Þjóðviljinn - 20.02.1982, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 20.02.1982, Blaðsíða 5
Laugardagur 20. febrúar 1982 ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 5 Hreiðar Karlsson, kaupfélags- stjóri Kaupfélags Þingeyinga. Núverandi verslunarhús Kaupfélags Þingeyinga. Mynd: arb „Kaupfélagið á að vera kjölfestan í atvinnulífinu Rætt við Hreiðar Karlsson, kaupfélagsstjóra K.Þ. í ársbyrjun 1980 lét Finn- ur Kristjánsson af starfi kaupfélagsstjóra eftir að hafa gegnt því í 27 ár. Við starfi hans tók Hreiðar Karlsson frá Narfastöðum i Reykjadal. Þjóðviljinn sótti Hreiðar heim á dög- unum og var hann fyrst beðinn að segja frá starf- semi Kaupfélags Þingey- inga. „Kaupfélagið rekur hér á Húsavik fjölmargar verslunar- deildir auk þriggja útibúa, i ABal- dal, Reykjadal og Mývatnssveit. I desember sl. bættist ný verslun við, sportvöru- og hljómtækja- verslun. Auk þessara deilda rekur K.Þ. mjólkursamlag, brauðgerð, sláturhús, efnalaug og kjötiðju. Fastir starfsmenn eru um 200 en félagsmenn i kaupfélaginu eru nú 1815 og hefur sú tala litið breyst siðustu árin. Það form sem viö höfum á rekstrinum tel ég heppilegt. Menn vilja að kaupfélagið gegni margvislegri þjónustustarfsemi sem tæplega er á færi einkafyrir- tækja. Kaupfélögin hafa i mörg- um tilvikum verið burðarásinn i atvinnulifinu. Svo hefur það einn- ig verið um Kaupfélag Þing- eyinga. K.Þ. á t.d. rúmlega 50% eignaraöildar Fiskiöjusamlags Húsavikur en þaö er fyrirtæki sem viö erum mjög stoltir af. Auk Fiskiðjusamlagsins á K.Þ. eign- araðild að Hótel Húsavik, útgerö- arféiaginu Höfða h.f., Garörækt- arfélagi Reykhverfinga og véla- verkstæðinu Foss h.f. Þaö má þvi segja að áhrifa K.Þ. gæti viða i atvinnuiifinu.” En hvað með aðra þætti i starf- seminni? „Annar aðalþáttur starfsem- innar er afurðavinnsla og sala þeirra. Arið 1943 stofnaöi K.Þ. rjómabú hér á Húsavik, og 1946 var Mjólkursamlag K.Þ. stofnað. Sama ár var reist samlagshús sem siðar hefur verið marg- stækkað samfara aukinni fram- leiðslu. A siðasta ári tók samlagið við 6.5 milljón litrum af mjólk. Megnið af hráefninu fer i vinnslu og þá að stórum hluta i ostagerð. Osturinn er aöallega fluttur út en einnig framleiðum við fyrir inn- anlandsmarkaö óðalsost, Tilsett- er, Port Salut og Búra. Tvær sið- astnefndu tegundirnar fengu sér- staka viðurkenningu á ostasýn- ingu sl, haust sem haldin var á Jótlandi I Danmörku. Nú á siöari árum höfum viö tekiö tæknina i okkar þjónustu og mjólkin er nú flutt I tankbílum til Húsavlkur frá Bárðardal að vestan og Keldu- hverfi að austan. Sláturhús hefur K.Þ. rekið frá 1907,en i gegnum árin hefur verið slátráð viða á vegum félagsins og m.a. um tima úti i Flatey. Ariö 1971 var tekið I notkun nýtt og fullkomið sláturhús og er slátraö 42—45 þúsund fjár á hverju ári. Megnið af kjötinu fer til útflutn- ings;en á vegum K.