Þjóðviljinn - 01.04.1982, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 01.04.1982, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 1. aprll 1982 ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið i Hafn Hvert ber að stefna? Alþýðubandalagið i Hafnarfirði heldur opinn fund i Gaflinum Dalshrauni 13, mánudaginn 5. april kl. 20.30. Fluttar verða stutt- ar framsöguræður um eftirtalin efni: tþróttamál — Æskulýösmál — Skólamál — Menntamál Kristinn Þorsteinsson nemi: Al- menningsiþróttir — keppnis- iþróttir. Magnús Jón Árnason kennari: Hvernig er búið að unglingum i Hafnarfirði? Gunnlaugur R. Jónsson kennari: Aðstaða skólanna i Hafnarfirði. Sigrún Guðjónsdóttir myndlistar- maður: Er Hafnarfjörður menn- ingarbær? Að framsöguræðum loknum verð- ur skipt upp i fjóra umræðuhópa. Umræðustjórar verða Sigurður Kristjánsson fulltrúi, Guðmundur Rúnar Arnason, nemi, Hólmfrið- ur Arnadóttir talkennari, og Hulda Runólfsdóttir kennari. Fundarstjóri verður Ægir Sigur- geirsson kennari. Hafnfirðingar f jölmennið og takið þátt i að móta stefnuna. Alþýðubandalagið Alþýðubandalagið á Akureyri Félagsfundur verður i Eiðsvallagötu 18 fimmtudaginn 1. april kl. 21.00. Þar verða óformlegar umræður um stjórnmál út frá spurningunni „hvað vilt þú og hvers vegna”. Einnig skoðanaskipti um stjórnmál al- mennt og merkingu orðtaka þeim viðvikjandi. Hittumst heil. Stjórnin. AB Selfoss og nágrennis Opið hús verður að Kirkjuvegi 7, Selfossi laugardaginn 3. april kl. 2 e.h. Dagskrá: Gamanmál, Sigurgeir H. Friöþjófsson. 7 Kaffiveitingar. Félagsmenn og stuðningsmenn eru hvattir til aö f jölmenna. Stjórnin Aðalfundur 1. deildar Alþýðubandalagsins i Reykjavik (vesturbæjardeild) Aðalfundur 1. deildar Alþýðubandalagsins I Reykjavik verður haldinn fimmtudaginn 1. april ki. 20:30 aö Grettisgötu 3. Ilagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf 2) Undirbúníngur borgarstjórnarkosninga. Olfar Þormóösson kosningastjóri ABR Mætum öll. Stjórn 1. deildar ABR Miðstjórnarfundur Fundur verður haldinn i miöstjórn Alþýöubandalagsins föstudaginn 2. og laugardaginn 3. april n.k. og hefst hann fyrri daginn kl. 17.00 I sal starfsmannafélagsins Sóknar að Freyjugötu 27. Dagskrá: 1. Stjórnmálaviöhorfið. 2. Skýrsla flokksstarfsnefndar. 3. Onnur mál. Alþýðubandalagið á Egilsstöðum Aiþýðubandalagið á Egilsstöðum hefur opnað kosningaskrifstofu að Tjarnarlöndum 14. Verður skrifstofan opin fyrst um sinn mánudags-, þriöjudags- og fimmtudagskvöld frá kl. 20.30 til kl. 22.30. Stuðnings- menn G-listans eru hvattir til að koma til starfa á áðurnefndum tima. (Kosningasimi auglýstur siðar). Kostningastjórn. Alþýðubandalagið i Borgarnesi og nærsveitum Félagsfundur verður haldinn laugardaginn 3. april kl. 16.00 að Kveld- úlfsgötu 25. Fundarefni: 1. Framboöslisti lagður fram. 2. Starfshópar um dagvistar-, öldrunar- og húsnæðismál skila af sér. 3. Inntaka nýrra félaga. 