Þjóðviljinn - 05.03.1982, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 05.03.1982, Blaðsíða 1
Omistirvélum Bandaríkjahers beínt yfir byggð I Njarðvíkum Herinn á Keflavíkurflugvelli hefur hafiö byggingu 3 af 9 sprengiheldum flugskýium, sem fyrirhugað er að reisa á Kef lavíkurf lug- velli. Staðsetning þessara flugskýla hefur verið ákveðin við vesturenda austur-vestur- flugbrautarinnar (merkt B á myndinni) og beinir hún flugtaki orrustuflugvélanna yfir byggðina i Njarðvíkum (merkt C). Til þessa hafa 4 orrustuf lugvélar verið staðsettar á vest ur-austur brautinni, en nú mun áformað að flytja 8-10 slikar vélar til viðbótar yfir á þessa braut, og kemur það til með að auka hávaða- mengun í Njarðvíkum til muna, auk þess sem af flugi þessu stafar umtalsverð hætta, Þær vélar, sem fluttar verða yfir á brautarendann B hafa til þessa verið staðsettar í flugskýl? A og flogið á norður-suður brautinni. Einsog fram kemur i viðtölunum hér á eftir hefur varnarmáladeild utanrikisráðuneytisins ekki haft nein samráð við viðkomandi skipulagsyf- irvöld og bæjarfélög um þessar fyrirhuguðu breytingar. AAynd sú, sem hér er birt, er af myndkorti, sem Landmælingar Islands hafa gef ið út. Sjá viðtöl á bls. 6 i blaðinu i dag. Álfurstinn áttl að vera ráðherra ,,A föstudaginn vcrða radd- irnar um utanþingsstjórn hávær- ari innan Sjálfstæðisflokksins. t þcim umræðum er dr. Jóhannes Nordal seðiabankastjóri nefndur sem forsætisráðherraefni”. Það er Morgunbiaðið sem hefur orðið 18. október 1979 og er að afsaka minnihlutastjórn krata um þetta lcyti: ,,Var ekki annað vitað en Jóhannes hafi lýst sig reiðubúinn til þess að taka að sér verkefnið. Itætt var um fleiri ráðherraefni, án þess að menn vissu til þess að við þá hefði verið rætt, þar á meðal Jónas Haralz bankastjóra, Jón Sigurðsson forstöðumann Þjóðhagsstofnunar og Kagnar S. Halldórsson forstjóra tsals”. 1 ljósi þessara ummæla Morgunblaðsins i október 1979, sem birtast i fréttaskýringu undir yfirskriftinni „Kratastrófa Sjálf- Alusuisse svarar erindi iðnaðarráðherra Fundurinn er ráð gerður 25. mars Forstjóri tSALS, formaður Verslunarráðs tslands og ráö- herraefni Sjálf stæðisflokks i utanþingsstjórn. stæöisflokksins”, geta það varla talist frumleg tiðindi að islensk valdsstétt vilji vegtyllur þessa umboðsmanns erlenda auð- hringsins sem allra mestar og flestar. Verslunarráð tslands átti sér fordæmi. —óg. Þegar ég kom hcim siðdegis i dag af þingi Norðurlandaráðs fékk ég I hendur skeyti frá dr. MUller forstjóra Alusuisse, sem dagsett er degi fyrr, — sagöi lljörleifur Guttormsson iðnaðar- ráðherra er Þjóðviljinn ræddi við hann i gærkvöld. Þetta skeyti er svar við erindi minu frá 27. febrúar, — sagði Hjörleifur, en þar fór ég þess mjögeindregið á leit að Alusuisse sendi fulltrúa til viðræöna við mig og formann islensku álviðræðu- nefndarinnar, eigi siðar en 15. þ.m. 1 skeytinu frá Alusuisse, sem ég fékk i dag, er fallist á við- ræöur hér i Reykjavik dagana 25. og 26. mars. Ég tel þetta út af fyrir sig jákvætt svo langt sem það nær, enda þótt ég heföi frem- ur kosiö aö frestur væri styttri. Þessu skeyti Alusuisse mun ég væntanlega svara á morgun (föstudag) að höfðu samráði inn- an rikisstjórnarinnar. £g vil vænta þess að Alusuisse hafi nú efnisleg svör fram að færa varöandi kröfur islensku rikis- stjórnarinnar um endurskoðun gildandi samninga, ekki sist hvað raforkuverðið varðar. Eigi slikir samningar að takast, þurfa þeir að nást hið allra fyrsta, — sagöi Hjörleifur að lokum. —k.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.