Þjóðviljinn - 14.01.1982, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 14.01.1982, Blaðsíða 9
8 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Fimmtudagur 14. janúar 1982 Fimmtudagur 14. janúar 1982 þjöÐVILJINN — SIÐA 9 Bandariskur Poseidon eldflaugakafbátur. A myndinni sjást eidflauga hólfin opin. Sovéskur eldflaugakafbátur af geröinni Delta 1. Bandariska flugmóðurskipib Nimitz i fylgd meö herskipum. Myndin er tekin á æfingum i Noröur- Atlantshafi 1980. Hernaðarumsvif í N o r ö u r-Atl a ntshafi Aö styrjöldinni lokinni var meg- inverkefniö i innanrikismálum Sovétrikjanna, uppbygging iðnaðarins, sem var að meira og minna leyti óstarfhæfur vegna eyöileggingar striðsins. Utan- rikismálin beindust einkum að þvi að styrkja valdastöðuna i rikjum Austur-Evrópu. Við lok styrjaldarinnar réðu Sovétrikin yfir töluverðum fjölda kafbáta en tiltölulega fáum her- skipum. Hin pólitiska staða flot- ans var veik miðað við landher og flugher, þar sem hann hafði fremur litlu ráöið um úrslit styrjaldarinnar. Stalín taldi þó þörf á uppbygg- ingu flotans vegna þess, að mögu- legir andstæðingar voru nú hin hefðbundnu sjóveldi Bandarikin, Bretland og Frakkland. Sam- þykkti hann áætlanir um upp- byggingu flotans, sem náðu tuttugu ár fram i timann. Atti flotinn i upphafi að miðast við að mæta innrás landgönguliðssveita einkum við Eystrasalt og Svarta- haf. Siöar eöa upp úr 1958 var ætl- unin aö koma á laggirnar úthafs- flota i hefðbundnum stil er sam- anstæði af flugmóöurskipum, stórum beiti- og orrustuskipum auk öflugs kafbátaflota. Vegna lömunar iðnaðarins af völdum styrjaldarinnar, höfðu Sovét- menn fyrst i stað litil tök á að hrinda þessum áætlunum i fram- kvæmd, en undir lok fimmta ára- tugarins, var uppbygging flotans hafin. Af ástæðum, sem öðru fremur má rekja til hagstæðari land- fræðilegrar legu og einokunar kjarnorkuvopna, töldu Banda- rikjamenn öryggi sinu borgiö að styrjöldinni lokinni. Var hafin viðtæk afvopnun heraflans. Flot- inn, sem undir lok styrjaldarinn- ar var langstærstur flota heims- ins, var á timabilinu 1945—1950 minnkaður um 85%, ef miöað er við skipafjölda, gömlum skipum var ýmist lagt eða fargað. En viðhorfin breyttust fljótlega með ört versnandi sambúð aust- urs og vesturs. Truman kenningin og yfirlýsingum um Marshall- hjálpina 1947, mörkuðu timamót i utanrikisstefnu Bandarikjanna, og fyrstu skrefin i þróun viötæks öryggiskerfis. Atlantshafsbandalagiö var stofnað 1949, en þaö er ekki fyrr en i kjölfar Kóreu-striðsins 1950, sem hernaðaruppbygging hefst fyrir alvöru. í ljósi yfirburða Sovétrikjanna á sviði hefðbund- ins vopnabúnaðar á meginlandi Evrópu og þess gifurlega kostn- aðar, sem samsvarandi uppbygg- ing i Vestur-Evrópu heföi haft i för með sér, var miðað að þvi að gera kjarnorkuvopnaógnunina trúverðugri. Til aö svo mætti verða var lagt kapp á að auka sprengjuflugvélakostinn og að koma herstöðum upp viða um heim. Með hinni nýju stefnu hefst nýtt timabil i sögu flotans. Var ákveö- iöað flugmóðurskip skyldu útbúin meö flugvélum, sem getu höfðu til árása á Sovétrikin. Frá 1948—1956 var 13 flugmóðurskipumbreytt i þessu