Þjóðviljinn - 01.04.1982, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 01.04.1982, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 1. april 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 'I Stefán Marta Rúnar Guðmundsson. Bjarnadóttir. Bachmann. Skúli Lára Bragi Jóhannsson. Angantýsdóttir. Skúlason. Anna Kristin Sæmundsdóttir. Sigurlina Jens Arnadóttir. Andrésson. Listi Alþýðubanda- lagsins á Sauðárkróki Gengið hefur verið frá fram- boðslista Aiþýðubandalagsins á Sauðárkróki við bæjarstjórnar- kosningarnar i vor. Er hann þannig skipaður: 1. Stefán Guðmundsson, vél- virki. 2. Marta Bjarnadóttir, skrif- stofustúlka. 3. Rúnar Bachmann, rafvirki. 4. Anna Kristin Gunnarsdóttir, kennari. 8. Lára Angantýsdóttir, sima- vörður. 9. Bragi Skúlason, húsasmiður. 10. Erla Gigja Þorvaldsdóttir, húsmóðir. 11. Kormákur Bragason, pi'pu- lagningamaður. 12. Hjalti Guðmundsson, hUsa- smiður. 13. Steindór Steindórsson, verk- stjóri. 14. Valgarð Björnsson, bivéla- virki. 5. Sigurlfna Arnadóttir, iðn- verkakona. 6. Jens Andrésson, vélstjóri. 7. SkUli Jóhannsson, iðnverka- maður. 15. Bragi Þ. Sigurðsson, vélsmið- ur. 16. Jón Stefánsson, kennari. 17. Hreinn Sigurösson, fram- kvæmdastjóri. 18. Hulda Sigurbjörnsdóttir, hUs- móðir. Ráðinn skólameistari / Armúlaskóla Menntamálaráðuneytið hefur sett Hafstein Þ. Stefánsson skóla- meistara ArmUlaskóla i Reykja- vik um eins árs skeið frá 15 mars 1982.Ennfremur hefur ráðuneytið sett Kristján Karlsson aðstoöar- skólastjóra við sama skóla um- rætttimabil. Sextugs- afmæli Sextugur er i dag, 1. april, Jens Þorkell Halldórsson, Sæmundar- götu 6 á Sauðárkróki. Hann er fæddur i SUðavik, en fluttist ungur að Vogum i Keldu- hverfi og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Bændaskólann á Hólum og réðst siðan til starfa hjá BUnaðarsambandi Skagfirð- inga, þar sem hann starfar enn við stjórn stórvirkra tækja. Vinir og samstarfsmenn senda honum bestu afmælisóskir, og árna honum heilla i framtiðinni. Þorkell Halldórsson Guðmundur H. Þórðarson læknir: Forgangsröðun verkefna í heilbrigðiskerfinu Ofvöxtur hefur hlaupið I sjúkrahúsakerfið og á legudeildum sjúkrahúsa er innt af hendi þjónusta sem leysa má með ódýrari og árangursrikari hætti með heilbrigðisþjónústu utan sjúkrahúsanna. Undanfarið hafa farið fram i blöðum umræður um rekstur sjUkrahúsa og þá e.t.v. fyrst og fremst fjármögnun á rekstri sjúkrahUsa. SjUkrahUslæknar á Landakotsspitala hafa gengið fram fyrir skjöldu og lýst þvi yfir, að sjUkrahUsin séu i fjársvelti, það vanti stórar upphæðir til þess að hægt sé að reka þau hallalaust. Talan 12,5% hefur verið nefnd I þvi sambandi. Halldór Steinsen, yfirlæknir, teiur upp alla helstu liði sjUkrahUsreksturs og spyr hvort hægt sé að spara þarna eða þarna og svarar sjálfum sér að sjálfsögðu neitandi. ÚtUr þessum umræðum er m.a. hægt að lesa það, að sjUkrahUsin geri kröfur til meira fjármagns, en fjárveitingavaldið telur sig geta látið af hendi. Þröstur Ólafs- son, aðstoðarmaður fjármálaráð- herra, lýsir þvi yfir i Dagblaðinu Visi, þann 4.3. s.l.'að ekki sé hægt að reka sjUkrahúsin lengur i þvi formi sem nU er, væntanlega vegna fjárskorts. Ef hinn almenni borgari hyggst leggja mat á þessi mál, þá eru það e.t.v. nokkarar grundvallar- staðreyndir, sem þarf að hafa i huga; staðreyndir sem ekki hafa komið fram i þessum umræðum, að minnsta kosti ekki nægilega skýrt. Meö því hæsta i veröldinni 1 fyrsta lagi þarf að gera sér grein fyrir þvi, að kostnaður við heilbrigðisþjónustu