Þjóðviljinn - 09.01.1982, Síða 5

Þjóðviljinn - 09.01.1982, Síða 5
Helgin 9.—10. janúar 1982 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5 iþréttir 1 gær útneí'ndu samtök iþróttafréttaritara Jón Pál Sigmarsson kraftlyftingamann iþróttamann ársins 1981. Er þetta i fyrsta sinn sem hann hlýtur þessa viðurkenningu og i þriðja skipti sem lyftingamaður er kjörinn iþróttamaður ársins. Skúli Óskarsson var valinn 1978 og 1980. Efstu menn i kjöri iþróttamanns ársins samt Skúla óskrassyni, iþróttamanni ársins 1980. Fremri röö f.v. Ragnar ölafssun, Jón Páll Sigmarsson, Guömundur Baldursson, Ellý Guömundsdóttir (systir Péturs). aftari röð f.v. Skúli óskarsson, Siguröur Sveinsson, Eiður Guöjohnsen (faðir Arnórs), Guöni Haildórsson (fuiltrúi Hreins), Einar Vilhjáimsson. Myndir —eik— 1. Jón Páll Sigmarsson, KR iyftingar 2. Pétur Guöinundsson, Portl. körfuknatti. 3. Sigurður T. Sigurösson, KR, frjálsar iþr. 4. Arnór Guöjohnsen, Lokeren, Knattsp. 5-0. Asgeir Sigurvinsson, Bayern, knattsp. 5-0. Siguröur Sveinsson, Þrótti, handknattl. 7. ltagnar Ólafsson, Glt, golf 8. Guömundur Baidursson, Frani, knattsp. 9. Einar Vilhjálntsson, UMSB, frjálsar iþr. 10-11. Þorbergur Aöalsteinsson, Viking, handkn. 10-11. Hreinn Halidórsson, KR, frjálsar iþr. alkvæði 48 45 43 30 28 28 20 22 20 10 10 JÓN PÁLL íþróttamaður ársins 1982 Eins og kunnugt er, náöi Jón Páll öðru sæti i sinum flokki á heimsmeistaramótinu i kraftlyft- ingum sem fram fór á Indlandi fyrr i vetur. Að auki hefur Jón Páll sett Evrópumet i greininni og er þvi i allra fremstu röð i heiminum. Hann er aðeins liðlega tvitugur að aldri og ætti þvi að geta náð enn lengra á komandi árum. Ekki er hægt að segja að árið 1981 hafi verið ár stórafreka á iþróttasviðinu og valið var þvi enn erfiðara en oft áður. Pétur Guðmundsson var stigahæsti leikmaöur C-keppninnar og varð fyrsti erlendi leikmaöurinn i bandarisku atvinnumannadeild- inni i körfuknattleik. Sigurður T. stórbætti íslandsmetið i stangar- stökki, Arnór, Asgeir og Guð- mundur eru fulltrúar islenska landsliðsins i knattspyrnu sem aldrei hefur náð betri árangri, en á sl. ári. Sigurður Sveins setti nýtt markamet i 1. deild Islandsmóts- ins i handknattleik og hann og Þorbergur stóðu sig mjög vel i landsleikjum, þó gengi landsliðs- ins hafi verið mjög skrykkjðtt. Ragnar komst i EvrópuUrval i golfi. Einar setti glæsilegt Is- landsmet i spjótkasti og þaö var einmitt faðir hans, Vilhjálmur Einarsson sem fyrst var kjörinn iþróttamaður ársins fyrir .25 ár- um. Hreinn hefur haldið sinu striki i hópi bestu kUluvarpara heims. Þetta er i 25. skipti sem samtök iþróttafréttaritara velja iþrótta- mann ársins. Eins og áður sagði var Vilhjálmur Einarsson fyrstur sæmdur þessum titli og hann hef- ur einnig oftast allra hlotið hann, fimm sinnum á árunum 1956—1961. Frjálsiþróttamenn hafa oftast hlotið viðurkenningu þessa, 13sinnum alls. Sundmenn, knattspyrnumenn, handknatt- leiksmenn og nU lyftingamenn hafa skipt henni með sér bróður- lega önnur ár, þrivegis hafa ein- staklingar Ur hverri þessari iþróttagrein verið kjörnir iþrótta- menn ársins. Þjóðviljinn óskar Jóni Páli til hamingju með kjörið og árangur- inn á siðasta ári, og landsmönn- um öllum góðs og farsæls iþrótta- árs 1982. -VS

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.