Þjóðviljinn - 26.03.1982, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 26. matS 1982
viðtalid
Fyrsta lands-
happdrætti SÁÁ:
„Anægjuleg
samvinna
við
fjölmiðla”
— segir Páll
Stefánsson í
happdrættisnefnd
„72 þúsund islenskar konur
hafa aö undanförnu fengiö
gluggaumslag til sin meö póst-
inum. Þetta eru miöar i fyrsta
landshappdrætti SAA. t happ-
drættisnefnd eiga sæti þeir
Grétar Bergmann ,GIsli Lárus-
son og Páil Stefánsson. Viö
spuröum Pál hvers vegna
miöarnir væru eingöngu sendir
til kvenna:
„Viö trúum á konur. Þær eru
samviskusamari, þaö er allt of
sumt”.
„Fyrir hverju er SAA aö
safna?”
„Við ætlum aö reisa nýja
Páll Stefánsson
I i 8
Happdrættisvinningarnir
sjúkrastöö viö Grafarvog meö
60 rúmum. Þaö veröur byrjaö
aö byggja ívorog flutt inn fyrir
jól. Þaö húsnæöi, sem viö erum
meö núna er allt of litiö. Þaö er
alltaf biðlisti á Silungapolli og
þaö er mjög slæmt aö geta ekki
tekið fólk inn strax og þaö er til-
búiö. Biölistinner alltof langur,
auk þess sem núverandi hús-
næöi reynir mjög mikið á starfs-
fólkiö.”
„Hvernig varö SAA til?”
„Þetta byrjaöi 1973 þegar
fyrstu Islendingarnir fóru á
Freeport. Stofinfundur samtak-
anna var 1976, en þá höföu all-
margir fariö héöan i meðferö,
m.a.Hilmar Helgason, sem var
einn helsti hvatamaöur aö
stofnun SAA. Nú reynum viö aö
halda meöferöinni hér innan-
lands og hátt á fimmta þúsund
manns hafa farið í meöferö en I
samtökunum eru um 9 þúsund
manns.”
„Fara flestir I áframhaldandi
meöferö eftir Silungapoll?”
„Þaö eru margir, sem fara i
framhaldsmeöferö strax eftir
fyrstu dvöl á Pollinum en aörir
fara í framhaldsmeöferö eftir
annaö eöa þriöja skiptið á Poll-
inum. Sumum dugar aö fara
einu sinni á Pollinn og ekki
meira. Þetta er ákaflega mis-
munandi eftir einstaklingum og
þvi stigi sem áfengisvandi viö-
komandi er á”.
Þess má svo geta að dregið
veröur 7. april i happdrættinu,
en vinningar eru 9 glæsilegir
bilar. — Saab, Opel og Colt.
Páll gat þess að lokum, að
mjög ánægjuleg samvinna viö
fjölmiöla nú og fyrr, hefði haft
gífurlega mikiö aö segja fyrir
samtökin og sömuleiöis tæki al-
menningur samtökunum opnum
örmum, enda fá heimili, sem
ekki eiga einhverra hagsmuna
aö gæta, þegar áfengisvandinn
er annars vegar.
þs
Öldungar á flakki
Myndasaga eftir
EMIL & HALLGRÍM
25
( VÐ ERUM A LEIÐ HE/M
0G ÞANNIG EWDAÐÍ ÆVIWTÝRl ÆlRRA FÉLAGÁ.
Fróðleiks-
molar um
stofublóm
Betlehemstjarna
— Campanula
Itöisk planta meö ótal af hvit-
um eöa ljósbláum blómum.
Þessi planta er mjög hæf sem
hengiblóm og skemmtileg úti á
svölum en aðeins á sumrin þvi
hún þolir ekki frost. Hún þarf
mjög góöa birtu og sól. A sumr-
in þarf hún mikið af vatni en á
veturna minna. Aburöur er
mjög góöur, en aöeins þangaö til
i september.
Stífir
limir
Ariö 1787 lagði Elbridge
Garry, einn af stofnendum
Bandarikjanna þaö til aö fasta-
her landsins yröi ekki nema
þrjú hundruö manns. Hann brá
á orðaleik um aö fastaher
(standing army) væri eins og
stifur limur (standingmember)
— góö trygging fyrir heimilis-
friöi en hættuleg freisting til æv-
intýra I öörum sóknum!
Ríkis-
U
f j árhirslan
hernumin
Ariö 1808 heimsótti höfuö-
borgina enskur vikingur Gilpin
aö nafni. Hann geröi sig all
heimakominn svo sem siikra er
háttur og þótti hinn versti
gestur. Fjárhirslu landsins
heimtaöi hann í sinar hendur, en
hennar gætti ísleifur Einarsson
sem nú gegndi stiptamtmanns-
störfum i fjarveru Trampe
greifa, — og Frydensberg, land-
og bæjarfógeti. Fengu þessir
embættismenn ekki rönd viö
reist og neyddust til þess aö af-
henda þessum enska yfirgangs-
manni f járhirsluna. Raunar var
þar nú ekki feitan gölt aö flá.
Fjárhirslan haföi aö geyma
Jaröabókasjóöinn, 37 þús. rikis-
dali og annaö ekki.
Þvinæst ventu vikingar sér til
Viöeyjar og höfðu þar I frammi
ýmsar yfirtroðslur viö Ólaf
stiptamtmann.
Nokkru fyrir árslokin barst
Islendingum konungleg til-
skipun og auglýsing þar sem
þetta fólk sem ekkert átti, var
hvatt til þess „að stunda spar-
semi og hagnýta innlendar
hannyrðir og konstvörur”.
Hvernig það mátti i raun og
veru gerast var svo annaö mál.
—mhg