Þjóðviljinn - 09.01.1982, Side 19

Þjóðviljinn - 09.01.1982, Side 19
Helgin 9.—10. janúar 1982. ÞJöÐVILJINN — SÍÐA 19 leikstýrði. Eftir það var braut hennar bein á kvikmynda- tjaldinu. Af kvenfrelsiskonum 4. áratugsins þótti hún hörðust allra á kvikmyndatjaldinu. Ahorfendum þeirra tima stóð jafnvel ógn af þvi hve frökk hún var og jafnframt þvi hversu kynþokki hennar var áberandi. Það þótti þvi nauðsynlegt að finna mótleikara sem voru afar sérstakir og gætu komið henni niður á jörðina. Á 4. áratugnum var þessi maður Gary Grant. Hann var álika glaðbeittur og Katharine Hepburn og stóð jafnvel enn meiri gustur af hon- um. A 5. áratugnum var aðal- mótleikari hennar Spencer Tracy, trausti og tilfinninga- næmi maðurinn. Þó að hann væri eins og akkeri en hún eins og seglskúta fyrir fullum vindi náðu þau vel saman á tjaldinu og reyndar utan þess einnig, allt til dauða hans árið 1967. Aðrir helstu mótleikarar hennar i fjöl- mörgum kvikmyndum voru t.d. John Wayne, Peter O’Toole og Humprey Bogart. Hann var feimnastur allra Henry Fonda hefur löngum þótt feimnastur allra kvik- myndaleikara og fyrr á árum virtist honum ávallt liða illa i hlutverkum sinum. Þetta varö til þess aö áhorfendur fundu til einhverrar samkenndar með honum og héldu frekar með honum heldur en sjálfsöruggu glæsimönnunum. Um 1940 var Henry Fonda kominn á kaf i pólitisk hlutverk. Hann lék þá i kvikmyndum eins og Jesse James og Þrúgur reiðinnar með haröri ádeilu á spillt kerfi og á dögum MacCarthy-ofsóknanna lenti hann i erfiðleikum vegna þess eins og fleiri þekktir leik- arar. Henry Fonda hefur nýlega skrifað ævisögu sina og þar kemur fram að ein besta æsku- minning hans var þegar móöir hans vakti hann um miðja nótt svo að hann gæti séö halastjörnu sem aðeins sést á 76 ára fresti. Hann var lika leiddur af föður sinum á aðaltorg bæjarins, svo aö hann gæti séö svertingja refsað þar opinberlega. Hann var orðinn velþekktur leikari 26 ára gamall og kvæntist þá hinni loftkenndu leikkonu Margaret Sullavan, sem hélt óspart fram hjá honum. Hún framdi sjálfs- morð. önnur eiginkona hans Frances Brokaw, móðir Jane og Peter Fonda, framdi einnig sjálfsmorð. Þetta varð til þess að hann hélt börnum sinum frá sér og það er aðeins fyrir nokkr- um árum að Peter Fonda, sonur hans, braut isinn og það er eiginlega fyrst við upptöku á On Golden Pond i júli 1980, sem Jane Fonda nær saman við föður sinn. Alls hefur Henry Fonda verið giftur 5 sinnum. Jane Fonda og samband hennar viö föður sinn Jane Fonda er stórstirnið sem faðir hennar náði aldrei full- komlega að vera. Tvisvar hefur hún fengið Óskarsverölaun (Klute og Coming home) en hann var einu sinni útnefndur til þeirra (Þrúgur reiðinnar) en fékk þau ekki. Hún hefur komist á forsiður heimsblaöa fyrir baráttu sina gegn Vietnam- striðinu og kvenfrelsisbaráttu og hún leggur alla sina tilfinn- ingu i leik sinn (likt og Kathar- ine Hepburn), en hefur ekki þá fyrirvara á sem einkennt hafa leik föður hennar. ,,Við urðum þess bæði vör”, segir Henry Fonda, ,,i samleik okkar i On Golden Pond, að við vorum með vissum hætti og stundum m jög áberandi að leika okkar eigið samband sem faöir og dóttir. Jane lék með mikilli geðshræringu, t.d. á þvi augna- bliki i myndinni, þegar hún er að reyna að ná réttu sambandi við fööur sinn og ég læt sem ég viti ekki hvað hún er að fara”. Þannig má segja að þessi nýja kvikmynd, sem hefur vakið svo mikla athygli, endurspegli með nokkrum hætti lif þriggja aðalleikaranna. En það er samt ekki það sem gerir hana góða, heldur frábær leikur úrvalsleik- ara og góð leikstjórn. (GFr —byggtá Time). Bergsveinn Skúlason skrifar: Ungum var mér sagt, að