Þjóðviljinn - 05.03.1982, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 05.03.1982, Blaðsíða 7
Föstudagur S. mars 1»82 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Starf Æskulýðsráðs Reykjavíkur kynnt: „Stórdansleikir 1 stað Hallærisplans?” Starf félags- miðstöðva hef- ur verið aukið til muna Hallærisplanið og ólæti unglinga hafa löngum verið eftirlæti blaða- manna. Sjónarmiðið um söluvöru ræður þarna sjálfsagt rikjum, eins og i svo mörgu i blaðaheim- inum. Sjaldan er minnst á það sem vel er gert, jafn- vel þótt það nái til þúsunda ungmenna. Æskulýðsráö Reykjavikur- borgar sinnir viöamiklu starfi fyrir unglinga borgarinnar, en þaö starf hefur ekki verið fyrir- ferðarmikiö á siöum dagblaöa. Kristján Valdimarsson og Margrét S. Björnsdóttir hafa átt sæti i Æskulýösráöi frá þvi núver- andi borgarstjórnarmeirihluti var myndaöur eftir kosningarnar 1978.1 Æskulýösræöi eiga aö auki sæti einn fulltrúi Alþýöuflokksins, einn fulltrúi Framsóknarflokks- ins og þrir fulltrúar Sjálfstæöis- flokksins. Megináhersla á starf félagsmiðstöðva Þau Kristján og Margrét segja aöaláhersluna i starfi Æskulýðs- ráös hafa verið lagöa á lifandi og fjölbreytt starf i félagsmiöstööv- unum. Nú eru fimm slíkar stööv- ar starfandi: Fellahellir, Bústaöir, Þróttheimar, Arsel og Tónabær. Æskulýðsráö samþykkti á siöasta ári aö næsta félagsmiöstöö borgarinnar verði reist i Seljahverfi i Breiöholti. A „Viöhöfum flutt tillögu i Æskulýösráöi um stórdansleiki fyrir unglinga, en lítinn hljómgrunn fengiö.” — Margrét S. Björnsdóttir og Kristján Valdimarsson eiga sætii Æskulýösráöi fyrir hönd Alþýöubandalagsins. fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir áriö 1982 var veitt fé til aö hanna þá miöstöö. Æskulýðsráö samþykkti um leiö aö hafa samvinnu viö aörar borgarstofnanir um nýtingu hús- næöis þeirrar félagsmiöstöövar. Þau Kristján og Margrét segja stjórn Borgarbókasafns Reykja- víkur hafa mikinn áhuga á þvi aö fá einhverja aðstööu i hinni nýju félagsmiöstöð i Seljahverfi. En þetta er á umræöustigi enn sem komiö er. Mjög góð aðsókn Mjög góö aösókn hefur veriö aö félagsmiöstöövunum. I þeim fer fram fjölbreytt starf fyrir ung- linga, en miöstöövarnar veita tþróttafélag fatlaöra á æfingu I Fellahelli. Vmiss konar félagasamtök nýta húsnæöi félagsmiöstöövanna I Reykjavikurborg. Diskódansinn dunar dátt i féiagsmiöstöövunum. einnig félögunum i sinu hverfi mikla húsnæöisþjónustu. Þarna fá ýmis félög og klúbbar inni, svo sem kvenfélög, taflfélög og skátar, svo eitthvað sé nefnt. Þessi þjónusta félagsmiöstööv- anna viö hin frjálsu félög kostaöi Æskulýösráö um 9 miljónir gamalla króna 1980 og 17 miljónir 1981. Þá hefur samstarf Æsku- lýösráös aukist mjög viö samtök þroskaheftra. Æskulýösráö hefur stuölaö aö þvi aö efla starfiö á margan hátt, t.d. með þvi aö koma á tóm- stundastarfi fyrir 10—12 ung- linga, en þaö var ekki i félagsmiö- stöövunum áöur. Þá hefur fræöslustarf meöal'starfsfólks stöövanna verið aukiö og kynnis- feröir veriö skipulagöar fyrir for- stööumennina til Noröurlandanna og Bretlands. Þau Margrét og Kristján töldu þessa viöleitni alla hafa skilaö sér mjög vel i starfi. Hinn 11. ágúst 1981 var skipuö þriggja manna nefnd til aö gera áætlun um frekari uppbyggingu félagsmiöstööva i hverfum borgarinnar. A Margrét sæti i þeirri nefnd og kvaö hún nefndina hafa hafiö skipulega vinnu um þessa áætlun. Reiðnámskeið, hestaleiga og fleira A sumrin gengst Æskulýösráö Reykjavikur fyrir reiönám- skeiöum og hestaleigu i Saltvik á Kjalarnesi. Hafa þessi námskeiö notiö mikilla vinsælda meöal borgarbarna. Þá rekur Æsku- lýösráö einnig siglingaklúbb i Nauthólsvik á sumrin og þar er einnig boöiö upp á bátaleigu. Tómstundastarf í grunnskólum Þá er ótalinn sá þátturinn sem snýr aö grunnskólum Reykja- vikurborgar, en þar kemur Æsku- lýösráö einnig viö sögu. Þannig störfuöu t.d. á siöasta hausti einir 143 flokkar i 7.