Þjóðviljinn - 01.04.1982, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 01.04.1982, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 1. aprll 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 t Utanríkisráðherra: A þessari loftmynd af Helguvik sést hvar hinar merku fornminjar fundust viö Hólmsberg noröan megin I vikinni, og er staöurinn merktur mehhvitum krossi. Ljósm. gel. Miklar fomleifarannsóknir framundan í Helguvík: Friðlýsing hugsanleg ,,Það var haft samband við mig laust fyrir hádegið I gær, og til- kynnt að fundist hefði hauskúpa og einhverjar aðrar fornar minj- ar I Iielguvik, og likast til væri fleira fróölegt að finna þar,” sagði Þór Magnússon þjóðminja- vörður. „Vissulega komu þessar fréttir mér á óvart, en þó bendir nafn staðarins til þess að þar hafi farið fram einhverjar trúarathafnir í „hinni helgu vik”. Samkvæmt þeim ummerkjum og minjum sem við höfum grafiö upp I dag, þá bendir flest til þess að hér hafi verið kapella eða eitt- hvert slikt guðshús. Miklar og tímaf rekar rannsóknir Þór sagði að forkunnarfagur silfurkross sem fannst við eina hauskúpuna væri alls ekki sam- kvæmt norrænu sniði, heldur benti hann eindregiö til aö hér hafi verið irskir*menn á ferö, og þá kæmu paparnir fyrst upp i hugann, en það var siður að leggja kross sem þennan i grafir með irskum munkum. Hann benti þó á, að ýmsar timafrekar rannsóknir þyrfti að gera til aö fá fram nákvæma ald- ursákvörðun á þeim beinum og öðrum minjum sem þegar hafa fundist. Taka þarf jarðvegssnið með öskulögum og hraunlögum (miklu skiptir að askan sé eldri en landnámsgjóskan svonefnda sem er frá 896), bein þarf að senda i beinagreiningu (14C-aldurs- ákvörðun), einnig kemur geisla- kolsaöferðin að miklum notum við aldursákvöröun lifrænna efna. Og þannig lita menn út eftir innlit á ljósmyndastofuna. j Aldraðir fá gott tilboð frá Ijósmyndurum: j j Gjafamyndir \ Frá 1. april til 1. növember mun Ljósmyndarafélag tslands standa fyrir gjafa- myndatökum til aidraðra, 70 ára og eldri. Gjafamynda- tökur verða með þeim hætti, að Ijósmyndastofurnar taka niður pantanir og síöan fá við- komandi 4 uppstillingar að kostnaðarlausu þegar komið cr i myndatöku. t frétt frá Ljósmyndara- félaginu segir að þetta sé meðal annars gert í tilefni af ári aldraðra en einnig vegna þess að ljósmyndarar vilja gjarnan reyna að ná til þessa fólks. Það sé enginn hégóma- skapur fyrir aldrað fólk að láta mynda sig og undir það muni ættingjar þess vera reiðubúnir aö taka. Eftirtaldar ljósmyndastofur hafa þegar tilkynnt þátttöku i tilboðinu: Effect ljósmyndir, Hannes Pálsson, Ljósmynda- stofa Gunnars, Ljósmynda- stofa Þóris, Ljósmyndaþjón- usta Mats, Nýja Myndastofan og Stúdió Guðmundar. Allar áðurnefndar stofur eru i Reykjavik. Auk þess hafa eftirtaldar stofur sem eru innan Ljósmyndarafélags Islands ákveðið að vera með: Ljósmyndastofa Ólafs Arna- sonar, Akranesi, Ljósmynda- stofa Stefáns Pedersens, Sauðárkróki, Ljósmyndastofa Páls, Akureyri, Ljósmynda- stofan Norðurmynd, Akur- eyri, Ljósmyndastofa Péturs, Húsavik, Hérðasmyndir Egilsstöðum, Ljósmyndastofa Suðurlands, Selfossi, Ljós- myndastofa Suðurnesja Keflavik. — ekh Strax og fornleifarnar fundust i Helguvik i gær, voru allar verk- legar framkvæmdir Orkustofnun- ar þar stöðvaðar um óákveöinn tima. Fornleifafræðingar og aörir starfsmenn Þjóöminjasafnsins unnu aö kappi við uppgröft i Helguvik i gær. Helguvik hugsan- lega friðlýst Þór Magnússon sagði að ennþá væri svæðiö engan veginn full- kannað og óvist hvenær rannsóknum verður lokið, en þar sem hér væri um svo einstæöan fund aö ræða, yrði lagt ofurkapp á að rannsaka allt svæöið, þvi töluverðar llkur væru á aö ýmsar fleiri minjar væru faldar i jörðu á þessum slóðum til viöbótar þeim sem þegar hafa fundist. Aðspurður hvort hugsanlegt væri aö Helguvik yrði friðlýst, sagði Þór, að i það minnsta yrði ekki um neitt jarörask i Helguvik aö ræða meöan fornleifarann- sóknir færu fram. Ef niðurstöður þeirra yrðu á þann veg sem menn Steinullar- verksmiðja verðií Þorlákshöfn Fundur formanna Alþýðu- bandalagsfélaga