundruð manna vikur eða mánuði að fást við. Við Islendingar höfum tileinkað okkur hina nýju tækni. Við höfum eignast okkar visindamenn og okkar visindastofnanir og býsna -«3* w „Um útkomu tölvunnar má þvl segja svipað og um hið prentaða orð, hún þarf ekki óhjákvæmilega að vera rétt”. Trú eða vísindi fjölmennan hóp sérfræðinga á hinum ýmsu syiðum. Auðvitað dáumst við aö mikilli menntun, að töfrabrögðum tækn- innar, að visindaafrekum og að mætti menntunarinnar. Forfeður okkar dáðu lika á sinum tima prentlistina og undra framfarir á þvi sviöi. Þá þótti við hæfi aö spyrja þann sem deilt var við, hvort hann efaöist um þaö sem stæði á prenti. A sama hátt þykir nU mega sanna hvað sem er meö þvi aö segja, að þetta sé samkvæmt Ut- reikningum „tölvu Háskólans”, eða með þvi að visindin haldi þessu fram, eöa með áliti „sér- fræðinga”. Að þekkja sín takmörk Til hámenntaðra manna, — vis- indamanna og sérfræðinga, — eru gerðar miklar kröfur. Þeir eiga aö vita nánast allt um það sem flokkast undir þeirra sérgrein. Til þeirra er borið traust og orö þeirra eru vissulega mikils met- in. Þetta vita fulltrUar hinna nýju fjölmiðla — nýja fréttamanna- stéttin. Fréttamaðurinn spyr fiskifræð- inginn hiklaust að þvi, hvað fisk- afli landsmanna veröi mikill á næsta ári. Hann spyr jarðfræð- inginn að þvi, hvort Krafla muni gjósa i þessari, eða næstu viku, og hann spyr efnahagssérfræðinginn að þvi hve mikil verðbólga veröi á komandi ári. Vist er „sérfræöingunum” nokkur vandi á höndum þegar þannig er spurt, og þaö þvi frem- ur sem hart er gengiö eftir svör- um og engin hálfyrði eru talin duga. Og auk þess veit svo „sér- fræðingurinn”, að öll þjóðin hlustar á hann, eða starir á hann, og að heiður hans sem fræði- manns er að nokkru leyti i veði. Viö þessar aðstæöur er einmitt komiö að einu athyglisveröasta sérkenni þessa tima sem viö nU stöndum á við áramótín 1981 til 1982. Sérfræðingurinn — ungur og hámenntaöur — svarar á þann hátt, sem ætlast er til af gáfuðum, langskólagengnum og sérmennt- uðum manni, manni sem gerir sér vel grein fyrir, að hann veit mikið og jafnvel miklu meira en ýmsir af gamla skólanum; hann svarar: JU, Krafla gýs væntanlega á laugardaginn i næstu viku fremur en á föstudaginn; og fiskifræðing- urinn segir, að fiskaflinn á næsta ári verði um 705 þUsund tonn og efnahagssérfræðingurinn spáir 55 1/2% verðbólgu á komandi ári. Að visu bæta allir sérfræðingarnir þvi viö, að spár þeirra séu byggö- ar á ýmsum þar til greindum for- sendum, en um slikt hirðir eng- inn, sem á hlýðir og fulltrúar fjöl- miölanna sjá siðan um I frásögn- um sinum, með áherslum eða i fyrirsögnum, að forsendnanna er i engu getið, enda veröur frásögn- in þannig skýrust og best að þeirra dómi. Þegar vísindin verða að trú og spásögn Þvi miöur hafa margir góöir visindamenn falliö i þá gryfju að gerast spámenn og þykjast allt vita, jafnvel um þaö sem liggur utan þeirra sérsviös. Þeir verða gjarnan vinsælir hjá fréttamönn- um og um þá verður talað. Sú var tið, aö góöir visinda- menn þóttu tregir til svara, og höfðu uppi mörg efog óvissuatriði og langar athugasemdir og skil- greiningar. Nú hefir þetta breyst hjá mörgum, eins og flest annaö. Fyrir rúmum 6 árum sendu nokkrir „sérfræðingar” frá sér „visindarit” um þróun fiskveiða við Island á næstu árum. Þeir slógu þvi föstu aö eftir 4 ár, eöa á árinu 1979, yrði þorskstofninn við Island nálega gjöreyddur, hrygn- ingarstofninn yröi þá 70—90 þUs- und tonn, ef sóknarþunginn yrði áfram óbreyttur frá þvi sem hann var. Sóknarþunginn hélst, ekki að- eins jafn mikill, heldur jókst til muna, en samt óx þorskstofninn og nU er hann stærri og meiri en oftast áöur. Fyrir nokkrum mánuðum kom einn af okkar ágætustu fiskifræð- ingum Ur „visindaleiöangri” frá þvi að mæla loönustofninn