Þjóðviljinn - 01.04.1982, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 1. april 1982
Jónas Ingimundarson og Gunnar Björnsson leika saman á sföustu Há
skólatónleikum vetrarins.
Síðustu Háskólatónleikarnir í vetur:
Tónskáld sólkonungsins
15. og siöustu Háskólatónleikar
vetrarins veröa i hádeginu á
morgun, föstudaginn 2. apríl, i
Norræna húsinu. Sr. Gunnar
Björnsson úr Bolungarvik og Jón-
as Ingimundarson leika saman á
selló og pianó 3 verk frá 18. og
jafnvel 17. öid.
í fyrsta lagi er verk eftir
franska tónskáldiö Marin Marais
(1656 - 1728). Sá hefur nú spilað i
Versölum, þvi aö hann var viólu-
leikari viöhiröLúövíks 14. og 15. i
hvorki meira né minna en 42 ár
(1685 - 1727).
1 ööru lagi er sónata eftir einn
af ensku Eccles eöa Eagles tón-
listarfjöiskyldunni, Henry Eccles
(1670 - 1742). Hann var fiölari viö
hirö Vilhjálms 3. 1689- 1715, en fór
þá til Frakklands.
Loks eru 12 tilbrigði eftir Beet-
hovenum stef úr óratóriunni Júd-
as Makkabeus eftir IlSndel.sam-
in 1796.
Tónleikarnir hefjast kl. 12.30,
standa i rúmlega hálfa klukku-
stund, eru öllum opnir fyrir 20 - 30
kr. eftir standi.
Búvörudeild SÍS:
Minnkandi útflutningur
Heildarsala Búvörudeildar
StSnam um 412,9 milj. á siöasta
ári. Er það um 21,6% aukning
frá árinu áöur. Skiptist þetta
þannig, aö útflutningur var 182,0
milj., innanlandssala 195,6 milj.
og sala Kjötiönaöarstöövar 35,3
milj.
Þessar upplýsingar komu
fram á ársfundi Samstarfs-
nefndar Búvörudeildar, sem ný-
lega var haldinn. Fundinn sóttu
fulltrúar frá öllum afurðasölu-
félögunum auk fulltrúa starf-
andi bænda. A fundinum gáfu
þeir skýrslur um starfsemi lið-
ins árs Ólafur Sverrisson, kaup-
félagsstjóri og formaður Sam-
starfsnefndarinnar og Agnar
Tryggvason, framkv.stj. Bú-
vörudeildar.
Verulegur samdráttur varð á
útflutningi milli áranna 1980 og
1981, eöa úr 8576 lestum fyrra
árið i 6740 lestir hið siöara. Sölu-
aukning deildarinnar náði ekki
meðallagi og stafar af tvennu:
minnkuðum útflutningi á kjöti
og osti og sölusamningar i ýms-
um greinum hafa fallið misjafn-
lega á tvö undanfarin ár.
Kindakjötsframleiðslan sl.
haustnam 14.200 lestum. Þar af
voru um 74% hjá sláturhúsum
innan vébanda Sambandsins.
Aukning frá fyrra ári var um
5%.
Þorskanet frá Portúgal
Portdgalir munu kaupa af
• okkur saltfisk I ár fyrir um 1
I miljarö kr. Vilji er fyrir þvi hér
I á landi aö auka á móti innflutn-
, ing frá Portúgal og munu Sam-
■ bandið og Landssamb. isl. út-
I vegsmanna flytja inn töluvert af
portúgölskum þorskanctum.
, Aðsögn Guömundar Ibsen hjá
• Sjávarafurðadeild hafa þessir
| aðilar snúið sér til fyrirtækis i
I Oporto, sem nú hefur tekið upp
. framleiðslu á þorskanetum fyr-
I ir Islendinga, i töluveröum mæli
og m.a. endurnýjað vélakost
sinn að verulegum hluta af þeim
sökum.
Sambandið hóf raunar sölu á
portúgölsku netunum i fyrra
vetur. Þóttu þau gefast vel svo
aö búast má við aukinni sölu i
ár. Engan toll þarf að greiða af ■
þessum netum þar sem Portú-
gal er EFTA-land. Trúlegt er
talið að SIS og LtO muni selja
um 25 þús. net frá Portúgal i ár.
Hingað til höfum við einkum
keypt þorskanet frá Japan og
Suður-Kóreu en siðari árin einn-
ig frá Taiwan og litils háttar frá
Hong-Kong og Kina.
