Þjóðviljinn - 22.04.1982, Page 25

Þjóðviljinn - 22.04.1982, Page 25
Fimmtudagur 22. apríl 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 25 Minning Þórður Benedi ktsson fyrrverandi alþingismaöur og formaöur SÍtíS — Fœddur 10.3. 1898 — Dáinn 14.4. 1982 Þórður Benediktsson andaðist á Borgarspitalanum i Reykjavik 14. april s.l. 84 ára að aldri. Þórðurvar fæddur að Grenjaðar- stað i Suður-Þingeyjarsýslu 10. mars 1898 og voru foreldrar hans hjónin Ásta Þórarinsdóttir og Benedikt Kristjánsson prófastur. En Ásta var siðari kona séra Benedikts. Þórður ólst upp i foreldrahús- um og mun hafa notið undirbún- ingsmenntunar hjá föður sinum. Hann sest siðan i Verslunarskóla Islands hér i Reykjavik og út- skrifast þaðan vorið 1918. Næstu tvö árin vann hann við verslunar- störf hér i Reykjavik, en dvelur siðan erlendis frá 1920-1923. Það ár þann 23. júni kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, önnu Kamillu, fæddri 3. júli 1900, en hún er dóttir Olaf Hansen bónda á Grundmosegárd á Norður-Sjá- landi i Danmörku. Þau hjónin eiga fjögur uppkomin börn. Arið 1924 flytjast Þórður og kona hans til Vestmannaeyja, þar sem Þórður vann við verslunarstörf, fiskmatsstörf og verkstjórn til ársins 1942. Á þessum árum fór Þórður að taka þátt i félagsstörf- um i Eyjum. Hann skipaði sér i sveit þar sem barist var fyrir betri kjörum alþýðu til handa. Svo gekk heimskreppan i garð árið 1930 með verðfalli á útflutt- um sjávarafurðum og minnkandi atvinnu, harðnandi baráttu um brauðið. Þórður var þátttakandi i þessari baráttu sem var mjög erfið allan fjórða áratuginn. f haustkosningunum til Alþingis 1942 var Þórður Benediktsson i framboði fyrir Sósialistaflokkinn og var kosinn á þing sem lands- kjörinn alþingismaður i þeim kosningum. Hann mætti við þing- setningu Alþingis þann 14. nóvember þá um hausti&en hvarf af þingi daginn eftir sökum veik- inda. Við læknisskoðun kom i ljós að hann var orðinn veikur af berklum. A þessum árum herjaði berklaveikin á Islendinga og var mikil landplága. Berklahælin sunnanlands og norðanlands voru vfirfull af ungu fólki sem barðist við þennan vágest. 1 stað þess að hefja störf á Alþingi haustið 1942, þá er Þórður Benediktsson sendur sem sjúklingur á Vifils- itaðahæli. Þetta voru þung spor sem Þórður gleymdi aldrei. Hann situr svo ekki á Alþingi fyrr en þrjá siðustu mánuði þingsins 1946. Þegar Þórður kom á Vifils- staðahæli haustið 1942 þá var þar starfandi félag berklasjúklinga „Sjálfsvörn” sem var deild i Sambandi islenskra berklasjúkl- inga, seinna þekkt undir skamm- stöfuninni S.I.B.S., en þessi sam- tök berklasjúklinga viðsvegar að af landinu voru stofnuð fjórum árum áður að Vifilsstöðum, eöa 23. og 24. október 1938. Þórður Benediktsson sem var alla tið mikill hugsjónamaður, brennandi i andanum, gekk fljótlega i „Sjálfsvörn” á Vifilsstöðum haustið 1942, og upp frá þvi má segja að hann hafi helgað sig baráttunni fyrir bættum lifsskil- yrðum berklasjúklinga. Frá þvi haustið 1942 átti Þórður Benediktsson og fjölskylda hans heima i Reykjavik. Þegar hann fór að hressast af berklaveikinni árið 1943 þá fór hann aö vinna að málefnum S.l.B.S. Mikil og erfið