Þjóðviljinn - 09.01.1982, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 09.01.1982, Qupperneq 11
Helgin 9,—10. janúar 1982 ÞJÓÐVILJINN — SíflA u svo áreiðanlegur í Póllandi, — sagði hann — þá er hann ekki betri vestan tjaldsins. Eitt dæmi nefndi hann sem hann kvaðst þekkja náið til. Alla þá viku sem hann var i Uppsölum höfðu sænskir fjölmiðlar sifellt verið að hamra á frétt af konu, — félaga i Samstöðu í Gdansk. Samkvæmt fréttum var hún rekin úr samtök- unum fyrir þá sök að vera of óbil- gjörn og ósáttfiis i garð stjórn- valda. — Tóm lygi — sagði hann. — Það eina sem gerðist var að kona þessi hafði borið upp tillögu um allsherjarverkfall, á fundi Samstöðu i' Gdansk. Tillagan var felld — Sömu sögp er að segja af hræðsluhjali veíturlenskra fjöl- miðla um hina sifellt yfirvofandi árásar hættu úr austri. Við Pól- verjarbrosum að þvi. Ekki vegna þess að við séum blindir fyrir þeim möguleika, heldur vegná þess að það er svo ljóst að á bak- við er ekki kviði vegna örlaga pólsku þjóðarinnar. Hræðsluáróðurinn er vopn gegn verkalýðshreyfingunni og sósíalismanum. Fólk hræðist sósíalismann en trúir að komm- únisminn i sinni tærustu mynd sé það sem er i Sovét. I hræðslu sinni gleymir svo fólk þeirri kreppu og spillingu sem er rikjandi i vestr- inu. Auk þessa hefur árásarhætt- an komið sér ágætlega, einmitt nú, þvi nú þarf að hvervæðast. Liklega kæmi það sér best fyrir Reagan og bandamenn hans að Rússar gleyptu okkur i einum bita. Þegarég inntihann eftirhvern- ig póskir fjölmiðlar fjölluðu um ógnunina úr austri sagði hann að rikisfjölmiðlar hefðu óbeint veif- að innrásargrýlunni i þeim til- gangi að reyna að hræða Sam- stöðu til undirgefqi. — Þótt þeir geti hrætt geta þeir samt aldrei sigrað, þvi við erum þjóðin. A brautarstöðinni i Poznan beið Witolds ung kona með tvö börn og hæruskotinn maður. Þau óku okk- ur að hóteli Dom Turysty, sem er i miðjum gamla bæjarhlutanum. Er við komum inn að afgreiðslu- borðinu var þar fyrir miðaldra kona i myrkri og kulda, vafin teppum. Hún prjónaði. Hótelið var lokað vegna eldsneytisskorts. Hótel Bazar var hins vegar opið. Okkur þótti það kúnstugt að þurfa að gera grein fyrir þjóðerni áður en við fengum uppgefið verðið á herbergi. — Nú já frá kapitali'sku landi, þá kostar herbergið 1200 zl. — Er við inntum Witold hverju þetta sætti, svaraði hann að vegna hins falska gengis zlotizins miðað við vestrænan gjaldmiðil væri nauðsynlegt að hafa tvenns konar verð, eitt fyrir fólk úr austurblokkinni og annað fyrir hina. — Ef þið fengjuð að borga sama verð og við væri það fifla- lega lágt miðað við tekjur ykkar, þegar þeim hefur verið skipt i zlotiz. Okkur finnst sh'kt hreinn óþarfi, enda er verðið samt sem áður hlægilegt fyrir ykkur miðað við hótelverð á vesturlöndum. Ef við Pólverjar ættum, hins vegar, að greiða það verð sem er hlægi- lega lágt fyrir ykkur, gætum við aldrei gist á hóteli. Mennmsíarborgin Poznan. Fyrir rúmum 1000 árum var viggirt þorp þar sem Poznan er nú. Þar var þá aðsetur fyrstu veraldlegu drottna Póllands. Seinni hluta 10. aldar varð borgin óvefengjanleg höfuðborg Pól- lands og um leið varð hún aðsetur fyrsta pólska biskupsins. Nokkr- um öldum siðarmisstiborgin höf- uðborgartitilinn til Cracow, en bað hindraði ekki áframhaldandi vöxt og gildi Poznan. A 15. öld varð hún mikilvæg kaupmiðstöð og fræg viða um Evrópu fyrir