Þjóðviljinn - 26.03.1982, Síða 6
6 SIDA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 26. mars 1982
Ef vinstri hreyfingin i E1 Salvador sigrar þá verð-
ur stutt i samanburð við ógnarstjórn Pol Pots i
Kambútseju, sagði Pétur Sigurðsson þingmaður
Sjálfstæðisflokksins i umræðum á alþingi i gær um
málefni E1 Salvador. Þegar þingmaður lauk máli
sinu hvarf hann úr þingsalnum og var þá enginn
Sjálfstæðismaður eftir i þingsalnum. Kjartan Jó-
hannsson mælti fyrir tillögu þeirra Alþýðuflokks-
manna um að alþingi álykti um stuðning við þjóðina
i E1 Salvador og Islendingar beiti sér fyrir pólitiskri
lausn á vandamálum á alþjóðlegum vettvangi, m.a.
til að Bandarikin láti af stuðningi við herforingja-
stjórn Duartes. Guðrún Helgadóttir og Svavar
Gestsson lýstu yfir stuðningi Alþýðubandalagsins
við tillöguna. Þau auk Kjartans og Vilmundar
Gylfasonar andmæltu málflutningi Péturs Sigurðs-
sonar.
Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag fordæma stuðning
Bandaríkjastjórnar við herforingjana í E1 Salvador
þingsjá
jFrumvarp til
I lánsf járlaga j
i samþykkt til |
■ 3. umræðu
Lánsfjárlögin voru af-
| greidd til þriðju umræðu i
■ neðri deild aiþingis I gær
eftir mikið stimabrak,
nafnaköll, þinghlé og hvað-
eina. Margir kvöddu sér
hljóðs um þingsköp og gerðu
grein fyrir atkvæðum slnum
' i atkvæðagreiðslum.
Stutt í ógnarstjórn ef
vinstri hreyfing sigrar
— sagði Pétur Sigurðsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Fétur Sigurðssonkom víða við i
ræðusinniog sagði t.d. að eðlilegt
hefði verið að álykta um Pólland
á alþingi, þarsem það væri ná-
grannaland okkar. öðru máli
gegndi um E1 Salvador sem væri
langt i burtu og framandi.
Svavar Gestsson spuröi hvaða
fjarlægðarmælikvarða Sjálfstæð-
isflokkurinn vildi setja á mann-
réttindamál, en fékk ekkert svar.
Vakti Svavar athygli á skinhelgi
þeirra Sjálfstæðisflokksmanna,
að sýna El-Slavadormálinu slikt
kæruleysi að enginn væri frá
þeim flokki til að fylgjast með
umræðunni. Pétur hafði einmitt
fagnað þvi að fá að skiptast á
skoðunum um þetta mál.
Kjartan, Vilmundur, Guðrún og
Svavar vöktu öll athygli á fányti
komandi kosninga þarsem
vinstri- og miðju-menn gætu af
skiljaniegum ástæðum ekki tekið
þátt i kosningunum. Pétur lýsti
hins vegar yfir trú sinni og páfans
iRóm á þær kosningar. Vilmund-
ur tók sérstaklega fram, að hann
sem stuðningsmaður vestrænnar
samvinnu óttaðist að Bandarikja-
stjórn væri með stefnu sinni i Mið-
Ameriku að stefna einingu Vest-
urlanda i hættu. Svavar og Guð-
rún töldu einnig að til greina komi
að ydda þannig orðalag á álykt-
uninni að væri til samræmis við
hliðstæðar ályktanir stjórna
Frakklands og Mecikó.
— óg
IAlexander Stefánssyni I
urðu á þau mistök að greiða ,
■ atkvæði með tillögu sem ■
Ihann var á móti. Þetta varð
tilefni deilna á milli forseta
deildarinnar Sverris Her- ,
■ mannssonar og á milli þing- ■
Imanna stjórnar og stjórnar- I
andstöðu. Lauk þessu þófi I
með þvi að gert var þinghlé ,
* og náðist samkomulag um ■
Imálsmeðferðihléinu.Breytt I
ist frumvarpið i litlu frá
breytingartillögum stjórnar- ,
■ liða i fjárhagsnefnd. Hir.s i
Ivegar var felld breytingar- I
tillaga um heimild til að |
lækka framlag til Byggðar- ,
• sjóðs frá 52.500 þúsundum i ■
1 49.350 þúsunda króna. bvi I
stendur fyrri talan.
— óg ,
Fyrirspurnir til félagsmálaráðherra um Húsnæðisstofnun:
Stuðningur við tækni-
nýjungar og nuinsóknír
1 fyrirspurnartíma alþingis á
þriðjudaginn komu málefni Hús-
næðisstofnunar rlkisins mikið til
umræðu I tilefni þriggja fyrir-
spurna um málefni stofnunarinn-
ar. Svavar Gestsson félagsmála-
ráðherra svaraði þessum fyrir-
spurnum. Fyrsta spurningin var
fyrir starfsemi Húsnæðisstofnun-
ar I þessum málum?