— mhg
Vegna landbúnaðarframtalsins:
LEIÐBEININGARIT
út er komið leiöbeiningarit
fyrir bændur vegna landbúnað-
arframtaisins. Er þaö KetiII A.
Hannesson, hagfræöiráöunaut-
ur Búnaöarfélags tslands sem
tekiö hefur ritiö saman.
I skýringum sinum tekur Ket-
ill fyrir imyndað bú. Er það
blandað: 19kýr, 200 ær, 20 hross
og 35 hænur. Talsverð fjárfest-
ing var á búinu á árinu. Bæði
hafa hjónin tekjur af annarri at-
vinnu. Búið er látið koma vel út
til að sýna leiðir til lækkunar á
skattskyldum tekjum.
Bæklingur þessi er önnur út-
gáfa á leiðbeiningum fyrir
bændur vegna framtals. Nokkr-
ar breytingar hafa orðið á fram-
talseyðublöðum og hefur þvi
orðið að miða leiöbeiningarnar
við það. Þá eru dæmin og ein-
faldari en áður. Það ætti þvi að
vera tiltölulega auðvelt að telja
rétt fram fyrir þá, sem notfæra
sér þessar leiðbeiningar.
Bæklingurinn fæst hjá Bún-
aðarfélagi Islands og nokkrum
kaupfélögum viðsvegar um
landið og svo hjá útgefandan-
um. — mhg
Fyrsta íslenska
kvikmyndin
í ,,Dolbý stereó”
frumsýnd um
páskana:
Um páskana verður stór-
atburður í íslenska popp-
heiminum og einnig í ís-
lenskri kvikmyndagerð. Þá
verður frumsýnd i Tóna-
bíói kvikmyndin Rokk í
Reykjavík, en vinnsla
hennar er nú á lokastigi.
Ekkert hefur verið til
Úr kvikmyndinni: Bjarni í Sjálfsfróun á fullu.
Rokk
sparað til að gera myndina
sem best úr garði og
verður þetta t.d. fyrsta ís-
lenska kvikmyndin sem
tekin er í Dolby-stereó.
Hvorki meira né minna en 24
tima efni var tekiö upp og er nú
búið að klippa það niður i tæpa tvo
tima. Tólf kvikmyndatökumenn,
bæði innlendir og erlendir, lögöu
hönd á plóginn og til þess að '
tryggja gæði klippingarinnar var
fengin aðstoð frá Englandi og
Bandarikjunum. Tónlistin var
tekin upp I átta rásir og stjórnaði
Stúdió Þursabit upptökunni.
Hljóðblöndunin var i höndum Al-
an Snelling hjá Anvil-Road Studi-*
os I London en til gamans má geta
aö sömu aöilar sáu um hljóðið
fyrir myndirnar „Star Wars”,
„The Empire Strikes Back” og
„Flash Gordon” svo að hér eru
ekki neinir aukvisar á ferð.
Upptökur fóru fram á um 30
stöðum viðs vegar á Stór-Reykja-
vikursvæðinu, á konsertum, i æf-
ingahúsum og viðar. í myndinni
koma fram allar helstu rokk-
hljómsveitir okkar og má þar
1 Reykj avík
nefna Baraflokkinn, Start, Grýl-
urnar, Egó Bubba Morthens,
Þursaflokkinn, Frikryk, Q4U,
Þey, Tappa Tikarrass, Bodies,
Mogo Homo, Bruna BB. Spilafifl,
Sjálfsfróun, Vonbrigði, Jonee
Jonee, Purrk Pillnikk, Fræbbbl-
ana o.fl.
Framleiðandi myndarinnar
Rokk i Reykjavik er Hugrenn-
ingur sf. en eigendur þess eru Ari
Kristinsson, Friðrik Þór Frið-
riksson, Jón Karl Helgason og
Þorgeir Gunnarsson. Þess má
geta aö fyrirtækið hefur gert eina
kvikmynd áður. Það er Eld-
smiðurinn, sem sýnd var i Sjón-
varpinu nýlega og fékk góða
dóma.
— GFr
I
j Lögin úr myndinni Rokk í Reykjavík:
! Tvöföld plata væntanleg j
Um páskana veröur langþráö
mynd um rokk I Reykjavik
frumsýnd I Tónabió. En þaö
veröur ekki bara kvikmyndin,
heldur er nú einnig væntanleg
tvöföld hljómplata meö upp-
runalegri tónlist úr henni.
