Þjóðviljinn - 20.02.1982, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 20.02.1982, Blaðsíða 21
Laugardagur 20. fébrúar 1982 ÞJóÐVILJINN — SIÐA 21 IVlenntasetrið Laugar i Suður-Þingeyjarsýslu. Þar hittast samvinnu- menn i sumar. Samvinnuhreyflngin á Islandi: 100 ára landnám Þann 20. febrúar n.k. eru 100 ár liðin frá þvi að Kaupfélag Þingeyinga var stofnað að Þverá i Laxárdal. Verður þess merki- lega landnáms samvinnuhreyf- ingarinnar á isiandi að vonum minnst með mörgum hætti. Sér- stök samstarfsnefnd Kaupfélags Þingeyinga og Sambands Isl. samvinnufélaga mun sjá um af- mælishaldið. Er hún skipuð eftir- töldum mönnum: Frá Kaupfélagi Þingeyinga: Böðvar Jónsson, bóndi á Gautlöndum, Finnur Kristjánsson, safnvörður á Húsa- vík og Hreiðar Karlsson, kaupfé- lagsstjóri á Húsavik. Frá Sam- bandi isl. samvinnufélaga: Hauk- ur Ingibergsson, fyrrv. skóla- stjóri, Hjalti Pálsson, framkvstj. og Kjartan P. Kartansson fram- kvstj. Formaöur nefndarinnar er Finnur Kristjánsson en fram- kvæmdastjóri Haukur Ingibergs- son. Veröur hér á eftir stuttlega drepið á það, sem til stendur að gera i tilefni afmælisins. Hannað hefur verið sérstakt merki, sem samvinnuhreyfingin mun nota á afmælisárinu. A þvi eru eftirfarandi einkunnarorð: „MATTUR HINNA MÖGRU” táknræn fyrir eðli samvinnu- hreyfingarinnar, tilgang og starf á íslandi í 100 ár. Þá hafa kaupfélögin i hyggju að fagna afmælinu meö þvi að hafa „opið hús”, hvert á sinu félags- svæöi, á afmælisdaginn 20. febrú- ar. Kaupfélag Þingeyinga mun halda stjórnarfund á „ættaróðal- inu” Þverá i Laxárdal. Siðar um daginn tekur félagið á móti gest- um á Hótel Húsavik. Um kvöldið heldur starfsmannafélagið árs- hátið sina. Aö svo búnu verður afmæl- ishaldinu frestað til 18. júni i vor. Þá hefst annar þáttur þess með alalfundi Sambandsins, sem haldinn verður á Húsavik 18. og 19. júni. Þar er m.a. gert ráð fyrir að afgreiða nýja stefnuskrá sam- vinnuhreyfingarinnar, sem veriö hefur i undirbúningi i eitt og hálft ár og margir lagt þar hönd aö verki. Hinn 20. júni veröur svo aldarafmælisins minnst með hátiöarsamkomu að Laugum i Suðurþingeyjarsýslu. Unnið verður að ýmsum sér- stökum verkefnum á afmælisár- inu og munu þau jöfnum höndum snerta fortiö, nútiö og framtið. A þá við að nefna það fyrst, aö áformað er aö færa „vöggustofu” Kaupfélags Þingeyinga, fyrstu verslunarhús þess, i upprunalegt horf og búa þau svo sem kostur er gömlum verslunaráhöldum. Jafnframt þvi, sem húsin verða þannig einskonar safn, sem minnir á bernskuárin, verður mannlifi nútimans ætluð þar vist. Frá 1. mai til 15. júni munu starfsmenn og stjórnendur sam- vinnufyrirtækja vitt og breitt um land, vinna aö snyrtingu og fegr- un vinnustaða, utan húss sem inn- an. Er sú starfsemi skipulögð af Landssambandi Isl. samvinnu- starfsmanna og samstarfsnefnd- inni um afmælishaldið. Þá munu kaupfélögin, Sam- bandið og ýmis samstarfsfyrir- tæki verða með margvislegt og fjölbreytt tilboö af vörum og þjónustu i formi lækkaðs vöru- verös, aukinnar þjónustu o.fl. Til dæmis mun Kaffibrennsla Akur- eyrar gefa 40 aura til Fram- kvæmdasjóös aldraðra, af hverju kaffikilói, sem selt er frá 20. febrúar til 20. mars. og einnig i desembermánuði. Gert verður sérstakt átak til aö auka og bæta tengsl samvinnu- hreyfingarinnar viö almenning. I undirbúningi er gerö kvik- myndar- eða videómyndar um samvinnuhreyfinguna, skipulag hennar, stefnu og stör/'.út mun koma bók Andrésar Kristjáns- sonar, þar sem rakin er 100 ára saga Kaupfélags Þingeyinga. Póstur og simi gefur út frimerki að verögildi 10.00 kr. A frimerk- inu verður mynd af fyrstu verls- unarhúsum Kaupfélagsins á Húsavik. Loks er að nefna alþjóðlega fundi samvinnumanna, sem verða hér á afmælisárinu. Þann 5.-7. mai verður hér fundur norrænna fræðslufulltrúa. Aðal- fundur Nordisk Andelsforbund verður 21. júni. Fundur norrænna samvinnuskóla 23.-26 júni. Aðal- fundur Alþjóða samvinnubank- ans 24.-27. júní. Fundur kvenna- nefndar Alþjóðasamvinnusam- bandsins 5.-6. júli. —mhg MATTUR HINNA MORGU UNIFLO UNIFLO SI'AKIM BBANDSIOI VINCMII MOtOKSwlD SÚP£« PKIMIJM tfARLR BRÆNDSTOF •««£ MOTOKSLID ÍWfR PREMIUM SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA Sjávarafurðadeild SAMBANDSHÚSINU REYKJAVÍK SÍMI 28200 Útgerðar- og verkunarvörur Höfum fyrirliggjandi fiskumbúðir, veiðarfæri til línu-, neta- og togveiða. Loðnu-, rækju- og síldarflokkunarvélar. Fiskþvottavélar, slægingarvélar, sjálfvirkar bindi- vélar og fjölbreytt úrval tækja og áhalda til fiskverkunar. Erum innflytjendur á salti, striga, hjallaefni o.fl. Leitið nánari upplýsinga. Kynnist viðskiptunum af eígin raun.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.