Þjóðviljinn - 14.01.1982, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 14.01.1982, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 14. janúar 1982 1 MFA og Borgar- fjarðardeild Neytendasamtakanna 7-9 bílastæði felld niður á Laugavegi: Aukið rými fyrir SVR Sjálfstæðisflokkur greiddi atkvæði gegn tillögunni Á fimmtudaginn var samþykkti borgarstjórn með 8 atkvæðum meiri- hlutans gegn 7 at- kvæðum Sjálfstæðis- flokksins að láta strætó fá sérakrein á Lauga- vegi neðan Klapparstigs i samræmi við varatil- lögu stjórnar SVR. Aðal- tillagan um sérakgrein á Laugaveginum öllum fékk ekki stuðning. Davið Oddsson mællti hart gegn tillögunni og sagði að Laugavegurinn væri fyrst og fremst verslunargata, en ekki gegnumakstursgata. Þvi mætti ekki breyta og ekki væri stætt á þvi að leysa vanda SVR á þann veg að fella niður stöðumæla sem draga myndi úr verslun á Lauga- vegi. Hann minnti á að áður hefur verið reynt að fella alla stöðu- mæla niður á Laugavegi, en þegar verulegrar veltuminnk- unar varð vart i verslunum við götuna voru stöðumælar settir upp að nýju. Þetta var i tið ihalds- ins i Reykjavik. Davið Oddsson sagði þessa til- Sigurður Tómasson lögu vera kák en ekki bót og minnti á tillögu Sigriðar Ásgeirs- dóttur um smávagna sem gengju bara Laugaveginn. Sigurður G. Tómasson for- maður umferðarnefndar minnti á að tugþúsundir ferðuðust daglega með SVR og það tæki strætis- vagnana allt að 20 minútum að komast þessa 1500 metra á Laugaveginum. Þá sagði hann að i vögnunum væri talsvert af fólki sem ætti erindi á Laugaveginn einmitt til þess að versla og varla myndu kaupmenn vilja -missa það. Sigurður sagði að engar betri lausnir lægju á borðinu. Tillagan gengi vissulega skammt og vandi Davíð Oddsson SVR væri mestur innar á Lauga- veginum. Hins vegar væri vart hægt að segja að tillagan gengi hart á hlut kaupmanna. Aðeins 7—9 bilastæði yrðu lögð niður ef hún yrði samþykkt og þau stæði hefðu verið sett upp 1977. Þá minnti Sigurður á að aukning hefði orðið á bilastæðum i ná- grenni Laugavegar undanfarin ár og til stæði að malbika stórt stæði við Vitatorg sem auðvitað kíemi verslun á Laugavegi til góða. Hins vegar virtist svo að komið væri við kviku Sjálfstæðisflokks- ins i hvert skipti sem rætt væri um Laugaveginn. Frá mannréttindanefnd E1 Salvador: „Operation Herodes” Fórnariömb ógnarstjórnarinnar i E1 Salvador. Ein af aðferðum herfor- ingjaklikunnar i El Salva- dor til þess að knýja fólkið til hlýðni er að beita fyrir sig barnamorðum gegn fólki því/ sem grunað er um að hafa veitt skæru- liðum stuðning. Aðgerðir þessar ganga undir nafn- inu //Operation Herodes7' í höfuðið á Herodesi kon- ungi/ sem lét myrða öll sveinbörn i Betlehem eftir fæðingu Krists. Aðferð þessari var fyrst beitt I mars á sl. ári, en alls myrtu út- sendarar stjórnarinnar 357 börn á árinu, sem marnnréttindanefnd- inni i E1 Salvador er kunnugt um. Samkvæmt tölum mannréttinda- nefndarinnar voru yfir 15.000 manns myrtir á árinu 1980 og á árinu 1981 er talið að talan hafi náð 25 þúsundum. Þeir sem drepnir eru hafa sjaldnast tekið þátt i baráttunni gegn harðstjórn- inni, heldur eru morðin notuð til þess að hræða almenning tii hlýðni. Að sögn mannréttinda- nefndarinnar eiga nú nær allir ibúar landsins um sárt að binda vegna látinna ættingja. Jafn- framt hefur flóttamannastraum- urinn aukist stöðugt frá landinu, og að sögn eru 500 þúsundir búsettir i flóttamannabúðum utanlands, en um 80 þúsund á flótta og tugþúsundir hafa veriö fluttir nauðugir til borganna. Þegar „Operation Herodes” hófst hinn 17. mars s.l. var látið til skarar skriða á þrem stöðum, Morazan, San Vincente og Guazapa. Mannréttindanefndin i E1 Salvador hefur sent Þjóðvilj- anum nafnalista yfir 27 börn á aldrinum frá 2 daga til 12 ára, sem voru myrt i Morazan hinn 17. april