Þjóðviljinn - 01.05.1982, Blaðsíða 3
llelgin 1,—2. mai 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
Átaks
er þörf
Framhald af 1. siöu.
frekar að öll viðleitni Vinnuveit-
endasambandsins gengur út á
það að tefja framgang samninga-
viðræðna.Auðvitað er Vinnuveit-
endasambandinu frjálst að
standa i yfirlýsingastriði við
stjórnmálaflokkana, en það hlýt-
ur að vera krafa verkalýðssam-
takanna að slikum þáttum sé
haldið utan samningaborðs
þannig að þeir tefji ekki samn-
ingaviðræður.
Svar verkalýðssamtakanna
hlýtur að vera það að efla sam-
stöðu sina og bregðast nú þegar
við kalli 72 manna nefndarinnar
um öflun verkfallsheimildar.
Efnislega
ekkert nýtt
I Atvinnurekendur óskuðu eftir
umsögn Þjóðhagsstofnunar og nú
hefur hún verið lögð fram, hvað
viltu segja um hana?
Efnislega er ekkert nýtt i þeirri
skýrslu. Ef við litum til reynslu
fyrri ára sýnir hún að Þjóðhags-'
stofnun á vanda til svartsýni og
að raunveruleg framvinda hefur
vepð betri, en þeirra spá. Hitt er
svo alveg augljóst, að ef kerfið
hefur þann háttinn á að velta
öllum kauphækkunum úti
verðlagið og láta siðan gengið
siga, þá heldur verðbólgari
áfram, þetta eru engin ný
sannindi, þetta hafa allir alltaf
vitað.
Þess vegna hljótum við i verka-
lýðshreyfingunni að gera þá
kröfu til rikisstjórnarinnar og
Vinnuveitendasambandsins, sem
fara með stjórn efnahags-
málanna og fyrirtækjanna, að
þessir aðilar einhendi sér i það að
efla hagvöxt og auka framlciðni i
landinu, þannig að forsenda sé
tryggð fyrir raunverulegri kaup-
máttaraukningu, án verðbólgu-
vaxtar. Ég fæ ekki annað séð en
að þetta sé sanngjörn krafa.
Neyðarúrræði
Sýnist þér þá, eins og staðan er
núna, að óhjákvæmilega komi til
átaka á vinnumarkaðnum?
Ég er enginn spámaður, en hitt
er ljóst að þegar samningavið-
ræðum var frestað i nóvember sl.
þá taldi verkalýðshreyfingin sig
ekki hafa stöðu til verkfallsátaka
og þvi var ákveðið að biða með
samningagerðina til vors. Sá timi
var talinn heppilegri ef til átaka
þyrfti að koma. Enn hafa engar
ákvarðanir verið teknar um verk-
fallsaðgerðir og þær verða ekki
teknar fyrr en reynt hefur á það
til þrautar hvort atvinnurekendur
ætla að semja við okkur eða ekki.
Menn skulu ekki gleyma þvi að
verkföll eru ekkert gamanmál,
verkfall er neyðarúrræöi, sem
ekki er gripið til fyrr en allar
aðrar leiðir eru lokaðar. Þegar
fólk krefst góðra samninga af
samningamönnum sinum, þá vill
fólk oft gleyma þvi að viðsemj-
endur eru tveir og sé það ekki til-
búið að fórna einhverju til að
tryggja góða samninga, þá er
hætt við að þeir verði torsóttir.
Til þess að ná samningumbarf að
fá fulltrúa Vinnuveitendasam-
bandsins til þess að skrifa undir,
samningarnástekki meö þvi einu
að búa til kröfur, þaö veröur oft
að berjast fyrir þeim. Þvi er það
alveg augljóst að sé engin leið
önnur en verkfall, til að fá at-
vinnurekendur til að skrifa undir
; samninga, þá verður boðað
verkfall.
Ég vona og trúi þvi að félögum i
verklýðshreyfingunni sé þetta
samhengi ljóst og að þeir séu til-
búnir til að fylgja alvörunni á
bakvið kröfugerðina eftir. Ég
óttast það ekki heldur, að ef
ákvörðun verður tekin um verk-
fallsaðgerðir standi félögin ekki
saman. Slikt hvarlar ekki að mér.
