Þjóðviljinn - 01.04.1982, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 01.04.1982, Blaðsíða 16
DJODVIUINN Fimmtudagur 1. april 1982 Aöalsimi Þjóöviljans er 81332 kl. 9-20 mánudag til fostudaga. Utan þess tima er hægt a6 ná i blaöamenn og aBra starfsmenn hlaösins i þessum simum : Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 8i285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt aB ná i'af- greiBslu blaBsins i sima 81663. BlaBaprent hefur sima 81348 og eru blaBamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 Bogi Agústsson fréttamaður og GuBjón Einarsson, fréttastjóri aB störfum 1 gær. Veriö var aB renna i gegn sjónvarpsefni frá Visnews um gervihnött. Samninganefnd ríkisins um Blönduvirkjun: Tilhögun H er 85 mfljónum dýrari J Trúnaðarmannaráð I st^rfsiólks rikis- . verksmiðjanna: iHafa ! fengið i heimild til j að boða I verkfall ■ Starfsfólk ríkisverk- I smiöjanna/ sements- ■ verksmiðjunnar á J Akranesi og á Sævar- I höfða/ áburðarverk- | smiðjunnar í Gufunesi • og Kísiliðjunnar við I Mývatn hefur heimilað I trúnaðarmannaráði . verksmiðjanna að boða • vinnustöðvun. I 1 gær var haldinn fundur I hjá Dagsbrún og Framsókn | og sá fundur heimilaBi J trúnaBarmannaráBi sem- I entsverksmiBjunnar i Gufu- I nesi aB boBa vinnustöBvun. • Starfsfólk viB sementsverk- • smiöjuna á Akranesi heimil- I aBi trúnaBarmannaráBi sinu I að boða vinnustöBvun á fundi sem haldinn var siöastliöiö J þriöjudagskvöld og starfs- I fólk KisiliBjunnar viB Mý- I vatn heimilaöi trúnaöar- J mannaráöi sinu aB boBa til J vinnustöövunar nokkru fyrir I helgi. I Sáttasemjari ríkisins á 1 næsta leik i kjaradeilu J starfsfólks rikisverksmiöj- I anna og vinnumálanefndar. —hól. | Eykon á móti I tilhögun I við j Blöndu ! Klofningur j hjá Sjálf- stæðis- j f lokknum — Nú á að sliöra sverðin og , ræða upp á nýtt á grundvelli ■ 220 gígalitra miðlunarlóns,— | sagði Eyjólfur Konráð Jóns- I son i umræðum á Alþingi i , gærkvöldi um Blöndumálin. ■ Sagði Eyjólfur Konráð að I virkjun með sliku lóni væri ef I til vill hagkvæmari kostur en , virkjunartilhögun I viö ■ Blöndu, sem gerir ráð fyrir 400 I gigalitra lóni. Þar með hefur ] myndast enn einn sköðana- , hópurinn um Blönduvirkjun á | Alþingi og kolfningur meðal I Sjálfstæðismanna i Norður- I landi vestra. , Sagði Eyjólfur að ef þessi ■ kostur með 220 gigalitra lóni ■ yrði fyrir valinu myndi verða I einhugur um málið á skammri , stundu, BólstaðarhliBungar ■ yröu með og náttúruverndar- I menn myndu vel við una. Ef | jafn ágætur maður og ■ Jóhannes Nordal yrði sendur I norður til að semja fyrir hönd I Landvirkjunar næðist sam- I komulag undireins, enda ■ kynni Jóhannes að umgangast Ifólk. Sagði hann Hjörleif I iðnaðarráðherra hafa reynt að I spilla fyrir málinu og haldið J • Framhald á 14. siðu , Stofnkostnaðaraukning við breytingu úr tilhögun I i tilhögun II (400 Gl) er um 110 miljónir króna miðað við verðlag um s.l. áramót. Samanburður á kostnaði við að sjá fyrir vaxandi