Þjóðviljinn - 05.03.1982, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 05.03.1982, Blaðsíða 5
Föstudagur 5. mars 1982 ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 5 Heldur olíuverð áfram að lækka? Vmsir oliuinnflytjendur, sem reyndu á dögum verðhækkana og óvissu að tryggja sér oliu til lengri ti'ma á föstu verði naga sig nú i handarbökin. Ástæðan er sú, að nú er gangverð á oliu komið niðurfvrir þá 34 dali á tunnu sem OPEC-rikin höfðu komið sér saman um. Framboðið er meira en eftirspurn og oliuútflutnings- rikin reyna að snúa hvert á annað með undirboðum. Samkvæmt reglum OPEC-rikj- anna mega aðildarrikin ekki lækka oh'uverðið upp á eigin spýtur. Þau gripa þvi til ráðs eins og að bjóða oliu i vöruskiptum eða með hagkvæmum lánakjörum. Og lönd utan OPEC, en i þeim samtökum eru þrettán oliuriki, hafa einnig lækkað verðið hjá sér eða eru að þvi: Mexikanir, Norö- menn, Bretar. Sparnaður Aðalástæðan fyrir þessari þröun er blátt áfram sú, að helstu I-------------------- j Afmællstónleikar hjá ! Kammermúsíkklúbbnum Kammermúsikklúbburinn Ivar stofnaður snemma árs 1957. Nafnið var tekið upp eftir öðrum félagsskap af sama tagi sem ■ starfaði skamma hriö fyrir 40 Iárum. Tilgangurinn var að gangast fyrir flutningi -klassiskra ■ kammertónverka, einkum Iþeirra sem litlar likur voru til að aðrir aðilar kæmu á fram- færi. Þau tónverk sem flutt hafa • verið á vegum klúbbsins eru þvi Iframar öllu fyrir fámenna hópa, einkum trió, kvartettar og kvint ættar. • Forgöngumenn um stofnun IKammermúsikklúbbsins voru Guðmundur W. Vilhjálmsson og Magnús Magnússon prófessor, ■ ásamt Ragnari Jónssyni i I Smára, Ingólfi Asmundssyni og Hauki Gröndal, en Arni Krist- jánsson pianóleikari og Björn Ólafsson fiðluleikari voru forsjársmenn um tónlistarval og flutning lengi framan af starfsemi klúbbsins. Klúbburinn hefur siðan starfað óslitið i 25 ár og haldið að jafnaði 4—5 tónieika á vetri. Félagsmenn hafa lengst af verið á þriðja hundrað og félags- gjöldum hefur veriö stillt i hóf, en af þvi leiðir að klúbburinn hefur aldrei haft mikil fjárráð. Hann hefur þvi orðið að treysta á góða samvinnu við islenska tóniistarmenn, þó að þeir hafi oft fengið litla umbun fyrir störf sin. Nokkrum sinnum hafa erlend sendiráð gert klúbbnum fært að fá hingaö erlenda tón- listarmenn sem komið hafa oliukaupendur hafa dregið veru- lega úr oliunotkun. Minnkandi eftirspurn hefur leitt til þess, að framleiösla OPEC-rikjanna hefur skroppið samanúr30i 20miljónir tunna á dag (ein tunna á dag svarar til 50 smálesta á ári) eftir að seinni oliukreppan svonefnd skall á ’79, en þá skar byltingin i Iran framboö á iranskri oliu niður úr öllu valdi og vestrænir kaup- endur keyptu eins og óðir menn og skrúfuðu verðiö upp hver fyrir öðrum án þess að OPEC-rikin fram á vegum kiúbbsins. Kammermúsikklúbburinn heldur upp á afmælið með tvennum tónleikum Sinnhofer- kvartettsins þýska, sem heim- sækir klúbbinn i annað sinn. Hann er einn þriggja kvartetta frá Þýskalandi sem tóku þátt I heildarflutningi á strengja- kvartettum Beethovens á vegum Kammermúsikklúbbs- ins fyrir nokkrum árum. Tón- leikarnir eru haldnir i Bústaða- kirkju. Hinir fyrri eru á sunnu- dag — þá verða leikin verk eftir Gregor Josef Werner, Beethov- en og Johannes Brahms. Siöari tónleikarnir eru haidnir á sama stað þriðjudaginn niunda mars — þá verða fluttir kvartettar eftir Schubert, Haydn og Sjostakovitsj. Tón- leikarnir hefjast kl. 20.30. I forsvari fyrir félagsskapinn eru nú dr. Jakob Benediktsson, Þórarinn Guðnason læknir, Einar B. Pálsson prófessor og Guðmundur W. Vilhjálmsson I ætluðust tilþess. Sú kreppa hefur hrundið af stað miklu róttadcari sparnaðaraðgerðum en oliu- kreppan fyrri 1973-74, þegar Arabarikin vildu nota oliuna til að knýja fram breytta stöðu Vestur- velda til ísraels. Til dæmis hafa sjö helstu rikin I OECD minnkað oliuneyslu sina um 23% á árunum 1978 til 1981. Meira að segja land hinna stóru bensingleypa, Bandarikin, hafa