Þjóðviljinn - 09.01.1982, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 09.01.1982, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 9.—10. janúar 1982 Með ferju inn í bylting- • una E itt mistri vafið vorkvöld, skömmufyrir páska, lögðum við að stað, með ferju, inn i bylting- una. Þófarkosturinn væripólskur sáust um borð engin merki þeirra samfélagsýfinga sem áttu sérstaði heimalandinu. Hið eina sem gaf vísbendingu um að stórir atburðir ættu sér stað handan Eystrasalts var fámennið; — þetta nær algjöra tóm sem um- lukti þessa glæsilegu og velbúnu ferju. Eina fólkið um borð fyrir utan áhöfnina var, auk min og Óma, ungur danskur kommúnisti með tvo syni sina. Þeir hafa kannski verið orðnir þreytíir á dýragarðinum, — Tivoli ekki enn opnað og h\\að er þá eðlilegra en sýna þeim byltinguna. bar fyrir utan voru örfáir Pólverjar á leið heim til fósturfoldarinnar. Á neðstu þiljum var sundlaug, gufubað og að minnsta kosti einn bar, — allt autt að frátöldu þvi fólki er taldist til áhafnarinnar, það stóð viðbúið á sinum stað #ð veita farþegum þjónustu. ,A neðstu þiljum var og nætur- klúbbur, en hann opnaði ekki fyrr en tveim tímum eftir að landfest- Hluti Klæðahússins (Sukiennice) á torginu I Crakow Ljósm.: Þorleifur Friðriksson Frá Löngulínu til Póllands um var sleppt, kl.01. Einhvers- staðar á efri þiljum fundum við samkvæmissal mikinn og vegleg- an sem búinn var leðurklæddum stólum, hvitdúkuðum borðum, bar, þjónum og hljómsveit. t litl- um hliðarsal var spilavi'tiö. Við settumst við borö, pöntuðum hvor sinn bjórinn og horfðum yfir auðan salinn, út i tómið. Hugur- inn fylltist angurværö. Angur- værðinni fylgdisyfja. Vitaskuld höfðum við ekki pantað neinn klefa til að sofa i, enda vitað af gamalli reynslu að slikt er hreinn óþarfi i pólskum ferjum. bar er ætið nóg af auðum stóhim og bekkjum sem hægt er að láta fara vel um sig meðan svifið er inn i' draumalandið. Ég sofnaöi vært á mjúkum bekk fyrir framan næturklúbbinn. Nærfjög- ur um morguninn varð drauma- landiðfyrir árás. Einhver potaði i öxl mina. Ómi vinur stóð yfirmér með bros á vör og þetta góðlega blik sem svo oft sést i augum drukkins fólks „Leibbi vaknaðu maður. Ég er búinn að redda fin- um klefa.” Hann haföi setið að drykkju með Kommúnistanum og fengið hjá honum þær upplýsing-. ar að við hliðina á klefa þeirra feöga væri opinn og auöur klefi. Af alkunnri danskri rausn og höfðingskap bauð hann óma vini full af not af þeim klef a. Auðvitað þáðum við slikt boð. Ég steinsofn- aði i efri koju. Klukkan átta vaknaði ég, dreif mig á fætur og fór að reyna að hrista lif I klefanaut minn. Hann svaf eins og steinn,— munurinn á mikinum og grjóti er ef til vill ekki svo mikill, — lifræn og ólif- ræn efnasambönd hvað er það? Frá ganginum barst skarkali og stunur sem urðu æ háværari. Aöur en varði var komin inn I klefannfeitkerling ihvitum slopp og meö ljósbláa nælonskuplu yfir skærgulu hári. Eftir að hafa litið rannsakandi i skrifblokk, sem hún dró upp úr vasa sinum, talaði hún einhver ósköp og virtist vera vond, — en orð hennar voru likt og fræ sem falla á berar klappir. Smám saman fór að renna upp ljós. Kommúnistinn hafði boðið meiren hannhafði ráö á, og konan taldi sum sé vist að við hefðum sofið þar sem við ekki máttum. Ómi var staðinn að verki þar sem hann lá og var far- inn að hrjóta. Ég hafðihins vegar staðið og bograð yfir honum þeg- ar kerlingin réðst inn svo hún hafði engar órækarsannanir gegn mér nema bæld rúmfötin. Sá kostur var mér þvi vænstur að reyna aö læðast út. Ég gekk aftur- ábak svo litið bar á, muldrandi einhver afsökunarorð fyrir kurt- eisis sakir. Kerlingin fylgdi þá á eftir og gerði ljóst með útréttum lófa að hún vildi fá 100 kr fyrir ó- leyfileg afnot af efri koju. begar engum skilningsglampa brá fyrir i sjáöldrum minum og ekkert kom nema eitthvert afsökunar- rugi, sem hefði getaö verið hvað sem var, jós hún yfir mig reiði- gromsi dýpst af sálarbotni sinum og augu hennar skutu gneistum. Úr orðaflaumnum tókst mér að vinsa eittogeittskiljanlegt orð og dró af þeim þá ályktun að skip- stjdrinn skyldi ná i mig áður en við legðumst að i Swinoujscie. Ég læddist með veggjum það sem eftirvar ferðarinnar. Uppi i kaffiteriu var hægt að fá ágætis þunnt kaffi, brauð og vatnsblandað smjör. bar beið ég óma i ofvæni að heyra af mála- lyktum. Aður en ég hafði fengið mér aftur i bollann var