Þjóðviljinn - 05.03.1982, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 05.03.1982, Blaðsíða 15
Föstudagur 5. mars 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 M Hringið í síma 81333 kl. 9-5 alla virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum fra lesendum Hávaða- mælingar í dans- skólum Ljósmynd - gel- Fulloröin kona segir: Ég varö fyrir þeirri undar- legu lifsreynslu nýveriö aö fara meö barnabarn mitt i dansskóla eins af hinum þekktari hér i borginni. Þaö er i sjálfu sér ekki i frásögur fær- andi. Hins vegar brá mér i brún, þegar dansinn tók aö duna. Það varö þessi dóma- dags hávaði sem ætlaöi mann alveg hreint lifandi aö æra. I ofanálag gekk á meö ljósa- blikkerii þannig aö krakka- greyin voru hálf rugluö. Nú spyr ég: eru ekki tak- mörk fyrir þvi hvaö hægt er aö leggja á fólk i hávaöa? Dans- skólar ættu einmitt að vera til fyrirmyndar i þessu efni og leyfa tónunum aö liöa hóflega um danssali. Ekki veitti af að fylgjast meö hávaöa i dans- .skólum og danshúsum meö hávaöamælingum. Þaö mun vist vera nógu snemma sem ungt fólk nú á dögum fær varanlegar heyrnaskemmdir vegna hávaöa, þó krakkagreyin lendi nú ekki i þessum óskunda þegar á barnsaldri. / I Morgunvöku : Tuldur og lélegt málfar Kona hringdi og sagðist vilja koma á framfæri kvörtun vegna Páls Heiðars Jóns- sonar, fréttamanns út- varpsins, sem er meö Morgunvökuna á sinni könnu. Hjá Páli Heiðari mætti oft heyra ambögulegt málfar. Konan sagðist vinna á stórri prjónastofu og konurnar þar hlustuðu alltaf á þennan þátt. Það væri samdóma álit þeirra, að Páll Heiöar mætti vanda málfar sitt til muna. Sem dæmi um málfar Páls sagði konan, aö einn morgun- inn heföi Páll sagt menn fara með marga „bókartitla” i fanginu út af Bókamarkaön- um. Hvernig i ósköpunum væri nú hægt aö halda á titl- um? Páll Heiöar mætti einnig vanda framsögu sina. Hann tuldraði oft og tautaöi svo aö engin leiö væri að skilja hvaö hann væri að segja. Þessu er hér meb komið á framfæri til Páls Heiðars. Barnahornid Dragðu strik milli þeirra hlutaí sem eiga saman. Forpokuð fjölskylda Mynd sjónvarpsins i kvöld heitir „Þögull frændi” og er hún frönsk gerb fyrir sjón- varp. Myndin fjallar um fjöl- skyldu sem ætlar að eyöa fri- dögum sinum úti i sveit. Sveitarferöin hefur alla buröi til aö vera hin skemmtilegasta en svo viröist sem einn meö- limur fjölskyldunnar sé á ein- hvern hátt fyrir. Þar er á ferö- inni Joel, mongóliti. Myndin fjallar um samskipti Joels viö sina nánustu. Sjónvarp kl. 21.50 „Scandinavia today” og reykingar landans í Fréttaspegli Fréttaspegill sem er á dag- skrá Sjónvarpsins i kvöld kl. 21.15 verður aö þessu sinni i umsjá Sigrúnar Stefánsdóttur. Aöspurð kvaöst Sigrún taka fyrir sýningu sem fram fer innan skammst i Bandarikj- unum undir nafninu „Scandi- navia today”, en þar mun koma fram þaö helsta i list Noröurlandaþjóöanna, aö Islandi meðtöldu. Helgi Pétursson fjallar um sýning- una frá sjónarhóli Banda- rikjamanna, en þess má geta að nokkrar deilur hafa staöiö um sýningu þessa og meðal þeirra semhafagagnrýnthana er Valtýr Pétursson listmálari ekki sist fyrir þá sök að full- trúar Islands á sýningunni eru ekki valdir af Islending- Sigrún Stefánsdóttir tekur fyrir norrænu sýninguna i Bandarikjunum og allt sem lýtur aö reykingum tslendinga i Fréttaspegli i kvöld. Annab efni Sigrúnar i þættinum er „reyklausi dag- urinn” sem er i nánd. Þar verður geröur samanburöur á tekjum rikisins af tóbakssölu og útgjöldum vegna tóbaks- reykinga. ^jj, Sjónvarp kl. 21.15 Síðasti þáttur Oddnýjar: / „A framandi Siöasti þáttur Oddnýjar Thorsteinsson „A framandi slóðum” veröur á dagskrá Út- varpsins i dag og hefst kl. 16.20. Oddný er kona víðförul og i 13 undangengnum þáttum hefur hún fjallað um lönd sem eru flestum tslendingum nær hulinn heimur, s.s. Japan, Indland, Thailand, Araba- löndin, tsrael og Kina. Kina er aftur á dagskrá þvi hver staður hefur verið tekinn fyrir i tvigang. „Þetta er nú aðallega hugsað sem fræösluþáttur fyrir unglinga, byggður upp i léttum dúr. Hitt er svo annað . mál aö þeir sem eldri eru geta sjálfs. ýmisl. lært. Ég hef tæpt á sögu hvers lands, trúar- brögöum og siöast en ekki sist á tónlistinni. I þessum 14da og siöasta þætti er tónlistin aöal uppistaöan. Ég mun kynna kinversk hljóðfæri bæöi i tali og tónum. Nöfn þeirra koma sjálfsagt ýmsum spánskt fyrir sjónir. Hefur einhver heyrt talaö um Pipa (lúta), Sheng Oddný Thorsteinsson. (strengjahljóöfæri), Ti-Dsn (þverflauta) Yang-Chin (litil slagharpa),Shin (Simbal meö 7 strengjum) Erh’hn (kin- versk fiðía)? Það er búiö að vera bráöskemmtilegt að vinna þessa þætti og efnið að- gengilegt. Ég hef sankaö efninu aö mér á ferðum okkar Péturs,” sagöi Oddný. Æjþ, Útvarp kl. 16.20

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.