Þjóðviljinn - 05.03.1982, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.03.1982, Blaðsíða 4
4 SiÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 5. mars 1982 UOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjódfrelsis Útgefandi: Útgáfuielag Þjóftviljans. Framkvæmdastjóri: Eiftur Bergmann. Kitstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Fréttastjóri: Alfheiöur Ingadóttir. Umsjónarmaftur sunnudagsblafts: Guftjón Friftriksson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgrciftslustjóri: Valþór Hlööversson. Blaftamenn: Auöur Styrkarsdóttir, Magnús H. Gislason, Öskar Guftmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Kristinsson. iþrótta- og skákfréttamaftur: Helgi Ólafsson. Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir Guöjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir:Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Handrila- og prófarkalestur: Elias Mar, Trausti Einarsson. Auglýsingar: Hildur Kagnars, Sigriftur Hanna Sigurbjörns- dóttir. Skrifstofa: Guftrún Guovarftardóttir, Jóhannes Harftarson. Afgreiftsla: Bára Sigurftardóttir, Kristin Pétursdóttir. Simavarsla: ölöf Halldórsdóttir, Sigriftur Kristjánsdóttir. Ilúsmóftir: Bergljót Guöjónsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vílhjálmsson, Gunnar Sigurmunds- son. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. Útkeyrsla, afgreiftsla og auglýsingar: Sföumúla 6, Kevkjavik, simi 81333 Prentun: Blaftaprent hf. Hafna hvetfavöld- um t Reykjavík Á sveitarstjórnarráðstefnu Alþýðubanda- lagsins var samþykkt ályktun um lýðræði og valddreifingu þá sem kveður við nýjan tón sem setja mun blæ sinn á kosningabaráttuna fram- undan. Hugmyndir flokksins um lýðræðislegri stjórnarhætti og valddreifingu hafa átt erfitt upp- dráttar i samstarfi við aðra flokka i sveitar- stjórnum. Þessvegna leggur Alþýðubandalagið kapp á að afla þessum hugmyndum fylgis meðal almennings i komandi kosningum. Alþýðubandalagið telur að öll stjórnskipan islenska lýðveldisins eigi að þróast i átt til aukins lýðræðis og valddreifingar; að markvisst eigi að stuðla að þátttöku allra íslendinga i ákvörðunum um stórt og smátt og að ákvarðanir eigi að taka i nánum tengslum við þá einstaklinga sem þær snerta. Sveitarstjórnarmenn Alþýðubandalags- ins munu beita sér fyrir virkara lýðræði, upp- lýsingastreymi frá fulltrúasamkomum til fólks ins, ákvörðunarrétti almennings um nánasta um- hverfi sitt, og umræðum á vinnustöðum og þátt- töku launafólks i ákvarðanatöku. I samþykkt ráðstefnunnar kemur fram að Alþýðubandalagið telur að innan sveitarfélag- anna þurfi hver einstaklingur að hafa möguleika til áhrifa á umhverfi sitt og aðstöðu til að fylgjast vel með störfum kjörinna fulltrúa. Við hlið full- trúalýðræðisins i sveitarfélögum sé æskilegt að áhugasamtök, hverfafélög, framfarafélög, iþróttafélög, æskulýðssamtök og menningarfélög fái aðstöðu til beinni áhrifa á ákvarðanatöku en nú tiðkast. Flokkurinn telur að finna þurfi nýjar leiðir til virkari þátttöku almennings i sveitar- stjórnarmálum, og að áhugafólk þurfi að fá að- stöðu og valdsvið til virks aðhalds og áhrifa á ákvarðanatöku kjörinna fulltrúa milli kosninga. 1 Reykjavik leitaði Alþýðubandalagið hóf- anna hjá samstarfsflokkum sinum um breytingar á stjórnarháttum strax eftir kosningarnar 1978 i samræmi við stefnuskrá flokksfélagsins i borg- inni. úr þvi varð mikið þóf milli samstarfsflokk- anna og sl. haust varð ljóst að Alþýðuflokkurinn myndi standa gegn ölium umbótum sem miðuðu að valddreifingu og einfaldari stjórnun i borginni. Þar sem Alþýðubandalagið i Reykjavik hefur haft aðstöðu til hefur það reynt að fylgja fram stefnu sinni eins og t.d. á dagvistarstofnunum og með aðild starfsmanna að stjórn Bæjarútgerð- arinnar og Strætisvagna Reykjavikur. En engin markviss útfærsla hefur átt sér stað á lýðræðis- og valddreifingarhugmyndum i borginni vegna