Þjóðviljinn - 09.01.1982, Qupperneq 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 9.—10. janúar 1982
mér er spurn
Guöni Guðmundsson rektor svarar
Andreu Jónsdóttur blaðamanni:
Hafa menntskælingar
minni máltilfinningu
nú en fyrir 10 árum?
Spurning Andreu var
svohl jóðandi: „Hafa
menntskælingar minni
máltilfinningu og mál-
fræðiþekkingu nú en t.d.
fyrir 10 árum? Ef svo er,
hver heldur þú að ástæðan
sé?"
Kæra Andrea.
Það er orðiö æðilangt siöan
leiöir okkar lágu saman i
Menntaskólanum i Reykjavik, og
svosé ég af tilskrifi þinu til Ellas-
ar að þú hafir verið hippi. Já, það
er margt skrýtiö i kýrhausnum.
Og svo virðistu vera allaballi, en
um þann kýrhaus ætla ég ekkert
aö tala. En meö þessu sannar þú
lika, aö þaö aö hafa lært málfræöi
kemur ekki i veg fyrir, aö maður
geti oröiö hippi og allaballi, og
þar meö ertu lifandi tákn um, aö
málfræöiiökan hefur ekki nei-
kvæö áhrif á ideólógiska þróun
ungmenna. En sjálf spurning þin
vekur meö mér grunsemdir um,
aö þú sért ekki haldin þvi „frjáls-
lyndi i menntamálum” sem mér
hefur fundizt afar margir trú-
bræöur þinir haldnir hin siöari ár,
og er þaö vel.
Aö þessum formála loknum er
best aö snúa sér aö spurningu
þinni, sem þú oröar svo: Hafa
menntskælingar minni máltil-
finningu og málfræöiþekkingu nú
en t.d. fyrir 10 árum? Ef svo er,
hver heldur þú aö ástæöan sé?
Um máltilfinningu, eins og aör-
ar tilfinningar, er erfitt aö full-
yrða nokkuö, sizt af öllu, hvort
hún er meiri eöa minni en var ein-
hvern tima i fortiöinni. Þaö væri
auöveldara aö tala um, hvort hún
sé betri eöa verri en æskilegt væri
frá sjónarmiöi einhvers einstakl-
ings. Um málfræöikunnáttuna er
auöveldara að dæma, þvi aö hún
er meira konkret, og þvi held ég,
aö ég byrji á henni.
Þaö fer ekki á milli mála, aö
kunnátta I málfræöi er stórum
minni hjá nemendum nú en var
fyrir lOárum eöa enn lengri tima.
Þessa skoðun byggi ég á eigin
reynslu og samtölum viö kenn-
ara. Ég þykist geta merkt þaö,
barnakarlinn, aö miklu minni á-
herzla hefur veriö lögö á aö kenna
yngri börnum minum málfræöi i
barnaskóla en hinum eldri, og
jafnvel hinum eldri minna en
mér, en þá erum viö komin út i
sagnfræöi og rétt aö láta staðar
numiö.
Nú á dögum viröist raunar ekki
lengur mega tala um málfræöi i
grunnskóla, heldur skal barniö
heita málvlsi, hver fjandinn sem
þaö nú er. Þessi fjandskapur út i
— eöa hræösla viö — málfræöi er
svo sem ekki nýtilkomin, þvi aö
„bókmenntalega sinnaðir” menn
allt frá Halldóri Laxness til nú-
timans hafa verið óþreytandi viö
aö fordæma þessa fræöigrein,
a.m.k. sem kennslugrein I skól-
um, og árum saman hefur Mogg-
inn meira aö segja ekki kallaö
hana annað en „málfræöistagl.”
Þaö er hins vegar bjargföst
skoöun min, aö án þekkingar á
málfræöi og uppbyggingu eöa
„strúktúr” máls veröi aldrei til
nema vond máltilfinning eöa
málkennd. Maöur, sem ekki
þekkir oröflokka, kann ekki beyg-
ingar og hneigingar orða, skilur
ekki mun á frumlagi og andlagi,
getur aldrei greint á milli góös
máls og vonds, hvaö þá rétts máls
og rangs, og getur þvi aldrei af
neinu viti ræktað meö sér mál-
kennd, þvi aö málkennd er ekki
aöeins fólgin i þvi aö kunna mikiö
af oröum, heldur ekki sföur i þvi
aö kunna aö fara rétt meö orö,
bæöi merkingarlega og málfræöi-
lega.