skyni. Arið 1951 hófst smiði stórra 60.000 lesta flugmóöu-- skipa og áttu Bandaríkjamenn 1961 ein 10 slik skip. Stöðugt voru gerðar endurbætur á flugvéla- kosti skipanna á sama tima og léttari kjarnorkusprengjur voru smiöaðar. A Vesturlöndum var um 1953 fariö að veita athygli kafbátaupp- byggingu Sovétmanna og var álitið, að kafbátunum væri ætl- að hindra flutninga yfir Atlantshafið. Meö hliðsjón af mikilvægi flutningaleiöanna var annaö forgangsatriðið i uppbygg- ingu flotans, þróun gagnkafbáta* hernaðar. Hefur verið kostað kapps um hann siðan, i ljósi þeirrar áherslu, sem Sovétmenn hafa lagt á smiði kafbáta. í Sovétrfkjunum uröu mikil umskipti við dauöa Stalins 1953. Hinir nýju valdhafar undir for- ystu Krústjoffs settu vigbúnaöin- um það meginmarkmið, að jafna metin við Bandarikin á sviði kjarnorkuvopnabúnaöarins. I kjölfar sprengjuflugvéla 1954—1955 var smiði langdrægra eldflauga látin sitja i fyrirrúmi. Krústjoff hafði hins vegar litiö álit á flota i heföbundnum stil enda var ástæöulaust að óttast innrás landgönguliðssveita, þar sem Bandarikjamenn höfðu á ár- unum 1945—1950 fækkað land- gönguskipum úr 1200 i 90. Gjörbreytt var um stefnu I mál- efnum flotans og honum sett það höfuðmarkmiö, að hann gæti grandað bandariskum flug- móðurskipum, ef til átaka kæmi, áður en flugvélar þeirra næöu aö gera árás á Sovétrikin. A timabil- inu 1954—1956 var fyrri áætlunum varpaö fyrir róöa. Skipt var um yfirstjórn flotans og hún falin nú- verandi yfirmanni hans Sergei Gorshkov. Miöað var við að átök við flug- móðurskip yröu innan marka flugverndar frá landi og gert ráö íyrir samræmdum aðgeröum sprengiflugvéla, dieselkafbáta búnum stýriflaugum og minni beitiskipa. Þessum ákvörðunum var þó ekki fylgt eftir nema að hluta til þvi aö 1958 voru flugvélar flugmóðurskipanna orðnar lang- drægari og gátu gert árásir á Sov- étrikin frá austari hluta Miðjarð- arhafs og syðri hluta Noregshafs. Var flugvernd frá landi ekki leng- ur möguleg. Hætt var við bygg- ingu stýriflaugakafbáta og hafin þróun kafbáta, búnum langdræg- ari eldflaugum með kjarnaodd- um. Eldri gerðum dieselkafbáta var breytt, þeir búnir eldflaugum og smiöi hafin á nýjum geröum diesel- og kjarnorkuknúinna kaf- báta til að bera eldflaugar meö kjarnaoddum sem dregið gátu um 600 km. Akveðiö var að tvö- falda framleiðslu þessara kaf- báta. Nýtt tímabil hefst 1961 meö til- komu bandarískra eldflaugakaf- báta. Fyrsta kjarnorkukafbát Bandarikjanna, NAUTILUS var hleypt af stokkunum 1955. Fijót- lega komu upp hugmyndir um aö koma eldflaugum fyrir i kjarn- orkukafbátum en geröar höfðu veriö nokkrar tilraunir með dieselkafbáta i þessu skyni. Akvöröun um byggingu kjarn- orkukafbáta búnum svonefndum Polaris eldflaugum var tekin 1956 og var ætlunin aö ljúka verkinu 1963. Sovétmenn skutu fyrsta Sputnik gervitunglinu á loft 1957 og sýndu þar með aö þeir bjuggu yfir meiri tækni I smiði eldflauga, en menn höfðu gert sér grein fyrir á Vesturlöndum. Var byggingu Polaris hraðað og fyrsta kafbátn- um hleypt af stokkunum i ársiok 1960. Haustiö 1961 höföu fimm Polaris kafbátar verið smiðaöir og 1967 voru þeir orðnir 41 