Þjóðviljinn - 05.03.1982, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 05.03.1982, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓDVILJINN Fimmtudagur 4. mars 1982 Var einhver að tala um stofnanamál? I. Saga ofurleiðara: 1 venjulegum málmum minnkar eðlisviðnám vif lækkun hitastigs, en verður þó ekki 0 við 0*K. Eðlisviðnám kopars verður t.d. ca. 1/85 af eðlisviðnámi við herbergishita. Arið 1911 fann Hollendingurinn Kammerlingh Onnes að viðnám kvikasilfurs datt niður I O við svokallað krítiskt hitastig, sem er um 4*K fyrir kvikasilfur. Margir lögðu hönd á plóginn, en rússinn A.A. Abrikosov upp- götvaði 1957 að skipta má ofur- leiðurum i tvo hópa: Tegund I (málmar: PB,A1, Cd, ofl) og tegundll (málmblöndur: In-Pb, Nb3 -Sn o.fl.). Bandarikja- mennirnir Bardeen, Cooper og Schrieffer útskýrðu 1957 ofur- leiðni með svokallaöri BCS-kenningu. Um 1960 var mæld bylgjun (tunneling) gegnum einangrun á milli tveggja ofurleiöara. II. Kenningar: a) Ilelstu einkenni ofurleiðara 1) Tegund I: Alls engin mót- staða, þolir illa segulsviö, krit- iskt hitastig tiltölulega lágt, straumleiðni á yfirboröi, málmar. 2) Tegund II: örlitil en þó ein- hver mótstaða, þolir vel segul- svið, kritiskt hitastig tiltölulega hátt, straumleiðni allt i gegn, málmblöndur. 1 báðum tegund- unum eyðileggst ofurleiðni við eitthvert straummark, þegar eigið segulsvið brýtur niöur of- urleiðnina. b) BCS-kenningin: Ofurleiðni er skammtafræðilegt fyrirbæri. vidtalid Spjall við Brian Pilkington, breskan teiknara, búsettan á Islandi „Trén henn- ar Soffíu”, í.Gallerí Langbrók ,,Held ég verði hér áfram”, segir Brian Pilkington. ,/Það er miklu betra að búa á Islandi en í Bret- landi. Ég get unnið hér við það sem ég hef áhuga á og þarf ekki að berjast áfram af sömu hörku og úti. Já, ég held aðég verði hér áfram!", sagði breski teiknarinn Brian Pilkington, sem kemur frá Liverpool eins og Bítlarnir. Hann opnar í dag sýningu í Gallerí Langbrók og er þetta þriðja sýning hans hér á landi. ,,Þessi sýning er eingöngu málverk af trjám. Þau eru öil unnin i akrýl nema 2 pastel- myndir. Andrúmsloftið i mynd- unum, þ.e. litir, er breytanlegt frá einni mynd til annarrar, sem fer eftir veðrabrigðum og skapgerð minni.” ,,Eru ailar myndirnar málað- ar að sumarlagi?” ,,Já, það er svo kalt yfir veturinn að ég gæti aldrei setið yfir málverki úti. Myndirnar eru allar máiaðar á fallegum staö ekki langt frá borginni, þar sem hefur verið gróðursett heil- mikið af trjám á kjarrivöxnum landskika. Trén hafa verið gróðursett á undanförnum 25 árum og eru nú orðin nálægt 4000 talsins: Fura, greni og um 7-8 aðrar tegundir. Þau yngstu eru um 15 cm og hin elstu allt að 10 metrar á hæð. 2 manneskjur hafa aðallega hlúð aö trjánum og i rjóðrunum á milli þeirra rikir friðsæld og ró, þar sem gott er aö koma sér fyrir og ♦ TREN 4 hennar SOFFIU mála. Þetta var þvi ákaflega skemmtileg vinna,” sagði Bri- an. Brian hefur lokið BA prófi úr Listaháskóla i Bretlandi og unn- ið hér mikið viö bókaskreyting- ar. Sýning hans, sem nefnist „Trén hennar Soffiu” verður opin til 22. mars. þs Öldungar á flakki Myndasaga eftir EMIL & HALLGRÍM ® /æ7bI-KT\£>u£, HVAÐ HE/.DURÖ0 AÐ Þ£TTA Þ'rei? VIÐ ÞFSSU bH/PPi vAR EKKfRT HÆGT AÐ GERA EN'A SAIAA TÍMA VlRÐAST LEITARHENN K0HDIIR A SPORIÐ /foringi, VIÐ höfum 'i ( FUNDIÐ LOFBELUINS 1 \PEIRM J <K> O' © Kannski frelsishetjurnar komi bara aðra hverja öld? 1) Rafeindir hafa tilhneigingu til að pra sig vegna skriðþunga og andstæðs snúnings. 2) Pörunarorkan er mjög litil. 3) Rafeindir sem eru paraðar geta allar verið á sama orku- stigi. 4) Rafeindir sýna bylgjueigin- leika. 5) Rafeindasafnið rennur sam- stillt eftir leiðaranum. c) „Josephson hrif” Bretinn Brian Josephson fann 1962 að fyrir neðan kritiskt hita- stig geta rafeindapör i ofur- leiðara bylgjað i gegnum þunnan einangrara, sem stað- settur er á milli tveggja ofur- leiðara, eins og einangrarinn væri ofurleiöandi. Minna segul- svið þarf til að eyðileggja ofur- leiðni einangrarans en ofur- leiðararanna og þar með var komin leið til aö stýra straum I ofurleiðara. Ennfremur fannst að sé spenna sett yfir sam- skeytin, þegar einangrari er ekki ofurleiðandi, þá myndast straumsveifla I mjög hárri tiðni (ca. 500 GHz). (Fréttabréf Verkfræðinga- félagsins) Móðursystir min heldur þvi fram að piparsveinn sé karl sem hefur af eigingjörnum hvötum stilltsig um að gera konu óham- ingjusama. NIÐRI — nýtt gallen Oðnað hefur verið nýtt galleri i Reykjavik, sem heitir þvi ein- falda og skýra nafni NIÐRI — en húsakynni þess eru i neðra að Laugavegi 21, á horni Lauga- vegar og Klappastigs. 1 galleriinu er ólikum verkum ólikra listamanna raðað saman á skemmtilegan hátt: málverk, grafik, steinþrykk, keramik og leðurvörur og flest af þessu er til sölu. NIÐRI er einnig sölubúð þar sem seldir eru módelgripir á góðu verði, að sögn eigenda gallerisins. Þar er einnig fram- köllunarþjónusta og fjölritunar- þjónusta. Þeir vísu sögðu... Þvi fleiri fingraför sem finnast eftir börnin á heimilum þeirra, þeim mun færri verða þau hjá rannsóknarlögreglunni. Joseph J. Quinn Pislarvætti er eina leiðin til frægöar þegar undirmálsmenn eiga hlut að máli. Bernhard Shaw Góðar horfur eru oft miklu un- aðslegri en góður árangur. Oliver Goldsmith Ókvæntur maður vex aldrei al- veg upp úr þvi að lita á sjálfan sig sem glæsilegan ungling. Helen Rowland Engin uppgötvun er jafn töfr- andi og sú er menn verða þess varir að þeim er unnað hugást- um. Þá er eins og Drottinn hafi lagt fingur sinn á öxl þeirra. Charles Morgan Flestir menn geta þolað mót- læti en ef þú vilt kynnast manni þá fáðu honum vald. Robert Ingersoll

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.