Þjóðviljinn - 09.01.1982, Síða 17
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 9—10. janúar 1982
Helgin 9,—10. janúar 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 17
st
,Strammaskáldið” og rithöfundurinn MÁLFRÍÐUR EINARSDÓTTIR
//Maðurinn minn var enn bókeiskari en ég". Málfriður
var gift Guðjóni Eirikssyni kennara/ en hann lést 1970.
Málfríður Einarsdóttir rithöfundur hlaut á gamlárs-
dag verðlaun úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins. Mál-
fríðurer82jaára gömul og hefur gefið útf jórar bækur á
undanförnum f jórum árum, en sýslað margt við ritstörf
á langri ævi. Viö brugðum okkur í heimsókn til Málf ríðar
inn á Rauðalæk og áttum við hana spjall þetta.
íslenskum hégiljum
vegna þess aö ég er kvenmaöur
eöa vegna minnar skapgeröar,
veit ég ekki vel. En ég veit að
þetta hefur allt breyst mikiö.”
„Þú segist hafa lesiö mikiö alla
tiö. Hefur einhver rithöfundur
haft meiri áhrif á þig en aörir?”
„Ég læröi aö lesa 5 ára og siöan
hefur þessu ekki linnt. Ég var nú
meiribókaormurinn. En mest hef
ég haft gagn og gaman af aö lesa
Halldór Laxness. Og mér þótti
vænt um skeytiö sem ég fékk frá
honum, þegar ég hafði tekiö viö
þessum verölaunum.” Og nú sýn-
ir Málfriður okkur skeyti, þar
sem þaö liggur á skrifboröinu.
Ritvélin á boröinu er býsna
fornfáleg, og viö spyrjum Mál-
friöi um uppruna hennar.
„Ég segi stundum aö hún sé frá
Arna Magnússyni. Hið sanna er,
aö hún mun vera frá hernum, —
úr seinni heimsstyrjöldinni.”
„Hefur þér aldrei dottiö i hug
aö fá þér léttari vél, t.d. raf-
magnsritvél?”
„Ég er hrædd um aö svoleiöis
vél sé fljótari en heilinn. Ég vil
heldur hugsa um leiö og ég skrifa.
Ég er ekki viss um aö rafmagns-
tempó sé samstiga minni hugsun.
En þessi vél endist i mörg hundr-
uö ár og þaö má skrifa á hana
hundraö bækur.”
„Hefuröu fleiri áhugamál en
bóklestur?”
„Ég kynntist myndum Rem-
brandts, Leonardos og Michel-
angelo þegar ég var 16 ára. Siöan
hef ég elskað þessa menn og
myndlistina. Listelskur saka-
dómari sagöi viö mig á dögunum:
„Heldur þú ekki aö Leonardo sé
mesti listamaður allra tima”.
„Það hef ég alltaf haldið.” svaraöi
ég. Hann gengur til hjartans.”
„Hvaö meö tónlist?”
„Ég heyröi aldrei söng nema
rammfalskan þegar ég var aö al-
ast upp. Ég hef trúlega búið lengi
aö þessari lélegu tónmennt i upp-
vextinum þvi ég hef litla gáfu fyr-
ir tónlist. Þó eru 3 tónskáld i föö-
urætt minni, Jón Leifs, Sigvaldi
Kaldalóns og séra Bjarni á Siglu-
firöi. Einu sinni heyröi ég þó tón-
list sem snart mig. Það var vist
upptaka allra tima: Sjeljapin aö
syngja Tsjaikovský. Þaö skynjaöi
ég, þráttfyrirmittdaufa tóneyra.
I framhaldi af myndlistaráhug-
anum er krosssaumurinn. Jón
Helgason kallaöi mig „stramma-
skáldiö”, þvi ég var alltaf aö
sauma i stramma. Meira aö segja
var sýndur eftir mig krosssaum-
ur á „Den frie”. Gestur Þor-
grimsson segir aö listagáfan geti
birst 1 ýmsum myndum, og lik-
lega er eitthvaö skylt meö þessu
öllu. Ég teikna sjálf megniö af
þessum ófreskjum sem ég
sauma, einstaka krossfiski hef ég
þó stoliö, og Svavar Guönason
hefur teiknaö ýmis kvikindi fyrir
mig. Svo hef ég stækkaö myndir
eftir Kjarval og tekiö upp gömul
mynstur.”
