Þjóðviljinn - 20.02.1982, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 20.02.1982, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 20. febrúar 1082 „Hef mikla trú á framtíð Kaupfélags Þingeyinga” Finnur Kristjánsson starfaöi f 41 ár í þágu islenskrar samvinnuhreyfingar, fyrst sem kaupfelagsstjóri á Svalbaröseyri og siðar i 27 ár sem kaupfélagsstjóri K.Þ. Til hliðarviö Finn er mynd af gömiu Kaup- félagshúsunum. Húsið vinstra megin er byggt áriö 1883 en hitt árið 1902. Og þarna eru sjáanlega ein- hverjir komnir i kaupstaöinn. Rætt við Finn Kristjánsson, fyrrverandi kaupfélagsstjóra Finnur Kristjánsson var kaupfélagsstjóri K.Þ. í samfellt 27 ár frá 1953, uns hann tók viö starfi safn- varðar í Safnahúsinu á Húsavík við opnun þess 24. maí 1980. Þjóðviljinn hitti Finn i Safnahúsinu fyrir skömmu og hann var fyrst spurður hvernig það hafi æxlast að hann tók við kaupfélagsstjórastöðu hjá Kaupfélagi Þingeyinga. „Ég tók viö störfum 1953 þegar Þórhallur Sigtryggsson lét af störfum vegna aldurs en hann haföi verið kaupfélagsstjóri frá árinu 1937. Starfiö var ekki aug- lýst en stjórn K.Þ. fór þess á leit viö mig að ég tæki það að mér. Ég haföi þá verið kaupfélags- stjóri hjá Kaupfélagi Svalbarðs- eyrar frá 1939. Kaupfélag Sval- barðseyrar var pöntunarfélag og voru vörurnar afgreiddar þrisvar á ári, vor, haust og eftir nýjár. Fyrstu árin bjó ég á Halldórs- stöðum i Kinn og fór þaðan til Svalbaröseyrar eingöngu þegar vörurnar komu. Það urðu þvi mikil umskipti að koma þaðan og til K.Þ. Starfið hjá K.Þ. var i rauninni mun auðveldara þar sem ég hafði áður þurft að vinna sjálfur viö uppskipun á vörunum, afgreiðslu og bókhald. Nú varö maður að byrja á þvi að læra að stjórna öðrum.” En á þessum 27 árum hafa oröiö miklar breytingar? ,,Já, þær hafa orðið miklar. Ég man að þegar ég kom hingaö fyrst til Húsavikur þá voru ibú- arnir um 1100 og aðeins til sex fólksbilar. Það munaði minnstu að ilia færi strax fyrsta daginn þegar ég kom til Húsavikur þvi ég var nærri búinn að keyra niöur einn þorpsbúann. Menn voru ó- vanir bilamenningunni og gengu vanalega á miöri götunni. Þegar ég hóf störf hjá K.Þ. var litið hugsað um annað en verslunina. Fólkið hugsaði bara um aö fá sem ódýrasta vöru. I dag ætlast menn til aö kaupfélögin skapi atvinnu á stoðunum og taki virkan þátt i allri uppbyggingu. A þessum 27 árum hefur orðið mikil upp- bygging innan K.Þ. og hafa sumar deildirnar veriö marg endurskipulagðar. Reist var myndarlegt sláturhús sunnan við Þorvaldstaöaá. Einnig hefur Mjólkursamlagið verið endur- byggt og hefur það veriö mikið verkefni.” En þegar þú litur um öxl hvaö finnst þér vera ánægjulegast frá þessum árum? „Þessu er erfitt að svara. Það hefur vissulega veriö gaman að sjá Húsavik vaxa upp sem byggðarlag. Manni finnst ó- neitanlega að maður hafi átt nokkurn þátt i þeirri upp- byggingu. Kaupfélagið hjálpaði mörgum til að koma sér upp ibúöarhúsnæöi bæði hér á Húsa- vík og einnig i sveitum sýslunnar. K.