Þjóðviljinn - 22.04.1982, Page 20

Þjóðviljinn - 22.04.1982, Page 20
20 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 22. april 1982 Ríkisendurskoðun óskar að ráða i starf við endurskoðun tollskjala. Laun samkv. launafl. 009 (BSRB). Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur menntun og fyrri störf óskast sendar rikisendurskoðun, Laugavegi 105, fyrir 30. apriln.k.. Laus staða Staða aðstoðarskólastjóra við Menntaskólann við Hamra- hlið er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Samkvæmt reglugerð er gert ráð fyrir að aðstoðarskóla- stjóri sé ráðinn til fimm ára i senn úr hópi fastra kennara á framhaldsskólastigi. Umsóknir, meö ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf, skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfis- götu 6, 101 Reykjavik, fyrir 21. mai 1982. Umsóknareyðu- blöð fást i ráðuneytinu. Menntamáiaráðuneytið, 21. aprii 1982. Lausar stöður Við Menntaskólann á Akureyri eru lausar til umsóknar fjórar kennarastöður. Kennslugreinar: isienska, saga, efnafræði, eðlisfræði, liffræði og stærðfræði. Launsamkvæmt launakerfistarfsmanna rikisins. Umsóknir, ásamt ytarlegum upplýsingum um námsferil og störf skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik, fyrir 21. mai n.k. — Umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 21. april 1982. Unglingameistaramót Norðurlanda í fimleikum verður haldið i fyrsta skipti á íslandi dag- ana 24. — 25. april i Laugardalshöll. Mótið hefst kl. 14.30 báða dagana. Fimleikasamband íslands Halló krakkar! Ef þið hafið áhuga á að bera út blöð i sum- ar, þá vinsamlegast hafið samband við af- greiðslu Þjóðviljans, Siðumúla 6, siminn er 81333. Útför eiginmanns mins, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa Þórðar Benediktssonar Hátúni 8, Rcykjavik verður gerð frá Dómkirkjunni föstudaginn 23. april kl. 15. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Hlifarsjóð Sambands islenskra berklasjúklinga. Anna Benediktsson Sveinn Þörðarson Martha Sigurðardóttir Asta B. Þórðardóttir Borgþór Gunnarsson Björn V. Þórðarson Guðmunda Guðmundsdóttir Baldur Þórðarson Gabriella Þórðardóttir Barnabörn og barnabarnabörn Móðir okkar, Guðbjörg Guðbrandsdóttir, Langholtsvegi 24, verður jarðsett frá Fossvogskirkju föstudaginn 23. apríl kl. 13.30. Hulda Pétursdóttir Þórdis Sigurðardóttir Halldóra Sigurðardóttir ólafur Jens Sigurðsson Ingibjörg Sigurðardóttir Sigurður Randver Sigurðsson Iðnskólanum hefur borist ágæt gjöf nýlega. Fyrirtækiö G. Heinriksson h/f gaf hjólastillibúnað, sem notaður er við kennslu i bifvélavirkjun. A myndinni sést Sigurður Kr. Sigurðsson framkvmstj. G. Hinriksson ásamt nemendum og kennurum skólans. 