Þjóðviljinn - 20.02.1982, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 20.02.1982, Blaðsíða 1
SUNNUOAGS 56 _ _ ^ ^miTR DIODVIUINN BLAðlÐ SIÐUR Helgin 20.-21. febrúar 1982 —41.-2. tbl. 47. árg. Samvinnu- hreyfmgin á íslandi hundrað ára Verð kr. 9.00 „Þegar miklar hugsjónir rætast. Erlendur Einarsson tók við starfi forst.ióra Sambands isl. sam- vinnufélaga 1. janúar 1955. Vilhjálmur Þór hafði þá gengt þvi frá ársbyrjun 1946, er hann tók við af Sigurði Krist- inssyni. Erlendur hefur þannig verið forstjóri Sambandsins i meira en aldarfjórðung og getur að sjálfsögðu margt fróðlegt sagt frá þeim ferli. Fara verður þó með Töndum i örstuttu blaðaviðtali, en við byr j- uðum á þvi að spyrja Erlend um nám hans og störf áður en hann varð forstjóri. Eftir aö ég lauk námi i Sam- vinnuskólanum vorið 1941 hóf ég störf i Landsbanka Islands. Ég starfaði þar til vors 1946, að undanskilinni námsdvöl i Bandarikjunum 1944 og 1945, en þar starfaði ég I National City Bank jafnhliða þvi' sem ég stnndaði nám i American Insti- tute of Banking. Hinn 1. mai' 1946 hóf ég siðan störf hjá Samband- inu, en tók svo við starfi framkvæmdastjöra Samvinnu- trygginga l.september það ár, og starfaði sem framkvæmdastjóri þeirra þar til ég tók við starfi for- stjóra Sambandsins. — Hvernig varð þér við þegar þú varst beðinn að taka að þér starfið? Alltaf að koma manni á óvart Að taka við forstjórastarfi Sambandsins var fært fyrst i tal við mig vorið 1954. Ég dreg ekki dul á það að ég var i fyrstu tregur til þess að játast þvi að taka viö svo ábyrgðarmiklu starfi, enda var ég aðeins 33 ára gamall og mér fannst ég bæði of ungur og ekki hafa nægilega reynslu til að gegna svo viðamiklu starfi. Þess utan leið mér vel i Samvinnu- tryggingum enda gekk starfsemi þess fyrirtækis mjög vel starfið fannst mér mjög viöráöanlegt. En alltkom þó fyrir ekki, enda var lagt hart að mér að koma til starfa hjá Samband- Rœtt við Erlend Einarsson, forstjóra Sambands íslenskra samvinnufélaga

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.