Þ. lánaði allt byggingarefnið og sum árin voru allt aö 100 hús hér i smiðum. A þessum viðskiptum töpuöum við aldrei. Samstarfið i kaupfélaginu hefur ætið verið mjög náiö og sterkt og það gegnir i raun furðu aö aldrei hafi borið skugga þar á. Þá má ekki gleyma þv^ að sem kaupfélagsstjóri var ég ákaflega heppinn með starfs- fólk. Þegar tölvurnar tóku völdin þótti mér ráðlegt aö gefa yngri mönnum tækifæri. Ég er búinn að mæta á aðalfundi SÍS frá 1939 og er aö verða meö þeim einu frá þessum tima sem enn mæta.” Er ekki ýmislegt hér á Safna- húsinu sem tengist sögu Kaup- félagsins? „Það sem tengist K.Þ. er fyrst og fremst Þverárstofan þar sem Kaupfélagið var stofnað. Hún hefur verið endurbyggö nákvæm- lega eins og hún var, með sömu húsgögnum, t.d. gamla fundar- borðinu. Meira aö segja er hérna brennivinsskápurinn en hann er þvi miður tómur. Þeir hafa senni- lega klárað siðustu dropana þegar þeir skáluðu fyrir kaup- félaginu að loknum fundi. Siöan er ýmislegt i skjalasafninu við- víkjandi K.Þ. ss. viðskiptabækur margra félagsmanna.” Finnst þér, Finnur, Kaupfélag Þingeyinga vera á réttri leið i dag? „Stefnumálin hafa ekkert breyst. Stærðin og umsvifin eru eins og fólkið sjálft kýs. Það er enginn sem skipar mönnum að versla í kaupfélaginu. Þetta eru frjáls verslunarsamtök og menn geta valið og hafnað. Ég er því þeirrar skoðunar, að K.Þ. sé á réttri leiö og ég hef mikla trú á framtlö Kaupfélags Þingeyinga, —arb. Jónas Egilsson, deildarstjóri hjá Kaupfélagi Þingeyinga: „Þykir þeim mun vænna um Kaup- félagið sem ég kynnist því meira” Jónas Egilsson deildar- stjóri í olíusöludeild hefur starfað hjá K.Þ. í 40 ár. Hann hefur á þessum ár- um kynnst ýmsum breytingum í starfsemi Kaupfélagsins. Jónas var fyrst inntur eftir fyrstu ár- um K.Þ. „Ég kom til starfa hjá K.Þ. 19 ára gamall 1. apríl 1942. Ég byrjaði I söludeildinni, I Gömlu Sölku, en 1. ágúst sama ár tók ég við starfi útibússtjóra I Hrunabúð sem þá var nýstofnuð hér sunnan við Búðarána. Hrunabúö þótti miösvæðis I suðurbænum og þá var Hjarðarholt syðsta hús bæjarins. t þessu starfi var ég til 1950 en þá var ég ráðinn verslunarstjóri I járn og gler- vörudeild og tók um leið við af- greiöslu ollu fyrir Ollufélagið h.f. Ariö 1955 er deildinni skipt og tek ég á við deildarstjórastarfi I ollu- og véladeild. Það eru nákvæm- lega 40 ár nú I ár frá því ég byrjaði hjá K.Þ. Hvað viltu segja um breytingarnar á þessum 40 ár- um? Breytingarnar eru helst fólgnar I mikilli kaupgetu manna. Mér finnst fólk ekkert vanta i dag sem var algengt áður. Miklar fram- farir hafa orðið I starfi K.Þ. t.d. var aðalflutningatækið á milli búða þegar ég byrja handkerra og sleði. Komu þá til þln menn sem voru illa staddir fjárhagslega? Jú, oft komu til mln menn sem áttu I erfiöleikum og fengu lánaö hjá mér, en þeir borguðu allir skuldir sínar. Ég hef aldrei tapaö neinu fé og vil meina aö Hús- vikingar hafi verið og séu skilvls- ir. Menn voru almennt mjög fá- tækir I þá daga en þó bjargálna, og lifðu I samræmi við getu sína. Þú hefur þá kynnst mörgum og skemmtilegum persónum? Ég tel mig hafa veriö heppinn að hafa góða húsbændur þvl þaö er mikiö atriöi. Frá stofnun K.