andstöðu Alþýðuflokksins. Aiþýðubandalagið vill tryggja bein áhrif ibúa með hverfavöldum i Reykjavik. Alþýðuflokk- urinn og Sjálfstæðisflokkurinn sameinuðust um það i borgarráði i vikunni að visa öllum slikum tillögum frá og vildu láta umræður um lýðræðis- legri stjórnun borgarinnar biða fram yfir kosn- ingar. En með ieyfi að spyrja: Hvenær er betri timi til þess að ræða ágreiningsmál og nýjar hug- myndir en fyrir kosningar? Tilraunir Alþýðu- flokksins til þess að stöðva umræður um lýðræði og valddreifingu i borgarstjórn voru að sjálf- sögðu dæmdar til að mistakast, og Alþýðubanda- lagið mun halda hugmyndum sinum i þessum efnum hátt á loft i vor. — ekh Hroki og óhilgirni Þaft blöskrar fleirum en oss dónaskapur svissneska auöhringsins. Þórarinn Þórarinsson skrifar skel- eggan leiöara i Timann i gær, þarsem hvorki bregöur fyrir geðleysi eöa undir- lægjuhætti einsog einkennir ihaldsbóiið i miöbænum. Þórarinn segir: „Það er ótvirætt, að islendingar hafa ekki um langt skeið oröiö meira reiöir og undrandi en þegar þær fréttir bárust frá forráða- mönnum svissneska ál- hringsins, aö þeir myndu ekki mæta til fundarins, sem var búið aö ákveöa i Kaup- mannahöfn milli þeirra og fulltrúa rikisstjórnarinnar, án þess að færa fram minnstu marktækar rök- semdir fyrir þessari frestun, og án þess aö gera tillögur um hvenær næsti viðræöu- fundur skyldi haldinn. Hér er um hinn freklegasta dónaskap að ræöa, ekki aöeins við rikisstjórnina, heldur Alþingi og þjóöina alla. Þetta minnir helst á framkomu rikisstjórnar Suöur-Afriku viö blökku- menn þar i landi. Auöhringir á borð við svissneska álhringinn hafa oft sýnt mikinn hroka og óbilgirni i skiptum við þjóöir, sem þeir telja sig eiga alls kostar viö. Hægt er að benda á mörg dæmi þess i Afriku,' Asiu og Suður-Ameriku. fslendingar hafa taliö sér trú um, að þeir væru komnir á það stig, aö þeim yrði ekki boðið upp á slikt.” Bitlingalið og blúndubolsar ■ Jón Baldvin Hannibalsson I. má ekki vera aö þvi að skrifa, um samstöðu I baráttunni I viö Alusuisse, sem er máske I eins gott fyrir málstaöinn. I Hins vegar heldur hann áfram hinni heilögu krossför I gegn Alþýðubandalaginu. ‘ Svona byrjar Jónsþula i leiöara Alþýöublaösius i gær: „Þaö ætlar ekki af aum- ingja Alþýöubandalaginu að ganga þessi misserin. Þaö er búið að missa glæpinn sem var einkaumboö hreyfingar- innar á íslandi fyrir Komintern, ásarpt hluta- bréfum i heimsbyltingunni. Um þá pólitisku umboössölu má segja, aö nú er hún Snorrabúö stekkur. Byltingarliöiö er oröiö aö bitlingaliöi, bolsanir orönir aö blúndubolsum; eins konar pólitiskum flóttamönnum, sem afneita fortiö sinni hver i kapp viö annan, og þykjast vera þaö sem þeir hafa hataö heitast og úthúöaö i hálfa öld: Bara kratar. En lika þaö er á misskiln- ingi byggt. Nær væri aö likja þessu rekaldi viö einhvers konar mööruvallahreyfingu, sem er eins og vindurinn: Enginn veit hvaöan hún kemur eða hvurt hún fer. Pólitik þessarar nýju mööru- vallahreyfingar dregur dám af helsta hugmyndafræöingi sinum, Mr. ó. Grimssyni, eftirlæti Prövdu og sér- fræöingi Evrópuráösins i al- heimsvandanum. Sú pólitik er mestan part ævintýri og uppákoma.” i I ■ klippt Samstaða þegar á reynir Margir sem þekkja til starfs- hátta og framkomu auöhringa gagnvart smáþjóðum, hafa ótt- ast þaö, að umsvif og áhrif álhringsins i þjóðfélaginu yrðu meiri en svo að jafnvel harð- sviraðir kapitalistar þjóðlegir gætu glaðir við unað. Með hinu dæmalausa vali sinu á for- manni hefur Verslunarráö is- lands vakið hroll með ótrúleg- um fjölda manna. Alhringurinn reynir að reka fleyg inni hugs- anlega samstööu meðal þjóðar- innar. Það heyrir starfsháttum slikra hringa til. Tilgangurinn helgar meðalið. Og tilgangur- inn, það er meiri gróði og kné- setning þeirra stjórnvalda sem hafa rekið mál islendinga gegn auðhringnum. 