Þjóðviljinn - 09.01.1982, Side 12

Þjóðviljinn - 09.01.1982, Side 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 9.—10. janúar 1982 Viðtalvið Regis Debray Allt frá þvi að Regis Debray sat i fangelsi i Bóliviu á 7. áratugnum hefur hann unnið að ritun hins mikla heimspekirits, sem hann sendi frá sér s.l. haust: „Gagnrýni hinnar pólitisku skynsemi”. í riti þessu afneitar Debray marxismanum sem lifsskoðun en aðhyllist engu að siður aðferð hans til rannsóknar á hinum efnahags- legu forsendum samfélagsins. Sænska blaðakonan Agneta Bohman átti þetta viðtal við Debray um afstöðu hans til stjórnmála og hugmyndafræði fyrir skömmu. » ÖLL ÞEKKING ER FRELSANDI AFL Regis Debray er í'ranskur rit- höfundur, sem á aö baki um 15 bækur, ritgerðasöin, dagbækur, pólitisk barátturit og skáldsögur. Siöastliöiö haust sendi hann frá sér heimspekirit upp á tæpar 500 bls., „Critique de la raison politique” (Gagnrýni á hina póli- tisku skynsemi). Sjálfur segir Debray að „Gagn- rynin” sé sitt fyrsta íullmótaða ritverk, en hann hefur haft það i smiðum i nærri 10 ár. Hann hóf samningu þess er hann dvaldi i fangelsi i Bóliviu eítir að hafa tekið þátt i baráttu skæruliða þar undir forystu Che Guevara. Þaö hefur ekki sist orðið til aö vekja athygli manna á þessu torlesna verki, að þessi gamli byltingar- sinni situr nú i Élyséehöllinni sem ráðgjafi Mitterands forseta um utanrikismál. Menn hafa spurt þeirrar spurn- ingar, hvers vegna Debray hafi gefið út jafn langsótt verk og „Gagnrýnina” (titillinn visar til verks Kants „Gagnrýni hreinnar skynsemi”) þar sem jafn mikið er lagt undir og þar sem hugsað ertilhinnarsögulegu framvindu i öldum en ekki árum. Markmið bókarinnar virðist vera að miðla fræðilegri þekkingu á forsendum stjórnmálanna og takmörkum þeirra um leið. Lesandinn leitar án árangurs að leiöbeiningum um siðferðilega eða pólitiska aðferð i hinni daglegu baráttu. Gangvirki stjórnmálanna eru óbreytanleg og trúarsetningar hugmyndafræðinnar veita litla huggun. Eitthvað á þessa leið mætti túlka niðurstööur verksins, og einhvers staðar mitt i þeirri gjá, sem aðskilur hinn glögg- skyggna fræðimann og hinn bar- áttuglaöa sósiaiista, sem Debray hefur að geyma, erum við skilin eftir i bölsýnistrú sem túlka mætti á þessa leið: „Taktu af- stöðu og reyndu að þrauka af!” Sumir hafa fagnað þvi, — kannski of snemma — að þessi fyrrverandi skæruliði skuli hafa snúið af villu sins vegar. Aðrir, sem að öllum líkindum hafa ekki haft það af að komast i gegnum bókina, hafa verið fljótir að stimpla hann með heitinu „nýr heimspekingur” og látið fylgja með slagorö um „dauöa hug- myndafræöinnar”. Gagnrýnir lesendur gætu hins vegar auð- veldlega spurt sjálfa sig, hvort þetta verk Debrays sé nýjasta intelektúella tiskufyrirbærið á Parisarmarkaðnum þar sem smjattað sé á þversögnum og mól sögnum af meðfæddri leikni. Hin pólitíska óskynsemi Jafnvel franskir gagnrýnendur hafa stungiö undan flókinni og þvingaðri framsetningu og óhlut- lægni i bókinni þar sem hin stranga röksemdafærsla er oft rofin af snjöllum máltækjum og háðskum orðaleikjum. Þegar