Þ. og þar til ég hef þar störf höfðu aöeins starfað þrír kaupfélags- stjórar, Þórhallur Sigtryggsson er þá nýbyrjaður. Þeir kaup- félagsstjórar sem ég hef unnið með siðan eru allir mjög óllkir en eiga það sameiginlegt að vera samviskusamir til orðs og æðis. Ég man til dæmis eftir þvl aö á skrifstofu félagsins unnu menn sem voru sérstaklega vandvirkir Jónas Egilsson, deildarstjóri hjá Kaupfélagi Þingeyinga. og hefur starfað þar I 40 ár. Mynd: arb á nótuskrift. Þetta var á þeim tima þegar Kaupfélagið gaf út á- vfsanahefti. Hver félagsdeild var ábyrg fyrir úttektinni. Þetta var áður en peningar fara að veröa til eins mikiila almenningsnota og þeir eru I dag. Einn þessara manna var Sigurður Kristjánsson frá Steinholt; einstaklega fjölhæf- ur maður. Voru menn ekki ræðnir I þá daga og gáfu sér tima til að spjalla mitt i dagsins önn? Jú, blessaður vertu. Það þótti sjálfsagt að koma viö I búðunum og spjaila dágóða stund. Þetta var einhverskonar fjölmiölun. Þarna urðu svo til ýmsar sögur sem komust á flot og ættaöar voru frá viðskiptavinunum eða amk. ekki endilega frá okkur búöar- mönnunum. Þannig kynntist maður tilvikum og sérstæðum persónuleikum. Ein og ein vtsa hlýtur að hafa orðið til á þessum árum? Jú, ekki get ég neitað þvi, en flestar uröu þær til viö sérstök tækifæri og var þvi ekki ætlað langra lífdaga. Þó man ég eftir einu tilviki þegar Litlafellið kom hingað með oliu I verkfalli og var undanþága veitt til losunar á þremur nauðsynlegum oliuteg- undum og fengum við sina ögnina af hverri. Stýrimaðurinn vildi fá einhverja viðurkenningu og þegar ég kvittaöi á móttökuseöil- inn fylgdi þessi visa: Fullir eiga framtíö búna, finnst ei tankur minna en hálfur. Þeir eru allir orðnir núna eins og ég kysi að vera sjálfur. Það þótti ávallt mikill viöburð- ur þegar ávaxtaskipiö kom fyrir jólin þá angaði allt „Plássið” af ávaxtailmi. Við auglýstum I Boð- beranum með þessari visu sem ég man ekki hvor okkar geröi ég eða pabbi (Egill Jónasson hagyrð- ingur): Éplin þrýtur óðum hér. Agæt vlnber dvina. Senn á förum sýnist mér sérhver appelslna. Þln reynsla af samvinnuversl- un á Húsavik. Er verslunarrekst- urinn betur kominn i höndum ein- staklinga? Netþað eru alveg hreinar llnur. Samvinnuverslunarformiö er þaö hagstæöasta fyrir almenning og tala ég þar af eigin reynslu. Ég var búinn að vera I þrjú ár áður en ég byrjaöi hjá K.Þ. i kaup- mannsverslun hjá Guöjónsen. Ég var hjá þeim bræörum Einari og Þórði i skó-og fatabúö sem Einar átti. Ég vil þó taka það fram aö þeir bræður voru samviskusamir húsbændur. Einar Guðjónsen var þannig maður að hann vildi láta allt standa sem sagt var. Ég er búinn að vera i þrjú sl. ár i stjórn K.Þ. og mér þykir þeim mun vænna um kaupfélagið sem ég kynntist þvl meir’. —arb

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.