Stuðningur við tilraunir
,,A fundi húsnæðismálastjórnar
hinn 12. mal 1981 var samþykkt að
fara þess á leit við Iðntæknistofn-
un íslands, að hún vinni staðal
sem hann fer fram á fjárstuðning
vegna tilrauna með nýjungar i
uppsteypu veggja. Stjórnin sam-
þykkti að veita honum fjárhags-
fyrirgreiðslu að þvl tilskildu, að
nauðsynleg hönnunarvinna, sem
á undan færi og hún greiddi
kostnað af, leiddi I ljós, að stefnt
með fiamleiðslu á verksmiðju-
framleiddum innveggjum.
Magnús Thorvaldsson, blikk-
smiðameistari, Borgarnesi, leit-
aði á sl. ári eftir fjárhagslegum
stuðningi stofnunarinnar vegna
framleiðslu á uppistöðu-einingum
I innveggi. Stjórn stofnunarinnar
samþykkti að veita honum um-
beðna fyrirgreiðslu að þvi til-
skildu, að áður færi fram nauð-
synleg hönnunarvinna, sem leiddi
íljós, aðhér væri stefnt I rétta át.t.
Kostnaður vegna alkali-
skemmda
Á liðnu ári bárust ennfremur
óskir um fjárhagslega fyrir-
greiðslu frá Reyni sf., Akureyri,
Brúnási hf., Egilsstöðum og þeim
Hafsteini Ólafssyni og Halldóri
Backmann, byggingameisturum,
Reykjavík. Stjórnin lýsti yfir
áhuga sínum á þvi að fylgjast
með framvindu þeirra mála.
Einum aöila var synjað, þar
sem talið var að hans erindi ætti
erindi til Iðnlánasjóðs.
. A fundi húsnæðismálastjórnar
hinn 16.12.1981 var samþykkt að
stofnunin tæki þátt I kostnaði við
rannsóknir vegna alkali-
skemmda. Samþykkt var að þessi
kostnaðarhlutdeild mætti nema
allt að 40% af kostnaðaráætlun
Rannsóknarstofnunar byggingar-
iðnaðarins eða kr. 800.000.00. Til
þessa hefur þessi stofnun, þ.e.
miðað við sl. áramót, greitt kr.
409.078.00.
Aárunum 1975 og 1976 tók þessi
stofnun rikan þátt I umfangsmikl-
um rannsóknum á tvöföldu ein-
angrunargleri, sem notað hefur
verið hérlendis. Rannsóknir þess-
ar fóru fram á vegum Rann-
sóknastofnunar byggingariðnað-
arins og náðu jafnt til innlends
sem innflutts einangrunarglers
(tvöfalds). Þessum rannsóknum
munn nú að mestu eða öllu leyti
lokið. bessi stofnun greiddi til
þessara rannsókna kr.
1.500.000.00 gamalla króna.
Fyrir fáum árum siðan veitti
þessi stofnun umtalsverðar fjár-
hæðir til stuðnings steypuefnaleit
I sjó fram og á landi, bæði á Vest-
fjörðum og Austurlandi.
Nýlega hefur húsnæðismála-
stjórn haft forgöngu um stofnun
starfshóps nokkurra aðila, sem
hefur það verkefni að rannsaka
gæði og gerð einingahúsa, sem
byggð eru hér á landi. Á siðasta
fundi sinum samþykkti stjórnin
að verja allt að 80 þús. kr. til
þessa verks, sem talið er að muni
kosta samtals 170 þús. kr.
Starfshópur um orku-
sparandi aðgerðir
Upp á siðkastið hefur ekki verið
efnt til samkeppni um gerð ibúð-
arhúsa en tillögur þar að lútandi
eru til athugunar i stofnuninni og
stjórn hennar.
Tækninýjungar, sem stuðlað
gætu að lækkun byggingarkostn-
aðar, hafa verið kynntar eftir þvi
sem tök hafa verið á. Hefur það
t.d. verið gert með eftirtöldum
hætti:
Með aðild að starfsemi Bygg-
ingaþjónustunnar vill stofnunin
leggja sitt af mörkum til þess að
koma sem mestri kynningu á
framfæri. Aðrir eignaraðilar að
henni eru Arkitektafélag Islands
og Rannsóknastofnun byggingar-
iðnaðarins.
Stofnunin er aðili að störfum
starfshóps hennar sjálfrar og
Rannsóknastofnunar byggingar-
iðnaðarins varðandi orkuspar-
andi aðgerðir i húsbyggingum.
Iðnaðarráðuneytið skipaði
þennan starfshóp og eru I honum
fulltrúar þess, Orkustofnunar,
Rannsóknastofnunar byggingar-
iðnaðarins og Húsnæðisstofnunar
rikisins.
Framkvæmdaaðilar og ein-
staklingar eiga kost á margvis-
legri ráögjöf á þessu sviði, eftir
þvi sem eftir er leitað.”