talsins. Fyrstu kafbátarnir voru búnir Polaris A-1 eldflaugum sem drógu 2200 km. Arið 1962 bættust i hópinn Polaris A-2 sem dregiö gátu 2700 km og 1964 Polaris A-3 sem dregið gátu 4600 km. Arið 1970 var farið að búa bandariska kafbáta fjölodda eldflaugum af gerðinni Poseidon. Eru flestir kafbátanna búnir þessari gerð eldflauga nú. Flotaumsvif Sovétmanna á sjö- unda áratugnum mörkuðust ann- ars vegar af viðbrögðum þeirra við Polaris-kafbátum Bandarikj- anna, en á hinn bóginn af þvi að þeir tóku sjálfir að smiöa nýjar gerðir eldflaugakafbáta. Flotinn fékk það verkefni aö mæta ógnuninni frá Polaris kaf- bátunum. Til að rækja það varð stöðugt að fylgja þeim eftir á höf- unum og hafa vopnabúnað til að granda þeim við upphaf átaka. Þetta krafðist stöðugrar nærveru flotans á hafsvæðum þar sem að Polaris var og búnaðar til að finna þá og staðsetja auk vopna til að granda þeim. Við uppbyggingu flotans var af þessum sökum sérstök áhersla lögð á gagnkafbátahernað. Einn- ig var farið að halda flotanum á úthafinu. Hefur sovésk flotadeild veriö staðsett i Miðjaröarhafi allt siöan 1964. A Indlandshafi hefur flotinn verið reglulega siðan 1969 og i Karabiskahafinu siðan 1972 og undan vesturströnd Afriku frá miðjum áttunda áratugnum. Jafnframt jókst úthald flotans stööugt i Atlantshafi og Kyrrahafi á árabilinu 1964—1975. Sovétmenn bjuggust til að smiða eldflaugakafbáta á undan Bandarikjamönnum en tókst mun seinna að leysa þau tæknilegu vandamál, sem þvi voru sam- fara. Diesel- og kjarnorkukafbát- ar voru þróaöir samhliða i þessu skyni. Komu fyrstu dieselkafbát- arnir, Golf, fram 1960 en fyrstu kjarnorkukafbátarnir Hotel 1963. t fyrstu voru þessir kafbátar bún- ir eldflaugum, sem dregið gátu 600km, en uppúr 1964 komu aðrar i þeirra stað sem dregið gátu 1200 km. t ársbyrjun 1968 var hleypt af stokkunum fyrsta svonefnda Yankee kafbátnum og var hann búinn eidflaugum sem dregið gátu 3000 km. Næstu sex árin voru smiðaðir 34 slikir kafbátar. I byrjun áttunda áratugarins komu Kafli úr riti Gunnars Gunnarssonar GIUK-hliðið, sem nýlega kom út á vegum öryggismálanefndar fram Delta kafbátarnir meö eld- flaugum sem dregiö gátu 8000 km vegalengd og fóru Sovétmenn nú fram úr Bandarikjamönnum hvað langdrægni eldflauganna snerti. Eflfng eldflaugakafbátanna einkennir þróun sovéska flotans á siðasta áratug. Stöðugar endur- bætur hafa veriö geröar á kafbát- unum og þeir búnir nýjum fjöl- odda eldflaugum. Að ööru leyti hafa Sovétmenn lagt áherslu á gagnkafbátaher- væðingu og þá einkum á smiöi árásarkafbáta. Einnig hefur verið hafin smiði flugmóöur- skipa.sem kann aö benda til þró- unar i átt til ffotauppbyggingar með mun heföbundnari sniði en áður. Þá er greinilegt aö flotanum er I auknum mæli beitt i pólitiskum tilgangi. Gerist þaö fyrst og fremst með nærveru flotans I viö- bragðsstööu á spennusvæöum. Eru nærtækustu dæmin stríðið milli Egypta og Israelsmanna 1973 en þá var flotadeildin i Mið- jaröarhafi efld að mun og aukið úthald flotans i Indlangshafi eftir innrásina I Afghanistan og deilur Iran og Bandarikjanna. Viögangur bandariska flotans hefur alla tið veriö jafnari en