Þ. er starfrækt kjötiðja og hefur framleiðsla á unnum kjötvörum farið vax- andi.” Nú hefur þú Hreiöar sem kaup- félagsstjóri náið samband við bændur. Hvernig gengur sam- starfið? „Þingeyskir bændur eru mjög áhugasamir um að kaupfélagiö útvegi þeim vörur á sanngjörnu veröi. Kaupfélagiö er þeirra eign og þvi ætlast þeir til þess að K.Þ. leysi þeirra vandamál. Þetta ger- ir það að verkum að tengsl þeirra við kaupfélagið eru mjög mikil. Ég verð ekki var við að bændur kvarti undan samskiptum viö K.Þ. En auövitaö láta beir við- brögð sin i lós bæöiþegar eitthvaö fer miöur og ekki siöur þegar vel er gert. Bændur fá sina rekstrar- vöru hjá okkur og þvi hefur verið komið upp bilakosti til að sjá þeim fyrir kjarnfóðri.” Hvernig er afkoma Kaupfélags Þingeyinga á þeim tlmum þegar allir kvarta? „Rekstrarafkoma dreifbýlis- verslunarinnar hefur verið erfið. Aðalvandinn er þessi margfræga verðbólga. Þá hefur það lika sitt að segja aö árin 1979 og 1981 voru bændum hér i Þingeyjarsýslu ákaflega þung I skauti. Samdrátt- urinn I búskapnum kemur og illa viö marga. Bændur verða sem aðrir að sæta afar óhagstæðum vaxtakjörum. Þetta hefur gert það að verkum að staöa sumra bænda við kaupfélagiö er verri nú en maður hefði kosið. Þessu höf- um við reynt aö mæta meö minni fjárfestingu.” Nú hefur sú gagnrýni oft komið fram að StS og kaupfélögin séu orðin alltof vaidamiklar stofnan- ir. Hvað viltu segja um þá gagn- rýni? „Mér finnst Kaupfélag Þing- eyinga ekki vera orðið of um- svifamikið. Kaupfélagið hefur veriö kjölfestan i atvinnulifinu og það tel ég eðlilegt. Ég get ekki séð að þessi rekstur sé betur kominn I höndum einstaklinga. Hér á, Húsavik hefur einkaverslun veriö starfandi við hliðina á samvinnu- rekstri K.Þ. og sambúðin hefur verið friðsamleg og litið um ill- deilur, nú i seinni tiö amk.” Hvernig verður svo haldið upp á þessi timamót? „Það verður gert á látlausan hátt. Við munum taka á móti gestum á afmælisdaginn og um kvöldið verður árshátið starfs- manna. SIS mun siöan heiöra okkur með þvi að halda aöalfund sinn hér á Húsavik i júni. Þann 20. júni verður hátiöarsamkoma á Laugum I Reykjadal. Siöar á ár- inu kemur út aldarsaga Kaupfé- lags Þingeyinga sem Andrés Kristjánsson hefur tekiö saman. Veröur það 4—500 siðna bók prýdd fjölda mynda úr sögu fé- lagsins.” Hvað er þér svo efst I huga Hreiðar á þessum tímamótum og hvað með framtfðina? „Mér kemur fyrst i hugann sú félagslega þróun sem átt hefur sér stað sl. 100 ár. Það hefur verið gaman að taka þátt I þessari upp- byggingu og er vonandi að hún haldi áfram. Framtiðin hlýtur að vera að mæta þróun og þörfum hvers tima. Þaö er von min að K.Þ. takist aö þjóna sinum fé- lagsmönnum og byggðarlagi og halda áfram þvi uppbyggingar- starfi sem brautryðjendur is- lenskrar samvinnuverslunar lögðu grunninn að”. —arb ,Samskipti stjórnar og starfsmannafélags mættu vera meiri” segir Þorkell Björnsson, formaöur Starfsmannafélags K.Þ. Þorkell Björnsson mjólkurfræöingur er for- maður starfsmanna- félags Kaupfélags Þing- eyinga. Hann var spurður að þvf i hverju starfsemi félagsins væri fólgin. „Starfsmannafélag K.