Þær hljómsveitir sem eiga lög
á plötunni eru: Þeyr, Ego,
Fræbbblarnir, Purrkur Pill-
r.ikk, Q4U, Bodies, Baraflokkur-
inn, Grýlurnar, Jonee Jonee,
Sjálfsfróun, Tappi Tikarrass,
Þursaflokkurinn, Mogo Homo.
Friðryk, Spilafifl, Start, Von-
brigði, Bruni BB, og Sveinbjörn
Beinteinsson rimnaskáld.
Má búast við að skífur þessar
verði góður þverskurður af
Rokktónlist á Islandi i dag og
verði ennfremur merkur safn-
gripur er fram liða stundir. Út- ■
gefandi er Hugrenningur sf.
Er góði gæiim góður
eða má löggan gera hvað sem er?
Kvikmynd: The Seven-ups
Leikstjóri: Philip D’Antoni
Handrit: Albert Ruben
og Alexander Jacobs
Kvikmyndataka: Urs Furrer
Meöal leikenda: Roy Scheider,
Tony Lo Biancho, Victor
Arnold, Ken Kercheval.
Sýningarstaöur: Nýja bió.
Þaö er býsna algengt viöhorf i
þeim bandarisku kvikmyndum,
sem hér eru best sýndar, aö góöi
gæinn megi drepa vonda gæjann,
af þvi vondi gæinn átti þaö svo
sannarlcga skiliö. Hann var
nefnilega svo svakalega vondur.
Og liklega falla flestir kvik-
myndahúsagestir i sömu gryfju
og ég, þegar þeir horfa á myndir
á borö viö The Seven-Ups (vel á
minnst: var ekki hægt aö Islenska
heiti myndarinnar?) aö taka viö
þessu viöhorfi (og reyndar mörg-
um öörum) sem góöri og gildri
vöru. Ef viö geröum þaö ekki,
nytum viö ekki myndarinnar og
spenningurinn, sem hiýtur aö
vera aöal myndarinnar og aö-
dráttaraf! færi fyrir bi. Og þá
væri nú litiö gaman aö fara i bió.
Meira að segja ómerkilegustu
spennumyndir verða þannig aö
höfða til okkar áhorfendanna á
einhvern veg, til þess aö við get-
um tekiö viö myndinni eins og til
er ætlast, að öðrum kosti þætti
okkurmyndin hlægileg eöa leiöin-
leg.
En ég verð aö segja það alveg
eins og er, að ég naut alls ekki
myndarinnar The Seven-Ups á
þennan hátt. Og vantar þó ekkert
I söguþráðinn til að gera hana
spennandi: lögreglumaðurinn
Buddy reynir að klófesta okurlán-
ara og notfærir sér æskuvináttu
viö mafiósa nokkurn — sem aftur
skyni aö drepa vonda bófann meö
köldu blóöi — en góöa löggan hef-
ur auövitaö góöan málstaö aö
verja — ekki satt?
á móti misnotar sér trúnaöar-
traust löggunnar til að klekkja á
felögum sinum hinum mafiósun-
um. Málið fer i einn allsherjar
hnút, sem veldur góðu löggunni
talsverðum heilabrotum — en upp
komast svik um siðir, og allir bóf-
arnir fá makleg málagjöld, sendi-
tikur æskuvinarins, mafiósans
eru drepnar, og hann sjálfur hlýt-
ur enn verri örlög.
Þetta gæti sem sagt orðið
geysispennandi. Hvað er þá aö?
Góða löggan heyrir til harðsvír-
aðri deild innan lögreglunnar,
sem heitir The Seven-Ups. Deild-
in sú kallar nú ekki allt ömmu
sina, eins og gefur að skilja, og
beitir hinum margvislegustu
brögðum til að ná i alls kyns stór-
glæpamenn og veita þeim makleg
málagjöld. Góðu löggurnar hika
ekki við að skjóta á vondu bófana
og drepa þá án dóms og laga ef
þurfa þykir — og ég er alls ekki
reiðubúinn aö kyngja sliku. Ég er
ekki ýkja hrifinn af þvi að löggan
hagi sér eins og ótindur glæpon,
hversu góður sem málstaður
hennar kann að vera og þaö jafn-
vel þótt aöeins sé um kvikmynd
að ræða!
Þegar þar við bætist að kvik-
myndin The Seven-Ups er ekkert
óskaplega góð, leikurinn langt
fyrir neöan meöallag, tónlistin
truflandi (en ætti, vel að merkja
að ýta undir þá spennu, sem verið
er aö reyna aö magna fram af öll-
um lifs og sálar kröftum) — ja, þá
er varla nema von að ég hafi orðið
fyrir vonbrigöum.
— jsj.