Þaö má skjóta þvi inn hérna, aö
allur sá aragrúi spurninga, sem
útvarpsþáttum um islenzkt mál
berst, er um þessi atriði: a)
merkingu oröa og b) beygingar-
og setningafræöi. Hann beinist
ekki aö fögru oröavali eöa skáld-
legu innsæi eöa þess háttar bók-
menntalegu rövli. „Fólkiö i land-
inu”, sem þiö allaballar viröizt
telja ykkur hafa einkarétt á, hef-
ur áhuga á málfræöi, ekki estetik,
enda mun sú tik vera töluvert ein-
staklingsbundin og duga illa sem
undirstööumatur, en hins vegar
Guöní Guömundsson
ágæt sem ofanálegg á staögóöa
málfræöikunnáttu.
Ég verö lika aö koma hér að
ööru innskoti, sem er kannski öllu:
alvarlegra, en þaö er, aö nú oröiö
skilst mér, aö menn geti tekiö
lokapróf i Islenzku viö Háskóla Is-
lands án þess aö hafa tekiö svo
mikiö sem einn kúrsus sem varö-
ar forsögu islenzks máls eöa
tengsl þess viö önnur mál. Sic
transit gloria mundi.
Nú reikna ég meö þvl sem
Ólafur Gunnarsson
Þjóðviljinn spyr
Ólaf Gunnarsson
framkvæmdastjóra
i Neskaupstað:
Hvers vegna er ekki
stofnuð fiskrétta -
verksmiðja á íslandi
þar sem fullunnir
eru ýmis konar fisk-
réttir úr frosnum
sjávarafurðum, likt
og Norðmenn gera
og selja á Evrópu-
markað?
gefnu, aö þú hafir beint til min of-
angreindri spurningu sem ensku-
og frönskukennara, þvi aö viö þær
iökanir lágu vegir okkar saman.
Ég gef mér lika aö þú hafir áhuga
á aö vita, hvort þessi stórminnk-
aöa málfræöikunnátta nemenda i
framhaldsskólum geri kennur-
um, er kenna erlend tungumál,
starfiö erfiöara. — Ég held, aö ég
geti fullyrt, aö svo sé, þó aö ég
kynnist þvl miöur ekki eins mörg-
um nemendum i kennslustund nú
og þegar ég kenndi allt að 40
stundum á viku. En þeir kennar-
ar, sem ég hef rætt þetta við,
virðast sammála um, aö minni
þekking nemenda i málfræöi geri
starfiö érfiöara, einkum i málum,
þar sem málfræöi er snúin, eins
og t.d. i þýzku og sjálfsagt
frönsku lika. Min reynsla er lika
sú, aö i jafn málfræöi-litlu máli og
ensku er maöur að kljást viö mál-
fræöivillur upp eftir öllum bekkj-
um, sem I gamla daga höföu veriö
aö mestu upprættar i þriöja bekk.
En hér komum viö aö ööru
atriöi, sem vert er aö gefa gaum:
Allar nýjungar i kennslu erlendra
tungumála á slöustu áratugum
hafa beinzt aö þvl aö gera menn
talandi á málinu á sem allra
skemmstum tima, og ekki talandi
um hvaö sem er, heldur um
hversdagslega hluti. Aöferöirnar
beindust aö þvi td. aö kenna her-
mönnum nægilega mikiö til aö
þeir gætu verzlaö og spurt til veg-
ar I hernumdum löndum, farand-
verkamönnum nægilegt til aö
geta lifaö i framandi löndum eða
fólki úr þriöja heiminum, sem
hljóta átti tækniþjálfun I iönrikj-
unum, nægilega mikiö til aö geta
lifaö og starfaö og lært á tæki og
tól. — Þetta er i sjálfu sér veröug-
ur tilgangur og góöra gjalda
veröur og hefur boriö töluveröan
árangur. En þá vaknar spurning-
in hvort þetta sé nægjanlegt fyrir
islenzka framhaldsskólanemend-
ur.
tslendingar hafa þá sérstööu aö
vera mjög fáir, tala sérstakt
tungumál og búa langt frá öðrum.
Viö getum ekki gengið út i bilinn
og ekiö á nokkrum mlnútum eöa
klukkutímum inn á annaö mál-
svæöi. Viö getum ekki, vegna
fæöar, þýtt öll þau rit, sem nota
þarf viö kennslu og nám á íslandi.
Fyrir meginlandsbúana kann aö
vera nóg aö kenna hrafl I erlend-
um málum, þannig aö menn geti
lifaö af I nálægum löndum, þvi aö
þar er markaöurinn svo stór, aö
hægt er aö þýöa öll meiriháttar rit
á móöurmálið vegna kennslu og
náms.
Um íslendinga gegnir allt ööru
máli. Vegna fæöar okkar og
smæöar veröum viö alltaf háöir
þvi i kennslu og námi aö þurfa aö
nota mikiö af erlendum bókum..
