Þjóðviljinn - 01.05.1982, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 01.05.1982, Blaðsíða 9
Helgin 1,— 2. mai 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Hver eru tengsl jafnréttis, bónus og vinnu- umhverfis? Framhald af 7. siöu. henni eru sjúkraþjálfarar, læknar, sálfræöingar, fólk úr verkalýöshreyfingunn og fleiri. Næsta skrefiö er aö gera for- könnun meöal tiltekinna vinnu- staöa og trúnaöarmanna hér i Reykjavik og á Akureyri. Hér er ekki veriö aö fá fram neinar töl- fræöilegar niöurstööur, aöeins aö treysta undirstööurnar og fá sem bestan spurningalista. Sjálfur listinn veröur svo sendur út i september n.k. til 6.-7. hvers félagsmanns i þessum ákveönu iöngreinum sem yröu u.þ.b. 1500 manns.” Vinnuveitendasambandiö hefur ekki veriö allt of hrifiö af ykkar starfi? „Við viljum i þessu sambandi leggja áherslu á þaö viöhorf okkar að til að árangur könnunar- innar veröi sem bestur, er nauö- synlegt aö hafa samband viö alla aöila vinnumarkaöarins. Viö höfum haft samband við Vinnu- veitendasambandiö og það veröur aö segjast aö viðbrögöin hafa veriö verri en viö gátum átt von á. Viö sem stóöum aö vinnu- verndarrannsókn i byggingar- iönaöi og málmiðnaöi a vegum nokkurra verkalýösféla/g'a i fyrra sátum undir árásum atvinnu- rekendavaldsins þar sem viö vorum sökuö um hlutdrægni af versta tagi. Erindi okkar nú um samvinnu viö vinnuveitendur varöandi þessa jafnréttiskönnun hefur ekki enn veriö svaraö. Hins vegar hefur VSt sent Friöjóni Þóröarsyni dómsmálaráöherra og fulltrúa i Norrænu ráöherra- nefndinni bréf þar sem segir m.a.: „Jafnframt vill Vinnuveit- endasambandið leggja áherslu á „Skýr tengsl eru milli slæms aöbúnáöará vinnustööum og fjöida vinnuslysa”. nauösyn þess aö kannanir á sviöi vinnumarkaðsmála séu unnar i nánu samráöi viö aðila vinnu- markaöarins...”. Þaö er einmitt þetta álit sem viö höfum einnig en allar beiðnir okkar um samráð viö Vinnuveitendasambandiö hafa veriö hunsaöar. Þó teljum viö óliklegt aö einstakir atvinnu- rekendur séu sama sinnis og VSl i þessum efnum. Þaö er mögulegt aö þessi viö- brögö atvinnurekenda nú, mótist aö einhverju leyti af þvi aö viö höföum ekki samband viö þá þegar iönaöarmannakönnunin j var gerö i fyrra. Sú könnun var einvöröungu gerö aö frumkvæöi þessara iönaöarmannafélaga og Vinnuverndarhópsins og þvi var engin ástæða til aö spyrja vinnu- veitendur leyfis. ööru máli gegnir þegar um er aö ræöa sam- norræna opinbera könnun. Þess vegna höfum viö lagt áherslu á aö kynna báöum aöilum það sem viö erum aö gera. Hins vegar hlýtur sú spurning aö vakna hvort þessi viöbrögö atvinnurekenda nú sýni viöhorf þeirra til jafnréttismála, vinnuverndarmála og liðan verkafólks almennt”. Nú voru niöurstööur ykkar I iönaöarmannakönnuninni all ögn- vænlcgar? „Já, þaö er óhætt að segja þaö. Einkum var þaö tvennt sem vakti athygli. í fyrsta lagi er ástand vinnuumhverfis þessa hóps mjög slæmt. í ööru lagi komu i ljós svo skýr tengsl milli vinnuaðstæöna - og aöbúnaöar á vinnustööunum annars vegar og hárrar tiöni sjúkdóma, streitueinkenna og fjölda vinnuslysa hins vegar. Þessi könnun sem var gerö aö frumkvæöi verkalýösfélaga i málm- og byggingariönaði i Reykjavik, Hafnarfiröi og á Akureyri leiddi i ljós aö rýmlega fimmti hver iönaöarmaöur á þessu svæöi haföi lent i vinnuslysi undangengna 12 mánuöi. Þar af haföi helmingur þeirra verið frá vinnu i viku eða meira af þessum völdum. Könnunin leiddi einnig i ljós aö 73% þeirra sem spuröir voru kvörtuöu um of mikinn hávaöa á sinum vinnustað og alls höföu 38% þátttakenda leitað sér lækn- inga vegna bakverks. 