ég hitti hinn önnum kafna forseta- ráðgjafa einn sunnudag i desem- ber til þess að ræða við hann um þetta heimspekirit varö fyrsta spurning min þessi: A.B.: Hver er tilgangur bókar- innar og hverjar eru mikiivæg- ustu spurningarnar, sem hún glimir við? R.D.: Höfuðviðlangsefnið er þetta: Er hægt að skýra óskyn- semina i stjórnmálunum af skyn- semi? Gengið er út frá gagnrýnni og orsakabundinni skynsemistrú, sem ég reyni að nota mér til þess að sundurgreina hinar nauðsyn- legu forsendur og jafnframt tak- markanir stjórnmálanna og þá um leiö lifssiulyrði samfélagsins og félagsvitundarinnar án tillits ,Konstantín keisari skildi aö pólitísk eining grundvallast á trúarlegri einingu og að keisararíkiö varð aöeins afmarkaö meö tilvís- un í trúarsetningar, i þessu tilfelli kennisetninguna um holdtekninguna og hið guödómlega eðli Krists ... ” til hugmyndafræðikerfa, trúar- setninga eða siðferðilegra kerfa. A.B.: Þér haldið þvi fram af svartsýni, að aukin innsýn í gang- virki stjórninálanna verði ekki tii þess að betrumbæta möguleika okkar á að boða skynsamari póli- tik — „ekki eru til nein mótefni gegn óskynsemi stjórnmáianna” —. Aö hvaða notum kemur þá þessi þekking? R.D.: Þekkingarleitin er tak- mark i sjálfu sér, sem ekki þarf aðréttlæta. í „Gagnrýninni” leit- ast ég við að gera heiminn skiljanlegan en reyni ekki að breyta honum. Ef við notum okkur orðalag Kants, þá er það markmið hinnar gagnrýnu hugsunar að sannprófa hvað sé mögulegt eða ómögulegt. Til dæmis getum við ekki losað okkur undan lögmálum eðlisfræð- innar, jafnvel þótt við höfum aflað okkur skilnings á þeim. A sama hátt veitir þekkingin um skilyrði og forsendur hins sam- félagslega lifs enga frelsun frá þeim. Hins vegar getur þekkingin hjálpað okkur á verðinum gagn- vart þeim alræðislegu og kirkju- föðurslegu þáttum, sem finna má i öllum samfélögum jafnframt þvi sem þekkingin getur auð- veldað okkur að skapa þær lýðræðislegu málamiðlunar- lausnir sem mögulegar eru i vit- undinni um að hið fullkomna lýð- ræði er tálsýn og blekking. Ég get fallist á það sjónarmið, að þetta sé ekki bjartsýn bók, en égfrábiðmérorðið svartsýnn. öll þekking er frelsandi. Óumbreytanlegt samfélag A.B.: Þér talið um aö stjórn- málin (la politique) hafi lengi hulið hið pólitiska (le politique) fyrir yður. Hvernig greinið þér hiðpóiitfska frá stjórnmálunum? R.I).: „Hið pólitiska” er hlut- laust hugtak, sem ég get notað til þess að skilgreina hið óumbreyt- anlega og stöðuga i samfélags- þróuninni, t.d. þær almennu for- sendur sem gilda fyrir þvi að samfélag geti orðið til. „Stjórn- málin” eru hins vegar sú aðferð, sem einstaklingurinn notar til þess að átta sig i ákveðnu þjóð- félagi. Ég sé fyrir mér tvo mögu- lega þróunarmöguleika — annars vegar þá er snerta afstöðu mannsins til hiutanna og náttúr- unnar og þar sem þróun getur átt sér stað, hins vegar afstöðu mannanna til hvers annars, kúgun mannanna á öðrum mönn- um, en hún er stöðug og endur- tekur sig i sifellu. Tæknin þróast áfram en ekki stjórnmálin. Það er álika meiningarlaust að tala um framfarir innan stjórnmál- anna