— óg
frá Alexander Stefánssyni, sem
spurðist fyrir um stuðning Hús-
næðisstofnunarinnar við rann-
sóknir og tækninýjungar. Auk
Svavars og Alexanders tók Helgi
Seljan undir nauðsyn þess að vel
væri hlúð að öllum nýjungum
sem gætu leitt til sparnaðar við
húsbyggingar. Svavar gerði grein
fyrir stærðarmælingar á teikn-
ingum ibúðarhúsa. Jafnframt
samþykkti húsnæðismálastjórn
aö greiða þann kostnað, sem af
þvi verki leiðir.
A fundi húsnæðismalastjórnar
hinn 5. mai 1981 var fyrir tekið er-
indi frá Sturlu Einarssyni, bygg-
ingameistara, Reykjavik. þar
væri 1 rétta átt. Enn hetur ekki
verið gengið eftir þessari fyrir-
greiðslu, af hans hálfu.
Hannes Guðmundsson, bygg-
ingameistari, Þorlákshöfn, Ed-
gar Guðmundsson, verkfræðing-
ur, Reykjavik o.fl. hafa leitað eft-
ir og fengið fjarhagslega fyrir-
greiðslu vegna tilrauna sinna
Skuldbreyting heimiluð frá eldri lánum Húsnæðisstofnunar
Bankaketfiö ekkifengist
til skipulegs samstatfs
sagði Svavar Gests-
son um þátt
bankanna að
húsnæðislánakerfinu
Tveir þingmenn, þeir Þorvald-
ur Garðarog Magnús Magnússon
báru fram fyrirspurnir um fram-
kvæmd laga um Húsnæðisstofnun
rikisins á þriðjudaginn. Þarsem
fyrirspurnirnar gengu mjög I
sömu átt, svaraði Svavar Gests-
son félagsmálaráðherra þeim I
einu. Sagði Svavar að þeim hús-
byggjendum sem fengið hafa full
verðtryggð lán á árunum 1974 til
1979 sé gefinn kostur á skiptum á
skuldabréfum. Skal þá gefið út
nýtt skuldabréf fyrir uppfæröum
eftirstöðvum eidra lánsins. 1
svari hans kom fram að aðeins
einn aðilji hefur óskað eftir breyt-
ingu á lánskjörum og skuldabréf-
um frá þvi umrædd lög tóku gildi.
Miklar umræður spunnust um
þessi máW og sagði Savar að
hvergi I nágrannalöndunum
tækju opinberir aðilar jafn rikan
þátt I húsnæðismálum og hér.
Hins vegar væri bankakerfið
mjög lokað fyrir að taka þátt I
húsnæðismálum og þyrfti að
verða breyting þar á.
Siggeir Björnsson sagði að þeir
sem þurftu að taka lán á árunum
1978 - 80 hafi lent mjög illa úti með
fulla verðtryggingu á þessum
lánum. Væri nauðsynlegt að veita
þessum lántökum sérstaka fyrir-
greiðslu þannig að þeir gætu yfir-
stigið skuldasúpuna. Friðrik
Sophusson sagði að sifellt lægra
hlutfall kæmi frá rikinu til Bygg-
ingasjóðs rikisins.
Svavar Gestsson sagði að nauð-
synlegt væri að kynna fólki þann
rétt að hægt væri að skipta eldri
óhagstæðari lánum yfir á ný
skuldabréf. Vakti hann athygli á
þvi að fyrirgreiðsla opinberra að-
ilja i húsnæðismálum væri óviða
meiri en hér á landi. Hins vegar
hefðu bankarnir ekki fengist til
skipulegs samstarfs, þrátt fyrir
itrekaðar tilraunir af hálfu
margra. Nauðsyniegt væri að
bankakerfið tæki við sér i þessum
efnum og tæki þátt i fyrirgreiðslu
við húsbyggjendur og kaupendur.
„Ræna og rupla bank-
ana”
Sjálfstæðisflokksmennirnir
Halldór Blöndalog Friðrik Soph-
usson brugðust ókvæða við fyrir
hönd peningastofnananna. Frið-
rik sagði að það væri eftir öðru að
fara að ræna og rupla bankanna
vegna þessara mála. Ráðherra
væri i aðför að bankakerfinu.
Blöndaltókisamastreng. Svavar
Gestssonsagði að gaman væri að
heyra i þessum vinum bankanna.
Nú væri nýjasti litilmagni Sjálf-
stæðisflokksins fundinn, bank-
arnir i landinu.
(Sama dag og þessar umræður
fóru fram var rætt um bókasafn
bankanna og kom i ljós að Seðla-
bankanum og Landsbankanum
hefði ekki verið fjárvant við upp-
byggingu þess safns.)
Tómas Arnasongerði grein fyr-
ir nýjustu tölum um aukningu út-
lána og innlána hjá peningastofn-
unum á sl. ári i þessum umræð-
um. — óg