Þjóðviljinn - 22.04.1982, Page 21

Þjóðviljinn - 22.04.1982, Page 21
Fimmtudagur 22. april 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 21 [" Framboðslisti \ AB í Borgarnesi * Alþýðubandalagið i Borgarnesi hefur nú ákveðið framboðslista I sinn til sveitarstjórnakosninganna i næsta mánuði. Listann skipa I eftirtaldir: 1. Halldór Brynjúlfsson framkvæmdastjóri, 2. Margrét I Tryggvadóttir kennari, 3. Grétar Sigurðarson mjólkurfræðingur, 4. ■ Aslaug Þorvaldsdóttir húsmóðir, 5. Baldur Jónsson bifreiðastjóri, 6. I Ingvi Árnason trésmiður, 7. Ósk Axelsdóttir kennari, 8. Jónina B. I óskarsdóttir húsmóðir, 9. Rúnar Viktorsson trésmiður, 10. Hólm- I friöur Héðinsdóttir húsmóðir, 11. Veturliði Rúnar Kristjánsson bif- * reiðastjóri, 12. Aslaug Benediktsdóttir húsmóðir, 13. Sigrún I Stefánsdóttir talsimavörður, 14. Guðmundur V. Sigurðsson bif- I reiðastjóri. Jafnframt hefur Alþýðubandalagið i Borgarnesi opnað kosninga- * skrifstofu að Brákarbraut 3. Verðurhún opin á næstunni frá kl. 20-22 I á kvöldin, og eru félagar hvattir til þess að hafa samband við skrif- I stofuna. Halldór Brynjúlfss framkvæmdastj Áslaug Þorvaldsd húsmóðir Margrét Tryggvad Grétar Sigurðarson kennari mjólkurfræðingur Baldur Jónsson Ingvi Árnason bifreiðastjóri trésmiður Framboðslisti AB á ísafirði Birtur hefur verið framboðslisti Alþýöubandalagsins á ísafirði. Þessir skipa listann: 1. Hallur Páll Jónsson, 2. Þuriður Pétursdóttir, 3. Hallgrimur Axelsson, 4. Tryggvi Guðmundsson, 5. Svanhildur Þórðardóttir, 6. Jón Baldvin Hannesson, 7. Elin Magnfreðsdóttir, 8. Guömundur Skúli Bragason, 9. Gisli Skarphéðinsson, 10. Herdis Híibner, 11. Einar Bragason, 12. Aslaug Jóhannsdóttir, 13. Reynir Torfason, 14. Ragna Sólberg, 15. Már Óskarsson, 16. Þorsteinn Magnfreðsson, 17. Margrét óskarsdóttir, 18. Aage Steinsson. Aage Steinsson, sem starfað hefur að bæjarmálum á Isafirði i 16 ár, gaf ekki kost á sér i efstu sætin a ð þessu sinni. 1. Hallur Páll Jónsson s. 4. Tryggvi Guðmundsson 2. Þuriöur Pétursdóttir 5. Svanhildur Þórðardóttir 3. Hallgrimur Axelsson 6. Jón Baldvin Hannesson L 7. Elin Magnfreðsdóttir 8. Guömundur Skúli Bragason 9. GIsli Skarphéðinsson Nokkur hluti þátttakenda á ráöstefnunni. — Mynd: Ketitl. Sveitarstjórnarráðstefna AB á Akureyri Valið mun standa á milli stefnumiða AB og íhaldsins Alþýðubandalagið i Norðurlandskjördæmi eystra efndi til ráðstefnu á Akureyri um siðustu helgi, þar sem rætt var um sveitarstjórnarmál. Sat hana um 30 manns. Ráðstefnan hófst upp úr hádegi á laugardag og lauk á sunnudag. Helgi Guðmundsson setti hana, Katrin Jónsdóttir stjórnaði, en Gisli ólafs- son ritaði fundargerð. — Svavar Gestsson, fél- agsmálaráðherra, flutti erindi á ráðstefnunni um verkasliptingu rikis og sveitarfélaga, en siðan hófust almennar um- ræður, sem allir ráð- stefnugestir tóku meiri og minni þátt i. Svavar Gestsson, ráðherra, sagði þess vænst, að nefnd, sem fjallaði um