Þjóðviljinn - 22.04.1982, Síða 16

Þjóðviljinn - 22.04.1982, Síða 16
16 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 22. april 1982 fyrir Dreyfus! Nú skrifiö þér, segir Zola viö hann, allt sem þér upplifðuð á Djöflaeynni. Ég? svarar liðsforinginn, ég upplifði ekki nokkurn skaðaöan hlut. bað hefði ekki verið gaman ef menn hefðu í þessu dæmi verið aö bjarga frelsara heimsins. Brecht Seinna þekktir þú svo ýmsa menn persónulega sem höfðu fullan hug á að hafa áhrif og breyta heiminum með skrifum, sagði ég. Menn eins og Upton Sinclair, Bertold Brecht. Já það er oft vitnað til þess að Sinclair hafi tekist aö breyta til- högun á slátrun nautpenings i Cicago. Það er vist það eina sem eftir hann lifir. Brecht haföi smiðað sér mikla kenningu um þessi mál — en svo koma kollegar hans eins og t.d. Max Frisch og efast um að hann hafi snúið nokkrum manni til sinna skoöana með leikritum sinum, sagði ég. Það efast ég lika um. Brecht smiðaði sér formúlu fyrir leik- ritun, en hann fékk svo aldrei að starfa fullkomlega eftir þessari formúlu. Stjórnmálamenn töfðu fyrir honum og að iokum gafst hann upp, varð leiður á afskipta semi óskyldra afla af list og skáldskap. Ég hitti Brecht seinast ári áður en hann dó, við sátum þá daglangt og mösuðum saman. Hann var hættur að vera i leik- húsi sinu og sagöur veikur, en ekki varð ég var við að svo væri. Hann var hress i bragði, ákaflega klár I ályktunum, viðsýnn og fljótur að átta sig á hvaða fyrir- bæri sem var. Hann dró einlægt aðrar ályktanir af hlutum en ætlast var til og aðrir geröu, sér- kennilegur persónuleiki og óhemju gáfaður maður. Leikhús hans var algert öfug- mæli, ekki aðeins i borgaralegum löndum, þar sem menn geta gert hvað sem, er, heldur einkum og sérilagi i einstefnulöndum, sem ekki botnuöu neitt i neinu. Þar tóku menn það gilt að Brecht sagðist vera þeirra vinur, en fundu fyrr en varöi að þeir gátu ekki átt samleið með honum. Þegar fyrir strið haföi ég séð i Þýskalandi Túskildingsóperuna þar sem glæpamenn, betlarar og hórur i undarlegustu múnderingu fara með afar útsmogin tilsvör og óviðjafnanlega háðsöngva: margt af þvi var svo snjallt að fólk hrökk við og varð byltingar- sinnað i bili, borgarar lika, Þetta verk sá ég oft siðan og var ævin- lega jafnhrifinn, þangað til ég sá það i Moskvu. Rússar gátu meö engu móti látið svona afkáranlegt fólk sjást á sviði með furðuskegg, skákborðsmunstur i fötum eða i augljósum mellubúningi, syngj- andi undarlegar hótanir um uppreisn og valdatöku. Rússar kiæddu þetta fólk allt i einhver sveitamannaspariföt, gerðu það likast lýðháskólafólki utan af landi og drógu allan uppreisnar- brag úr kveðskapnum og músik- inni. Ég varð orölaus og mállaus yfir þessum ósköpum og svo aðrir vesturlandamenn f salnum, út- lendir samúðarmenn Rússa. Það var að minnsta kosti af og frá að Brecht heföi áhrifamátt i þessu landi. Sovétmenn guldu honum varajátningar, en þeim fannst hann andstyggilegur maður, eins og reyndar aðrir sem skrifuðu sig kommúnista á Vesturlöndum. Brechthafði ekki áhrif á Rússa, en hafði hann áhrif á þig? Já, afar margt I Brecht hafði áhrif á mig þótt ég væri ekki með á nótunum i öllum leikritum hans og ýmsum kenjum. En Túskild- ingsóperan var áhrifasterkt bylt- ingarverk, þar var öllu snúiö viö