ég ætti margt frændfólk á Hjallasandi. tngveldur Skúladóttir föður- amma min átti heima hjá foreldr- um minum i Skáleyjum siöustu árin sem hún lifði (d. 1916). Hún ólst upp á Hjallasandi hjá móður sinni og frændfólki. Faðir hennar drukknaði þar ytra þá er hún var kornúng. Einu sinni, nærri pásk- um, fór hún út á Sand til fundar við frændfólk sitt. Þegar hún kom aftur, hafði hún i farangri sinum freðýsu, snjóhvita og glerharða. Ýsan sú er það besta sælgæti sem inn fyrir minar varir hefur komið um dagana. Hún skipti sælgætinu á milli heimilisfólksins, og mun það ekki hafa enst lengi. — Er alltaf borðuð freðýsa á Hjallasandi? spurði ég ömmu mina. — Freðýsan skriður nú ekki á land, þó út á Hjallasandi sé, svar- aði hún. Faðir minn og tengdafaðir höfðu báðir róið frá Sandi á sinum yngri árum. Svo mun og hafa ver- ið um flesta fulloröna karlmenn i eyjum á þeim árum, Það var þeirra fyrsta heimanför. Gömul verbúð og spil á lijallasandi. Ljósm.: GFr. Getið bókar Að visu komu ungu mennirnir sem fóru i velrið á Sandi ekki all- ir aftur. Slys voru tið þar ytra. Þrir bræöur reru á sama báti. Báturinn fórst með manni og mús úti fyrir Gufuskálum. Sæll er sjódauði, sagði amma min stundum. Hún hafði misst rhann sinn og einn son i sjóinn. Fólkið i eyjunum vissi, að eitt sinn skal hver deyja. Um það var ekki veriö að fjasa. En það var sama á hverju gekk. Enginn þótti maður með mönnum sem ekki hafði „róið út” eins og komist var að orði i eyjunum heima um þær mundir. Aldrei heyrði ég karlana talaium vondar lendingar eöa hættulegar á Sandi, né langa sjóleið innan úr eyjum i Flateyjarhreppi út i ver- stöðvarnar yst á Snæfellsnesi i skammdegi vetrarins á þraut- hlöðnum smábátum. Þótt fleytan sykki undir þeim á miðri leið og þeir slyppu allslausir á brókinni yfir i næsta bát, virtist það gleym- ast furðu fljótt. Svoleiöis smá- munir voru ekki lagðir á minnið. Ekki man ég heldur eftir, að þeir hefðu orð á sulti og seyru i verinu, enda voru þeir gerðir út með nesti og nýja skó að heiman. En lág og þröng húskynni könn- uöust þeir við. — Ef tvær eldri konur eða ungar heimasætur sátu andspænis hvor annarri á rúmum sinum, gat maður ekki komist fram hjá þeim án þess að strjúka þeim um hnjákollana, sagði Stef- án Stefánsson mér, þaulvanur og þrekvaxinn útróðramaður. En það var fyrirgefið. Það er liklega af þessum óbeinu tengslum minum við ystu byggðir Snæfellsnessins, að ég hef lesið allt sem ég hef getað náð i um þann hrikafagra tröllaukna landshluta, er yfir rikir enn þá einhver frumstæður þokki. Og gaman hef ég haft af að ganga þar um garða, þá sjaldan ég hef komið þar. Það kom þvi eins og af sjálfu sér, að ég greip úr bókaflóðinu fyrir jólin Sjómannsævi Karvels skipstjóra ögmundssonar (1. bindi).Hún gerist öll i ystu byggð- unum á norðanveröu Snæfellsnes- inu, einmitt þeim hluta þess sem ég heyrði svo oft talað um fyrir 75 árum eða svo. Að visu eru þær byggðir utan Hjallasands, sem Karvel verður skrafdrýgst um i sögu sinni allar komnar i eyði að þvi er ég best veit. Bættur sé skaðinn mætti kannski segja. Og þó. Þær skiluðu nokkru, en fengu aldrei neitt. Og Karvel gerir enga tilraun til að bregða bláma blikandi fjar- lægðar yfir það lif sem þar var iif- að, að hætti margra rithöfunda sem á efri árum sinum skrifa minningar frá æskustöðvunum. Fólkið lifði við óræð magn- þrungin náttúruöfl. Ögnir Jökuls- ins bjuggu yfir þvi. Ólgandi úthaf hafði það við og undir fótum sin- um flesta daga ársins, morandi af illfiskum og öðrum undarlegum skepnum. Selir og sjódraugar byggðu fjörurnar. Börnin gengu berfætt að lyngrifi á eldbrunnum hraunum, svo hægt væri að elda soðninguna. Feður