hins sovéska. Er hér átt við, aö upp- byggingunni hefur ekki I sama mæli verið beint inn á þá braut aö leysa ákveöin afmörkuð verkefni af hendi, heldur hefur flotinn þró- ast á mun breiðari grundvelli með það fyrir augum að geta þjónað flestum þeim pólitisku og hernaðarlegu hlutverkum, sem flotar hafa haft i gegnum tiöina. Norðurflotí Sovétríkjanna Sovéski flotinn telur alls 275 stór herskip, 250 árásarkafbáta, 62 eldflaugakafbáta búnum lang- drægum eldflaugum, 28 búnum meðaldrægum eldflaugum og um 870 flugvélar af ýmsum gerðum. Nálægt 430.000 manns teljast til flotans. Heildarflotinn skiptist i fjóra flota; Kyrrahafsflotann meö bækistöðvar i Petropovolsk og Vladivostok; Svartahafsflotann i Sevastopol á Krimskaga; Eystra- saltsflotann með bækistöövar i Leningrad og Noröurflotann meö heimahöfn á Kolaskaga. Norður- flotinn er stærsta flotadeildin, enda nýtur hann hentugra hafna bæði vegna þess að is er þar ekki til verulegs trafala og að þar er greiðust leið að opnu hafi. Umdeilt er hvort Sovétmenn hyggist beita Eystrasaltsflotan- um i Norður-Atlantshafi ef til ófriðar dregur. Telja sumir sér- fræðingar flotann aöeins ætlaðan til að verja Eystrasaltiö og til aö styðja hernaöaraðgeröir i nær- liggjandi rikjum. Aörir álita, að flotanum sé ætlað hlutverk i Norður-Atlantshafi. Ljóst er aö reginmunur er á þessum tveimur flotum. I Eystrasaltsflotanum eru aðallega eldri geröir herskipa og kafbáta en I Noröurflotanum nýjustu og best búnu herskip og kafbátar Sovétmanna. Höfuðmáli skiptir þó, að I Norðurflotanum eru flest- ir eldflaugakafbátar Sovét- manna, um 70% allra slikra kaf- báta i eigu Sovétmanna. I Eystra- saltsflotanum eru aðeins 6 eld- flaugakafbátar af eldri gerð búnir meöaldrægum eldflaugum. Hafi Eystrasaltsflotinn ein- hverju hlutverki að gegna á Norö- ur-Atlantshafi skiptir hann varla sköpum þar sem aðeins yrði um hluta hans að ræða. Hér verður þvi eingöngu fjallaö um Norður- flotann þó að þaö kunni að vera nokkur einföldun. Eftirfarandi tafla sýnir áætlaða samsetningu Norðurflotans: Eldflaugakafbátar 49, árásar- kafbátar 126, herskip 70, flugmóð- urskip 1, flugher 340. Sé miðað við bandariska flot- ann má reikna með að milli 70—80% þessa herstyrks sé starf- hæfur á hverjum tima. I flotanum eru einnig um 140 smærri skip af ýmsum gerðum: tundurduflaslæðarar, eldflauga- bátar, tundurskeytabátar og landgönguliðsskip. Fjórar geröir eldflaugakafbáta eru i flotanum. Er fyrst að nefna Delta kafbátana, 21 talsins. Þeir eru ýmist búnir 12 eöa 16 eld- flaugum af gerðinni SS-N-8 (8000 km) nema nýjasta geröin D III, sem búin er 16 eldflaugum af geröinni SS-N-18 (6.500—7.700 km). Munurinn á þessum tveimur gerðum eldflauga er sá, aö SS-N-8 hefur einn kjarnaodd með um eins megatonns styrkleika, en SS-N-18 hefur þrjá kjarnaodda um eitt megatonn hvert. Getur hver eldflaug hæft þrjú skotmörk. Yankee kafbátarnir eru að lik- indum 20. Eldflaugar þeirra eru 16 SS-N-6 með eins megatonna kjarnaoddi og draga um 3000 km. Þá er að nefna fimm kafbáta af gerðinni Hotel II og þrjá af gerö- inni Golf II. Þessir kafbátar eru smiöaöir á timabilinu 1958—1962 og bera hver