hina miklu markaði. Velsældin stóð þó ekki lengi þvi ilok 16. ald- ar og i upphafi þeirrar 17. hófust ýfingarmeðPólverjum og Svium sem áttu eftir að standa i meir en heila öld. A þessu timabili voru Sviar stórveldi en Pólverjar hins vegar lamaðir af innri sundrung og léttir i höndum stórveldisins. En það að erjurnar voru um yfir- ráðin yfir Eystrasalti, suð- austurströnd Eystrasalts og baltnesku löndunum, voru að vonum önnur veldi sem töldu sig kölluð til drottnunar. Danir of| Rússar voru m.a. þátttakendur í þessu valdatafli sem lauk ekki fyrr en i upphafi 18. aldar með Ein af mörgum biðröðum. Leigufarskjóti i Crakow. Ljósm.: Þorleifur Friðriksson. Pólsk „öreigakrá”. Ljósm.: Þorleifur Friðriksson. ósigri Svi'a, en þá hafði miklu pósku blóði verið úthellt. I tok 18. aldar var borgin aftur komin á fljúgandi ferð i átt til auðlegðar, en sú þróun var skyndilega stöðvuð með innlim- um borgarinnar i Rússaveldi 1793. Hin lamandi ringulreið sem svo lengi hafði verið rikjandi innan pólskrar stjórnsýslu, hélt áfram þótt Sviar væru úr sögunni. Prússar og Rússar færðu sig æ meirupp á skaftið og kepptust um að kaupa sér áhrif. Þessari þróun lauk með þvi að Pólland var skipt milli Rússlands og Prússlands og Austurrikis iþrem áföngum, 1772, 1793,og 1795. Pólland var ekkitili bili. t dag er Poznan borg með lif- andi menningarlif, mörg kaffihús og fjölbreyttan arkitektúr. Hún er fimmta stærsta borg Póllands með 540 þúsund ibúa og fjórða stærsta menntamiðstöð landsins þar sem að minnsta kosti 40 þús- und stúdentar eru við nám. örlagarik drykkja Að morgni laugardagsins fyrir páska hófum við Ömar könnun þessarar merkilegu borgar. Um miðjan dag, er við vorum orðnir þreyttir á að mæla göturnar og' lesa liðna sögu úr arkitektúrnum og nútimasögu úr iðandi mann- lifinu og búðagtuggum, fórum við inn á veitingahús til að njóta matarlistar þessarar sveltandi þjóðar. Okkur varð ljóst að við, sem erlendir ferðamenn með ör- litið af svörtum gjaldeyri, gætum hæglega sleikt hunang af þvörum mitt i öllu sveltinu. Er við vorum i þessum gómsætu krásum miðj- um, kjagaði þar að, sem við sát- um, akfeitur maður með bjórinn hangandi i mörgum fellingum, svita á enninu og bros á vör. Hann leiddi við hönd sér litla telpu og dæsti þungan. Þau settust við borið og buðu góðan dag, — sam- ræðurnar voru hafnar. Hann sagðist heita Stefán og vera arkitekt en hafa lögfræði sem tómstundagaman. Fyrir aðalstarf sitt þénaði hann 8000 zl. og fyrir tómstundastarfið 5000zl. á mánuði. Kona hans sem er læknir þénar 8000 zl. á mánuði Þau feðgin voru aðeins i stuttri páskaheimsókn hjá móður hans, en þar eð hún býr heldur þröngt bjuggu þau á hóteli. Eftir að hafa skipst á þess konar vitneskju og etið, bauð hann okkur i ökuferð um borgina og siðan upp á hótel til að kikja i' glas. Er við komum inn i herbergiö tók litla stúlkan i snatri saman fótin sem lágu á dreif um gólfið og hófsiðan að bjóða konfekt úr stór- um kassa. Gestgjafinn fór að huga að drykkjarföngum og ilát- um. Drykkjarföng voru ri'kuleg en ilátin engin nema glasið undan tannburstunum. Stefán horfði vandræðalegur á glasið. Eftir augnablik færðist bros yfir svita- blautt andlitið og hann hvislaði einhverju i eyra telpunnar. Hún kinkaði kolli, bauð okkur einn konfektmola og fór út. Að vörmu spori kom hún aftur, en jafn tóm- hent og hún hafði farið. Brosið datt af