Nú dregur Málfriöur upp kynst-
ur af krosssaumsmyndum, hreint
ótrúlegum. Þarna eru mynstur
frá Perú, tekin úr 2000 ára gömlu
likklæöi, önnur frá Austurlöndum
og enn önnur af mikilfenglegum
sjávarskrimslum, sem Málfriður
hefur teiknaö.
„Þetta er mest úr sjó,” sagöi
Málfriöur og sýnir okkur vegg-
teppi sem hangir i stofunni.
„Þrándur Thoroddsen gerði stóra
drjólann og „slörhalann”, en
Hólastafinn hér i homunum geröi
ég sjálf. Þetta var merki rithöf-
undafélagsins i eina tiö. Svo eru
hér ýmsar aðrar ófreskjur. List-
elskur maöur sagöi mér aö þessi
verk min væru súrrealisk.”
„Ertu trúuð, Málfriöur?”
„Ég ætlaöi aö reyna það, en þaö
tókst ekki. Trúfræöin er mest
rugl, en samt er eitthvaö i þessu,
en viö vitum ekki hvað það er.”
„Ertu kannski örlagatrúar?”
„Nei. Ég hallast helst aö is-
lenskum hégiljum”.
Frekari skýringar fengum viö
ekki á þvi, en snerum okkur aö
stjórnmálum.
„Ég hef eiginlega aldrei veriö
pólitisk. Þaö þarf svo mikla þekk-
ingu til aö gera sér viöhlitandi
grein fyrir stjórnmálum. En það
er illt ef barátta á milli kapital-
isma og kommúnisma ætlar aö
útrýma mannkyninu.”
„Ertu herstöövaandstæöing-
ur?”
„Ég held endilega aö við hefð-
um aldrei átt aö hleypa hernum
inn i landiö.”
„Vildir þú vera ung i dag?”
Málfriöur meö krosssauminn. Lengst til vinstri á myndinni er púöi sem
Kjarval hefur teiknaö, en viö hliöina má sjá púöa meö gömlu mynstri
frá Perú. A hnjánum hefur Málfrföur tvöaf skrimslunum.
Málfriöur er hrædd um aö rafmagnsritvélar fari hraöar en heilinn og
vill frekar þessa striösáraritvél, sem hægt er aö „skrifa á 100 bækur
enn”. Ljósm. — eik. —
„Ef heimurinn væri ööru visi.
Ég leit i þýskt blaö þegar ég var
aö biöa eftir augnlækni i dag.
„Heimsmartröö” kalla þeir
vopnakapphlaupiö. Þaö er eins og
þetta veröi aldrei nóg. Nú geta
þeir kálaö öliu mannkyninu oft,
og samt heldur þetta áfram. Það
er þó eftirsóknarvert að vera
ungur vegna betri lifskjara, en of-
dekrið borgar sig ekki. Velferðin
er beggja handa járn. Og tæknin
má aldrei skyggja á skapandi
menningu.”
„Nú er ár aldraöra. Hvaö held-
ur þú aö öldruöu fólki kæmi
best?”
„Ef hægt er aö koma i veg fyrir
aö þaö einangrist. Ég veit reynd-
ar ekki hvernig þaö er hægt, þvi
unga fólkið vili helstekki búa meö
þvi. Þaö er fyrst og fremst vegna
málsins sem unga fólkiö þarf á
hinum eldri aö halda. Þaö er allt
of litiö talaö viö börn. Þau læra
ambögurnar hvert af ööru. Ég
þekki gamla konu úr Svartárdal
sem er svo vel máli farin aö þaö
verður aidrei betrumbætt. Hún
er algerlega óskólagengin.
Börnin heföu gott af aö læra máliö
af siíkum ömmum. Linmæli,
þágufallssýki og oröfæö er meiri-
háttar vandamál.”
„Ertu lengi aö skrifa bækur
þinar?”
„Þetta gerist allt óvart. Þegar
ég fer aö hugsa, eins og flestir
gera vist, þá verður þetta verra.
Þess vegna breyti ég litlu. Þetta
koppast svona upp úr sálarkirn-
unni. Mér likar aldrei neitt sem
ég geri. Ég vildi vera montin, en
það gengur ekki. Mér finnst þetta
allt ómögulegt hjá mer.”