orkuöflun annars vegar með tilhögun I (400 Gl miðlunarrými við Ref- tjarnarbungu) og hins veg- ar með tilhögun II (400 Gl miðlunarrými við Sandár- höfða) sem næstu virkjun sýnir að með tilhögun I muni sparast um 85 miljónir króna. Er þá tekið fullt tillit til mismun- andi kostnaðar við upp- græðslu bæði stofn- og við- haldskostnað. Og vafamál hvort nokkur friður fengist um hana — Á þessa leið er greiivfrá mál- um i fréttatilkynningu, sem samninganefnd virkjunaraöila um Blönduvirkjun sendi f jölmiðl- um I gær. Þar segir ennfremur: Heildarstærð lands, sem fer undir vatn samkvæmt til högun I er talin 61.2 ferkilómetrar. Með 400 gigalitra miðlunarlóni viö Sandárhöfða samkvæmt tilhögun II væri samsvarandi land sem færi undir vatn 49.1 ferkílómeter, þannig aB sparast myndi 12.1 fer- kilómeter. Sú tilhögun hefur á hinn bóginn i för meB sér, aB land sem fer undir vatn austan Blöndu ykist um 7.2 ferkilómetra miðað viö tilhögun I. Ekkert liggur fyrir um, að auðveldara væri að ná samkomulagi viö eigendur Ey- vindarstaöaheiðar með slikri aukningu á þvi landi sem færi þar undir vatn, segir i tilkynningu samninganefndarinnar. I fréttatilkynningu samninga- nefndarinnar kemur ennfremur fram að nefndin telur, að Blöndu- virkjun komi af kostnaðarástæö- um ekki til greina sem næsta virkjun i landskerfinu, nema gert sé ráö fyrir 400 gigalitra lóni hvort sem virkjað yrði sam- kvæmt tilhögun I eða II, og bent er á, að ef virkja ætti samkvæmt tilhögun II meö stiflu viö Sandár- höfða þurfi umfangsmiklar rann- sóknir áður en framkvæmdir gætu hafist. Við birtum skýringar samninganefndarinnar i heild i blaðinu á morgun. Fréttamyndir samdægurs Sú breyting hefur orðið hjá umsjónar- mönnum erlendra frétta hjá sjónvarpinu, þeim Boga Ágústssyni og Ögmundi Jónassyni, að nú renna til þeirra í stríðum straumum glæ- nýjar fréttamyndir frá Visnews fréttastofunni. „Visnews hefur sent sjón- varpinu fréttamyndir allt frá þvi að islenska sjónvarpið komst fyrst á laggirnar. En með tilkomu Skyggnis er nú unnt að taka við fréttamyndum um gervihnött i stað þess að fá þetta 2—3 daga gamlar fréttamyndir flugleiðis,” sagði Bogi Ágústsson frétta- maður Sjónvarps er Þjóðviljinn mætti i gær til að fylgjast með móttöku efnisins. „Þetta kallar sennilega á endurskipulagningu okkar vinnu,” sagði Bogi. Við höfum i raun og veru sáralitinn tima til að vinna þessar fréttamyndir. 1 sumum tilvikum fáum við þær með þul og þá er e.t.v. ástæða til að láta myndirnar renna ótrufl- aðar i gegn. Þó að sjálfsögðu með islenskum texta.” Visnews er eign BBC og Reut- ers og ýmist sendir sjónvarps- fyrirtækiðmyndirunnar af sinum mönnum um allan heim, eða kaupir fréttamyndir frá öðrum fréttastofum og sjónvarps- stöðvum. Þannig hefur Visnews Framhald á 14. siöu Pétur Einarsson aðstoðarflugmálastjóri: Fullkomin björgunar- áætlun er fyrir hendi ef flugvél lenti í sjón- um umhverfis Reykjavikurflugvöll 1 athyglisverÐum Fréttaspegli hjá ómari Ragnarssyni i