í Suðurlands- kjördæmi og stjórnar kjördæmis- ráðsins sem haldinn var nýverið krafðist þess aö steinullarverk- smiðja yrði reist f Þorlákshöfn. Ennfremur krafðist fundurinn þess að Hjörleifur Guttormsson iönaðarráöherra endurskoðaði afstöðusfna til málsins. Þá lagði fundurinn sérstaka áherslu á að rikisstjórnin ákveði ekki verk- smiðjunni stað fyrr en Alþingi hefði fjallað um og afgreitt þingsályktunartillögu Alþingis- manna Suðurlandskjördæmis. — ekh Jarðsaga Grænlands Leifur Simonarson, jaröfræð ingur heldur fyrirlestur um jarð- sögu Grænlands i Norræna húsinu á fimmtudagskvöld 1. april kl. 20.30. Þar mun hann rekja jarö- sögu Grænlands frá elstu jarö- myndun berggrunnsins til nú- tima, en jarðsaga Grænlands er talin spanna a.m.k. 4000 millj. ár. Leifur er sérfræðingur viö Raun- visindastofnun Háskólans og kennir steingervingafræði við H.I. hafa haft getgátur uppi um, að hér væri jafnvel um aö ræða byggö frá þvi fyrir norrænt land- nám, þá kæmi ekki annaö til greina en að Helguvík yrði friö- lýst. -lg- Olíuhöfn verður þar að vera Þjóðviljinn hafði sam- band við ólaf Jóhannesson utanríkisráðherra og spurði hann um álit hans á fornleifaf undinum í Helguvík. Ólafur lét segja sér tvisvar en sagöi svo, að sér þætti það undar- legt er Irar færu nú loksins aö leggja Hjörleifi lið — ekki heföu þeir veriö vilhallir nafna hans i landnámu. Það er náttúrulega sjálfsagt að skoöa þessar minjar nánar, sagöi Ólafur, og ætti ekki að þurfa aö taka iangan tima. Það má bora annars staöar á meöan fornleifa- fræðingar skrapa þetta upp meö spööum sinum. En svo verður tekið til óspilltra málanna, sagöi Ólafur. Oliuhöfn verður aö vera, það er ekkert vafamál. —HJ. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið i Reykjavik Framlög i kosningasjóð Tekið er við framlögum i kosningasjóð Alþýðubandalagsins í Reykja- vik vegna borgarstjórnarkosninga að Grettisgötu 3 og i kosningamiö- stöð félagsins að Siðumúla 27. Verum minnug þess aðengin upphæðer of smá. Kosningastjórn ABR Fáið frambjóðendur Alþýðubandalagsins á fund Kynnist þvi sem gert hefur vcrið I Reykjavik og hver stefna Alþýöu- bandalagsins er viö komandi borgarstjórnarkosningar. Frambjóðendur Alþýðubandalagsins i Reykjavik við borgarstjórnar- kosningarnar eru tilbúnir aðkoma tilfundar við borgarbúa sé þess ósk- aö. Skiptir þá ekki málihvort um stóranhóper aö ræöa eða litinn, hvort fundurinn er á vinnustað eða i heimahúsi, hvort þaö er að degi til eða að kvöldi. Hafið samband við kosningamiðstöð félagsins aö Siöumúla 27. Simar: 39816 og 39813. Frambjóðendur Alþýöubandalagsins i Reykjavík Undirbúningur borgarstjórnarkosninga Sjálfboöaliöar óskast Nú er kosningaundirbúningur Alþýöubandalagsins i Reykjavik aö komast i fullan gang. Kosningastjórn félagsins skorar þvi á alla félagsmenn og stuönings- menn Alþýðubandalagsins að tilkynna kosningamiðstöð um þann tima sem þeir hafa aflögu tilaðlétta störfin i kosningamiðstöð. Siminn er 39816 og 39813. Kosningastjórn ABR Kosningamiðstöð Alþýðubandalagsins i Reykjavík Siðumúla 27 Skrifstofa kosningainiðstöðvar Alþyðubandalagsins i Reykjavik verð- ur opin fyrst um sinn sem hér segir: Alla virka daga frá kl. 10—12 og 13—17. Simarnir eru 39816 (Úlfar) og 39813 (Kristján). Kosningastjórn ABR Félagsmálanámskeið Það verður haldið námskeið i félagsstöfum, framsögn og fl. i kosninga- miöstöð Alþýöubandalagsins Siðumúla 27. Námskeiðið hefst 14. april n.k. Leiðbeinendur: Steinunn Jóhannesdóttir Kristin ólafsdóttir Baldur Óskarsson. Áætlað er að námskeiðið verði 2—3 kvöld i 4 vikur. Ariöandi er að þátttakendur skrái sig sem fyrst, helst fyrir mánudag n.k. þvi þegar er þátttaka orðin mikil. Nánari upplýsingar á skrifstofunni á Grcttisgötu 3, i sima 17500. Kvennafundur á laugardag kl. 11.30 Kvennafundur verður haldinn á laugardag i veitingahúsinu Torfunni, uppi á lofti, kl 11.30. Umræðuefnið verður flokksstarfið og sitthvað fleira Snarl fyrir litinn pening Mætum vel eins og endranær. Miöstöö kvenna I Alþýöubandalaginu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.