þeirra báru saltið a bakinu i fiskinn innan úr Ólafsvik út á öndverðarnestá. Og ýsuspyrður voru sóttar inn á Sand, jafnt af konum sem körl- um, til aö seðja meö húngur barn- anna i kotunum i Beruvikinni þegar verst lét. — Kýrin baulaði undir baðstofugólfinu og fólkið ornaöi sér við ylinn af henni. Vond álög og refir drápu kindurn- ar. En huldufólkið bjó vel klætt stórbúi i hverjum hól, við asfeitar k^r og mörvaða sauði. Þessu öllu segir Karvel frá af hispurslausri hreinskilni og trúu minni að þvi er viröist. Og þar sem hann drepur penna sínum niöur á aðra staði á nesinu, segir frá hamrömmum árarmönnum, veður og báruglöggum formönn- um, ber frásögn hans sama blæ. Rimur Siguröar Breiðfjörðs hafa eflaust gengið á milli bæja. Guðsorðið var frá Hallgrimi Pét- urssyni og Jóni Vidalin og sveik engan. Ef allt um þraut á þeim akri, bætti fólkið ótæptvið eftir þörfum sálmum, kvæðum og þjóðsögum. Þaö sá gegn um holt og hæðir. Sköpunarþörfin lifði i blóði þess. Og vist er að Karvel ögmunds- syni hefur tekist að færa i letur eina allra bestu þjóðsöguna sem til er frá seinni timum. Sagan af Andrési og ráðskonunni Guð- björgu er hrein þjóðsaga. Ein sú allra besta sem skráð hefur verið. Þökk sé höfundi fyrir að hafa bjargað slikri gersemi. Dýrasta framkvæmd einkaaðila til þessa Fyrirhuguð gasleiðsla frá Alaska Fyrirhuguð jarðgas- leiðsla frá Alaska, annars vegar til San Fransisco en hins vegar til Chicago, verður líklega dýrasta framkvæmd sem nokkurn tíma hefur verið kostuð af einkaaðilum. Leiðslan veröur samanlagt 7680 km á lengd og kostnaður við hana gæti farið yfir 360 miljarða is- lenskra króna (36 biljónir gam- alla króna). Til samanburðar má geta þess að oliuleiðslan frá Al- aska sem gerð var á siöasta ára- tug kostaöi um 74 miljaröa isl. króna en hún er rúml. 1260 km á lengd. Fyrir nokkru samþykkti bandariska þingið lög um þessa framkvæmd sem þegar hafa vak- ið miklar deilur. San Francisco Þaö er fyrirtækið Alaskan NorthwestNaturalGas Transport- ation Co. sem ætlar að leggja leiösluna en það er samsteypu- fyrirtæki sem m.a. Exxon og Standard Oil eiga aðild aö. Þaö sem mestar deilur hefur vakið i sambandi viö löggjöf Bandarikja- þings er að eigendur jarðgas- leiöslunnar þ.e. fyrrgreint fyrir- tæki fá leyfi til að senda gasreikn- inga til neytenda áöur en gerö leiðslunnar veröur lokiö. Eigend- urnir hafa talið þetta nauðsynlegt til aö tryggja sig gegn töfum t.d. málaferlum eins og raun varð á meö oliuleiösluna á sinum tima en gerö hennar var tafin i 5 ár vegna málshöfðunar umhverfis- verndarsamtaka. Væntanlegir gasneytendur i 42 rikjum Bandarikjanna geta þvi PACIFIC OCEAN BEAUFORTSEA Prudhoo Bay átt von á reikningum upp á allt að 1600 isl. kr. á ári vegna gass til heimilisþarfa,en hægt er aö rukka verksmiðjur um allt að 200 þús- und isl. krónur á ári. 1 lögunum er jafnvel tekið fram aö unnt sé að innheimta slika gasreikninga þó að leiðslurr.ar verði aldrei full- gerðar. Ýmis neytendasamtök hafa harölega mótmælt þessu og telja aö verið sé að velta áhættunni við gerð jarðgasleiðslnanna á herðar almennings. Eftir aö búiö var að samþykkja lögin (i desember s.l.) sagði Paul Newman leikari en hann er formaður þekktra neyt- endasamtaka að lestarrániö mikla væri, skitur á priki miðað við þessi ósköp. Jarðgasleiðslan er talin nauð- synleg til að gera Bandarikin ó- háðari erlendum orkugjöfum þvi að jarðgasið undir norðanverðu Alaska er áætlað um 13% af ölium orkulindum Bandarikjanna. GFr tók saman. A kortinu sést hvernig fyrirhuguð jarögasleiðsla verður lögð frá Prudhoe-flóa i Alaska til San Fransisco og Chicago.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.