Þjóðviljinn - 09.01.1982, Qupperneq 25
Helgin 9.—10. janúar 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 25
Amnesty-International beinir athyglinni að mannshvörfum í einræðis- og
herforingjaríkjum:
Útbreidd kúgunaraðferð
Amnesty-félagar og stuönings-
menn iyfir 100 löndum hafa sam-
einast um aö vekja athygli á
kiigunaraöferö sem ýmsar ein-
ræöisstjórnir nota til þess aö
ryöja lir vegi meintum andstæö-
ingum. Aögeröir þessar standa til
mánaöarloka og er islandsdeild
Amnesty þátttakandi f þeim.
Aöferöin sem hér um ræöir er sú,
aö þúsundir manna hafa veriö
numdirá brott og látnir „hverfa”
aö undirlagi yfirvalda. Heimildir
Amnesty sýna glögglega aö
„mannshvarfi” hefur veriö beitt i
hverju landinu á fætur ööru á
undanförnum áratugum — i
Chile, Argentfnu, Guatemala, E1
Saivador, Eþiópiu, Gfneu, á Fil-
ippseyjum, Alþýöulýöveldinu
Yemen, Kampútseu undir Khmer
Rouge og i Cganda á timum tdi
Ami'n.
Aöaleinkenni kúgunaraðferöar
þessarar er, aö enginn kann skil á
hinum handteknu, þeir eru
„horfnir” án vegsummerkja, og
stjórnvöld segjastenga vitneskju
hafa um dvalarstaö þeirra eöa
feröir, enda þótt einkennisklædd-
ir lögreglumenn eöa hermenn
hafi stundum framiö mannrániö.
Vitaskuld er óttast um lif fjölda
fómarlambanna, og bitnar mis-
rétti þetta á fjölskyldum og
vinum hins „horfna” og heldur
öörum, sem stjórnin grunar um
græsku, i skefjum. Aöstand-
endum er jafnvel einnig varnaö
Þúsundir ,,horf-
inna'í Chile,
Argentínu,
Guatemala,
El Salvador,
Eþíópíu, Gíneu,
Yemen
o.fl. ríkjum
að syrgja hinn „horfna”, fjöl-
skylda hans verður að búa við
stöðuga óvissu. Það ber viö aö
fjölskylda „horfins” manns fær
fregnir um, aö hann hafi sést i
fangabúðum, t.d. getur komiö
fyrir aö fangi, sem látinn hefur
verið laus, geti skýrt frá sli'ku.
Oftast liöa þó vikur, mánuöir og
ár án nokkurra frekari fregna.
t Guatemala, þar sem þúsundir
manna hafahorfiö, hafa mörg lik
fundist, sem hafa veriö sködduö,
svo aö þau þekkist ekki. A
Argentinu hafa, aö þvi er taliö er,
„horfiö” fimmtán þúsund manns
siöan stjórnarbylting varö 1976.
Tók þá herforingjastjórn við
völdum og stofnaöi hún fjölda-
Konur á mótmælagöngu i San Salvador, 12. febrúar 1980. A merkjum
stendur: „Viö heimtum frelsi fyrir hina horfnu”. Um þaö bil 10 þúsund
manns „hurfu” voru drepnir i E1 Salvador áriö 1980.
MYNDL/STA-
OG HANDÍÐASKÓU
ÍSLANDS
Ný námskeið
hefjast fimmtudaginn 21. janúar og standa
þau til 30. aprfl 1982.
1. Teiknun og málun fyrir börn og unglinga.
2. Teiknun og málun fyrir fullorðna.
3. Bókband.
Innritun fer fram daglega kl. 10—12 og 14—17
á skrifstofu skólans. Námskeiðsgjöld greiðist
við innritun, áður en kennsla hefst.
Skólastjóri.
Skipholti 1, Reykjavík, sími 19821
Tæknifræðingar
Hafnamálastofnun rikisins vill ráða
tæknifræðing. Skriflegum umsóknum þar
sem gerð er grein fyrir menntun og starfs-
reynslu sé skilað til Hafnamálastofnunar
rikisins, Seljavegi 32.
HAFNAMÁLASTOFNUN RÍKISINS
margar leynibúöir i ýmsum
héruöum landsins. Pyntingar
voru algengar og margir fang-
anna eru taldir af, enda þótt
stjórnvöld neitienn aö gera grein
fyrir þeim.
Meölimir Amnesty Intemati-
onal um allan heim vilja meö
bréfum, beiðnum, plakötum,
fundum og öðrum ráöum beina
athygli manna aö allmörgum
hinna „horfnu” fanga. Má þar
nefna verkalýösleiðtoga á Filips-
eyjum, verslunarmann i Zair,
trúarleiötoga i Eþiópiu, kennara i
Alþýöulýöveldinu Yemen.
t sumum öörum löndum hafa
stjórnir, sem ekki eru lengur viö
völd, beitt „mannshvörfum”, t.d.
i Afganistan, BrasiUu, Austur
Timor, Sýrlandi, Morokkó, Mexi-
kó og Namibiu.
Þessi herferð Amnesty
International hefur þaö einnig aö
markmiöi aö auka og efla viö-
leitni annarra aöila, sem leitast
viö aöhamla gegn kúgunaraðferö
þessari: Sameinuðu þjóöirnar lita
alvarlegum augum á vanda-
máliö. Hafa þær skoraö á rikis-
stjómir aöildarrikja aö hafa sam-
starfum aö finna fórnarlömbin og
að binda endi á mannréttindabrot
af þessu tagi. Mannréttindanefnd
Sameinuðu þjóöanna hefur komið
á fót vinnuhópi, sem safnar
gögnum og krefur yfirvöld um
upplýsingar. Þegar aö fyrsta
starfsári liönu skýröi vinnuhóp-
urinn frá, að nokkrir þeir fangar,
sem hann hefði leitaö aö, heföu
fundist og veriö látnir lausir.
KEDJUH
VERKUN
Hvaöa vörubílstjóri kannast
ekki viö baslið meö keðjurnar,
þegar skyndilega fer aö snjóa
og hálka myndast á vegum?
Veöriö lætur nefnilega ekki aö
sér hæöa. Hann getur hvenær
sem er skollið á meö hríðarbyl
eöa ísingu og þaö getur einnig
hvenær sem er stytt uþþ.
— Þá koma ONSPOT- keöjurnar sér vel.
Þú ýtir á hnapp í mælaborðinu ef hálka er á veginum — ONSPOT-keðjurnar
leggjast undir hjólin á ferö, og þú þarft ekki aö hafa frekari áhyggjur.
Og á auöum vegi getur þú jafn auöveldlega tekiö ONSPOT-keðjurnar undan:
meö því að ýta á hnapp í mælaborðinu.
Rannsóknir sýna, aö ONSPOT-keöjurnar gera ekki minna gagn en aðrar keðjur.
ONSPOT-keöjurnar veita bæði þér og öörum aukið öryggi í umferðinni.
ONSPOT-keöjurnar eru hentugasta lausnin og sú hagkvæmasta — spara bæöi
tíma og fyrirhöfn.
Aflaöu þér upplýsinga um ONSPOT-keöjurnar.
Þaö getur komiö sér vel — síöar.
Kækjasalan hf
.....tæki í takt viðtímann.
Pósthólf 21 202 Kópavogi 3*91-78210