Þjóðviljinn - 20.02.1982, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.02.1982, Blaðsíða 3
Laugardagur 20. febrúar 1982 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3 Pétur Jónsson á Gautlönduin sóp- aði snjó af vörðunum til þess að greiða leið til byggða þeim, er á eftir kynnu aö koma. mun. Hún hefur sigrað bæði i orði og verki. Héðanaf er henni naum- ast vá búin af utanaðkomandi áhrifum. Ef um hættu er aö ræða þá stafar hún af þvi að félagsvit- und almennings sljógvast vegna þeirrar velmegunar, sem hreyf- ingin hefur sjálf átt drjúgan þátt i að skapa og að þeir, sem til for- ystu veljast, reynist ekki nógu heilhuga samvinnumenn. Svo er sagt, að eitt sinn hafi Pétur á Gautlöndum veriö á ferð yfir Mývatnsöræfi að vetrarlagi, viö annan mann. Þótti þeim dvelj- ast lengur en eðlilegt taldist og er þeir náöu byggð var samferða- maður Péturs inntur eftir þvi, hvað heföi tafið för þeirra. Sá svaraði aö þeim hefði svo seint sóst ferðin af þvi að Pétur heföi stansað við hverja vörðu til þess að sópa af þeim snjó og klaka. Sjálfur var Pétur manna ratvis- astur en e.t.v. gat lif þess sem næst fór þarna um oltiö á þvi, að hann sæi vörðurnar. Þjóðviljinn á þá ósk besta til handa samvinnu- hreyfingunni að hún gæti þess jafnan, að ekki falli fölskvi á þá leiðarsteina, sem lagðir voru af brautryðjendunum. —mhg Geta kaupfélög komid ístað kaupmanna? ,,Að þvi leyti, sem ég þekki til annarra kaupfélaga þá finnst mér fátæklingum nærri þvi alveg bægt frá þvi að geta orðið kaupfélags- maður. Ullarinnleggið hjá hinum fjárfáa sveitabónda hrekkur ekki nærri fyrir ársþörfum hans. Tvæ- vetra sauði á hann ekki til, en fé- lagið vill ekki annað sauðfé. Hvernig á svo fátæklingurinn að koma sér upp sauðastofni þegar hvorki félagið né nokkur annar vill rétta honum hjálparhönd? Ég sé eigi betur en hann sé lokaður úti i nepjunni og geti enga von haft um það að komast i ylinn hjá félaginu. Kaupfélag vort á það lof skiliðað það hefursýnt talsverða viðleitni i þvi að hjálpa fátækling- um til þess að vera með. Með þvi hefur það eigi aðeins sýnt sjálf- sagða mannúð og borgarleg hyggindi i þvi að koma i veg fyrir sveitarvandræði i mörgum tilfell- um, heldur hefur það og með þvi sýnt, að það skildi frumtök sin og gerði sér markmið sitt ljóst: að geta komið i stað kaupmanna. En betur má ef duga skal. Ef félagið kostar eigi kapps um að koma ár sinni svo fyrir borð að það getilátið alla hina fátæku og máttarlitlu vera með, þá er sú hugsjón þess sápubóla, að kaup- félag geti komið i stað kaup- manna. Ef kaupmaðurinn á að annast alla hina fátæku og litil- sigldu þá sýnist mér kaupfélögin sneiðast sinum mesta ijóma, þá sýnast mér störf félaganna til þjóðþrifa meira en hálfu minna virði en ella... Þegar verslunin gengur vel eins og sl. ár, og menn sem mikið inn- legg hafa haft, eiga talsverðan af- gang sem inneign i reikningi sin- um i félagsdeildinni, þarf eigi annað en taka ekki þessa inneign út, heldur láta hana standa óhreyfða á góðum vöxtum i deild- imii. Þá getur deildin leyft hinum fátæku að skulda jafnmikla upp- hæð sem inneign efnamanna er...” Úr grein Siguröar i Ystafelli i Ófeigi og Timariti kaupfélaganna „Mikið sá vann sem vonarísinn braut...” íslenskir samvinnumenn minnast merkisaf mælis tveggja samtaka sinna á þessu ári. Eitthundrað ár eru liðin frá stofnun fyrsta kaupfélagsins/ Sambands- kaupfélags Þingeyinga, eins og það nefndist í upp- hafi, og 80 ár frá stofnun Sambands islenskra sam- vinnufélaga. Vagga beggja stóð í Þingeyjarsýslu og svo vill til, að afmælisdag- urinn er sá sami, hinn 20. febrúar. Munu samvinnu- menn um land allt minnast þessara timamóta meö ýmsum hætti, enda oft ver-. ið efnt til mannfagnaðar af minna tilefni. Siðastliðin 100 ár hefur islenska þjóðin, þrátt fyrir nokkur efna- hagsleg áföll, verið á stöðugri framfarabraut. Tekur það jafnt til efnislegra og andlegra þátta þjóðlifsins. Sá, sem lita vill með sanngirni á málin kemst ekki hjá þvi að sjá, að samvinnuhreyfing- in á sinn ómælda þátt i þessari W framfarasókn. Möguleikar henn- ar og máttur til góðra verka ligg- ur i þvi, að laða menn til sam- starfs og sameiginlegra átaka til sóknar að einu marki. Hún gerir mörgum smáum fært aö iyfta þeim Grettistökum sem einn fær ekki bifað. Hún hefur, i 100 ár, reynst traustasta brjóstvörn hinna dreifðu islensku byggða. Þótt þvi fari fjarri að úrræðum samvinnumannahafieinvörðungu verið beitt á verslunarsviöinu þá þarf hún, i auknum mæli, að ná að móta fleiri þætti þjóðlifsins og at- vinnuvega, svo sem sjávarút- vegs.iðnaðar, byggingastarfsemi o.s.frv. Mun þá á sannast, aö ekki reynist önnur tök þar farsælli. Hart var sótt að samvinnu- hreyfingunni hér áður fyrr en úr þeim árásum hefur nú dregið að Björgvin Guðmundsson verkstjóri í Stálsmiðjunni launagreiðsliirog lán a<3 auki Hann Björgvin í Stálsmiðjunni fær launin sín greidd reglulega inn á reikning í Samvinnu- bankanum.Björgvingeturþvígengiðaðhag- stæðu Launaveltuláni hvenærsem hann þarf . á að halda að uppfylltum ákveðnum skil- yrðum. Hvereru skiiyrðin? Ef launaviðskipti Björgvins hafa staðið lenguren 6 mánuði, hann er skuldlaus við Samvinnubankann og hefur ekki lent í van- skilum getur hann komið við í Samvinnu- bankanum, fyllt út umsóknareyðublað og fengið lánið lagt inn á reikninginn sinn eftir tvo daga. Ekkert vinnutap, engir snúningar, engar áhyggjur, enginn fyrirvari, - heldur sjálfkrafa lán fyrir fasta viðskiptavini Samvinnu- bankans. Náðu þér í upplýsingabækling í næstu af- greiðslu, eða hringdu og spurðu um Launa- veltuna. innubankíi Launavelta 1896.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.