hefur vaxiö gifurlega undanfarna áratugi. S.l. 3 áratugi hafa Utgjöld til heil- brigðismála aukist Ur þrem prósentum (3%) af þjóðarfram- leiðslu i ca. 7% 1978 og mun nU vera fariðað nálgast 8%. Þetta er með þvi hæsta sem gerist i ver- öldinni. Margar iðnþróaðar þjóðir eru þarna fyrir neðan Islendinga t.d. England. Þetta þýðir það, að margra dómi, að við erum að nálgast hámark i þessum efnum og verðum þvi að gera okkur grein fyrir þvi hvernig við skuli brugðist, þ.e. hvaða aðferðum skuli beitt til að koma I veg fyrir að þessi hlutfallstala hækki mikið meira en orðið er. Það hefur heyrst talað um töl- una 10% sem algjört hámark. Að visu má gera ráð fyrir að þessi hækkun Utgjalda til heilbrigðis- mála stöðvist með einhverjum hætti innan tiðar, en það er ekki sama með hvaða hætti það gerist. Markaöslögmá lin og Bandarikin Halldór Steinsen bendir á ráð til að bæta hér um, það á að láta markaðslögmál ráða, reka sjUkrahUsin sem fyrirtæki, sem eigi að skila hagnaði og auk þess að beita afkastahvetjandi launa- kerfi i heilbrigðiskerfinu sbr. grein hans i Dagblaðinu Visi 19.3. s.l. NU vill svo til aö sU þjóð sem beitt hefur þessum aðferðum i langrikustum mæli meðal menn- ingaþjóða i sinu heilbrigðiskerfi, Bandariki Norður-Ameriku, er einmitt sU þjóð, sem greiðir lang- mest fyrir sina heilbrigðisþjón- ustu hlutfallslega og mun nU nálgast töluna 10% af þjóðar- framleiðslu hröðum skrefum. Þar sem hér er um að ræða rik- asta land veraldar er kostnaður- inn við heilbrigðisþjónUstu þar i landi raunar hærri en hlutfalls- talan segir til um. Þrátt fyrir það hefur það verið mál manna, að i þvi landi sé heilbrigðisþjónustan sist betri annarsstaðar á Vesturlöndum, þegar á heildina er litið, þó benda megi á allfull- komna heilbrigðisþjónustu við þá, sem loðnir eru um lófana. Það virðist þvi ekki vera einhlitt til að fá ódýra heilbrigðisþjónustu, að beita markaðslögmálunum, eða ákvæðisvinnu og ekki heldur til að fá góða heilbrigðisþjónustu við allan þorra þjóðarinnar. SU að- ferð, sem flestar þjóðir hafa beitt undanfarin ár til að reyna að hamla gegn vaxandi Utgjöldum til heilbrigðiskerfisins er að efla þann þátt heilbirgðiskerfisins, sem er ódýrastur' i uppbyggingu og starfrækslu, þ.e. heilsugæslu- kerfið og leitast við að beina verkefnum frá sjUkrahUskerfinu til heilsugæslunnar. Guðmundur H. Þórðarson: Leiðin til þess að draga úr kostnaði við heilbrigðisþjónustuna er að efla heimilislækningar og almenna heilsugæslu utan sjúrkahúsa. Heilsugæslan ódýrasti kosturinn Með heilsugæslu er hér átt við alla heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa, nánast þá þjónustu, sem mun verða starfrækt á heilsugæslustöðvum. Á bak við þessa viðleitni til að efla heilsu- gæsluna og beina til hennar verk- efnum, sem áður hafa verið leyst á sjUkrahUsum, liggja þær stað- reyndir að sU þjónusta sem veitt er inn á sjUkrahUsunum er langt- um dýrari en ef hUn væri veitt utan sjUkrahUsanna. Er hér að sjálfsögðu fyrst og fremst átt við legudeildir sjUkrahUsanna. Um göngudeildir gegnir nokkuð öðru máli. Það gildir um öll Norðurlönd, England, Bandarikin og langtum fleiri lönd, að þar er nU veriö i óða önn að efla heimilislækningar og almenna heilsugæslu, þ.e. heil- brigðisþjónustu utan sjUkrahUs- anna, m.a. og ekki sist i þeim til- gangi að halda kostnaði viö heil- brigðisþjónustuna i skefjum. Þar við bætist svo, að læknar þykjast hafa gert sér grein fyrir þvi, að sU þjónusta, sem veitt er i heilsu- gæslukerfinu, þ.e. i