barátta var framundan sem þurfti á góðum liðsmönnum að halda. Merkið hafði verið sett hátt strax i upphafi, þvi á 2. þingi S.l.B.S. árið 1940 hafði verið sam- þykkt að ráðast i byggingu full- komins vinnuhælis fyrir berkla- sjúklinga. Hér var mikið átak framundan, sem Þórður hreifst af og vildi vera þátttakandi i að framkvæma ef heilsa og kraftar leyfðu. Þórður Benediktsson var kos- inn varaforseti Sambandsins 1946, en þegar Marius Helgason lætur af forsetastörfum 1956 og tekur við embætti stöðvarstjóra Pósts og Sima á ísafirði, þá verður Þórður forseti S.I.B.S. En Þórði likaði ekki forseta- heitið, sagði að forseti ætti að bera aðeins einn á Islandi. Hann fékk þvi forsetaheitinu fljótlega breytt i formann. En þessu for- ystuhlutverki hjá Sambandi is- lenskra berklasjúklinga gegndi Þórður með m iklum sóma allt frá árinu 1956 til ársins 1974. Þegar Vöruhappdrætti S.l.B.S. var stofnað með lögum nr. 13 frá Al- þingi 1949 þá var Þórður ráðinn framkvæmdastjóri þess og gegndi hann þvi starfi óslitið til ársloka 1967. Þetta starf krafðist góðra skipulagshæfileika og var Þórður gæddur þeim i rikum mæli. 1 framkvæmdastjóratið Þórðar við Vöruhappdrættið varð hreinn hagnaður af rekstri þess 65 miljónir króna, og gerði það S.l.B.S. fært áð lyfta þvi mikla Grettistaki sem framkvæmdirnar að Revkjalundi voru. Þóröur Benediktsson var mikill bjart- sýnismaður, enda þurfti þess með á þeim árum þegar forysta sam- bandsins var aöleysa af hendi eitt allra mesta afreksverk sem unnið hefur verið á íslandi, en það er tvimælalaust bygging Reykja- lundar. Þórður lagði sig fram i þeirri baráttu af lifi og sál, og árangurinn varð lika mikill. Hann trúði á hið góða i hverjum manni og vildi fá menn til liðs við gott málefni, sem honum tókst að jafnaði. Og þar sem Þórður var gæddur miklum persónutöfrum þá drógust menn að honum og hlustuðu á mál hans. Þessi eigin- leiki Þórðar gerði honum fært að túlka svo mál berklasjúklinga fyrir ýmsum áhrifamönnum þjóðarinnar að þeir hrifust með og voru tilbúnir að leggja hönd á plóginn. Það fór lika svo fyrir at- beina góðrar forystu S.l.B.S. að öll þjóðin sameinaðist i verki um Reykjalund og hann reis af grunni se'm ein allra mesta fyrir- myndarstofnun sinnar tegundar i Evrópu. Ég veit að það helur verið ein allra mesta hamingja i liíi Þórðar að sjá þetta gerast og fá að vera við stjórnvöl, þátttakandi i þessu mikla verki þegar hinn langþráði draumur berklasjúklinga varð að veruleika. Ég sem þessar linur rita kynntist ekki Þórði Bene- diktssyni fyrr en hann var orðinn einn af aðalforystumönnum S.t.B.S. Ég sat þá um tima með honum i stjórn Sambandsins og á margar ánægjulegar og ógleymanlegar minningar frá þeim tima. Þá kom ég á heimili þeirra hjóna og naut þar alúðar og gestrisni. Þegar ég nú lit til baka til þess tima, sem heyrir sögunni til, þá verður mér Þórður Benediktsson minnisstæðastur fyrir hans brennandi áhuga á þeim málum sem unnið var að. Þessum manni uxu engir erfiðleikar i augum hversu miklir sem þeir voru. Meðfædd bjartsýni og bjargföst trú á góöan málstað sátu alltaf i fyrirrúmi i huga hans. Mér fannst lifsspeki hans felast i þeirri hugs- un, að