13 sóttu um sýslumannsembætti Árnessýslu: Islandsmet í umsóknaf jölda Þrettán sóttu um sýslumanns- embættið i Arnessýslu, en Páll Hallgrimsson fær lausn frá þvi embætti hinn 1. júli n.k. Þess má geta, að þá hættir um leið siðasti konungsskipaði embættismaður landsins, en Páll var skipaður i embættið hinn 1. janúar árið 1937. Umsækjendur um embættið voruþessir: Alan V. Magnússon, fulltrúi, Selfossi, Andrés Valdi marsson, sýslumaður Stykkis- hólmi, Bogi Nilsson, sýslumaður, Eskifirði, Einar Oddsson, sýslu- maður, Vik, Halldór Kristjáns- son, bæjarfógeti, Bolungarvik, Jakob J. Havsteen, hdl, Selfossi, Jóhannes Arnason, sýslumaður, Patreksfirði Jón A. Ólafsson sakadómari, Reykjavik, Jón E. Itagnarsson, hdl. Reykjavik, Kristján Torfason bæjarfógeti Vestmannaeyjum, Pétur Kr. Ilafstein, fuiltrúi, Reykjavik Sigurður Gizurarson.sýslumaður og "bæjarfógeti, Húsavik og Sverrir Einarsson, sakadómari, Reykjavik. Verðkönnun Verðlagsstofnunar í Eyjafjarðar- og Skagafjarðarsýslum:r Munurinn 17,6% í dýrustu og ódýrustu versluninni I verðkönnun Verðlagsstofnun- ará nýlenduvörum i Eyjafjarðar- og Skagaf jarðarsýslum, sem framkvæmd var f mars sl., kom f Ijós, að þar sem verðið reyndist hagkvæmast, kostuðu 12 valdar vörutegundir 154,30 kr. en kr. 181,50 i þeirri verslun, sem reynd- ist hafa hæsta verðið. Þess má geta, að lægsta verðið á þessum 12 tegundum bauð Hagkaup, Ak- ureyri, en hið hæsta Valberg, Ólafsfirði. 1 könnuninni kom fram allmik- ill verðmunur i einstökum versl- unum. 1 kynningu Verðlagsstofn- unar er þó ekki birt nema brot af vöruúrvali verslananna og þvi nauðsynlegt að setja vissa fyrir- vara. I könnuninni eru einkum vörutegundir, sem vænta má nokkurra frávika i verði vegna m.a. hárrar heimilaðrar álagning- ar. Hins vegar voru landbúnaðar- vörur ekki i könnuninni, en verð á þieim er yfirleitt það sama i versl- unum. Þá segir einnig i verðkynning- unni, að ef þær 50 vörutegundir, sem teknar voru fyrir, hefðu ver- ið keyptar þar sem þær voru ódýrastar, hefði þurft að greiða fyrir þær kr. 515,30. Ef þær hins vegar hefðu verið keyptar þar sem þær reyndust dýrasta, hefði þurft að greiða fyrir þær 735,65 kr., eða 42,8% hærri upphæð. Við viljum bæta þvi við, að i þessu til- viki hefði þurft að hendast búð úr búð milli Akureyrar, Ólafsvikur, Dalvikur o.s.frv. til þess að „spar'a”. Sparnaðurinn hefði þvi enginn orðið. Hitt stendur eftir, að taflan hér að neðan sýnir mikinn mun milli verslana i Eyjafjarðar- og Skaga- fjarðarsýslum. 1 Samtals verð-þeirra 12 vörutegunda sem til voru í öllum verslunum Hlutfallslegur samanburður, meðalverð = 100 L/EGSTA VERÐ 144.05 85.0 Hagkaup, Akureyri 154.30 91.1 Kjörmarkaður KEA, Akureyri 157.15 92.7 Garðshorn, Akureyri 163.60 96.5 Kaupfélag Skagfirðinga, Hofsósi 163.85 96.7 KEA, Ólafsfirði 164.10 96.8 Hafnarbúðin, Akureyri 166.70 98.4 KEA, Siglufirði 168.35 99.4 KEA, Strandgötu, Akureyri 168.75 99.6 MEÐALVERÐ 169.45 100.0 KEA, Höfðahlíð, Akureyri 169.70 100.1 KEA, Dalvík 170.15 100.4 Gestur Fanndal, Siglufirði 170.80 100.8 Kaupfélag Skagfirðinga, Varmahlíð 171.45 101.2 Tindastóll, Sauðárkróki 172.10 101.6 KEA, Byggðavegi, Akureyri 172.40 101.7 Matvörubúðin, Sauðárkróki 172.65 101.9 Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðárkróki 173.55 102.4 KEA, Hafnarstræti, Akureyri 175.15 103.4 KEA, Brekkugötu, Akureyri 175.85 103.8 Verslunarfélag Siglufjarðar 177.10 104.5 Valberg, Ólafsfirði 181.50 107.1 HÆSTAVERÐ 186.15 109.9

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.