um sig 3 SS-N-5 eld- flaugar með eins megatonna kjarnaoddum.sem draga um 1300 km. Hvað snertir árásarkafbáta verður að greina á milli kafbáta með stýriflaugum og þeirra er hafa tundurskeyti. Aðalvopn hinna fyrrnefndu eru stýriflaugar þó að þeir séu einnig búnir tund- urskeytum. Stýriflaugar eru vængjaðar og verður helst likt við V-I flaugar Þjóðverja, sem skotið var á London i seinni heims- styrjöldinni. Þær eru ætlaðar til árasa á skotmörk á yfirborði t.d. herskip eöa mannvirki á landi. A undanförnum árum hefur mest áhersla veriö lögð á smiði tundur- skeytakafbáta, einkum til gagn- kafbátahernaöar. Auk venjulegra tundurskeyta hafa þeir á að skipa skammdrægum eldflaugum, sem skjóta má upp úr sjónum i gegnum andrúmsloftiö og niður i sjóinn aftur i þeim tilgangi að granda öðrum kafbát. Samtals eru um 40 kafbátar með stýriflaugum i flotanum þar af 25 knúnir áfram með kjarn- orku. Stýriflaugar þessara kaf- báta draga mislangt, frá 45—550 km. Árásarkafbátar með tundur- skeytum eru samtals 86 og þar af 33 kjarnorkuknúnir. Nýjustu og öflugustu gerðirnar eru Victor (u.þ.b. 20) og Alfha en þessir kaf- bátar eru einnig með eldflaugar til gagnkafbátahernaðar innan- borðs. Meiri hluti hinna 70 stóru her- skipa flotans er sérstaklega útbú- inn til gagnkafbátahernaðar. I þessu skyni eru þau búin tundur- skeytum, eldflaugum og djúp- sprengjum en einnig loftvarnar- flaugum og fallbyssum auk bún- aðar fyrir rafeindahernað. Nokk- ur eldflaugaskip eru i flotanum, en meginvopn þeirra eru eld- flaugar af gerðinni SS-N-3 sem draga um 450 km. Eitt þyrlu- og flugmóðurskip, Kiev er staðsett i flotanum. Er skipiö sérstaklega byggt til gagn- kafbátahernaðar, þó að það hafi einnig vopn til annarra hluta.- Skipiö ber 30 þyrlur og 13 orrustu- þotur, sem geröar eru fyrir lóð- rétt flugtak og lendingu. Vopna- búnaður Kiev er margvislegur, fallbyssur, djúpsprengjur, tund- urskeyti, loftvarnarflaugar og búnaður fyrir rafeindahernaö, en einnig eldflaugar af gerðinni SS-N-14 til gagnkafbátahernaöar og SS-N-12 fyrir skotmörk á yfir- borði. Sovétmenn eiga nú samtals fjögur þyrlu- og flugmóðurskip, sem öll voru smiöuð á áttunda áratugnum. Eins og fyrr segir bendir tilkoma flugmóðurskip- anna til þess, aö þeir hyggi á upp- byggingu flotans í mun hefð- bundnari stil en hingaö til. Flugher flotans er staösettur á Kolaskaga og telur hann um 340 flugvélar. Þaraf eru 90 árása- og sprengjuflugvélár en um 200 kaf- bátaleitar- og eftirlitsvélar, þyrl- ur og eldsneytistökuvélar. Nýj- asta og sterkasta vopn flughers- ins eru Backfire sprengjuflugvél- ar en um 25 slikar vélar eru að likindum staösettar á Kolaskaga. Eru vélarnar búnar stýriflaugum meö venjulegum sprengihleösl- um eða kjarnahleöslum til árása á skip og skotmörk á landi. Stýri- flaugarnar draga frá 250—700 km. Megineinkenni Norðurflotans er augljóslega hinn mikli fjöldi eldflaugakafbáta, og eru I honum um 70% allra slikra kafbáta I eigu Sovétmanna. Að öðru leyti ein- kennir flotann hversu mikil áhersla er lögð á gagnkafbáta- Sjá næstu síðu Sovéska fluginóðurskipiö Kiev

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.