Þjóðviljinn - 02.03.1982, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 02.03.1982, Qupperneq 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN ÞriBjudagur 2. mars 1982 viðtalið / Asmundur Hilm- arsson, starfs- maður Vinnu- verndarárs Al- þýðusambandsins: „Viljum efla virðingu fyrir vinnu- staðnum” Vinnuverndarár Alþýöusam- bands tslands, sem svo hefur veriö nefnt, hófst formlega ekki ails fyrir löngu. Þaö var á Al- þýöusambandsþingi 1980 sem samþykkt var aö efna til sér- staks átaks í vinnuverndarmál- umogkjörin sérstök nefnd tilað sjá um framkvæmdina. Starfs- maöur nefndarinnar er As- mundur Hilmarsson trésmiöur og Þjóöviljinn innti hann eftir upplýsingum um tildrög Vinnu- verndarárs: „Þaö var á 34. þingi ASI sem Ásmundur Hilmarsson samþykkt var að gera árið 1982 að sérstöku vinnuverndarári. Tildrögin voru i stuttu máli þau að Samband byggingamanna hafði á árinu 1979 staðið fyrir sérstakri vinnuverndarviku og haföi gefist vel. Við fórum þá á vinnustaði i byggingariðnaði, héidum erindi um öryggi og hollustuhætti og reyndum að vekja upp umræöur um eðli vinnustaðarins. Þetta féll i afar góðan jarðveg og vakti athygli á vandamálunum . t framhaldi af þessu fluttu svo nokkrir fulltrú- ar byggingamanna tillögu á 34. þinginu um sérstakt vinnu- vemdarár og var Tryggvi Þór Aðalsteinsson flutningsmaður”. — Og hver er svo tilgangur- inn? ,,Að vekja athygli á aðbúnaði, hollustuháttum og öryggi á vinnustöðunum. Við viljum efla umræðu um þau mál með kynn- ingu ogfræðslu. Strax var hafist handa um skipun framkvæmda- nefndar til að sjá um þetta og var ég ráðinn starfsmaður hennar. t þessari nefnd eiga sæti tveir fulltrúar ASt og svo einn fulltrúi frá Verkamanna sambandinu, Sjómannasam- bandinu, Rafiðnaðarsamband- inu, Sambandi bygginganianna, Málm- og skipasmiðasamband- inu, Landssambandi isl. versl- unarmanna, Landssambandi vörubifreiöastjora, Landssam- bandi iönverkafólks og svo Menningar- og fræðslusam- bandi alþýðu. Við höfum aðset- ur ihúsnæði ASI að Grensásvegi 16 og siminn er 83044.” — Og hvernig er gengið til verka? „Núna vinnum við fyrst og fremst að upplýsingaöf lun. Menningar og fræðslusamband- ið hefur i' fórum sinum allmikið efni og eins hefur Vinnueftirlit rikisins boðist til að veita okkur aðstóð. Við höfum i þessu sam- bandi snúið okkur til bræðra- samtaka á Norðurlöndum og i Bandarikjunum og eins hefur verið beðið um upplýsingar frá Alþjóða vinnumálastofnuninni i Genf, ILO. Við erum með i und- irbúningi gerð veggspjalda, 10 að tölu, sem ætlunin er að prenta og dreifa á sem flesta vinnustaði. Þá erverið að vinna i gerð einblöðunga og bæklinga um margvi'sleg mál eins og um húðsjúkdóma á vinnustöðum, likamsbeitingu við vinnu, upp- lausnarefni ýmiss konar o.fl. o.fl. Siðan er ætlun okkar að fara á vinnustaðina og ræða við menn um vinnuvernd i viðasta skiln- ingi orðsins. Það starf hefst i haust af fullum þunga, en að sjálfsögðu erum við þegar til- búnir að koma i heimsókn ef menn óska.” Öldungar á flakki Myndasaga eftir EMIL & HALLGRÍM OGSVO SEGIR OÚLlUS ÞAÐ SEI1 FYRlR Þ(\ HAfOI KöM®.....0G . — Hvernig er ástand vinnu- verndarmála á tslandi miðaö við nágrannalöndin? „Það er með þennan mála- flokk eins og svo marga aðra að við erum 10 - 15 ár á eftir ná- grannaþjóðunum i þróuninni á sviði atvinnumála. Á t.d. Norð- urlöndunum hafa rannsóknir á þessum málum staðið yfir i ára- tugi og þvi er ekki að leyna að upplýsingar um vinnustaði, at- vinnuþróun, framleiðslu og framleiðni er á mun hærra sviði. Sviar hafa unnið skipu- lega að vinnuvemdarmálum i hálfa öld og það er ljóst að við höfum margt þangaðað sækja.” — Þið hafið gott samband við Vinnueftirlit rikisins? ,,Já, og mérer óhætt að segja að miklar vonir eru bundnar við þá ágætu stofnun.Nýju lögin um vinnueftirlit voru geysileg bót og með þeimvar ótvirættkveðið á um myndugleika stofnunar- innar, trúnaðarm anna og ör- yggisvaröa á vinnustöðunum til að stöðva vinnu þar sem bráð hætta er. Þær opinberu stofnan- ir sem fyrir voru höfðu ekki þetta vald og höfðu raunar ein- ungis eftirlitsskyldu með hönd- um. Hins vegar er hætta á að Vinnueftirlitið uppfylli ekki þær vonir, sem við það eru bundnar, vegna fjársveltis sem stofnun- inni er haldið i. Hið svokallaða vinnueftirlitsgjald rennur beint i rikisfjárhirslurnar og kemur ekki allttil baka aftur. Þá sýnist mér að á fjárlögum núna sé Vinnueftirlitinu sniðinn allt of þröngur stakkur og þvi er stór- hætta á að það sinni engan veg- innþvimikilvæga hlutverki sem þvi er ætlað.” — Aö lokum, Asmundur? „Ég vil að lokum undirstrika það að gott samband við fjöl- miðla er okkur nauðsynlegt i þessu starfi. Það þarf að vekja tq)p það viöhorf að vinnustaður- inn þurfi ekki að vera lakari staður en heimili manna og að menn eigi ekki að láta bjóða sér slæman aðbúnað i vinnu. Við eyðum oft meiri tima á vinnu- staðnum en á heimilinum i vökutimanum og þvi hljóta allir að skilja mikilvægi þess að vel séað okkurbúið þar. Tilgangur- inn með Vinnuverndarárinu er einmitt að skapa hér ný við- horf. ” Enda þótt þaö sé orðið leiðin- legra aö lifa, er ekkert skemmtilegra aö deyja nú en áöur. 1122 bóka- titlar á árinu 1980 Landsbókasafnið hefur gefið út islenska bókaskrá 1980 og kemur þar fram að enn er bóka- útgáfa i vexti hér á landi. A ár- inu komu út 1122 rit og bækling- ar og hefur útgáfan þá aukist um 62% . Af þessari tölu eru 332 þýðingar og lætur þá nærri að tvær bækur af hverjum þrem sem út koma séu frumsamdar. Barnabækur eru um 17% útgáf- unnar eða 187 árið 1980. Landsbókasafnið hefur lika gefið út tslenska hljóðritaskrá og kemur þar fram að á árinu hafa komið á hljómplötum og snældum 52 útgáfur og er það svipuð tala og á árinu áður. Stærstur flokkur bóka er skáldsögur, alls 263 titlar, þar af 90baádingar og er þá átt við litl- ar barnabækur sem ekki ná bókarstærð (88 talsins). Fimmtiu og þrjárbækur og rit - lingar eru frumsamdir en 210 þýddar, flestar úr ensku eða 95. Ljóðabækur eru ails 59 og svo til allar frumsamdar á islensku.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.