Þ. var endurreist áriö 1976 eftir nokk- urn dvala. Markmið félagsins eru eins og segir i lögum þess að auka starfsþekkingu og efla kynningu á meðal starfsmanna og auka þekkingu félagsmanna á samvinnumálum og hiutverki samvinnuféiaga. Allir starfs- menn K.Þ. eiga kost á þvi að ganga i félagiö og nú i dag eru félagsmenn um 100. Starfsem- in felst m.a. i rekstri tveggja or- lofshúsa, I öxarfirði og Bárðar- dai. 1 þessum húsum eiga félagsmenn kost á vikudvöl á sumrin. Einnig gengst félagið fyrir spilakvöldum á vetrum. Feröalög eru einnig á dagskrá hjá okkur og hefur t.d. ein Grimseyjarferö verið farin. Þá má ekki gleyma árshátið K.Þ. sem haldin hefur verið á vegum félagsins i áraraðir og þótt einkar glæsilegar”. Hvernig gengur sambúðin við forráðamenn fyrirtækisins? „Að minu mati eru allt of litil samskipti milli starfsmanna og forráðamanna. Hér má án efa kenna báðum aöilum um. Þó náðist jákvæður árangur þegar starfsmannafélaginu tókst að fá mann kosinn i stjórn Kaup- félagsins. Starfsmannafélagið hefur óskað eftir þvi viö stjórn K.Þ. að haldnir veröi fundir með deildarstjórum og hinum almenna starfsmanni i þvi skyni að veita upplýsingar um ýmis- legt i starfseminni sem félags- mönnum gæti komið aö gagni. Með þessu væri meiru lýöræði Þorkell Björnsson mjólkurfræð- ingur formaður Starfsmanna- félags Kaupfélags Þingeyinga. Mynd: arb komið á og gæti skapaö já- kvæðari starfsanda. Ég geri mér góðar vonir um að þessum tilmælum verði vel tekið.” Telur þú að samstarfinu væri betur komið ef K.Þ. væri rekið sem einkafyrirtæki? „Þessari spurningu svara ég alfarið neitandi. KÞ. hefur á sinum 100 árum gert marga á- gæta hluti sem einkaframtakiö hefði ekki megnaö aö gera. Þrátt fyrir allt eru kaupfélögin og samvinnuhreyfingin lýð- ræðislega uppbyggð. Þaö má heldur ekki gieyma þvi, að þó okkur finnist stundum skorta á lýöræðiö innan samvinnu- hreyfingarinnar þá er þaö i fæstum tilvikum að forráða- mennirnir hafi fótum troöiB lýð- ræðið. Astæðan er kannski sú að hinn aimenni félagsmaður er ekki meðvitaöur hvernig sam- vinnuhreyfingin er uppbyggö. Styrkur samvinnuverslunar eins og K.Þ. felst I þvi að fjár- magnið er ekki flutt út úr hérað- inu heldur notað innan héraðs til uppbyggingar. Þegar við versl- um viö Kaupfélagið okkar þá vitum viö hvert fjármagnið fer. Þvi er öfugt farið með fyrirtæki i einkaeigir; um þaö vitna fjöl- mörg dæmi”. —arb. Kristján Ásgeirsson, bæjarfulltrúi: „Samstarfið við Kaupfélagið hefur ekki alltaf verið dans á rósum” Kristján Ásgeirsson er bæjarfulitrúi fyrir K-list- ann á Húsavík sem er sam- eiginlegur listi Alþýðu- bandalagsins og óháðra. Hann er útgerðarstjóri Höfða h.f. sem gerir út tvo togara, Július Havsteen og Kolbeinsey. Kaupfélag Þingeyinga á 13% eignar- aðild að útgerðarfélaginu. Kristján var spurður um álit sitt og samskiptin við Kaupféiag Þingeyinga. „Það er ýmislegt hægt að segja um Kaupfélag Þingeyinga og er sumt af þvi ekki I samræmi við hugsjón upphafsmanna að stofn- un K.