1 lok leiðara sins I Tfmanum segir Þórarinn Þórarinsson : „Svissnesku álfurstarnir verða aö finna það, að hér standa íslendingar fast saman. Það séu ekki annað en hugarór- ar hjá þeim að vera að biða eftir alþingiskosningum og nýrri rikisstjórn. islendingar verða að svara hinum svissneska dónaskap með þvi að sýna i verki, að þeir geta staðið saman, þegar á rið- ur.” Formaöur Vcrslunarráös is- lands. Forstjóri tsal, dótturfyr- irtækis auðhringsins sem is- lendingar eiga i höggi viö. i deildarstjórn bandariskra her- verkfræöinga um árabil. Ráö- herraefni Sjálfstæöisflokksins á því herrans ári 1979. Eru þeir komnir í hár saman? Máske er varaformaður Sjálf- stæðisflokksins að átta sig á nauðsyn þjóðlegrar reisnar og samstöðu i þessu máli. Hann segir i grein i Mogganum i gær (þarsem hann er að striða okkur allaböllunum, svona almennt), um skeleggar miðstjórnarsam- þykktir Alþýðubandalagsins á dögunum: „öll eru þessi atriði umræðuverð..!’ Og ritstjóri Dagblaðsins og Visis, fyrrver- andi þingmaöur Sjálfstæðis- flokksins Ellert Schram slær á sömu gagnrýnisnótur i blaði sinu um daginn. Geirsklikan getur ekki þolað svo gagnrýnan þankagang. Leiöarahöfundur Moggans sendir þeim Friðrik og Ellert svofellda nótu i gær: „Eitt er vist. Það er meö öllu ástæöulaust fyrir annarra flokka menn aö leggja kommúnistum lið i þessu striöi þeirra viö eigin samvisku og fordóma.” Barátta islendinga við auð- hringinn er orðin „strið komm- únista við eigin samvisku og fordóma”. Og þeir sem vilja þjóðlega reisn og samstöðu i þvi striði fá ofanigjafir hjá Mogg- anum. Þeim verður hált á þessu i Geirsklikunni, og Friðrik gæti átt eftir að sleppa „Vara-” við titil sinn i flokknum fyrr en var' ir ef svo heldur áfram. Geirsklikan er i standandi vandræðum með óþekku strák- ana sem vilja hugsa sjálfstætt i þessu máli. Dagblaðið og Visir á að vera einsog hver önnur ný- lenda Moggans i þessu máli einsog öörum. Það er verið að klappa ritstjóranum á kollinn og segja: þetta máttu, þetta ekki. Halldór Biöndal tók sig einnig til i fyrradag úr ræðustól á alþingi og sagði að siðdegisblaðið ætti að heita Visir, hann kynni betur við það. Ellert hefði haft góð áhrif á Jónas og siðdegisblaðið. Sá góði maður Ellert veit hvað til hans friðar heyrir, svo ský- laus eru fyrirmælin sem hann hlýtur i Mogganum og úr ræðu- stól á alþingi frá Geirsklikunni. Ellert Schram. Hlýöa skaltu... Ráðherraefni Sjálfstœðis- flokksins Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins gerði val Verslunarráðsins á formanni að umræðuefni á alþingi á dögun- um. Svavar spurði hvort það væri ekki með ráðum Sjálf- stæðisflokksins gert að Ragnar Halldórsson verður formaður Verslunarráðs islands. For- menn Verslunarráðsins hefðu jafnan verið innanbúðar i Sjálf- stæðisflokknum með ýmsum hætti. Er liklegt, spurði Svavar, . að þessi formaður Verslunar- ráðs verði fljótlega þingmaður Sjálfstæðisflokksins eða þá ráð- herra? Er það hugsanlegt að menn sjái ekki hvilik fjarstæða hér er uppi, þegar verið er að taka hér i æöstu trúnaðarstöðu Verslunarráðs islands banda- mann, umboðsmann erlends auðhrings hér á landi. Þjóðinni forðað frá matröð Þegar Geirsklikan átti hvað bágast i islensku þjóðlifi hafði henni einmitt dottið þessi fárán- leiki I hug. 1 fréttaskýringu Morgunblaðsins 18. október 1979 (undir yfirskriftinni Katastrófa Sjálfstæðisflokksins) er sagt að þær raddir hafi gerst æ hávær- ari innan flokksins, að mynduð verði utanþingsstjórn. Auðvitað átti höfuðátrúnaðargoð auð- valdsins Jóhannes Nordal að vera forsætisráðherra. Morgun- blaðiö tilnefnir fleiri ráöherra- efni Sjálfstæðisflokksins: Jónas Haralz bankastjóra, Jón Sig- urðsson forstöðumann Þjóð- hagsstofnunar og — haldið ykk- ur fast— Ragnar S. Halldórsson forstjóra tsal. Óskhyggja Morg- unblaðsins og Geirsklikunnar náöi ekki lengra en inná siðu Morgunblaðsins. Þjóðinni var forðað frá martröð. 1 það skipti. —óg •9 skoriö

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.