Þjóðviljinn - 20.02.1982, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 20.02.1982, Blaðsíða 23
Kaup- skapur og kaup- félags- skapur „Eitt hiö versta gönuhlaup þjóöanna er misskipting auösins, ekkert hefur meiru illu til leiöar komið en hún. Þaö er ekki ein- ungis allir þeir annmarkar og lestir, sem skorturinn kemur til leiöar beinlinis, heldur og búk- sorg, eyðsla og ólifnaöur, sem fylgir of miklum auðæfum; ekki einungis þrældómur og undirokun meö öllu þeirra föruneyti, sem auðvaldið hneppir fjöldann i, heldur iöjuleysi og drottnunar- girni þeirra, sem auövaldið hafa meö höndum.Ef tilvill er ekki allur skortur sprottinn af misskiptingu auösins og náttúrugæöanna og vafalaust veröur náttúrugæð- unum aldrei miðlaö jafnt til allra. Allsnægtir verða aö likindum aldrei til nema i hugmyndinni, en sú hugmynd er lika svo mikils virði, að hún ætti aö vera leiðar- stjarna þjóðanna til sannra fram- fara og farsældar.” Úr grein Péturs á Gautlöndum I Búnaðarritinu 1893. Versl- unar- arður „Og nú skulum viö setja, aö i stað kaupfélagsins, sem tók arö- inn áf útlenda kaupmanninum, komi aftur innlendur kaupmaður, búsettur hér, en hafi jafn mikinn atvinnuarö, sem hinn útlendi hafði áður. Hvaðan ætti hann þá að taka þennan arö? Mundi það ekki verða sami arðurinn, sem hann tæki þá aftur frá kaup- félagsmönnum og færði saman i sinum vasa? Og hvað er svo eiginlega unnið meö þvi? Ekkert annað en það, að kaupendurnir, þjóðin, verður að borga þennan skatt til þess að eiga innlenda kaupmannastétt, sem lifir á þvi að draga til sin arð frá atvinnu- vegum alþýðu og safna honum á fárra manna vald og umráö. Sumir segja að kaupmenn hafi arð sinn miklu fremur af góðum og heppilegum innkaupum erlendis fyrir lágt verð en af út- sölu hér fyrir hátt verð og að þvi leyti dragi þeir arð inn i landiö. En þetta raskar ekki hót þvi sem að framan er sagt, þvi að þvi er innkaup snertir á heimsmark- aðinum, geta kaupfélög ætið sætt a.m.k. eins góðum kjörum og kaupmenn, og raunar betri, þvi öflugt kaupfélag er stærri og betri kaupandi en nokkur einn kaup- maður hér á landi. Væri þjóðin öll eitt kaupfélag þá væri það hinn stærsti og besti kaupandi, sem fram getur komið á heims- markaðinum af hálfu þessa lands og hlyti að geta átt kost á betri og hagfelldari kaupum en nokkur kaupmaður, sem ræki aðeins örlitinn hluta af verslun lands- manna. Og væru svo sömuleiðis allar afurðir landsins, sem til út- landa eru seldar, boðnar fram á einni hönd eða i einu lagi á stór- mörkuðum heimsins, þá hefði sá seljandi langtum fleiri skilyrði fyrir þvi að geta selt vel en marg- ir smáir frambjóðendur.” Úr grein Benedikts frá Auðnum i Timariti kaupfélaga 1897. Laugardagur 20. febrúar 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 23 lopaPeySUí^ndsins . 'r.aðar&P** qatoI>*íia*A K eyP* ____ Gefjunargæði íiitrikmn ' Vonandi verður góð samvinna um þetta litríka verkefni. Nú sem fyrr er reyndum prjónakon- um það ljóst, að besta hjálpin við prjónaskapinn er samvinnulipurt hrá- efni. Það orð fer af Gefjunarlopanum, að hann sé óvenju jafn og áferðin því slétt og felld í prjónlesinu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.