Þ. Ég hef alltaf borið virð- ingu fyrir frumkvöðlum Kaupfé- iagsins og þeirra hugsjónum. Hvernigtil hefurtekistá þeim 100 árum sem liðin eru frá stofnun er önnur saga. Samskipti sjómanna við K.Þ. hafa ekki alltaf verið neinn dans á rósum. Sjómenn þurftu t.d. aö fara i mál viö K.Þ. árið 1939 út af þvi að þeir töldu sig ekki fá sannviröi fyrir afuröir sin- ar samkvæmt ársreikningum það árið. Sjómenn þurftu á þeim ár- um að deila hart við stjórn K.Þ. um sin afurðamál og gæti ég sagt frá mörgu sem að mati þeirra var talið óeðlilegt og sem samræmd- ist ekki samvinnuhugsjóninni. Málinu lauk meö Hæstaréttar- dómi 1946 og með fullum sigri sjó- manna. Þaö er býsna hart ef það er nauösynlegt að fara i má) við Kaupfélagiö til að fá sannviröi fyrir sina vöru. Menn hafa lika ekki verið alltof ánægðir með K.Þ. þvi veturinn 1935 var sett hér á stofn Pöntunarfélag Verka- manna sem starfaði fram undir lok 6. áratugarins. Þar versluöu fjölmargir, bæöi Húsvikingar og bændur i sýslunni. Mér finnst það nú renna stoöum undir það að ekki hafi menn almennt verið ánægðir með K.Þ. Það er skammarlegt að saga þess félags hefur aidrei verið skrásett.” Þú ert með öðrum oröum litill kaupfélagsmaður i þér? „Ég verslaði alltaf við Pöntun- arfélagið meðan það starfaði og afgreiddi þar meira að segja á milli vertiða. Núna versla ég þar sem verðið er hagstæðast og við- urkenni fúslega að K.Þ. er með ýmsa nauösynjavöru sem ekki skilar beinum hagnaði og aðrir treysta sér ekki til að vera meö. K.Þ. hefur veitt einstaklingum mikla fyrirgreiðslu til að koma sér upp eigin húsnæði á Húsavik. . Ég er sam vinnumaður i mér en er ekki hrifinn af þvi að framsókn- armenn halda aö K.Þ. sé ein- göngu fyrir þá. Þvi er ekki að neita að framsóknarmenn hafa notaö Kaupfélagiö i allri stjórn- sýslu og þaö tel ég hafa staðið K.Þ. fyrir þrifum”. En nú er útgeröarfélagiö Höföi h.f. aö hluta til i eigu K.Þ. Er baö rétt stefna aö þinu mati aö Kaup- félagið taki þátt I atvinnuupp- byggingu? „Ef K.Þ. starfar enn á þeim grunni sem lagður var fyrir 100 árum þá tel ég það eðlilegt. Allur félagslegur rekstur skapar at- vinnuöryggi. Það er þvi jákvætt viö K.Þ. að það hefur lagt til fjár- magn til atvinnuuppbyggingar á Húsavik sem önnur verslunar-og umboösfyrirtæki hafa ekki gert. Miðað við önnur verslunarfyrir- tæki á Húsavik tel ég að K.Þ. hafi gert þarna sæmilega.” Þú ert meö öörum orðum meiri Kaupfélagsmaöur I dag en fyrir nokkrum árum? Kristján Asgeirsson, fram- kvæmdastjóri Höföa haf.: „Starf- semi K.Þ. hefur ekki alltaf veriö til fyrirmyndar, en ágreinings- málum I seinni tið hefur þó fækkaö meö nýjum mönnum”. Mynd: arb „Ég tel mig alltaf hafa verið mikinn samvinnumann. Þess vegna hef ég ekki alltaf verið ánægður með starfsemi K.Þ. Með breyttum tima og breyttum mönnum hafa samskiptamálin oröið ágreiningsminni. Ég tel hverju byggðarlagi nauðsynlegt að vera með félagslega starf- semi. Einkaframtakið má svo sem vera til fyrir mér en það skapar ekkert atvinnuöryggi og hefur aldrei gert.” — arb

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.