erfiðleikar væru til að yfir- stiga þá. Enginn var heldur sigurvissari en Þórður Bene- diktsson þegar erfið viðfangsefni biðu framundan sem varð að leysa, svo draumurinn gæti orðið að veruleika. Nú er þessi snjalli baráttumaður með sina persónu- töfra fallinn i valinn eftir að hafa skilað þjóð sinni miklu og giftu- riku ævistarfi sem lengi veröur minnst. Að leiöarlokum vil ég flytja honum hjartanlega þökk fyrir kynningu, samlylgd og störf og bið honum allrar blessunar á nýjum lifsbrautum. Þar sem góðir menn l'ara, eru guðs vegir. Eftirlifandi konu hans og börn- um votta ég mina dýpstu samúð. Jóliann J. E. Kúld. öll eigum við i fyllingu timans að skilja við þennan heim. En þegar ekki er lengur fært að njóta lifsins vegna þess að kraftarnir eru á þrotum er i rauninni æski- legt að mega yfirgefa það. En gegn þessu áliti mælir tregða þeirra, sem eftir lifa, fyrst og fremst fjölskyldunnar, og svo allra hinna mögu vina, sem hugsa: bara að mér hefði auðnast að eiga enn fleiri ánægjustundir með þessum einstæðu hjónum, Þórðiog önnu. Þórði var i blóð borinn sérstak- ur frásagnarhæfileiki enda óvanalega laginn i að færa frá- sagnir sinar svo skemmtilega i stilinn að unun var á að heyra. Þá lét Anna ekki sitt eftir liggja með að gera gestum þeirra dvölina eftirminnilega. Allt varð þetta til þess að fólk sóttist eftir þeirra félagsskap. Annars kynntumst við Þórður þegar i Vestmannaeyjum, bæði i Sósialistafélaginu og Sovétvina- félaginu þar sem hann starfaði af heilindum eins og allsstaðar ann- arsstaðar þvi hann var óvenju- legur hugsjónamaður. Aldrei náðu sósialistar hærri atkvæða- tölu i Eyjum en þegar við höfðum Þórð i framboði. Þvi miður bundu berklarnir endi á hans þingsetu. Þá var það að hann tók upp bar- áttuna við þennan vágest ásamt nokkrum úrvalsmönnum. Þar var baráttuhugurinn einn, sem ferðinni réð, þvi allt voru þetta efnalitlir menn, sem ekkert áttu fram aðleggja nema bjartsýnina. Við dáðum sögurnar okkar fornu um hetjur, er héldu til bar- daga og felldu menn. En hér voru hetjur hins nýja tima, er réttu þeim sjúku hjálpandi hönd og reistu þá við til lifsins. Menn gerðu sér i upphafi ekki háar vonir um Samband is- lenskra berklasjúkinga; þó af- rekuðu þessi samtök það, sem enginn hafði þorað að vona. Og ekki aðeins það, — að unnum fullnaðarsigriá þessum vettvangi færðust þau ný verkefni i fang til þess að gefa öðrum, er veikindi eða skert starfsorka hafði ýtt til hliðar i samfélaginu, aukna von og lifsgleði. Ekki hefi ég hér minnst neitt á ætt Þórðar eöa uppruna, það hafa aðrir gert i skrifum um hann. Eitt meðal annars átti þessi maður framyfir okkur flest, sem náð höfum háum aldri. Hann gat meðan heilsan leyfði horfið til æskustöðvanna, fundið þar bæinn sinn rétt eins og hann var á bernskudögunum, farið þar hönd- um um amboð og húshluti, sem öllu hefur verið vel við haldið á Grenjaðarstað, þvi þar er byggðasafn. Þórður er okkur horfinn; þvi verður að láta sér nægja að festa um hann á blað nokkur fátækleg orð — um manninnn og ævistarf hans sem um hefði þurft að skrifa stóra bók. Nú þegar vorið er i nánd miss- um við sjónar af vini okkar Þórði Benediktssyni, en við