29% höföu leitað sér bóta vegna vöðvabólgu og hvorki meira né minna en 48% þátttakenda töldu sig vera stress- aða!”. (Þess má geta hér að seinni hlutann i mai kemur út á vegum Vinnuverndarhópsins bæklingur um vinnuslys og verö- ur nánari grein gerö fyrir honum i Þjóðviljanum siöar). Finnst ykkur niöurstöður iðnaðarmannakönnunarinnar hafa vakið nógu mikla umræðu? „Þaö má alltaf deila um hvort svo hafi verið. Hins vegar finnst okkur ljóst aö almennur áhugi fyrir vinnuvernd fer sivaxandi. Skemmst er aö minnast könnunar á vegum Verslunarmannafélags Reykjavikur, sem ætlaö var aö leiða i ljós, hvaða tengsl væru milli vinnuumhverfis og vinnu- aöstööu annars vegar og sjúk- dóma sem flokka mætti undir at- vinnusjúkdóma hins vegar. 1 hefti Lögreglumannsins nýlega er grein um böl vaktavinnunnar og svo má ekki gleyma Vinnu- verndarári Alþýöusambands Islands. Þvi er ekki aö leyna aö mörg vandamál vinnuverndar eru gömul i hettunni og önnur stærri komin upp. 1 staö hækkandi meðalaldurs fólks i iönvæddum löndum fram eftir öldinni, virðist hann fara lækkandi nú hin siðari árin,og hefur dánartiöni karla á aldrinum 35—54 ára aukist veru- lega. 1 Danmörku hefur dánar- tiðni 40 ára karla hækkaö um 20% siðasta áratuginn! Þessar staö- reyndir gera þaö að verkum aö verkalýðsfélögin lita æ meir til þessara hluta i kröfugeröum sinum og okkar starf hefur m.a. miöast að þvi aö safna saman upplýsingum sem geta oröiö til þess aö kortleggja ástandiö betur en áöur var. Annars vegar má notast viö spurningalista þar sem hægt er að skrá marga þætti i vinnu- umhverfi og fá upplifun verka- fólksins sjálfs á þeim þáttum sem verið er aö rannsaka. Hins vegar er einnig hægt aö fara inn á vinnustaðina og t.d. mæla hávaöa eða gera læknisfræöilegar athug- anir á verkafólkinu á vinnu- stööunum. Slikar kannanir ná þó oftast til minni hóps og færri þátta. Æskilegt er auðvitað aö báðar aöferöirnar séu notaöar en það sem viö erum aö gera núna er að fá ■almennar upplýsingar um jafnréttismál, bónus, vinnu- umhverfi og liöan verkafólks i iðngreinum þar sem engar upplýsingar eru til um þessi mál. Þess vegna er spurningalistinn hentugasta tækib. Síðan höfum við hug á þvi i sambandi viö aöal- könnunina, aö taka viðtöl viö nokkra einstaklinga til aö dýpka einstaka þætti rannsóknarinnar”. Þeir félagar Gylfi Páll og Jónas i Vinnuverndarhópnum vildu aö lokum leggja áherslu á aö frum- skilyröi fyrir gagnsemi könnunar hópsins um bónus og jafnrétti, sem nú stæði fyrir dyrum, væri góö samvinna viö félagsmenn viökomandi verkalýösfélaga. Lögöu þeir áherslu á aö þeir félagsmenn sem hefðu áhuga og teldu sig geta lagt liö, hefðu sam- band viö Vinnuverndarhópinn, Klapparstig 26. Siminn er 27363. Og viö þökkum fyrir spjalliö. — v. Dagsbrúnarmenn! Sýnið öfluga samstöðu í kjarabaráttunni. Fjölmennið í kröfugöngu og á útifund verkalýðsfélaganna. Verkamannafélagiö Dagsbrún yðubankinn launafólki um land allt báráttiikveðjur 1.MAÍ r=r v\ Alþýdubankinn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.