Þaö er okkur þvi nauösynlegra en
öörum aö hafa mjög staðgóöa
tungumálakunnáttu. Okkur nægir
ekki, a.m.k. ekki þeim, sem
framhaldsnám stunda, aö kunna
nokkra hentuga „frasa” til aö
nota á Costa del Sol eöa hjá
Marks & Spencer. Þaö stoöar lika
litt aö hafa gullfallegan framburö
á erlendu máli, ef maöur getur
ekki rætt neitt merkilegra en
veöriö. — Þaö, sem leggja veröur
þvi áherzlu á I Islenzkum skólum
er aö kenna mönnum málfræði,
ekki bara móöurmálsins, heldur
lika erlendra mála, og auka oröa-
foröa bæöi móöurmáls og er-
lendra mála.
Þaö er nokkurn veginn sama,
hvaöa nám menn leggja fyrir sig
aö loknum menntaskóla, þeir
þurfa að lesa mjög verulegan
fjölda bóka á erlendum tungu-
málum, og allir, sem ætla sér i
sérfræöinám, þurfa aö fara utan
og læra á erlendum málum. Fyrir
þetta fólk geta skólar á tslandi
ekki betra gert en einbeita sér aö:
a) staögóöri málfræðikennslu i
öllum tungumálum, og b) aukn-
ingu oröaforðans, eins og frekast
er unnt, þvi aö sá timi, sem fer i
aö fletta upp i orðabókum i fram-
haldsnámi, þarf aö vera sem
allra skemmstur.
Nú finnst þér sjálfsgt mál aö
linni, og ég er þér sammála um
þaö, þó aö margt sé enn ósagt. En
að iokum vil ég segja þetta: Ná-
kvæmni i vinnubrögöum er öllum
mönnum nauösyn, en ekki sizt
þeim, sem fræöi hyggjast stunda.
Þaö þarf aö aga hugann, og sú ög-
un, sem málfræöin veitir þanka
mannsins, er öllum holl. Það þýö-
ir ekkert aö ætla sér aö hlaupa,
áöur en maöur getur gengiö.
Vitur maöur vildi fyrir nokkr-
um árum stofna félag, er heita
skyldi „Látiö menninguna i
friöi”. Ég heföi gjarna viljaö
ganga i þann félagsskap, kannski
helzt til aö verja okkur saklausa
fyrir þessu endalausa rausi um
bókmenntir, sérstaklega „bók-
mennta-krufningu”,sem er eitt-
hvert tilgangslausasta pex, sem
ég get hugsað mér, og algjörlega
óagaö. Ég væri tilbúinn aö ganga
i félag, sem heföi aö markmiöi aö
auka málfræöikennslu, auk mál-
fræöi-krufningu, auka þá nauö-
synlegu ögun hugans, sem „þjóö-
inni okkar” veitir svo sannarlega
ekki af.
Vertu svo kært kvödd, Andrea
min. Guöni Guömundsson
ritstiornararci n Kjartan
] ísland i - Danmörk, ] Bretland Ólafsson skrifar
Deilan um fiskverðiö ásamt
kjaradeilu sjómanna og útgerö-
arbanna hefur nú leitt til þess,
aö hér ganga um 13.000 manns
atvinnulausir. Þetta eru sjó-
menn og fiskvinnslufólk um
land allt. öllum landsmönnum
er væntanlega ljóst hversu
hrikalegt slikt ástand er, ef þaö
varir til lengdar, og þarf ekki
mörg orö þar um aö hafa.
I forystugrein Morgunblaös-
ins I gær er réttilega vakin at-
hygli á þvi aö tala 13.000 at-
vinnuleysingja hér samsvari
300.000 atvinnuleysingjum i
Danmörku og 3.000.000 atvinnu-
lausra i' Bretlandi.
Sem betur fer þá er þaö at-
vinnuleysi, sem við búum við
þessa dagana timabundiö og
eingöngu tengt ákveönu deilu-
máli, sem auövitaö veröur að
leysa á næstu dögum. Aö ööru
leyti þá erhérog hefur veriö um
langt skeiö full atvinna, og
reyndar margfalt meira um yf-
irvinnu heldur en atvinnuskort.
Þessu er ólfkt farið f Dan-
mörku og Bretlandi. Morgun-
blaöiö benti á þaö, aö þegar allir
islenskir sjómenn á fiskveiði-
flotanum og allt fiskverkunar-
fólk hringinn i kringum landiö
gengur atvinnulaust vegna
verkfalls þá samsvarar allur
þessi fjöldi þrjúhundruö þúsund
manns i Danmörku og þremur
miijónum i Bretlandi og er þá
miöaö viö ibúatölur rikjanna.
En hver skyldi svo vera opin-
ber tala atvinnuleysingja i Bret-
landi og Danmörku? — Um það
segir ekkert i forystugrein
Morgunblaðsins.