sem maður þekkti úr borgalegu leikriti, borgaralegri list snúið i öfugmæli á æsilegan hátt svo allir gátu hlegið, og kannski engir hærra en borgararnir sjálfir. Yfirlýsingar um áhrif En svo ég viki þá aö sjálfum þér og lesendum þinum. Margir menn vilja halda þvi fram að ein- mitt þú hafir gert þá að sósia- listum — og svo mátti á dögunum lesa þá kenningu I dagblaðs- ieiðara að nú hefðir þú með öllu skrúfaö fyrir marxismann og freistingar hans. Hvað finnst þér um svona yfirlýsingar? Halldór hló. Ég hefi eiginlega engar skoðanir á þeim. Það vita allir að ég var um árabil nákominn sósia- lisma I hugsunarhætti og þá hefi ég vafalaust orðiö til þess i ræðu og riti að breyta skoðunum ýmissa lesendahópa á ýmsum málum, ekki sist þjóðfélagsmái- um sem þá voru I brennidepli. En ég verð nú að segja að margt er oftúlkaö I þessum efnum. Hvað ætli ég hafi til dæmis verið að hugsa um sósialisma þegar ég var að skrifa um Bjart i Sumar- húsum, þennan kotkarl fyrir norðan sem er að fenna i kaf meö hyski sinu? Ég gef ekki mikið fyrir þetta hjal, sist þegar menn eru að segja að ég hafi frelsaö þá frá einhverjum andskotanum. Meiri væri þeirra heiður hefðu þeir frelsað sig sjálir. Þetta getur lika veriö andlegur heigulsháttur, kannski skammast menn sin fyrir einhverja skoöunog vilja koma á- byrgö á henni yfir á aðra. Maður kannast nú viö það. Semsagt, eins og allir vita var ég ekki flokksbundinn, en ég var sósialiskum kenningum hand- genginn eins og ýmsum kenn- ingum öðrum. Syndir lesenda En nú eru til annarskonar vandamál i sambúð við lesendur. Ég á þá við útbreidda áráttu tslendinga til aö viðurkenna ekki skáldsagnapersónur, láta þær ekki njóta réttar, heldur þveitast um landið I leit aö fyrirmyndum að þeim. Já, þetta er viss tegund af niðurdröbbun islenskra lesenda frá þvi sem var á timum Islend- ingasagna, sagði Halldór. Þá hafa menn hugsað öðruvisi og ekki gert ráð fyrir þvi að i þeim væri að finna einskonar ljós- myndir af fólki þess tima, sem ritað var á, eins og jafnvel gáf- uðum mönnum hættir til ef þeir meta bækur á frumstæðan hátt. Þá vorum við svo vel sett að við gátum skapað dramatiskar figúrur eins og Njál og alla þá halarófu af stórkostlegum skáld- sagnapersónum sem bera vott um háttstandandi andlega reisn i heimsbókmenntunum. Það var ekki miðað við einhverja karla og kerlingar heldur við þá algjöru kröfu, hið absolúta i skáldskap sem hefur haldið Islendingum uppi. Hér hefur veriö i fornöld há- menntað públikum sem menn ekki skilja enn, veraldarvonir ka þólskir höfðingjar og menn úr ka- þólskum stofnunum, en varla mjög andskoti trúaöir, að minnsta kosti ekki þeir sem skrif- uðu Njálu eða Laxdælu eöa Grettis sögu: að ég ekki nefni Eddurnar. Ráðgátan er sú, hvernig þessar bækur gátu orðið til á rammþaþólskum tima? Það hefur enn ekki verið reynt að út- skýra sálarlif sem stendur á bak við mat á bókmenntum á mið- öldum. Skilningur og misskilningur En finnst þér lesendum hafi hætt til að misskilja beinlinis til- tekin verk þin? Nei, það hefur ekki verið neitt vandamál. Suma hluti skildu menn kannski ekki þegar þeir komu út, en vöndust þeim eftir á. I viðtali ekki alls fyrir löngu minntist ég til dæmis á grein sem ég skrifaöi um Hallgrim Péturs- son og stóð illilega i mönnum. Þar með var