dregið úr oliuinnflutningi úr 6,5 miljónum tunna 1977 i 3,5 miljónir. Hér er að sönnu ekki aðeins um sparnað aö ræöa, heldur hefur oliuframleiðsla h'ka aukist á nýjum vinnslusvæðum, t.d. i Norðursjó og Mexikó. Mikið framboö á oliu og þar með tilhneiging til verðlækkana kemur misjafnlega niður á ein- stökum OPEC-rikjum. Þau riki sem eru fjölmenn miöaö við oliu- innflutning eins og Alsir og Nigeria verða verst úti og verða að slá á frest ýmsum þróunar- áætlunum sinum vegna peninga- skorts. öðruvisi er ástatt um Saudi-Arabiu og ýmis smærri Arabarlki — sem eru um leiö þau oliuframleiðsluriki sem eiga yfir mestum birgðum að ráöa. Oliukaupendur hafa að sjálf- sögðu mestan áhuga á þvi, hvaða stefnu þessi mál taka i náinni framtiö. Erhægt að treysta á það, að bensinið fari Iækkandi? Hvað gera Saudi- Arabar? Ekki fást nein óyggjandi svör við þvi. Sumir bjartsýnismenn á Vesturlöndum spá þvi aö heims- markaðsverðiö munihalda áfram að siga og allt niður i 25 dollara fyrir tunnuna (en OPEC-verðið opinberlega er nú 34 og „undir- boðin” um 32 dollarar). Þetta fer þó allt eftir þvi, hvort þeim OPEC-rikjum sem aðþrengdari erutekst að fá Saudi-Arabiu til að draga úr framleiðslu sinni i svo rikum mæli, að verðið gæti hald- ist uppi. Saudi-Arabia hefur um nokkurt skeið andæft viðleitni Libýu og fleiri rikja til að sprengja verðið upp með miklum niðurskurði á framleiðslu. Saudi-Arabar hlupu i skaröið þegar oliuframboð frá Iran og trak minnkaði vegna striðsins milli landanna og hefur hagað framleiðslu sinni nokkuð eftir þvi sjónarmiði, að verðiö væri stöðugt og ylli ekki of miklum usla á efnahag iönrikj- anna. Saudi-Arabar stjórnast af ýmsum hvötum — m.a. þeim að vinir og óvinir viti sem best að það eru þeir, sem ráöa langmestu um oliuverð og hvernig olia verður notuð i pólitiskum til- gangi. (Saudi-Arabar eru taidir eiga um fjórðung allrar oliu sem enn hefur ekki verið dælt upp úr jörðu.) Saudi-Arabar féllust i fyrra á aö minnka framleiðsluna úr 9,5 miljónum tunna á dag i 8,5 miljónir, gegn þvi að önnur oliu- riki sætu á strák sinum um verð- hækkanaviöleitni.En samter þaö hin mikla framleibsla Saudi-Ara- ba sem nú beinir verðlagsþróun niður á við. Og jafnvel þóttSaudi- Arabar minnkuöu framleiösluna enn og færu niður i 6,5 miljónir tunna á dag, þá mundi samt verða nóg framboð á oliu. Annar mikilvægur þáttur i þessu máli er ófriðurinn fyrir botni Persaflóa. Ef að takast mætti aökoma á friði milli Iraks og Irans, mundu þau striðs- þreyttu riki reyna aö rétta viö efnahag sinn með auknum olíuút- flutningi. Þau flytja nú út 2,5 miljónir tunna á dag samtals, en mundu að likindum fara upp i sjö miljónir. Þá mundi aftur verða verulegt „offramboð’ á markaðnum — jafnvel þótt Saudi-Arabar hefðu farið ofan i 6,5 miljónir tunna á dag. ABtók saman LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER LITAVER — LlTAVER LITAVER dPUTAVER Auglýsir FULL BÚÐ AF Ertuaóbyggja viitubreyta þarftu aö bdBta NÝJUM VÖHUM Sýnishorn úr teppadeild: Sýnishorn úr málningardeild: Nylon filtteppi 35 litir. Verð frá kr. 39.45 ferm. Akril teppi. Verð frá kr. 130,- ferm. Akril og ullar teppi. Verð frá kr. 150.20 ferm. Nylon teppi. Verð frá kr. 54.- ferm. Mikið úrval ullarteppa. Verð frá kr. 259.- ferm. Gólfdúkaúrval. Verð frá kr. 69.- ferm. Baðteppi, breidd 150 cm. kr. 315.- m. Kókosdreglar 3 litir. Verð kr. 275.- ferm. Teppadreglar 80-100 cm. breidd. Mikið úrval af stökum ullarteppum (Rýmingar- sala) Líttu viö í Litaver því þaö hefur ávallt borgað sig Málning: Kópal-Kópal hula — Spred satin — Vitratex. Hörpusilki— Pólytex • Veggstrigi. Verð frá kr. 10.- meter. • Veggdúkur, breidd 53 cm. 65 cm. 80 cm. og 1 m. • Veggfóður. Verð frá kr. 30.- rúllan. • Hurðar skrautlistar, 15 gerðir. • Rósettur í loft, 3 stærðir. b 4 .ttí n«rff Grensásveg 18 Hrey,ilshúIK82444 LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER - LITAVER LlTAVER

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.