Samflot
í samningum
Akveðin gagnrýni hefur komið
fram á siðustu áruin á hið svo
nenda samflot verkalýðsfélag-
anna i kjarasamningum, hvert er
þitt álit á þessu?
Ég lit svo á, að það fari eftir
aðstæðum á hverjum tima hvort
heppilegt er að félögin hafi sam-
flot við gerð kjarasamninga, eða
hvort einstök félög eða sérgreina-
sambönd sigla ein á báti. Þvi fer
fjarri að ég liti á samflot verka-
lýðsfélaganna, sem eitthvert
trúaratriði við gerð kjarasamn-
inga. Fyrirkomulag allt hjá okkur
innan ASI er með þeim hætti, að
hvert staðbundið verkalýðsfélag
hefur úrslitaákvörðun um öll sin
kjaramál. Það er hverju verka-
lýösfélagi frjálst að samþykkja
eða hafna þeim samningum sem
samninganefnd ASl gerir hverju
sinni og það er heldur ekkert
félag neytt til að taka þátt i
samflotinu. Þess ber einnig að
geta, að áður en kjarasamninga-
viðræður hefjast, eru haldnir
fundir i einstökum félögum og
landssamtökum þeirra um það
hvort samflot við gerð kjara-
samninga sé æskilegt eða ekki.
Þetta er ekkert sem stjórn ASl
ákveður ein og sér. Það eru félög-
in sjálf og landssamtök þeirra
sem óska eftir þessu formi.
Astæðan fyrir þvi, að samflot er
haft um gerð kjarasamninga nú,
er fyrst og fremst sú að mönnum
„Því er alveg
augljóst að
sé engin önnur
leið en
verkfall til
að fá atvinnu-
rekendur
til að skrifa
undir samninga,
þá verður
boðað verkfall”.
er það ljóst að i verðbólguþjóð-
félagi, eins og við búum við, er
kauptryggingarákvæði undir-
staða þess að samningarnir haldi.
Telja má nær óhugsandi að hvert
félag fyrir sig gæti tryggt þetta
atriði i samningum og þvi er sam-
flot talið heppilegt og raunar
óhjákvæmilegt til að tryggja
kauptryggingarákvæði samning-
anna. Einnig telja menn meiri
hættu en ella á þvi að samningar
dragist á langinn ef hver er að
semja i sinu horni, þar sem erfitt
yrði fyrir eitthvert félag aö riða á
vaðið, þaðer alltaf erfitt að ganga
fyrstur i slikum málum. Hinu má
svo heldur ekki gleyma að þótt
samflot sé haft við samninga-
gerðina, þá er verulegt sjálfræði
hjá hverju félagi fyrir sig, bæði
við kröfugerð og hvernig málum
er fylgt eftir. Samflotið er i raun
samflot sjálfstæðra eininga og þvi
oft nokkuð lausbeislað. Þó hefur
það marg oft komið fram hin
siðari ár, að félögin vilja sam-
ræma afstöðu sina og telja sig
sterkari gagnvart Vinnuveit-
endasambandinu ef þau koma
fram isamningum,sem ein heild.
En ég endurtek að baráttuað-
feröir verður alltaf að endurskoða
með tilliti til aðstæöna hverju
sinni.
Annað form
Gagnrýni hefur stundum komið
fram á það hvað samniugavið-
ræður dragast á langinn telur þú
að til sé eitthvert form, sem
tryggi það að svo verði ekki, til að
mynda fastancfnd, sem starfar
allt árið?
Það er starfandi fastanefnd ASI
og VSI, en hennar hlutverk er
fyrst og fremst að skilgreina og
túlka samninga og skera úr um
vafaatriði. Ég hygg að það væri
rangt að fela slikri neind samn-
ingagerð. Þá værum við nánast
komnir með kjaradómstól. Auk
þess eru alltaf félög innan ASI
sem vilja sigla ein á báti og við
leggjum ekki stein i götu þeirra.