honum tek- ur fósturjörðia breiðir yfir hann sitt mjúka græna teppi en lætur okkur aðeins eftir minninguna um hinn góða dreng. Það ætti ekki að þurfa að taka það fram, svo sjálfsagt sem það er, að þessum linum fylgir samdð okkar hjóna, og hluttekning til önnu og allrar fjölskyldunnar. Sigurður Guttormsson 1X2 1X2 1X2 4183 9768 11158 15827 17410 20876 23373+ 25928 31. leikvika - leikir ‘17. apríl 1982 Vinningsröft: 111-121-111-1X2 1. vinningur: 12 réttir - kr. 1.865.oo 36054(6/11) 41161(6/11) 71661(4/11) 80773(4/11) 42136(6/11) 71791(4/11) 42468(6/11)+ 72548(4/11) 43508(6/11) 72647(4/11) 43799(6/11) ■65937 (4/LL) 36057(6/11) 36302(6/11) 36378(6/11) 37394(6/11) 38354(6/11) 38366(1/11) 38764(6/11) 66056(4/11) 66244(4/11) 73201(4/11) 73289(4/11) 73499(4/11) 74450(4/11)+ 81600(4/11) 81776(4/11) 82082(4/11)+ 82765(4/11)+ 83986(4/11) 86451(4/11) 86805(4/11) 16071(1/11) 38917(6/11) 69636(4/11) 74618(4/11) 87428(4/ 35216(6/11) 39606(6/11) 69900(4/11) 74786(4/11) 88087(4/ 35219(6/11) 39125(6/11)+ 69934(4/11) 76485(4/11)+ 88478(4/ 35437(6/11) 39248(6/11) 70385(4/11) 78258(4/11) 30. ■ 35699(6/11) 39355(6/11) 70469(4/11) 78661(4/11) 36434(6/ 35767(6/11) 40291(6/11) 70548(4/11)+ 78851(4/11) 35941(6/11 )♦ 40506(6/11) 70812(4/11) 80361(4/11) 2. vinningur: 11- réttir - kr. 55.00 2 36 3264 9474 11950 17515 24493 35317 35957i 335 3273 9502 12242 17642+ 24827 35326 35961+ 472 3690 9684 12413 17781 25417 35335 35965+ 568 4204 9895 13081+ 18299 25679 35436 35981 599 4203 10173 13105 18290 25719 35456 36049 618 4216 10174 13231 18537 26001 35696 36122 750 5033 10175 13257 19461 26201+ 35733 36125 871 5056 10265 13700 19581 26314 35735 36199 906 5412 10311 14760 1 19936 26-3 55 35741 36211 962 5596 10431 15886 20094 26356 35759+ 36227 1035 5979 10774 15920+ 20582 26886 35777 36677 1201 6117 10829 15937+ 20784 35034 35788 36679 1262 6315 + 10833 15945» 21017 35066 35790 36681 1303 6375 10836 16128 21418 35119 35799 36684 1366 7646 10837 16426 21602 35145 35861 36779 1710 7811 10844 16449 21617 35154 35921 36780 2511 8167 10878 16531 22235+ 35208 35929 36821 2743 8299 10939 16652 23052 35217 35953+ 36856+ 3148 8529 11259 17255 23722 35237 35955+ 36953 3215 8617 + 11456 17513 23915+ 35291 35956+ 36957 36963 39194 41711+ 43674+ 66583+ 69935 73793 76712 37004 39256 41749 43782+ 66645 70190 73889 77048 37010+ 39257 41803 43787+ 66649 70255 74025 77226 37017 39365 41807 43908 66666+ 70341 74030 77304 37102+ 39394 4)858 43931 66734 70368 74070 77441 37132 39597 41934+ 44029+ 66743 70370 74131+ 77562 37214 39608+ 42050+ 44153+ 66745 70648 74163+ 77792 37281 39728 42130 44166+ 66839 70650 74253+ 77801+ 37344 39737 42132 44219+ 66896 70691 74270 77809+ 37370 39789 42133 44221+ 66897 71027 74311 78089 37392 39795' 42135 44273+ 66985+ 71080 74312 78251 37437 39842 42137 44274+ 67055+ 71239 74313 78371 37480 39894+ 42145 44286 67 07 2 71291 74314 78378 37501 39994 42154 44 301 67112 71409 74324 78754+ 37552 40012 42190 44336+ 67149 71629 74486 78772+ 37597 40338 42275 44408+ 67272 71642 74487 78848 37651 40341 42343 44418+ 67483+ 71915 74493 78850 37717 40377 42365+ 59585 67541 71969 74494 78854 37730 40431 