sjón- varpinu si. þriðjudag, fjallaði hann um Reykjavikurflugvöll og þær hættur sem nærliggjandi byggð er i ef flugslys bæri að höndum. Þar kom fram aö á veg- um Almannavarna væri engin björgunaráætlun til ef flugvél lendir I sjónum umhverfis völl- inn. Þetta er alveg rétt, Almanna- varnir taka viB þegar aB landi kæmi, en á vegum Flugmála- stjórnar er til fullkomin alþjóðleg áætlun um hvernig brugöist skuli við til björgunar ef vél færi I hafið hér nærri sagði Pétur Einarsson aðstoöarflugmálastjóri i samtali við Þjóðviljann i gær. Það er slökkviliöið á Reykja- vikurflugvelli, sem myndi fram- kvæma þá áætlun og tilvþess eru til bátar sem rennt yrði fram af flugbrautunum og meira að segja eru hlið á þeim brautarendum, sem annars eru girtir, svo hægt sé að koma bátunum i sjóinn. Ef til þessa kæmi væri þaö svo hlut- verk Almannavarna aö taka viö þeim sem bjargað yrði þegar þeir kæmu á land. Um það eru til fullkomnar áætlanir, sagði Guöjón Petersen hjá Almannavörnum, sem og björgunaráætlanir á öllum flug- völlum landsins er slys bæri aB höndum viö eöa á völlunum sjálf- um. Og eins og flestir vita höfum viö æft slikar björgunaraögeröir og þóttu þær takast vel, sagöi Guöjón. —S.dór. Páll Pétursson stóryrtur á Alþingi: Ljótar aðfarir fj Pálmi Jónsson margitrekadi mótmœli viö málafylgju Páls — Það er'u Ijótar aðfar- ir sem stjórnvöld hafa haft í frammi við heima- menn fyrir norðan til að ná samkomulagi sagði Páll Pétursson i heitum umræðum í gær á Alþingi um Blöndu/ virkjana- og orkumól. Sagði hann miklum þrýstingi hafa verið beitt/ skuldugum bændum hefði verið boðih bankafyrirgreiðsla og að grunur léki ennfremur á að leiguliðum hinsopin þera hefði verið gert Ijóst hvernig ætti að standa að málum. Þá gagnrýndi Páll Pálma Jónsson ráðherra, samþings- mann sinn úr Norðurlandskjör- dænri vestra, og stjórnarfor- mann Rafmagnsveitna rikisins, en sú stofnun fékk að kenna á háöi og gagnrýni þingflokksfor- manns Framsóknarflokksins. Pálmi Jónsson visaöi öllum aödróttunum af þessum toga á bug og mótmælti harBlega full- yrBingum Páls um að staðið hefði veriö með óeBlilegum hætti aö samningum. Harmaði hann að slikum málflutningi væri beitt á Alþingi og sagði að hér væri ennfremur um aö ræða vantraust á forystumenn þjóB- arinnar i raforkumálum, for- ystumenn I landbúnaöi, starfs- menn virtrar verkfræðistofu og annað fólk sem ætti þess ekki kost aö bera hönd fyrir höfuö sér á þinginu. Margitrekaöi Pálmi mótmæli sin og lýsti vonbrigö- um sinum vegna þessarar málafylgjuPáls. Ingólfur Guðnason samflokks- maður Páls úr Norðurlandskjör- dæmi vestra sagðist telja það grófa móögun hjá Páli og van- traust á sveitunga aB væna þá um annarlegar hvatir og þeir hafi látiö nauðga sér til samkomulags. Það væru löglega kjörnir fulltrú- ar flokksins sem hefðu staðið aö samkomulagi viö stjórnvöld. LýðræðisfyrirkomulagiB hlyti að ráða iþessumefnum. — óg. Sjá nánar á þingsiöu bls. 6

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.