félagi minn kominn með næstum þvi bros á vör og fölar kinnar. „Kerl- ingarpfkan vakti mig með þess- um helvitis látum og tók af m ér 80 kall. Heyrðu er ekki hægt að fá eitthvað drykkjarhæft hérna? Djöfuls hausverkur.” Sektaðir á járnbrautar- stöð Við komum til Swinoujscie kl.9 um morguninn og förum þaðan hið skjótasta, — rétt kiktum á þennan litla ljóta bæ sem er upp- fullur af „mafi'ulýð” sem lifir af þvi að fara illa með „saklausa” túrista. Khikkan var 12.30 þegar við Iögðum af stað með gamalli hæg- fara jámbrautarlest i átt til Pozn- . an. 1 þvi úthverfi Szezesinborgar, sem nefnter Dombé þurftum við að skipta um lest, og biðum henn- ar á brautarpallinum i mikilli fólksmergö. Lestin kom, en við vorum ekki nógu fljótir að troða okkur inn. Áður en varði var hún svo full að útúr flaut. Fólks- mergðin var horfin, aðeins nokkr- ir vonleysingjar eftirstandandi. Til þess að afla upplýsinga um næstu lest og einnig til að fá ein- hverja hressingu þurfti að fara yfir tvenn spor sem lágu millum þess palls sem við stóðum á og stöövarbyggingarinnar. bessa leið var hægt að fara án þess að ganga yfir járnbrautarsporin með þvi að klifra upp og niður stóran tröppuskúlptúr sem bæði var hár og ljótur. betta skúlptúr- verk hafði greinilega verið byggt með það fyrir augum að forða fólki úr þeirri hættu að verða keyrt niður af brunandi lestum. Tröppuverkið var með eindæm- um hátt, ljóttog fráhrindandi, svo fæstir notuðu sér það heldur hlupu yfir teinana á jöröu niðri. Við höfðum staöið á pallinum nokkra hrið og spáð i hvað gera skyldi.og um leið horft á fólkfaba fram og til baka gegnum li'tið hlið, sem var á girðingunni millum sporanna tveggja. Er við höfðum séð 3 hermenn fara þar i gegn á- kváðum við að gera slikt hið sama. Viö vorum komnirað hlið- inu þegar járnbrautarlögga, i gráum frakka og með brillantin i hárinu,komgangandi á mótiokk- ur m eð bros á vör. Mikið var hann elskulegur — hjálpaði okkur yfir meö klyfjarnareftir að hafa opnað fyrir okkur hliðið. Hann brosti blitt — þangað til við vorum komnir yfir, — þá féll á andlitið mikilúðlegur valdsmannssvipur. Hann tók i axlir okkar og leiddi okkur inn á stöö, og með þei m tón, er sá einn hefur er valdisins nýt- ur, gerði hann okkur ljóst að við hefðum gerst sekir um ólöglegt athæfi. Við skyldum sektaðir um 200 zl. hvor. bar eð við höfðum aðeins fylgt i fótspor fjöldans þótti okkur heldur hart að við ein- ir, túristaræflar á framandi slóð- um, skyldum þurfa að gjalda valds löggustráksins unga. Vita- skuld mölduðum við i móinn. Hann leiddi m ig þá út, með bros á vör og þaninn brjóstkassa, og benti á li'tið hvitt skilti, með svörtum stöfum og stórum ryð- skellum sem hékk á staur við hliðið. Einhvern tima hafa á- byggilega verið notaðir tveir naglar en af einhverjum ástæð- um, — kanski i sparnaðarskyni hafði annar verið fjarlægður. betta litla skilti hékk nú þannig að ekki var alveg á ljósu úr hvaða átt skyldi lesið. Af minni hálfu gerðiþað heldur ekki svo mikið til þvi málið var mér óskiljanlegt. begar við stóðum þar og virtum fyrir okkur skiltið litla, gekk i gegnum hliðið gömul svartklædd kona með staf í annarri hendi og körfu í hinni. Lögregluþjónninn leit hið skjótasta undan og dró mig með sér inn á stöð hvar við borguðum okkar sekt fyrir lög- brotið. Ungur maður með gögn til Samstöðu begar við komum út beið okkar ungur maður með hringskegg og gráa alpahúfu. Hann kvaðst heita Witold og vera á leið til Poznan eftir aö hafa dvalið vikulangt i Uppsölum á málfræðingaráð- stefnu. Witold talaði prýðilega sænsku, enda hafði hann verið 4 árvið háskólann iUppsölum áður en hann flutti til Poznan þar sem hann kennir nú sænsku. Nú var hann á leiö heim hlaðinn 40 kg af hrisgrjónum og viðlika mikgum kilóum af pappirsgögnum til Samstöðu. — Ég sá hvaðgerðist— sagði hann. — Mér þykir leitt að þið hafið lent i þessu. bað er bara ekkert hægt að gera annað en borga og beygja sig i auðmýkt. Með okkur tókust kynni. Hann talaði um Samstöðu og þau stór- kostlegu straumhvörf sem væru að eiga sér stað i pólsku þjóðlifi. Hann talaði lika um eigin reynslu af erlendum fréttaflutningi af pólskum málefnum. Honum lá Iágt rómur en það var eins og hann vildi meitla orð sini'stein. — Þótt fréttaflutningur sé siður en A markaðstorginu Rynek Gtownií Crakow. Ljósm.: borleifur Friöriksson. -v.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.