eins og i listinni eða sál ein- staklingsins. A.B.: En eigið þér þá við form stjórnmálanna eða innihiad? Mér virðist sem þessi röksemdafærsla gæti oröið torskilin fyrir það fólk sem á bætt lifskjör stjórnmál- unum að þakka. R.D.: Meðul stjórnmálanna, þ.e.a.s. aðferð valdbeitingarinnar og tækni kúgunarinnar hefur vissulega breyst, allt frá návigis- bardögum fornaldarinnar til kjarnorkustyrjaldar, frá prent- listinni til tölvutækninnar, en i stjórnmálunum finnum við ekkertnýtt. Viö verðum að sjá hið óbreytanlega eðli stjórnmálanna isögulegu ljósi. Hinn stjórnmála- legiog hinn trúarlegi þáttur þjóö- félagsuppbyggingarinnar, sem upprunalega voru órjúfanlega samfléttaðir, röknuðu sundur á vissu timaskeiði. Eftir borgarabyltinguna á ,Hiö stórfuröulega við þau sósialisku þjóöfélög sem nú eru við lýöi er að þar fær kenning, sem átti aö vera vísinda- leg, á sig eðli trúar- bragöanna um leið og hún breytist yfir í samfélagslega hugmyndafræöi... ” Vesturlöndum kom fram verald- legt vald og „borgaralegt” sam- félag. Það er hins vegar um- deilanlegt, hvort skilin á milli hins trúarlega og hins pólitiska þáttar hafi gerst á Vesturlöndum, gagnstætt þvi sem varð i Austur- löndum, þar sem hinir trúarlegu og pólitisku þættir eru ennþá samtvinnaðir. Menn hafa gagnrýnt bók mina á þessum forsendum: Debray horfir framhjá þeim mun sem er á trúarlegum alræðisrikjum og lýöræðisrikjum okkar. Það er vissulega rétt, að það eru fleiri aldir siöan riki og kirkja (kaþólsk) voru aðskilin og þar með stjórnmálin og trúmálin, og trúin hefur hörfað inn á svið einkalifsins, en þetta eru ólik form óbreytanlegs lögmáls. Kenning min ersú, að tilsé sér- stakt „eðli stjórnmálanna” og þar með einnig rökrétt eöli sér- hvers þjóðfélagshóps. Þjóð- félagshópurinn einkennist af þvi sem ég kalla „ófullkomleika” (incomplétude), það er aö vera sjálfum sér ónógur. Það felur i sér að ekkert þjóðfélagskerfi verður byggt eingöngu á sinum eigin viðmiðunarforsendum. Kerfið getur þvi'aðeins lifað af að þaö sé afmarkað á rökrænan eöa áþreifanlegan hátt, t.d. með afmörkuðum landamærum þjóö- rikisins. Samkenndin verður aö byggjast á ytri skilyrðum eða á hinn bóginn lúta trúarlegu (trans- cendent) yfirvaldi. Það þýöir, að samkenndin og samfélagið er af trúarlegum toga, þar sem tilvist þess byggir á ytri eða utanað- komandi forsendum (transcend- ens). Hugtökin „hiö lokaða” og „hið opna” eins og þau koma fyrir i' verkum Bergsons gegna annars lykilhlutverki i bókinni. Annað lykilhugtak i verkinu er „miðillinn” (mediateur). Það felur i sér að sérhver þjóöfélags- hópur þarf á goðsagnakenndri personu að halda, sem verður tákn fyrir ódauöleika hópsins og gerir honum mögulegt að mynda sina eigin sjálfsimynd. Þessi röksemdafærsla skýrist best með þvi sem ég hef kallað konstantinusarkomplexinn. Þegar Konstantin keisari byggöi upp Rómverska heimsveldið skildi hann vel að pólitisk eining grundvallast á trúarlegri einingu (ortodoxi), og hvernig ákveðið landssvæði, þ.e. keisararikiö, varð aðeins afmarkaö meö til-

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.