Það hefur verið stefna ASI að
hvert félag innan þess ráði sinum
máíum sjálft. Samt hefur það
ætið verið þannig, lika hér áður
fyrr meðan hvert félag samdi fyr-
ir sig, aö samningagerö hjá
hverju einstöku félagi hefur alltaf
meira og minna tekiö mið af þvi
sem gerist hjá öðrum. Félögin
hafa alltaf horft gagnkvæmt
hvert til annars, og oft fór
Dagsbrún á undan en önnur félög
fylgdu á eftir.
Þú nefndir það áðan, að félögin
liafi metið stöðuna svo i nóvem-
ber sl. að ekki væri heppilegur
timitil átaka.er ckkiraunin sú að
fólk almennt telur sig ekki geta
farið I verkfall, misst tekjur,
vegna þess lifsgæðakapphlaups,
sem þjdðin býr viö?
Verkfallsvopnið
enn
neyðarúrræðið
Vissulega er mikið til i þvi að
fólk lifir þannig nú til dags aö það
á erfitt með aö missa tekjur.
Ýmis föst útgjöld, aíborganir al'
hverskonar lánum og fleira, eru
meiri og algengari nú til dags en
áður var. Fólkhefur þvi mikið að
missa i þessum elnum. Hitt er
deginum ljósara að timabundið
tekjutap er flestum auðveldara
en áður var. Það er minni hætta á
þvi en áður að fólk svelti eða
frjósi, þó að það verði timabundiö
af tekjum. Þetta gerðist þó
hvorutveggja hér áður, en fólk lét
sig hafa það, ef það mætti verða
til þess að sigur ynnist i
„Atvinim-
rekendur hafa
sett fram
kröfur
um skerðingu
kaupmáttar
og þeir hafa ekki
verið fúsir
til neinna efnis-
legra viðræðna
við okkur”.
Ein
launþegasamtök
Sú hugmynd hcfur verið reifuð,
að stofna beri ein Iandsamtök
launafólks. Félagar i BSKB, ASt
og þeir innan sjómannastéttar-
innar sem ekki eru i ASÍ myndi
citt stórt og voldugt landssam-
band, livert er þitt álit á þessu?
Það er enginn vafi að margt af
þvifólki, sem er innan raða BSRB
á fulla samleið með fólki innan
okkar raða. Aftur á móti er stað-
reyndin sú, að samningakerfi
þessara samtaka eru ólik og þvi
er ekki að leyna að nokkur spenna
rikir á milli þeirra. Þvi hygg ég
að nokkur timi muni enn liða áður
en hægt er að tala um sameiningu
þessara landssamtaka. Þó er ég
þeirrar skoðunar að sameining
þeirra yrði báðum til styrktar og
þótt ekki sé vilji fyrir sameiningu
nú um stundir, þá getur sá timi
komið aö menn telji ástæðu til að
láta af henni verða. Og loks má
ekki gleyma þvi að þrátt fyrir allt
er margvislegt samstarf á milli
samtakanna.
Og að lokuin Asmundur i tilefni
dagsins?
Já, það er 1. mai i dag og við
stöndum i miðjum samningavið-
ræðum. Og það er ekki nema
hálfur mánuður til loka þess
samningatimabils, sem samið
var um i nóvember sl. Fyrir þann
tima verða samningar að nást, og
það viðunandi samningar og ég
skora á allt verkafólk að sýna at-
vinnurekendum það nú, að það sé
reiöubúið til átaka, sem tryggi
þvi viðunandi samninga gerist
þess þörf. -S.dór
kjarabaráttu, sem tryggði betri
framtið.
Þaö togar þvi til beggja átta i
þessum efnum. En miðað við
reynslu siðuslu ára, eru hér ekki
uppi raddir sem mæla gegn verk-
falli þegar þess er þörf. Verkíall
helur vissulega verið vopn verka-
lýðsins i nauðum, el'tir að vel-
megun varð til á Islandi. Fólk
gerir sér enn grein lyrir þvi að
verkfall er það vopn sem dugar ef
allt annað þrýtur. En menn gera
sér lika íulla grein fyrir þvi, að
verkfall er engin Kel'lavikur-
ganga, þar sem hægt er að setjast
niður og stinga lúnum fótum ofan
i heitt vatn og láta liða úr sér.