af stað farin ein af þessum herferðum sem farnar voru gegn mér sem rithöfundi. Menn eins og gátu ekki áttað sig á þvi að ég væri aö reyna að hugsa mig áfram á sjálfstæðan og heiðarlegan hátt og gat þá flækst inn i margvislegar kenningar og játningar — og svo út úr þeim aftur. Og menn brugðu hart við nýjum útskýringum á hlutum sem þeim hafði i marga ættliði verið kennt að skilja á allt öðrum grundvelli. Það er ekki nema náttúrlegt. Og ljósið kom i húsið á endanum. Bakkabræður báru ljósið inn i trogum — þaö er lika hægt, en er það ekki full óbein að- ferð? Það er eins og mig minni að menn hafi orðiö nokkuð hissa á Brekkukotsannál? Nei, menn voru farnir að venjast ýmsu þá af minni hálfu. En menn brugðust hart við meö og móti Sjálfstæðu fólki. Og Atómstöðinni? Og Atómstöðinni. Hér var þá allt uppiloft út af pólitik og i raun- inni afskaplega skemmtilegt. Svo stóð þannig á aö Amerikanar voru hér i landinu og tóku vist eitthvað af satirunni i bókinni til sin. En ég held satt aö segja að Jónas karlinn frá Hriflu hafi farið verst út úr þessari bók Þar var ekki margt sagt um Kana nema hvaö þeir voru óhjákvæmilega þarna i miðjum fókus skáldsög- unnar. Basinn er þarna á bak viö og það eru til menn sem vilja hafa hann heilagt bannorð. En það er margt hægt um hann að yrkja, vitaskuld. Og það eru tslendingar sem fara verst út úr öllu saman. En I ameriska hernum hér hafa vist verið uppi hugmyndir um aö verið væri að sproksetja hann. Svo mikiö er vist að Kanar voru svo hræddir við þessa bók og skildu svo litið I henni, að það hefur ekki þótt alveg óhætt að gefa haria út i Bandarikjunum fyrr en núna rétt i þessu. Hún hafði áður komið út i öllum heimshornum en kom út þar vestra um daginn og þá sér eng- inn neitt að athuga. Hefur mönnum af einhverri til- tekinni þjóð látið betur en hinum að fjalla um verk þin? Já, það hafa komið verulega góðir ritdómar frá Frökkum, þótt það séu ekki ritdómar af þvi tagi sem gera bækur að metsölu- bókum. Bæði um bækurnar sem Jolivet þýddi og þær sem komiö hafa út i Frakklandi nýverið i þýðingu Régis Boyer. Það hefur borið af hve Frakkar skrifa af meiri þroska en aðrir, nokkúrs- konar innborinni snilli i þvi að meta bókmenntir. En þeir eru mjög seinir að taka við sér. I mörgum listgreinum Verkum þinum hefur verið snúið I margvisleg form — Salka Valka er til dæmis orðin kvik- mynd og leiksýning og ballett. Gætirðu hugsað þér Sölku Völku sem óperu? Það er hægt að stílfæra hlutina i hvaða átt sem vera skal. Ég er ekki vel að mér i ýmsum list- greinum sem notaðar hafa verið til aö túlka Sölku Völku. Tvisvar hefur hún til dæmis verið færö i dansbúning og finnskur flokkur hefur hana á dagskrá sinni. Ég hefi séð þá sýningu og hafði sérstaka ánægju af henni og sá að þarna voru frábærir listamenn að verki. Þessar stóru kvikmyndir, al- þjóðlegar eða þýskar, sem gerðar hafa veriö eftir verkum minum, hafa verið furðu góðar og hafa fengið lofsamlega gagnrýni. Mikið meira getur maður ekki sagt um þær. Ég læt kvikmynda- mennina fara sinu fram, þeir verða að standa sjálfir fyrir þvi sem þeir gera. Og þótt vel sé vandað til myndanna og þær vel leiknar, þá hafa þær ekki mikil áhrif á mig. Fyrir mér eru þessar Halldór Laxness

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.