i sjón- um. Hann sagði ljótar fréttir, þvi samkvæmt mælingum hans væru aðeins eftir um 142 þUs. tonn af loðnu á fiskimiðunum við landið. Lúðvík Jósepsson skrifar: Hann lagði til, að veiðarnar yrðu stöðvaðar þegar i stað, og „ábyrgur” þingmaður brást viö á þann hátt sem nU er oröiö algeng- ast: hann taldi algjört ábyrgöar- leysi að trUa ekki þvi sem „birtist á prenti”, eða „visindamaður” sagði, án frekari umhugsunar eöa athugunar. Veiðin hélt þó áfram og eftir stuttan tima höfðu sjómenn veitt 150 þúsund tonn af þessum 142 þúsundum sem eftir voru í sjón- um.Sem betur fór var farinn ann- ar „visindaleiðangur” og þá fundust enn 300 þúsund tonn, þrátt fyrir það sem á undan var gengiö. Hér skal annað dæmi nefnt um athyglisverð „visindi”. 1 október- lok á nýliðnu ári (1981) hafði sjálf Þjóöhagsstofnun reiknað Ut meö sinni fullkomnu tölvuaö rekstrar- afkoma hins algenga fiskibáts, án loðnubáta, væri um 5% halli af brUttóumsetningu. Rétt rUraum mánuðisiðar sagði sama stofnun og sama tölvan, aö rekstrarhall- inn væri 16.6% af umsetningu og þó var i báðum tilvikum miöað við sama fiskverð og afla. Þannig geta „visindin” birst þeim, sem ekki eru „sérfróðir”. Þeir sem veljast tii stjórnmála- forystu — verða alþingismenn eða ráöherrar — hljóta að hafa mikil samskipti við sérfræðinga á ýmsum sviðum, jafnflókið og þjóöfélagiö er orðið. Slikum mönnum er nauðsynlegt að hafa Þjóðhagsstofnun og geta leitaö til hennar um margvislegar upplýsingar. Hiö sama er að segja um Hafrannsóknastofnun. Til hennar ber að leita, þvi fiski- fræðingarnir, sem þar starfa bUa yfir miklum fróðleik. A sama hátt er eðlilegt, að stjórnvöld leiti umsagna um mál hjá stéttarsam- tökum, sem lika hafa sina sér- fræðinga og til margvislegra hagsmunasamtaka. En þrátt fyr- ir gott samstarf við alla slika að- ila, og þrátt fyrir góð sérfræð- ingaálit og þrátt fyrir ágætar ábendingar reynslurikra embætt- ismanna, verða alþingismenn og ráöherrar að beita eigin dóm- greind og vega og meta það sem fyrir liggur — og taka siðan sinar pólitisku ákvarðanir. Útkoman úr tölvunni, svo ágætt tæki sem hún er, þarf ekki aö vera rétt eða nákvæm, þar veltur fyrst og fremst á þvi hvernig tölvan var mötuð, eða hvaða ákvaröanir um forsendur sá tók, sem reikn- aöi dæmið með tölvunni. Um Ut- komu tölvunnar má þvi segja svipað og um hið prentaöa orö, hún þarf ekki óhjákvæmilega að vera rétt eða sönn. Vandi stjórnmálamanna er aö meta álitsgerðir og umsagnir, grandskoöa forsendur og allan málatilbúnað.Síðan er það þeirra aö taka ákvarðanir, að stjórna, en ekki „sérfræðinga” og ekki em- bættismanna. Ég veit full-vel, aö á siðari ár- um hefir mjög verið reynt, aö tor- tryggja allt sem snýr að pólitik og pólitiskum ákvörðunum. Slikar ákvaröanir eru sagðar af hinu illa. 1 staðinn er hampað „hiut- lausri sérfræði”, visindalegum niðurstöðum o.s.frv..Hér er réttri merkingu snúið öfugt. Pólitiskar ákvarðanir eiga aö vera um stefnumörkun, um vilja til að ná tilteknu markmiði. Það er pólitisk stefnumörkun að efla réttindi þeirra, sem af- skiptir eru i þjóðfélaginu. Engin tölva reiknar Ut slika stefnumörkun. Þaö er pólitisk ákvörðun aö ákveða, að landsmenn skulu einir og sjálfir eiga og ráða yfir sinum atvinnutækjum. Það þarf póli- tiska ákvöröun til að velja á milli þess, að taka á sig mikiö atvinnu- leysi en ná ef til vill verðbólgunni niður i staðinn að minnsta kosti nokkurn tima. Visindin ber að efla. Visinda- menn okkar hljótum við að viröa. Og sérfræðinga þurfum við að eiga og þeir eiga að aðstoða viö stjórnun. En í þá gryfju megum viö ekki falla að trúa öllu, sem að okkur er rétt i nafni sérfræði eða vísinda. Og þá fyrst kastar tólfunum þegar forystumenn og stjórnvöld, falia i slika gryfju.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.