„Hvernig varö þér viö aö fá
þessi verölaun?”
„Ég átti alls ekki von á þeim.
Verst aö nú getur maöur engu
eytt. Þegar mig langaöi til aö
eyða átti ég enga peninga. Ég
myndi fara til Flórens meö góö-
um ferðafélaga, ef ég væri heil-
skyggn og heilbrigð.”
„En þú ætlar aö skrifa meira?”
„Já, tvær bækur eru væntan-
legar og þýöing eftir mig á
„Dvergnum” eftir Lagerquist
verður gefin út hjá AB á þessu
ári.”
Þegar hingaö var komiö i viö-
talinu bauö Málfriöur upp á kaffi-
sopa og um leið röbbuöum viö um
krosssaumsmyndirnar hennar.
„Hér vantar mig endilega gott
garn i sjó,” sagöi Málfriöur og
sýndi mér eitt sjóskrimslaverkiö.
Þaö varð úr aö viö enduöum
viötaliö á þvi aö fara saman út i
hannyrðaverslun og kaupa þar
ágætis garn I bláan sjó, sem und-
irrituð ber alla ábyrgö á „þvi ég
treysti ekki lengur þvi sem ég
sé”, eins og Málfriöur sagöi.
— þs.
„Ég missti móöur mina þegar
ég kom i heiminn. Hún liföi aöeins
i viku eftir aö ég fæddist. Ég var
flutt til ömmu minnar og dóttur
hennar og ólst þar upp að Þing-
nesi i Bæjarsveit. Þá var nýbúiö
aö setja fræðslulög, svo aö ég fór
ekki alveg á mis viö skólagöngu i
bernsku. Til Hvitárbakka fór ég
svo i ungiingaskóla, en þar var
Siguröur Þórólfsson skólastjóri.
Hann haföi komiö til min ný-
fermdrar og fært mér fallega ást-
arsögu i rauöu bandi og boðiö mér
aö koma i skólann.
Fyrst leiddist mér á Hvit
árbakka og fannst allir vera
fullorönir nema ég, en seinni vet-
urinn fannst mér ég vera oröin
jafningi þeirra. Þaö kom til tals
aö ég færi til Reykjavikur i
menntaskóla. Þetta var áriö 1914.
Leist lækninum svo illa á lungun i
mér að hann taldi af og frá aö ég
færi i óloftið I Reykjavik. Þá voru
engir bilar til i Reykjavik og ekk-
ert óloft, enda haföi þessi læknir
þegar drukkiö frá sér ráö og
rænu. En ekkert varö úr mennta-
skóladvölinni.”
„En þú fórst i Kennaraskól-
ann?”
„Já, það var alltaf einhver hug-
ur i mér aö veröa rithöfundur. Ég
las Selmu Lagerlöf sem unglingur
og vissi aö hún haföi kennarapróf.
Ég taldi þvi vist, aö það væri gott
próf fyrir rithöfunda. Ég fór i
Kennaraskólann og lauk prófi
1921. Kennslan átti reyndar aldrei
viö mig og fékkst ég litiö viö hana
um ævina.”
„Skrifaöiröu eitthvaö á skóla-
árunum?”
„Það var litið. Og fékk ekkert
hrós fyrir ritgeröir fyrr en á loka-
prófinu. Þá sagöi Siguröur Guð-
mundsson, siöar skólameistari,
viö mig: „Hún var góö rit-
geröin, en ég veit ekki hvaö þér
fáiö fyrir hana.” Ritgeröirnar
sem ég skrifaöi á lokaprófinu
voru um Gunnar á Hllöarenda og
landafræöikennslu. Ég fékk 5,1 áf
6 mögulegum i einkunn.”
„Eitthvaö hefuröu þó skrifaö á
þessum árum?”
„Ég las aöallega, — allt sem ég
náöi i. Ég held aö ég hafi lært
sænsku af þvi aö lesa Selmu Lag-
erlöf, þvi ég hafði ekki einu sinni
S % *
SW'*461'1'
gfPHIPll
rtogaín****
p - ;
«4
BV*“r í,lt
.avvait
I þessu skeyti stendur:
Aö þessu hlaut að koma.
Þakka trúfestu þina viö orðiö.
Sigur fyrir kvenstéttina.