-9. bekk grunnskóla i Reykjavik aö margvislegum efnum, svo sem skák, spila- kvöldum, bingóum og iþróttum, svo fátt eitt sé nefnt. Þátttak- endur voru alls 1.440. Hjá 4.-6. bekk störfuöu 75 flokkar og þátt- takendur voru 938. Þessi vinna er skipulögö af samstarfsnefnd Fræösluráös og Æskulýösráðs. Æskulýðsráð og almenn félög Þaö kemur fram i máli þeirra Margrétar og Kristjáns, aö eitt af verkefnum Æskulýösráös sé aö styrkja og efla starf almennra félaga I borginni. Æskulýösráö heldur árlega fund með öllum þessum félögum, en hefur auk þess tekiö upp þá nýbreytni aö halda fundi meö hverfa- félögunum til þess aö reyna aö efla samstarf þeirra i milli. Borgaráö veitirhinum almennu félögum styrki til starfsemi. Þeim Kristjáni og Margréti ber saman um, að oft sé eins og til- viljunin ein ráöi styrkveitingum þessum, eöa kannski öllu heldur aö sá fái mest sem best hefur sambíindin og sé harðfylgnastur. Aö tijlögu Kristjáns, Kristins Friöfinnssonar og Guömundar Bjarnasonar var stofnuö svo- kölluö styrkjanefnd Æskulýös- ráös áriö 1979. Nefndin mótaöi ýtarlegar reglur um úthlutun styrkja sem Æskulýösráö siöan samþykkti einróma. Megninhugsun þessara reglna er sú, aö félög barna og unglinga fái styrk frá borgarsjóði I sam- ræmi viö þaö starf, sem þau vinna og aö þær virki hvetjandi til aukins starfs. Meðal þess sem gert er ráö fyrir aö styrkja sam- kvæmt reglunum má m.a. nefna grunnstyrki til allra félaga, sem miöist viö félagatölu. Gert er ráö fyrir húsaleigustyrkjum til þeirra, sem leigja þurfa húsnæöi fy’rir starfsemi sina. Veittur yröi styrkur til stofnunar nýrra félaga. Veittur yröi styrkur til leiötogaþjálfunar, námskeiöa- halds og fyrirlestrahaids og til innanlands- og alþjóöasamvinnu. Og aö lokum má nefna aö veittur yröi styrkur til stjórnunar. Þvl miöur hefur borgarráð ekki enn treyst sér til aö afgreiöa þessar reglur þrátt fyrir itrekanir frá Æskulýösráöi. Hallærisplanið og framtíðin Þegar blaöamaöur spyr um Hallærisplaniö og ráö til úrbóta segja þau Margrét og Kristján, aö ljóst sé,aö þaö aö Hallærisplanið skuli vera aöalsamkomustaður unglinga, sé afleiöing af þvi aö unglingarnir eigi sem næst ekki i aöra staöi aö venda. Skemmti- Ærslast I Fellahelli. staöir borgarinnar eru allir reknir meö hámarksgróöa aö markmiöi og enn sem komiö er má græöa meira á löglegum áfengisneytendum heldur en ung- lingum. Þessi mál hafa veriö rædd margoft á fundum Æskulýösráös. Eitt af þvi sem reynt hefur verið til úrbóta er aö auka starf félags- miöstöövanna um heigar. Við höfum hreyft þeirri hugmynd, aö Æskulýösráö haldi pokkrum sinnum á ári stórdansleiki i Laugardalshöll, segja þau Krist- ján og Margrét, eöa leitaöi aö heppilegu húsnæöi til vikulegra dansleikja, en þær hugmyndir hafa ekki fengiö undirtektir i ráöinu. Hiö aukna starf i félags- miöstöövum um helgar hefur ekki reynst hafa sama aödráttarafl og Hallærisplaniö; sá fjöldi sem þar er og frjálsræöiö viröist ung- lingunum mikilvægara. En framtíðin? ,,Ég tel aö allir flokkar i borgar- stjórn séu sammála um nauösyn þess aö i öllum hverfum borgar- innar séu félagsmiöstöövar fyrir unglinga og aöra hverfisbúa,”. segirMargrét Björnsdóttir. „Min persónulega skoöun er sú, aö langskynsamlegast og ódýrast væri aö slikar miöstöövar tengd- ust skólum hverfanna i borginni Þannig fengist betri nýting hús- næöis. Einnig tel ég, aö skólum og félagsmiöstöövum yröi gagn- kvæmur styrkur aö slikri sam- vinnu.” —as< Bátaleigan I Nauthólsvik hefur gffurlega mikiö aödráttarafl I augum barna og unglinga borgarinnar. Þar stiga væntanlegir sjómenn og skipstjórar Reykjavikur sin fyrstu spor.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.