Svo undarlega vill hins vegar
til aö tala atvinnuleysingja i
Danmörku er einmitt rösklega
300.000 og tala atvinnulausra i
Bretlandi nú um þessi áramót
er um 3.000.000 manna. — Mun-
urinn á tslandi annars vegar og
Bretlandi og Danmörku hins
vegar er bara sá, aö hér er at-
vinnuleysið timabundið, og or-
sakast eingöngu af ákveöinni
kjaradeilu, sem engum dettur I
hug að geti staöið mánuöum
saman, en i Danmörku og Bret-
landi hefur álika fjöldaatvinnu-
leysi veriö varanlegt ástand nú
um langt skeiö.
A þessu tvennu er nú aldeilis
munur! Eöa hvernig litist
mönnum á, ef hér kæmi upp
breskt eða danskt ástand i at-
vinnumálum? — Með öörum
orðum: Hvernig litist mönnum 1
á, ef fjöldi sem samsvaraöi öll-
um okkar fiskimönnum og öllu
okkar fiskvinnslufólkibyggi hér
við varanlegt atvinnuleysi?
Stjórnarandstæöingar á Is-
landi bæöi úr Sjálfstæöisflokkn-
um og Alþýöuflokknum iöka það
aö kenna islensku rikisstjórn-
inni um alltsem miöur fer iokk-
ar atvinnu- og efnahagsmálum.
Látum svo vera.
En eru þaö ekki flokksbræöur
þeirra Geirs Hallgrimssonar og
Kjartans Jóhannssonar, sem
fara meö völd I Danmörku og
Bretlandi? Sjaldan hafa sést
likari kosningastefnuskrár aö
öllu eöli og inntaki heldur en
leiftursóknarboöskapur Geirs
Hallgrímssonar og félaga fyrir
alþingiskosningarnar 1979 og
kosningastefnuskrá sú, sem
Margareth Thatcher, formaöur
breska íhaldsflokksins flaggaði
meö nokkrum mánuöum fyrr og
hefurstjórnaöeftir siöan. Verk-
in sýna merkin. Breski ihalds-
flokkurinn vann kosningasigur
og járnfrúin hóf leiftursóknina
gegn lifskjörum breskrar al-
þýðu. Fljótlega hafði atvinnu-
leysiö tvöfaldast i Bretlandi og
samsvarar nú þvi, að allir Is-
lenskir sjómenn á fiskveiðiflot-
anum og allt fiskverkunarfólk i
landi væri hér varanlega at-
vinnulaust.
petta ættu allir þeir sem
’heyra og sjá áróöursbrögð
flokkseigendafélagsins i Sjálf-
stæöisflokknum aö hafa rikt i
huga. Vilja menn skipta?
Viö viljum ekKi varpa allri
sök af hörmulegu ástandi at-
vinnumála i Danmörku á stjórn
Anker Jörgensens þar. Orsak-
irnareru margþættar, og stjórn
Ankers aöeins minnihluta-
stjóm. Hitt erum við sannfærö
um, aö svo illa sem dönskum
krötum hefur gengiö aö ráöa við
vanda atvinnumálanna þar, þá
er sú sérkennilega útgáfa af só-
sialdemökrötum, sem hér skip-
ar forystusveit Alþýöuflokksins
ekki liklegri til heilla I atvinnu-
málum væri þeim fengin völd I
hendur. Og i Danmörku er nú
fjöldaatvinnuleysi meö þeim
hætti eins og I Bretlandi, aö paö
samsvarar þvi að hér væru
þrettánþúsund manns varan-
lega atvinnulausir eöa allt okk-
ar starfsfólk i sjávarútvegi,
bæöi á landi og sjó.
Það er sagt að reiðuíé atvinnu-
leysistryggingasjóös gangi til
þurrðar á fáum dögum nú. Ætli
þeir sem atvinnu héldu, fengju
ekki fljótlega nóg að borga i at-
vinnuleysisbætur, ef danskt eða
breskt ástand yröi hér varan-
legt I atvinnumálum?
Viö skulum muna þaö vel Is-
lendingar, aö þött hjá okkur
gangi sitthvað úrskeiöis, þá er-
um viö um margt betur settir en
flestar okkar nágrannaþjóðir,
og við höfum margt aö verja.
Meðan allir hafa fulla atvinnu
finnst mörgum slikt sjálfsagt
mál. En viö erum ekki ein i
heiminum. Og viö skulum horfa
á löndin I kringum okkur I þeim
sökum. Og viö skulum taka
höndum saman um að verja þaö
háa atvinnustig, sem hér hefur
tekist aö halda uppi síðustu ár,
— þótt sumir mættu vinna
meira en aörir minna. k.