Sigur fyrir Eddukvæöin.
Halldór Laxness.
oröabók. En ég var hrædd við aö
skrifa. Mér er minnisstætt þegar
viö áttum aö skrifa bréf I skólan-
um. Ég kveiö fyrir eins og þaö
ætti aö hálshöggva mig. Þá kom
blessuö inflúensa og við vorum
sett i sóttkvi og ekkert varö úr
skriftunum. Og aldrei varö ég
eins fegin.”
„Gekk þér vel I skóla?”
„Ég var vist dauf og viöutanieg
I fyrsta bekk, og séra Magnús
Helgason hélt aö ég kæmist ekki
upp, en svo vantaði aðeins 3 stig i
hámarkseinkunn hjá mér upp úr
bekknum.”
”Hvað tók svo viö eftir skól-
ann?”
„Ég fluttist aö Þingnesi og sið-
an aftur til Reykjavikur þegar ég
var 28 ára. Þá giftist ég Guðjóni
Eirikssyni kennara og viö stofn-
uöum heimili. Ég eignaöist son,
en veiktist og var flutt að Vifils-
stööum. Sonur minn Þorsteinn
kom svo á eftir mér, þvi hann
haföi lika veikst af berklunum.
Við áttum lengi I þessu bæöi. Ég
læknaðist ekki fyrr en ég fór til
Danmerkur 1949 og var sett i 1000
kolboga ljós og marga lyfjakúra.
Þá var mér bannað aö skrifa.
„Husk, at det skal være venstre
hdnd”, sagöi hjúkrunarkonan
þegar ég var aö stelast til aö
skrifa meö þeirri hægri, en þeim
megin voru berkiarnir.”
„Og léstu þér segjast?”
„Nei — nei. Jón prófessor
Helgason hvatti mig tii aö skrifa
og hann haföi mikil áhrif á mig.
Þá var fariö aö birta eftir mig I
Helgafelli. Elias Mar sá blööin
sem ég hafði páraö og sýndi þau
Sigfúsi Daöasyni, og hann gaf
þetta út. Hann hefur siöan gefiö út
allar minarbækur hjá Ljdöhúsi.”
„Þin fyrsta bók kemur út 1977,
|>egar þú ert á áttræöisaldri.
Haföiröu ekki reynt aö koma
þeim á framfæri fyrr?”
„Jú, en fékk ekki útgefanda. Ég
sýndi þetta nokkrum, en fékk til
baka meö ólundarsvip.”
„Heiduröu aö þú hafir átt erfiö-
ara uppdráttar vegna þess aö þú
ert kvenmaður?”
„Ég get ekkert gert mér grein
fyrir þvi. Misrétti á milli karla og
kvenna kom mér ekkert viö. Þaö
var ekki til á minu heimili. Maö-
urinn minn var enn bókelskari en
ég.”
„En þótti þetta ekki undarlegt
tiltæki hjá ungri stúlku aö vilja
vera skáldkona?”
„Heldurðu aö ég hafi sagt
nokkrum lifandi manni frá þvi? A
19. öldkom aðeinsút ein ljóöabók
eftir konu á Islandi. Þaö var
ljóðabók Júliönu Jónsdóttur.
Skáldsögur skrifaði aðeins Torf-
hildur Hóim. Og i skólabókum
minum stóð: „Gift kona er ekki
fjársinsráöandi”.Svo maöur var
ekkert að flika þessu. Ég fékk
ekki að kjósa fyrren 1927. Þá var
ég 28 ára og kaus Framsókn.
Égáttimjög erfitt uppdráttar
sem rithöfundur. Hvort þaö var
,, Taldi aö
kennarapróf
væri gott fyrir
rithöfunda”
,,Þetta koppast
svona upp úr
sálarkyrnunni”
,,Gift kona
er ekki fjár
síns ráðandi”
stóö í skóla
bókum mínum
,,Fékk handritin
mín til baka meö
ólundarsvip”
,,Ég teikna sjálf
megnið af
þessum
ófreskjum ”
„Ég hallast helst
aö íslenskum
hégiljum ”
,,Heyröi aldrei
nema
rammfalskan
söng í
uppvextinum”
,,Þaö er talaö
of lítiö við börn ”
,,Strammaskáld
kallaði Jón
Helgason mig”
,, Velferðin er
beggja handa
járn ”