4. Onnur mál. Stjórnin. Lögmenn Aðalfundur Lögmannafélags Islands verður haldinn i Átthagasal Hótel Sögu á morgun, föstudaginn 2. april 1982, og hefst kl. 13.30. Árshóf félagsins verður haldið að kvöldi sama dags á sama stað og hefst kl. 19.00 Stjórnin. Óiöf syngur n pp/ / / Safn a ny Næstu sýningar á Sigaunabar- óninum eftir Jóhann Strauss vcrða n.k. föstudags- og laugar- dagskvöld, 2. og 3. aprll kl. 20.00. Veröa þá sýningarnar orðnar 37. Olöf Kolbrún Harðardóttir er nú komin úr söngferðalagi sinu til Bandarikjanna og syngur aftur hlutverk sigaunastúlkunnar Saffiar. A meðan ölöf Kolbrún var vestra söng þýska sópran- söngkonan Dorothee Furstenberg hlutverk Saffiar, við feiknagóðar undirtektir áheyrenda. Sigaunabaróninn var frum- sýndur 9. jan. sl. Siðan hafa verið 35 sýningar, ávallt fyrir fullu húsi. Hljómsveitarstjóri sýningar- innar er Páll P. Pálsson. — mhg Slær vopnin Framhald af bls. 1 tillögu fylgi á Alþingi, sagði Garðar ennfremur. Jón Helgason alþingismaður sagði aö það væri rétt að á hlut- hafafundi i fyrra i Jarðefnaiðnaði h.f. hefði verið samþykkt að reisa verksmiðjuna án þátttöku rikis- ins ef nægjanlegt hlutafé fengist. Það hefði hinsvegar ekki fengist. „Auk þess þyrftum við að njóta þeirrar fyrirgreiðslu, sem er i lögunum um steinullarverk- smiðju, öðruvisi gætum við aldrei reist verksmiðjuna,” sagði Jón. —S.dór Fréttamyndír Framhald af bls. 16 keypt ísienskt efni og eru Kröflu- eldar gott dæmi, en myndir frá atburðum við Kröflu voru sendar til u.þ.b. 70 landa. Kostnaður við fréttasending- arnarnemur eitthvað um 160 þús. krónur á mánuði. Bróðurpartur þeirrar upphæðar rennur til Skyggnis. — hól. Klofningur Framhald af 16. siðu. þannig á þvi að Blönduvirkjun yröi ekki að veruleika. Hjör- leifur Guttormsson sagði hinar nýju tillögur Eyjólfs ekki vera beint vel til þess fallnar að flýta fyrir sam- komulagi. Eyjólfur væri að leggja til að haldiö yrði út I óvissuna við Blönduvirkjun. Visaði hann ásökunum Eyjólfs um aö hann væri að spilla samkomulagi til föðurhús- anna. — óg DREGINN ÚT 6. APRIL Húseign að eigin vali fyrir 700.000." krónur. Langstærsti vinningur á einn miða hérlendis. Happdrætti QG Nú má enginn gleyma að endurnyja! ViNNUEFTIRLIT RÍKISINS Sfðumúla 13, 105 Reykjavík. Sími 82970 LAUSAR STÖÐUR Lausar eru til umsóknar neðan- greindar stöður við Vinnueftirlit ríkis- ins: UMDÆMISEFTIRUTSMAÐURi Á SUÐURLANDI með aðsetri sem næst miðsvæðis í umdæminu. Umdæmið nær yfir Árnes-, Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslur. Krafist er staðgóðrar tæknimenntunar a.m.k. vélstjóra IV. stigs með sveinspróf eða jafn- gildrar menntunar auk starfsreynslu. UMDÆMISEFTIRLITS MAÐUR Á REYKJANESI með aðsetri sem næst miðsvæðis í umdæminu. Umdæmið er GuIIbringusýsla, Grindavík, Keflavik og Njarðvíkur. Krafist er staðgóðrar tæknimenntunar a.m.k. vélstjóra IV. stigs með sveinsprófi eða jafngildrar menntunar auk starfsreynslu. Umdæmiseftirlitsmenn þurfa að gangast undir námskeið sem haldin verða á vegum Vinnu- eftirlits ríkisins. Launakjör verða samkvæmt launakerfi opin- berra starfsmanna. Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsreynslu skulu sendar Vinnueftirliti ríkisins, Síðumúla 13, Reykjavík, eigi síðar en 1. maí nk. Aðalfundur Stýrimannafélags íslands verður haldinn i Borgartúni 18 laugardag- inn 3. april kl. 14.00. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Stjórnin

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.