nágrenni sjUklingsins, er að öðru jöfnu notadrýgri en sú, sem veitt er inni á stofnunum. Ofvöxtur i sjúkrahúsa- kerfinu A islandi hefur það verið svo undanfarna áratugi, að það fjár- magn sem farið hefur til heil- brigðisþjónustunnar hefur að langmestu leyti runnið til sjUkra- hUsakerfisins. OftrU manna á sér- hæfingu og tækni til að bæta heil- brigðisástandið i þjóðfélaginu hefur leitt til þess, bæði hér á landi og annars staðar, að eins konar ofvöxtur hefur hlaupið i sjUkrahUskerfið. tslendingar eru hér engir eftir- bátar annarra þjóða frekar en á öðrum sviðum. Þannig kemur fram i samantekt, sem gerð var á vegum landlæknisembættisins á heilbrigðisþjónustu á íslandi, Bretlandi og Noregi og lögð var fram á heilbrigðisþingi 1980, að árið 1976 var fjöldi rUma á heil- brigðisstofnunum 24,3 per/1000 ibUa á Islandi. I Englandi var til- svarandi tala 11,6 og I Noregi 20,1 Við erum þannig engan veginn á flæðiskeri staddir miðað við aðrar þjóðir hvað snertir sjUkra- hUsrými. Ef einungis er miðað við deildarskipt sjUkrahUs erum við jafnokar Norðmanna meö 5,9 rUm per/1000 ibUa en Bretar eru með 3,8 rUm per/1000 ibUa, eða veru- lega mikið lægri tölu. Þessar tölur ættu að sýna að við erum ekki vanþróaðir hvað sjUkrahUsrými snertir, þó að tölur segi ekki allan sannleika i þessum efnum frekar en i öðrum. Heilsugæslan svelt A sama tima og við höfum þannig byggt upp sjUkrahUskerfið á heimsmælikvarða hefur heilsu- gæsla, þe. heilbrigðisþjónusta utan sjUkrahUsa verið svelt með þeim afleiðingum að hUn er nU að stórum hluta óskipulögð, aðstöðu- laus að kalla og skortir tilfinnan- lega mannafla. Að visu er það svo, að i dreif- býlinu hefur heilsugæslan löngum verið verulega betri en á þétt- býlissvæðum og einkum hefur Reykjavik og nágrenni orðið Ut- undan með þetta siðustu 10 árin, meðan átak var gert til að byggja upp heilsugæslu Uti á landi samkv. lögum um heilbrigðis- þjónustu frá 1973. A höfuðborgarsvæðinu sjálfu og raunar á öllu suðvesturhorni landsins er heilsugæsla nánast alveg óskipulögð og i örgustu niðurniðslu, aðstöðulaus og mannfá. Þetta á alveg sérstak- lega við um höfuðborgina sjálfa. Afleiðingin af þessu verður sU, að það fjármagn, sem þó er til heilsugæslunnar lagt, nýtist mjög illa. Þau verkefni, sem heilsu- gæslan á að leysa, eru að stórum hluta leyst af sérhæfðari þáttum heilbrígðiskerfisins, þar á meðal af sjUkrahUsunum. Ein afleiðing af þessum vanmætti heilsugæsl- unnar eru óeðlilega margar inn- lagnir á sjUkrahUs. Verkefni, sem að öllu eðlilegu ættu að leysast i heilsugæslukerfinu eru leyst inn á sjUkráhUsum með margföldum kostnaði og þvi miður með engu betri árangri en hægt væri að ná utan sjUkrahUsa, ef aðstæöur væru fyrir hendi nema siður væri Andsvar heilbrigðisyfirvalda við fjárhagsvanda sjúkrahUsa eða heilbrigðiskerfisins i heild á þvi ekki að vera það að láta markaðslögmálin ráða ferðinni, heldur að efla þann þátt heil- brigðiskerfisins, sem er i senn ódýrastur i rekstri, aðgengi- legastur fyrir sjUklingana og notadrýgstur, þ.e. almenna heilsugæslu. Fyrsta átakið I þeirri viðleitni ætti að vera að byggja upp heilsu- gæslustöðvar á suðvestur horni landsins og þó alveg sérstaklega i höguðborginni. SU uppbygging myndi létta á sjUkrahUsunum i höfuöborginni og gera rekstur þeirra viðráðanlegri um leið og hUn myndi gjörbreyta aðstöðu hins almenna borgara til að not- færa sér þjónustu heilbrigðis- kerfisins i reynd. Guðntundur H. Þórðarson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.