gestgjafanum. Hann tjáði okkur að enginn væri við á afgreiðslunni og enginn hótel- starfsmaður sjáanlegur. Ekkert glas að fánema tannburstaglasið. I sjálfu sér voru vandamálin eng- in nema að ekki var hægt að skála nema á táknrænan hátt. Stefán hafði tekið fram þrjár flöskur með þrem mismunandi Eilkóhólblöndum. Hann rétti mér tannburstaglasið, hellti það hálft af 96% spira, kreisti sitrónu i og blandaði með pepsi. Glasið titraði ögn i'höndum mi'num og ég hafði fiðring neðan þindar. — mér var mál að kukka. —Hér i Póllandi er vani að skála og drekka i botn i einum teyg, fyrir vináttu sakir. — Glasið fór að hristast. Áður en varði var það tómt, — það var ekki eins sterkt og ég hélt. ómi var næstur. Hann hafði beðið með óþreyjuglampa i augum meðan ég háði einvi'gið við glasið. Nú horiði hann dreymandi á er það var fyllt og hvolfdi þvi i sig án þess að blikka auga. Þegar gest- gjafinn hafði fengið sér var röðin aftur komin að mér, en nú var hellt úr annarri flösku. Sami hringur og sama kurteisislega skálunin. Glasið hristist ekki lengur Eftir annan hring kom sá þriðji og nú var drukkið eitthvað sem liktist hunangslikjör — mikið var þetta gott. Að þrem hringjum loknum var aftur fyllt i glasið með spiranum, pepsi og sitrónusafa, — herbergið fór að rugga. Þegar á leið rann félagi Ómi niður á gólf. Ég var næstum dottinn um hann þegar ég ,,þaut” inn á klósettað tosa mig við veig- arnar sömu leið og þær komu. Er ég hafði spúð siðasta gall- dropanum dróst ég, heldur aum- lega, inn aftur. Gestgjafinn hafði lagt Óma til i rúmi sinu. Sem bet- ur fer var þar pláss fyrir tvo. Klukkan 21.30 vaktiStefán okkur bliðlega og horfði á tvo vesalinga með vorkunnarblik i augum en samt glaðbeittur. Við ætluðum af stað til Cracow klukkan 23. Af flökurð höfnuðum við skilnaðar- skál, en gestgjafinn sagði eitt- hvað um æfingarleysi og drakk allra skál áður en hann ók okkur að hótel Bazar með glott i augum og svita á enni. Hann stundi þung- an. Litla telpan brosti. Við sóttum pjönkur okkar og náðum i tæka tið á brautarstöð- ina. Til allrar hamingju seinkaði lestinni svo mikið að okkur gafst timi til að fá okkur eitthvað i svanginn. Veitingaskáli stöðvarinnar er dæmigerður fyrirhinn póska ,,ör- eigastil”, — stórir auðir fletir, fólir kaldir litir. Kerling i' hvitum slopp jós kássu á diska. Kássan samanstóðaf einhverjum ókenni- legum leifum og hrisgrjónum. Þar eð ég hafði misst tvær fyrri máltiöir i klósettið nokkrum tim- um áður, þótti mér kássan unaðs- lega góð*, Óma þótti hún vond. ,,Er ekki hægt að fá brennivin að skola þessum óþverra niður með?” rumd’ann og leit þyrstum augum allt i kringum sig. ,,Ekk- ert vi'n og engin gleði”, tautaði hann um leið og hann gekk frd kássunni og hélt út i' m yrkrið i' leit að áfengi. Lestin átti að fara af stað til Cracow kl. 23.25. Þegar fimm minútur voru til brottferðar var Ómi vinur ókominn úr brenni- vínstúrnum. Ég æddi um stöðina eins og vitfirringur, hrópandi og kallandin— ekkert svar. Þegar ég var i einu ópinu miðju er tautað við hlið mér, — „hvaða djöfuls hávaði er þetta maður?” Hann stóð þar með hendur i vösum, dálitið illa til reika. „Ætli hægt sé að fá brennivin i lestinni? Þeir plötuöu mig helvitis beinin. Voru þrir. Stilltu mér upp við vegg og stálu af mér 300 zlotizum.” Við náðum lestinni.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.