4 24 69 65006 67681 72001 74515 78856 37762 40610 i* 2 512 65080 67689 72049 74571 78857 37889 40623 42525 65182 67715+ 72050 74581 78927 37942 40638 42609 .65287 67740+ 72052 74597 79008 38032 40670 42757 65292 67811 72064 74606 79163 38174 40819 42767 65323 67829 72130 74678+ 79243 39517+ 40822 42815+ 65376 68002 72191 74783 79252 38571 40834 42825 65414 68076 72212 74785 79405 38572 40863 42847 65455 68607+ 72253 74806 79408+ 38588 40969 42935 65541 68719 72293 74901 79410+ 38615 40972 42939 65547 68770 72366 74982 79421+ 38620+ 41130 43031 65619 69050 72415 75218 79429 38632 41145 43122 65702 69147 72461 75229 79625 38716 41165+ 43154 65835 69467 72527 75290 79773 38771 41227 43328 6 5883 69536 72717 75474 79858 38821 41228 43363 66167 69583 72718 75595+ 80109 38872 41243 43367+ 66170 69638 72813 75847 80154+ 38920 41247 43376 66173 69687 72835 75868 80158+ 38944 41328 43406+ 66268 69705+ 72910 76070 80170+ 38947 41412 43505 66285 69735 72993 76154 80760+ 39123+ 41535 43506 66419+ 69843 73204 76242 80869+ 39124 41592 43507 66552+ 69844 73224+ 76428 80874 39130 41595+ 43524 66564+ 69845 73531 76483+ 80879 39176 41653 43630+ 66582+ 69859 73659 t 76484+ 80958* 80961+ 85740+ 88199 66403(2/11) 79450(2/11) 80962+ 81047 81215 81320 81778 81779 81784 81788 81974+ 82004 82191 82216 HHH8H 82404 82450+ 82763+ 82764+ 83075 83545 83881 84224 85042 85063 85083 85310+ 85311+ 85517 85580 85589 85736+ 85824 86026 86129 86191 86302+ 86471 86475 86479 86488 86504 86535 86707 87034 87058 87081+ 87157 87261 87284 87434 87436 87622 87720 87747 87773 87778 87844 87856 87927 88402 88447 88484 88502 88542 88765 88854 624(3/11) 66453(2/11) 66746(2/11) 66748(2/11) 66773(2/11' 66989(2/11) 67078(2/11) 67079(2/11) 67082(2/11) 68647(2/11) 8247(2/11)+ 69447(2/11) 10834(2/11) 69841(2/11) 15702(2/11) 17514(3/11) 25677(2/11) 26734(2/11) 36987(2/11) 37116(2/11) 37347(2/11) 37897(2/11) 40123(2/11) 41380(2/11) 42037(2/11) 42722(2/11) 42915(2/11) 43155(2/11) 43378(2/11) 44119(2/11) 65968(2/11) 65969(2/11) 65972(2/11) 88104 30. vika: 36432(1/11) Kærufrestur er til 10 69842(2/11) 69920(2/11) 70234(2/11) 70336(2/11) 70423(2/11) 71520(2/11) 71546(2/11) 74144(2/11)+ 74642(2/11) 75278(2/11) 75527(2/11) 76093(2/11) 76996(2/11)+ 77213(2/11) 78533(2/11) 78664(2/11) 78753(2/11) 78818(2/11)+ 79301(2/11) 79576(2/11) 79577(2/11) 79579(2/11) 79979(2/11) 80314(2/11) 80675(2/11) 80947(2/11)+ 81227(2/11) 81599(2/11) 81924(2/11) 83013(2/11)+ 83034(2/11)+ 83763(2/11)+ 85123(2/11)+ 85318(2/11)+ 853S8(2/11)N 85414(2/11) 85441(2/11)+ 85615(2/11)+ 86163(2/11) 86238(2/11)+ 87006(2/11) 87073(2/11) 87179(2/11) 87723(2/11) 88681(2/11) 2S. vika: 17648 (1/11)+ 36433(1/11)+74130(2/11)+ mai kl 12 á hádegi. Kærur skulu vera ■>ki iflegar. Kærueyftublöft fást hiá umboösmönnum og á skrifstofunni 1 Ryykjuvík. Vinningsupphaeðir geta laekkað, ef kaerur veröa teknar til greina. Handhafar nafnlausra seftla (+) verÖa aft framvísa -stofni efta .•< nda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til ‘"•truuna fyrir lok kærufrests. '• 1 T K a II N I R Iþróttamiftstöftir REYKJAVÍK

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.