fjármagns- og verka- skiptingu milli rikis og sveitar- félaga, lyki störfum það fljótt, að unnt yrði að leggja tillögur hennar fyrir Alþingi i haust. Nefnd þessi er öðrum þræði skip- uð af rikisstjórninni, en að hinu leytinu af Sambandi islenskra sveitarfélaga. Sum verkefni væru of viðamikil fyrir hin smærri sveitarfélög, eins og varanleg gatnagerð og holræsagerð. Þyrfti að stofna sérstakan fram- kvæmdasjóð, sem hlypi undir bagga með þeim. Gæti það haft alvarlegar afleiðingar fyrir mat- vælaframleiðsluþjóð eins og Islendinga að hafa holræsamálin i ólagi. En til þess að koma þeim i lag þyrfti 600—800 milj. kr. og helming þeirrar upphæðar i Reykjavik. Ræðumaður minnti á, að við siöustu bæja- og sveitastjórnar- kosningar hefði Alþýðubanda- lagið bætt viðsig 50% atkvæða frá næstu kosningum á undan og stæði að meirihlutasamstarfi eða hefði forystu i mörgum bæjar- félögum. Væri það undantekn- ingarlaus regla, að þar sem Alþýöubandalagið hefði haft mest áhrif, hefði þátttaka bæjanna i atvinnurekstri farið vaxandi og fjármálum betur stjórnað, mun meira sinnt skipulags- og um- hverfismálum og hverskonar félagslegri þjónustu. Allt hefur þetta tekið gagngerum stakka- skiptum þar sem Alþýðubanda- lagið hefur tekið við forystu af ihaldinu. 1 komandi sveitar- stjórnarkosningum er þvi valið um stefnumið Alþýðubanda- lagsins annars vegar og ihaldsins hinsvegar. Ræðumaður vék að sameiningu sveitarfélaga og kvaðst andvigur þvi, að hún yröi þvinguð fram með valdboði, heldur gerðist fyrir þær sakir, að sveitartélögin lyndu sjálf þörfina. Klukkan 4 var ráðstefnunni frestað til næsta dags, þar sem Alþýðubandalagið hal'ði boðið til opinbers fundar i Alþýðuhúsinu, svo sem skýrt hefur veriö frá hér i blaðinu. Klukkan 10 á sunnudags- morgun var ráðstefnunni siðan haldið áfram og mættu menn vel og stundvislega þótt kvöldið áður hefði verið vakað frameftir við gleðskap og gamanmál. Siðan var þyrpst á friðar- fundinn. —mhg. Helgi Seljan: VOR Kliömjúkt er hið káta Ijóð vorsins með kvak í íugli, ilmi úr mold, angan frá blómi, undraþyt í laufi. Hið unga líf kviknar hvarvetna og kveikir þessa undarlegu barnslegu þrá, sem blundaði allan veturinn bak við héluna. Og tilveran tekur kollhnís og titrandi af fögnuði hjartans, gengurðu mót geislum sólarinnar mót gróanda vors og lífs. Gengur á vit hinnar eilifu æsku en aðeins svipula örskotsstund. Því mitt í þessari undursamlegu upplifan innst í kviku hins ólgandi lifs, sem alls staðar tekur völdin. Þá grætur eitthvað innra með þér yfir fótmálum fullorðinsáranna, sem færa þig nær einstigi ellinnar. Harmræn verður hrynjandi vorsins og húmið eitt situr eftir með rökkurtjöld þagnar og trega, mitt í angandi vordý-rð allrar veraldar. Og þó er sól hæst i hádegisstað hljómar vorgyðjunnar ymja, sem lofgjörð yfir lífinu en Ijósta þig óbærilegum harml þess, sem veit, að hann á aldrei afturkvæmt.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.