s.l.. Samkvæmt nöfn- unum virðast börn þessi vera af 4 fjölskyldum. Þau voru hoggin með sykursveðjum. Hver eru svör herforingja- stjórnarinnar við þessum ásökun- um?er spurt i fréttinni, og eftir- farandi svar haft eftir forseta landsins, Napoleon Duarte: „Þeir eru fulltrúar hatursins Við stönd- um vörð umkærleikann.Við erum að framkvæma byltingu kærleik- ans i þessu landi.” Mannréttindanefndin i E1 Salvador óskar eftir fjárhags- aðstoð. Þeir hafa sett sér það markmið að safna inn 300 þúsund dollurum, til nauðstaddra land- flótta barna á þessu ári. Nefndin hefur útibú i Halmstad i Sviþjóð, póstgiró 11 47 11 — 5 og sima 035-11 51 93 eða 035—12 82 72. Frá mannréttindanefnd E1 Salvador. Nýbreytni 1 fræðslu- málum Námskeið um neytendavernd og verðlagsmál Menningar- og fræðslusamband Alþýöu, Borgarfjarðardeild Neytendasamtakanna, Verka- lýðsfélag Borgarness og Versl- unarmannafélag Borgarness gangast fyrir námskeiði um neyt- endavernd og verðlagsmál dag- ana 15. og 17. janúar n.k. og fer námskeiðið fram i Snorrabúö Gunnlaugsgötu 1, Borgarnesi. Námskeið þetta er nýbreytni i fræðslustarfi verkalýðshreyf- ingarinnar, sem og samstarfið við Borgarfjarðardeild Neyt- endasamtakanna. Fjallað verður um hlutverk heimila i nútimaþjóðfélagi, neyslu og hlutverk félagasam- taka s.s. stéttarfélaga, neytenda- samtaka, kaupfélaga og kvenfé - laga með tilliti til neytendamála, hlutverk verslunarinnar s.s. dreifing vöru, áhrif hennar á neyslu og gildi og áhrif auglýs- inga. Hlutverk hins opinbera i verð- lagsmálum verður tekið til um- fjöllunar og ennfremur hlutdeild Alþýðusambands íslands i verð- lagsákvörðunum. Rætt verður sérstaklega um áhrif fæðunnar á heilsufar fólks, meðferð matvæla og framleiðslu þeirra og verð og vörugæði. Um verð og vörugæði fatnaðar og meðferð hans verður fjallað og ennfremur hvað væri æskilegt að hafa i huga þegar notaðar bif- reiðar eru keyptar. Leiðbeinendur koma úr ýmsum starfsgreinum og búa yfir mikilli og langri reynslu, hver á sinu sviði. Umsjón og stjórn með nám- skeiðinu hefur Bjarni Skarp- héðinsson formaður Borgar- fjarðardeildar Neytendasamtak- anna. Lífeyrissjóður bænda: Auknar lánveit- ingar Lán úr Lifeyrissjóði bænda hækkuðu verulega á sl. ári eða um 88,48%. Mest varð aukning á iánum, sem miðast við ákveðið réttindastig sjóðfélaga. Hækkuðu þau nokkuð umfram verðbólgu. Samtals voru nú veitt úr Lif- eyrissjóðnum 265 lan að upphæð kr. 12.278.980 þús. Ariö 1980 voru' lanin 227 og lánsupphæðin kr. 6.515 þús. Arið 1981 veitti sjóðurinn 73 lán til bústofnskaupa að upphæð kr. 2.949.620 þús. önnur lán voru 192 og námu kr. 9.329.360 þús. — mhg. ! Þýskir landhelgisbrjótar við Grœnland Grænlenska vikublaðið Grönlandsposten segir frá því 23. desember sl. að þýskur togari hafi ver- ið tekinn í landhelgi við Grænland upp við land- steina hjá Qaqortoq og flutti varðskipið Hvita- björninn togarann til hafnar i Nuuk. í ljós.kom að um borð i togar- anum voru ólögleg veiðarfæri, m.a. tveir trollpokar með 40 - 50 mm möskvavidd. Um borð voru 140 tonn af karfa og 11 tonn af þorski. Útgerðin fór fram á að togarinn yrði látinn laus gegn tryggingu, og var honum sleppt eftir 2 daga gegn 800 þúsund króna tryggingu. í leiðara blaðsins segir að endurtekin landhelgisbrot Þjóðverja geti haft áhrif á þjóðaratkvæða- greiðsluna um Efnahagsbánda- lagið, sem fram á aö fara á Grænlandi i sumar. Jafnframt er þess krafist að hinir brotlegu verði dæmdir I þungar fjársekt- ir. Jafnframt segir i leiðara blaðsins, að i ljós hafi komið að mun meiri fiski sé landað I þýskum höfnum frá Grænlands- miðum en fram komi i skýrslum þýskra útgerðarmanna til danskra yfirvalda. Mál tveggja þýskra landhelgisbrjóta liggja nú fyrir hæstarétti I Kaup- mannahöfn að sögn blaðsins. -ólg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.